Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.12.1955, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ TÍMAKS 1955 35 Sjö hundruð (Framh. aj bls. 16) skyggnast um eftir ljósmóðurefni, 1 var engin að þeirra áliti, sem kom~ | ið gæti til mála aö yrði ljósmóðir, j nema Margrét á Grund. Oddviti i sveitarstjórnarinnar fór því heim ! að Grund. Áður en hann bar upp ! erindi sitt við Margréti, spurði j hann Þórhall að því, hvort hann j hefði nokkuð á móti því, að dóttir J hans yrði ljósmóðir. Þórhallur j svaraði, að hann hefði ekki of mik- j inn vinnukraft og ætti því erfitt j með að missa hana, en ef hún hefði sjálf löngun til þess, myndi hann ekki verða því mótfallinn, enda myndi oddvitanum vera kunnugt um, að ekki væri hægt að biðja sig ! um neitt, sem hann gerði ekki fyr- ! ir sveitina, ef sér væri það mögu- | legt. Þégar til Margrétar kom, neit- aði hún algjörlega að takast slík- an vanda á hendur, en móðir henn- ar hvatti hana eindregið til þess, ! og varð það til þess, að þegar odd- ! vitinn lagði á staö heimleiðis frá : Grund, var það ákveðið, að Mar- grét lærði ijósmóðurstörf. 1 l V' Margrét er búin aö dvelja hátt á fimmta mánuð í Reykjavik. Fyrst j eftir að hún kom suöur fengu for- | eldrar hennar bréf frá henni með stuttu milibili, en smám saman fór j að verða lengra á milli bréfanna og loks hættu þau alveg að koma. Móðir hennar fór að fá áhyggjur, ! því hún hafði heyrt svo margar ■ sögur af Reykjavíkurlífinu, og þótt j hún væri sannfærð um það, að j dóttir hennar væri góð og heiðvirð j stúlka, sem ekki vildi vamm sitt vita, gat hún lent á skakkri braut. ] Því oft hefur það komið fyrir, að | þeir, sem komið hafa frá kyrrlátu ; sveitalífi til stórbæjanna, hafa ekki j áttað sig á þvi fyrr en það hefur i verið of seint, hvað bæjarglaumur- I inn getur verið flár. En það voru ) engin göt á sálarglugga húsfreyj- ; unnar á Grund, þess vegna vissi ; enginn, að hún hefði áhyggjur af i dóttur sinni. Þegar bréfin hættu að koma frá i Margréti, varð Þórhallur glaður.Af- ; skaplega glaður. Því hann var i fljótur að reikna það út, að nú væri í dóttir hans trúiofuð einhverjum j glæsilegum stórhöfðingjasyni í í höfuðstaðnum og hugsaði ekki um i annað en að njóta sælu ástarinn- ; ar í návist hans, öllum þeim stund- : um, sem hún hefði til offurs frá ! náminu. Því náttúrlega vildi hún * ljúka náminu með heiðri og sóma, í þótt hún vissi, að hún yrði aldrei ljósmóðir heima i sveitinni. Þór- II hallur skildi ósköp vel, að dóttir * hans vildi ekki stytta þessar sælu- ! stundir við að eyða tíma í aö skrifa i foreldrum sínum. Og ekki minnk- I aði gleði Þórhalls, þegar hann * komst að því, að fólk var farið að tala um það í sveitinni, að Björn ! væri orðinn raunalegur á svipinn, því náttúrlega stafaði raunasvipur Björns af því, að Margrét var hætt að láta hann heyra frá sér. ' Einn góðan veðurdag lagði Þór- hallur svo af stað til Reykjavíkur. Hann bjó sig mjög vel út með fatn- ; að, meðal annars hafði hann látið i sauma á sig kjólföt, en ekki hafði > hann getað fengið neinn pípuhatt ; i kauptúninu. Hann huggaði sig ; við það, að hann hlyti að geta keypt hann í Reykjavík. Hann ætl- aði ekki að láta dóttur sína þurfa að fyrirverða sig fyrir það að faðir hennar gæti ekki v.erið sómasam- og þrettán lega klæddur við hvaða tækifæri sem væri. Innstæða Þórhalls í sparisjóðn- um hafði mninkað dálítið síðustu mánuðina, því hann hafði sent Margréti margar stórar peninga- upphæðir eftir að hún kom til Reykjavíkur. Auk þess hafði hann oröið að lána frænda sínuin, stjórn- arráðsfulltrúanum, 10 þúsund krónur til þess að greiða með þeim víxilinn, sem hann hafði skrifaö upp á fyrir hann, en hann efaðist ekki um það, að hann fengi þær fljótlega greiddar með rentum. — Rentur. Nei. Hann ætlaöi ekki að láta frænda sinn greiða neinar rentur. Annars var hann ekki van- ur að lána