Tíminn - 04.10.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1953, Blaðsíða 4
n TÍMINN, sunnudaginn 4. október 1953. 224. folað, Kvöld að Kirkjubóli 3. október 1853 Séra Gurmar Arnason.: Þáftur kirkjunnar Kristileg dagskrármál Stephan G. Stephansson Vetur nálgast veldisstólinn, vefjast fjöflin hvítum hjúpi. 'jíluð ströndin endurómar :kkasog frá hafsins djúpi. ?Ieygir gestir flúið hafa Vann.iey til Sólskinslanda. iýgjarfoss sín kvæði kveður. völdum gjósti fjöllin anda. 'esturfjöllin hafa hulið únzta bros frá liðnum degi. ,oft er heiðríkt. Gráföl griina grúfir yfir fold og legi. délan skín við skarðan mána, kjálfa norðurljósa iður. fnattagrúi í geimsins djúpið -.eislaflóði hellir niður. ÍÚ er Skagafjörður fríður. •’jöllin prúð á verði standa. ilettnar bárur lög sín leika •;tt og glatt við Borgarsanda. íjart cr yfir sveit og sævi, ■ílfurglit um fjöll og haga. illt frá fjarðar innstu döluin >t að nyrztu tá á Skaga. vð Kirkjuhóli, — hreysi lágu, — lelgar ríkja gleðistundir. etta kvöld er kotbúendum cærust gjöfin lögð í mundir. : vfóðir björt að brjósti hlýju ihðlynd vefur soninn unga. ,ofar guð, án allra orða. •f ástarsælu er fjötruð tunga. ,angt er ei til lofts né veggja, : ítið rúm til veizluhalda. rá gluggakytru skjálgeyg skíma simar um moltlarveggi kalda. •inginn jöfur á hér heima .urasafns né klaufahjarðar. •fér þó standa á heiðursveröi veilladísir Skagafjarðar. -liminbjartar, helgar verur iring um litla kotið mynda. Sveiptar norðurljósa leiftrum, ,-r létt á geimsins vogum svnda. aftanblænum hljótt þær hvísla ) ,eitum bænum, spám, sem rætast. íeilög von frá hjarta ftióður ■ ig heillaóskir þeirra mætast. íikáldaaugu íturfijgur ■eru, þessa litla snáða. Grefum houum gjafir nokkrar. (Qnægð vér eigum hollra ráða. (Greypum þær í hug og lijarta. !Gf hlýðir þeim er sigur fenginn. Og þjóðin mun um allar aldir elska litla kotadrenginn. Ekki muntu baða í blómum. Brautir ryðja ofurmenni. Ekki þarfíu að óttast heldur að í slóðir þínar fenni. Dáður ofar auðmildingum l»ó eðalsteina og gull ei hafir. I>ú skalt samt af þínum auði þjóðinni færa dýrar gjafir. Berja mátíu blóðgum hnúum á Bragadyr. Þær opnast kunna. Og hlýtur þá, ef hikar ckki hörpu, er þjóð mun dá og unna. Virtu aldrei óð í krónum. Oft mun verða gull í boði. Gakk ei slóðir slæpingsmenna. Slittu meira en skóm úr roði. Seldu aldrei sannfæringu, sannleiksdrottinn ráði gerðum. Viljans stál og vizku guliið veg þér beini á hættuferðum. Mundu aö livert þitt heit er heilagt. Hönd ei slepptu af föllnum vini. Vertu ætíð /slendingur. Aldrei gef í launaskyni. Itagar liðu. Árin eyddust. Ómuðu ljóð um fjörðinn Skaga — Klettafjaila kraftaskáldið kvað af snilli á þingi Braga. Hugsjón göfg í glæstum klæðum gevsist lands um byggðir allar. Hver mun loka hug og hjarta en hlýða ei, er Stefán kallar? /slendingar! Lærið ljóðin, listaverkin skoðið betur. Mild og hlý sem heiðablærinn, hrein sem mjallarklæddur vetur. Leiftrar glatt af Bragabrandi. Bíta inn scka cggjar þunnar. Óðar sverð hans sundur tætir silfurbrynjur lirakmennskunnar. í Ijóðagnýnum glöggt við skynjum grimmdarröldu norðanvindsins. Fossahljóð í grettum gljúfrum, glímuskjálfta fjallatindsins. Lækjargjálfrið, lóukvakið, ljúfan þvt af blævi hreinum. Haustsins fölva, bliknuö blómin báruljóð á fjörusteinum. Meöan íslenzkt mál er talað mennskar sálir ljóð hans geyma. Meðan stefnt er „heim að Ilólum“ og Héraðsvötn til sævar strcyma. Meðan angan blíðra blóma berst um engi, hlíð og rinda. Meðan sólin lætur ljóma ljós um Glóðafeykistinda. Gunnar Einarsson. Kirkjulegir leiðtogar hóf- ust fyrstir handa um að koma á fót prentsmiðjum hér á landi. Og um langa hríð voru það aðallega kristilegar bæk- ur, biblíur, sálmabækur, hug- vekjur og annað slíkt, sem út var gefið. Nú er þetta mjög á annan