Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 3
JÓLABLAD TÍMANS ÍSSS 3 Þaö sem við fengum, mörgum ár- um seinna, er eftirmynd, sem ekki er einu sinni víst, að Thorvaldsen hafi nokkru sinni farið höndum um. Það er þó e't.v. nokkur bót í máli, að nú má með nokkurri vissu segja, hvar frumsmíðið er niður komið, og hvar þess er að leita. Er það efni þessa greinarstúfis að leiða nokkrum getum að hinu rétta sam- hengi þessara hluta, eftir þeim heimildum, sem hér eru tiltækar. IV. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kaupmannahöfn. Rakst ég þar af tilvilj un á íréttakfausu í blaði, þar sem sagt var, aö kirkja nokkur í Höfn hefði þá nýlega keypt skírnarfont á uppboði í London. Var verðið. ef ég man rétt, lítilræði eitt. Fylgdi smámvnd klausu þessari. og þóttist ég strax kenna þar skirnarfont Thorvald- sens, samskonar og hér er. Taldi ég sjálfsagt, að þar myndi vera um eftirlíkingu eða afsteypu að ræða. og hugði ekki að því frekar í það sinni. Nú. var ég aftur á ferð í Höfn fyrir nokkrum vikum. Gerði ég mér þá ferð 1 kirkiu bá, Heilagsanda- kirkjuna, sem nefnd var í frétta- klausunni um árið. Reyndist það rétt, að þarna var skírnarfontur Thorvaldsens kominn, samskonar og sá, sem hingað var sendur. Er hann úr drifhvítum marmara, og að því leyti mun fallegri en Reykjavíkurfonturinn, sem er úr allmjög gráleitari marmara. Fékk ég leyfi til þess að koma upp í*alt- arið, og las ég þá. mér til mikillar undrunar, þessa áletrun á bakhlið hans: OPVS HOC ROMAE FECIT ET ISLANDIAE TERRAE SIBI GENTILICIAE PIETATIS CAVSA DONAVIT ALBERTVS THORVALDSEN A. MDCCCXXVII ) Aletrun þessi er höggvin með mun stærra og dýpra letri en það, sem skráð er á fontinn hér, en að öðru leyti samhljóða, orði til orðs. Eins og áletrun þessi ber með sér, er ekki um að villast, að hér er _þá konún gjöf Thorvaldsens til ís- lendinga, frumsmíðið, er hann gerði í Róm 1827. Er þá einnig auðsætt, að myndin, sem hingað kom 12 árum seinna, er ekki ann- að en eftirlíking. Að þetta sé rétt má marka af ýmsu. Kemur í fyrsta lagi ekki til mála, að Thorvaldsen hefði sett þessa áletrun á gripinn, ef hann hefði ætlað hann öðrum, eða ef um eftirlíking eina hefði verið að ræða. Er og fullvíst, að ekki hafa fleiri „eintök" en þessi tvö verið gerð af gripnum, og hlýtur annað þeirra að vera irumsmíðið, og þá að sjálf- sögðu _það, sem gert var í Róm 1827. Á hinn bóginn er vitað, aö fonturinn, sem hingað kom 1839 var gerður í Kaupmannahöfn, auð- vitað eftir að, og af því að, frum- smíðið frá 1827 hafði misfarizt, og var þá, er svo var komið, ekki nema eðlilegt, að hin upphaflega áletrun yrði einnig sett á eftirlíkinguna, sem hingað var send. V. En hvernig stendur þá á því. að liin upprunalega gjöf Thorvald- sens héíir þannig aldrei komizt í hendur íslendinga? Sýnt 'er nú, að l'ún heíir ekki farizt, týnzt eða lent á öðr-um slíkum glabstigum. Hún hlýtur að eiga sér aora pövu. Jónas Hallgrímsson segir frá þvá í FjöJni á sínum tima, að einhver útler.c;. „kaupmaður“. hafi - „keypf' hinn fyrri skifnaríontinn, *); Sk>4.