veg. í bókaflóði síð- ustu ára eru mjög fáar bæk- ur, sem af kirstilegum toga eru spunnar eða runnar af kirkjulegri rót. Munu bókaút- gefendur líka líta svo á, að hér sé næsta lítill markaður fyrir þess háttar bókmenntir og er það sennilega rétt. Al- menningur mun varla gera ráð fyrir því, að þessi efni séu verulega heillandi. En raunar er það frekar sakir þess að við eigum ekki góða rithöfunda á þessu sviði, en hitt að efnissviðið sé svo fábreytt eða lítilfj örlegt, að almenningur hefir ekki á- huga á þessu né spyr um slik ar bókmenntir. Það hefir sannazt í einstaka tilfellum, að fólk kaupir jafnvel pre- dikanir. Og það kæmi áreiö- anlega á daginn, að ef vel væri á haldið, mætti skrifa svo um fjöldamörg kristileg og kirkjuleg efni að marga fýsti til að lesa það. Sú er reynslan annars staðar í heiminum, m. a. með frænd- þjóðum okkar á Norðurlönd- um. Þar eru öflug bókaútgáfu félög, sem prenta einvörð- ungu kristileg rit og ná mörg þeirra mikilli útbreiðslu. Sumir höfundarnir eru líka meðal mestu ritsnillinga þjóð ar sinnar. Hér verður getið fjögurra norskra bóka, sem ég hefi ný- iega lesið. Þær eru allar gefn ar út af „Forlaget Land og Kirke“ í Osló, og hver um sig góð bók og skemmtileg af- lestrar. Flestir munu kannast við Eivind Berggrav Oslóarbisk- up, sem varð einhver ástsæl- asta þjóðhetja Norðmanna á styrjaldarárunum. Hann var guðfræöiprófessor á sinni tíð og er hinn lærðasti maður og frábærilega ritsnjall. Óhætt mun að fullyrða að innan lúterskrar kirkju nú á tímum standa fáir honum á sporði í þessu tilliti, enda eru bækur hans lesnar víða um heim. Sú bók, sem hér um ræöir margt er líkt með skildum og 1 mætti heimfæra flest til ís- lenzkra bænda. Svipuð þjóðlífsbylting hef- ir gerst í Noregi og hér. Fólk ið hefir þyrpst til borganna og bættar samgöngur, útvarp og annað slíkt líka rofið ein- angrun sveitanna. Margir spyrja hvort unnt sé að bjarga sveitamenningunni, eða hvort hún sé þess verð. Berggrav heldur því fram ^ að varðveizla móðurmálsins [sé einna nauösynlegust til iaö forðast glötunina. Saman ber orð St. G. Stephansson- ar. Hið greiðasta skeið til að skrilmennta þjóð er skemmdir á tunginni að vinna. Og þessum kafla bókarinn ar lýkur þannig. í stuttu máli sagt, bóndinn þarf að vaxa að sjálfsvirð- ingu. Og nú er spurningin þessi. Skiftir það borgarbúa og bæjarmenninguna engu hvernig fer með sveitalífið Geta menn í bæjunum talið sér vera það óviðkomandi hvernig málin ráðast á þeim krossgötum, sem sveitamenn irnir standa nú á? Það sýnir skammsýni og spjátrungshátt borgarbúa að láta sig þetta litlu skifta. Þeir skilja ekki, að þegar svo er komið að við höfum sóað þeim sálarlega og menn ingarlega höfuðstól, sem felst í bændamenningunni, þá er landið orðið örsnautt, borgirnar líka. Alla þjóðina setur niður, geti bæjarbúar ekki litið upp til neins í sveitum landsins. Þess vegna ættu bæirnir að hafa mest- an áhuga á að búa vel að bændunum. Með því að heiöra sveitirnar styrkj a þeir sjálfa sig. Markmiðið er þetta. Gagnkvæm viröing, sern byggist ekki á sams kon ar ytra formi heldur líku innra gildi. Efni standa til þess að hið norska þjóðfélag sé miklu auðugra en öll hin einhliða þjóðfélög, sem eru í mótum víöa um heim. Auö- ugra og fyllra sakir þess aö samhlj ómurinn er einrödd- inni margfallt fyllri.---- Greinin er öll þess verð aö enda hikar hann ekki við að halda fram gildi þess. í þætt inum um samfélag gamans og alvöru bendir hann á, að raunar eru það aðeins al- vörugefnir menn, sem geta brugðið fyrir sig verulega góðu gamni, því gam- anið er eins kon- ar ljósfaldur alvörunnar. Af dæmunum tilfæri ég þetta. Á heimleið frá kirkju sinnl mætti danskur prestur bónda, sem kom í heyvagni utan af engi. prest ur áminnti hann að vonum fyrir vanhelgun hvíldardags-i ins. Bóndinn svaraði. „En hvort er nú kristilegra, prestur minn, að sitja í kirkjunni og hugsa um heyiö, eða þá að sitja á heyhlassinu og hugsa um Guð“? Um blaöamennina, sem Berggrav kallar „Spenn- ende folk“ segir hann að endingu: Blaðamennirnir hafa alla okkar verstu eiginleika, en líka alla þá góðu,. sem við gjarnan vildum hafa. Þess vegna verðum við fokvond, þegar þeir nota þá slæmu og öfundsjúk, þegar þeir nota þá góöu, en við þökkurn þeim aldrei neitt. Egil Brekke sóknarprestur í Oslo hefir ritað stutta og greinargóða lýsingu á nokkr um trúarbrögðum og allmörg um sértrúarflokkum innan kirkjunnar. (Hva er sann- het? De mange religioner — og den ene.) Væri ágætt að eiga hliðstæða bók á ísl., því allur almenningur er að von um næsta ófróður um þessi efni. Það er ekki óalgengt að unglingar viti harla lítiö um kaþólskuna hvað þá smærri kirkjudeildir. Og hlutlaus og sönn lýsing sértrúarflokka ætti raunar að heyra til al- mennrar menntunar. Áðurnefnd bók er mjög hóflega rituð. Framsetning ljós og skipuleg. Höfundur kemur mjög víða við. Einn kaflinn heitir Stærðfræöi og trúarbrögð. Þar er að því vik ið hvernig stærðfræðileg tákn eins og þríhyrningurinn hefir veris tekinn í þjónustu táknmáls trúarbragðanna. En það og margt fleira af svipuðu tagi er mörgum ó- kunnugt. Þó ég sé höfundin- heitir Gaman og alvara (Humor og alvor). Hún er ekki mikil fyrirferð ar, enda rúmar hún aðeins fjórar greinar og stutt svar við fyrirspurn blaðs eins, um hver séu einkenni blaða- manna. Fyrsta og lengsta greinin heitir Sál bóndans. Tilgang- urinn er sá, að lýsa mismun- inum á bænda- og borgar- menningu og gera nokkra grein fyrir helztu rótum þeirr ar fyrrnefndu. Höfundur bendir á þá staðreynd, að bændurnir eru elzta þjóðfé- lagsstéttin og hafa um allan aldur og í öllum þjóðfélögum varðveitt viss séreinkenni. Tvennt telur hann móta þá mest. Annars vegar það hversu háðir þeir eru náttúr unni, hins vegar að hver bóndi er smákóngur í ríki sínu. Bendir Berggrav á ýmsa drætti, sem af þessum meginrótum eru sprottnir. Og þó hann að sjálfsögðu hafi norska bændur fyrir augum, sannast hér bókstaflega að hún sé lesin meö athygli og væri gaman að geta snarað henni í heild á íslenzku. Næsta grein fjallar um gildi kunnleikans og ókunn- leikans einkum í hjóna- bandi og vináttu. Einnig þar er um margar snjallar athug anir að ræða. Þá er stutt sálgreining starfshraða samfélagsins, einkum presta og lækna, eða eins og segir í upphafs- orðunum. — Það sem hér um ræðir snertir alla, en flest dæmin eru tekin úr lífi presta og lækna. Þess vegna geta menn lesið þetta til þess að hlakka yfir flísinni í auga bróöur síns, enda þótt meiningin sé raunar allt önnur. Það gætir mikillar reynzlu, sanngirni og sannleiksástar í þessum kafla og er ekkert vafamál að hann varpar Ijósi á margþætt vandamál, sem á sér stað um heim all- an. Berggrav á sjálfur mikið af kryddi. lífsins, gamninu, um ekki sammála í öllum a6 riðum. Finnst mér bókin i að- alatriðum ná tilgangi sínum, þeim að vera handhægur leiðarvísir um ýmsa trúar- strauma, sem nú gætir einna mest í vestrænum heimi. Einnig hér út á íslandi. Hvernig ber mér að lifá (Hvordan bör jeg leve?) eft- ir Sigurð Opdal prest í Þrándheimi er alþýðlega skrifuð siðfræði. Þess háttar bók hefir aldrei veriö skrifuð á vorri tungu, þótt merkilegt megi kallast. Og óneitanlega væri hennar sérstök þörf nú á tímum. Því nú eru uppi raddir, sem efa að kristilegt líf sé nokkuð betra en sumt annars konar líferni. Og mörgum er líka harla dulið hver sé kristileg afstaöa jafn vel til daglegra megin mála. Ríkisins, menningar og líkn armála, sambúöar manns og konu, véltækninnar, vísind- anna, listanna, svo ég nefni eitthvaö. Bók Opdahls segir frá und (Framh. á 6. síðu.) i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.