->íiSii>*9iia 'b'ét aiS fmman. • t a :.ÍT. •£■ •.' • Aloeri fhorvaldsen er ætlaður var okkur. Segir ekkert nm það frekar, r.ema að sá grip- v.r hafi verið „hreinasta aíbragð". Ha-ii „kaupandinn" sioan iátið af- má á'letrunLna. Það kennir sársauka í þessari stuttu, og líklega með vilja ónl- kvæmu frásögn -Jónasar. Hún sýn- ir, ef sönn væri, að ekki hefir þótt vandgert við okkur íslendinga í þann tið. En sé nánar að gáð, hlýt- ur hér að vera málum blandað að nokkrvi. Það er nefnilega með öllu útilokað, að myndin hafi verið „seld“, eins og það orð er venju- lega skilið. Kemur ekki til mála, að Thorvaldsen sjálfur hefði farið að „selja“ myndina, eða Ieyfa, að hún væri seld, og enginn af mönn- um hans hefði viljað eða þorað á eindæmi aö fremja slíka óhæfu, sérstaklega þegar myndin bar greinilega áletrun þess, hverjum hún væri ætluð. Og að áletrunin hafi verið afmáð, hefir líka reynzt á misskilningi byggt, enda þótt skýringin sé trúiega sú, að hinir nýju „eigendur“, sbr. síðar, hafi hreinlega ekki skilið letrið, t. d. haltíiö, að það' væru Biblíutilvitn- anir, og þess vegna látið það hald- ast. Ér og nokkur ástæða til að ætia, að þeir, sem „eignuðust“ myndina, hafi ekki verið sem káll- að er af „betra taginu“, því þegar Danir loks eignast hana, er hún keypt á skran(?)uppboði í fram- andi landi, sem sýnir, að myndin hefir ekki lent í kirkju eða á lista- safni, heldur sennilega verið í „eigu“ einhverra kaupmangara og braskara alla tíð. Það er víst og áreiðanlegt, að Thorvaldsen hefir ekki ætlað myndinni þetta hlutverk. Hann hefði þá a.m.k. látið afmá áletr- unina. Og þvínæst sennilega tekið ao hugsa fyrir annari gjöf handa íslandi. En þegafi hann kemur til Hafnar, lætur hann einmitt gera eftirmynd af hinni upphaflegu gjöf, og senda hingað. Það sýnir, að hann hefir gengið út frá, að frummyndin hafi glatazt, því ella hefði hann ekWi faj’ið að gefa ættlandi sínu eftirlíking af ein- hverri mynd, sem búið væri fyrir löngu að ráðstafa annað, ef hann hefði um það vitað. Það eru góð- ar heimildir fyrir því, að Thor- valdsen mat ísland, og var meira að segja stoltur af, er hann var stndum kallaður íslendingur,1) enda vissi hann vel og viðurkenndi, hvar listgáfa hans var upp runn- in. Hefði hann vitað hið sanna um afdrif gjafarinnar frá 1827, hefði hann áreiðanlega gert reka að endurheimtu hennar, eða að öðr- um kosti sent okkur annað og sjálfstætt listaverk, en ekki eftir- líkingu. Þegar þess er gætt, að listamað- urinn sendir hina upphaflegu gjöf frá Róm, með ákveðinni á- letrun og þarmeð fyrirmælum um, að hún verði send til íslands, og hins vegar þess, að hún hverfur síðan sjónum, með torkennilegum hætti, en „finnst“ þvínæst aftur í framandi landi eftir meir en 100 ár, með öllum hinum upphaflegu ummerkjum, sem nú hefir verið lýst, þá virðist ekki önnur álykt- un nær hendi en að gjöfin hafi með einhverjum hætti fallið í hendur þjófa eða svindlara, sem hafi stolið henni eða bægt úr leið. Sjálfsagt væri hægt að fá þetta upplýst eitthvað nánar með rannsókn, en e.t.v. þó varla til neinnar hlýtar, er svo langt er um liðið, og skiptir reyndar litlu. Hitt er meir um vert, áð eftir öJlu þessu að dæma er engin ástæða til að fella skugga á Thorvaldsen sjálfan, þótt svo hafi til tekizt um gjöf hans, sem nú hefir verið rakið, og, að hú er loks á vísan að róa um það, hvar gjöfina er að íinna, hvort sem á- stæða þykir til eða ekki, að gera reka út af því úr þessu. VI. Að endingu þetta: Þótt það megi kannski segja, að ekki skipti ýkja miklu máli, hvort skírnarfonturinn í Reykjavíkurkirkju sé frumsmíði, eða að meiru eöa minna leyti eft- irlíking, — það sé allt að einu lista- verk, eftir Thorvaldsen, og hafi sjálfstætt gildi sem slíkt, — þá getur samt ekki hjá því farið, að okkur þyki minna til þess koma fyrir þessa sök, og að mörgum verði þetta nokkur vonbrigði. Sér- staklega þegar telja má líklegast, miðað við þann tíma, sem fontur- inn er gerður, að Thorvaldsen hafi sjálfur aldrei farið höndum um hann, heldur eingöngu verkstæð- ismenn haqs, sem að vísu ,voru (orðnir) ágætir listamenn margir þeirra. Það er þess vegna ekki nema eðli- legt, að sú spurning vakni, hvort leita eigi hófanna um endurheimtu þessa listaverks, eftir hóflegum og 1) T, i. H. K.. !»U. L’72^3. . . .. L Frh, á, Ws, „3.3 ■ JONAS HALLGRIMSSON: „Ein situr úti yftr öidu-geimi fóstur-fold feðra þinna; hefir né eina augum litið lifmynd Ijúfa, er þú leiddir fram“. Svo kvað á hausti hrímgrundar sjöt, kýnlanda kærstum þá er kveðju flutti, vitandi vist um vingjöf þína, dulin. hvað dveldi dýrgrip á leið. Nú hefir bætta sá, er bezt um kunni, eftirþrá augna vorra; samir því að sæma þann, er senda lét vonar fylling, vorþökkum með. UnglÞ Qg,:f,14nir andvirki' frá gangið að skoða í guðs musteri! Skín þar in helga á höggnum steini — ijóstær lífsbrunnur — laug sáttmála. Hver hefir leiddar fyrir likams augu myndir guðlegar musterið í? Hefji höfuð sín hingað farinn lýður, og líti lotningu með! Sjáið hér fegursta friðarmynd, — bliða Maríu með barnið á skauti; hallast að góðrar guðsmóður knj ám ungur Jóhannes og ástarblíður. S;áið ánni í allra manna lausnara ljúfan og líknar-skæran skím að skarast, áður skepnu sína guði vinni, þá, er glötuð var. Sjáið enn fremur ástvin beztan barnanna ungu., er hann blessar þau. „Leyfið þeim“, segir hinn líknarfulli, „öllum hjá mér athyarfs að leita“. Hver sá í huga svo heilög tiðindi? Hver lét þau stíga af steininum fram? Hver hefir leiddar fyrir likams augu myndir guðlegar musterið í? Hefji höfuð sín hingað farinn lýður og lesi letur á steini; englar alskærir ■ dg..ástum bundnir lioá' þar yfir,— en letrið greinir: „Reist smið þessa í Róm suður Albert Thorvaldsen fyrir árum tólf, ættjörðu sinni, ísalandi, gefandi hana af góðum hug“. Albert Thorvaldsen ættjörðu gaf; hve skal ættjörð hans Alberti þakka? Breiðar eru bárur að borgum fram, frændinn fjarlægur feðra láöi. Þá væri launað, ef þú líta mættir ásján upp lyfta ungrar móður, þar sem grátglaður guði færir barn sitt bóndi að ’ór unni sáttmáia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.