peninga án þess að fá rentur, og þær háar. En í þetta sinn ætlaði hann ekki að vera með neinn smásálarskap, því það gat orðið honum til sæmdar. Þótt sparisjóðsinnstæöa Þórhalls hefði minnkað, stakk hann mörgum stórum peningaseðlum í vasann áður en hann lagði af stað til Reykjavíkur. Hann hafði ákveðið að vera veitull á meðan hann dveldi í höfuðstaðnum, því að með því gæti hann sýnt, að hann væri ekki neinn fátæklingur, og mundi það bæta aðstöðu hans til að komast í virðulegar, vellaunaðar nefndir. Þegar Þórhallur kom til Reykja- víkur leigði hann um óákveðinn tíma dýrasta herbergið sem hann gat fengið á Borginni. Hann hátt- aði snemma um kvöldið og svaf vel um nóttina. En það er ekki víst, að honum hefði orðið svefnsamt, ef hann hefði vitað það um kvöld- ið, sem hann fékk aö vita daginn eftir. Þegar Þórhallur hitti dóttur sína, sá hann með það sama, að hún var ófrísk, og þegar hann gat talað við hana í einrúmi, spurði hann hana að því, hver væri vald- ur að því, að hún væri barnshaf- andi. Hún svaraði svo lágt, að hann næstum ekki heyrði það: „Sjö hundruð og þrettán!“ Svo sagði hún honum grátandi frá því, að hún vissi ekki einu sinni, hvað maður- inn héti, sem væri faðir barnsins, sem hún gengi með, en sjö hundruð og þrettán var númerið á bílnum, sem hann ók. Svo varð löng þögn á báðar hliðar, mjög löng. Það var Þórhallur, sem rauf þögnina. Hann mælti: „Elsku barnið mitt. Ég ætla að flýta -mér heim og segja henni móður þinni, hvernig komið er fyr- ir þér. Ég viðurkenni, að ég hef ekki hæfileika til að veita þér þá hjálp, sem þú þarfnast. Því sú hjálp, sem þú færð, þarf að vera þannig, að hún geri þig hamingju- sama. Það er ekki útilokað, að hún mamnia þín geti veitt þér slíka hjálp, því þaö hefur víst átt sér stað, að þegar menn hafa gefizt upp í lífsbaráttunni, þá hafa kon- urnar tekið til sinna ráða og unn- ið glæsilegan sigur.“ VI. Þegar Þórhallur kom heim, sat fólkið á Grund að hádegisverði. Þótt hann hefði ekki fengið annaö að borða það sem af var dagsins en eitt mjólkurglas og tvær litlar brauðsneiðar snemma um morgun- inn, kvaðst hann ekki vera matar- þurfi. Hann kallaði konu sína taf- arlaust á eintal og sagði henni í fáum oröum frá því, hvernig kom- ið væri fyrir Margréti. Þegar Þór- hallur hafði lokið frásögn sinni, sagöi Grundarkonan ekki eitt ein- asta orð, en hún leit á bónda sinn hvössum, einbeittum augum, jáfn- framt brá fyrir sem snöggvast of- urlitlu glettnislegu brosi á vörum hennar. Þegar hún gekk út úr her- berginu, sem þau höfðu setið í, var göngulag hennar líkara göngulagi hershöfðingja en sveitakonu. Eftir stutta stund var húsfreyjan á Grund búin að hafa fataskipti og gekk úr hlaði. Hún stikaði stórum og stefndi í Kot. Það var komin nótt, þegar hús- freyjan kom heim; allt heimilis- fólkið var sofnaö nema húsbónd- inn. Hann beið eftir heimkomu konu sinnar með jafnmikilli ó- þreyju og sakamaður bíður eftir dómi. Hann tók á móti henni í anddyrinu. Hún var fljót að fara úr yfirhöfninni; svo bað hún hann að koma meö sér í eldhúsiö. Þegar þau voru komin inn í eldhúsiðýbað hún hann aö setjast á einn eldhús- stólinn. Þegar hann var seztur, brosti hún hlýlega til hans og sagði; „Á morgun ferð þú út í Kot. Hann Björn þarf að skreppa til Reykjavíkur. Þú verð.ur þar þang- að til að hann kemur heim aftur, og hirðir fyrir hann skepnurnar.“ Þórhallur hefði heldur kosið að lána menn í Kot en að fara þang- að sjálfur. En honum duldist ekki, að þegar konur hafa ákveðið eitt- hvað, þýðir lítið að mæla á móti. Húsfreyja, sem tekiö hafði mál- hvild, hélt nú áfram: „Við hættum að búa í vor og látum hann Aðal- stein taka við jörðinni og búinu. Hann á tvær óléttar stúlkur, pilt- urinn. Önnur þeirra er hún Þór- dís, dóttir prestsins í Hvammi, hin er hún Kristín, sem var kaupakona hérna síðastiiðið sumar; henni ætl- ar hann að giftast, sennilega sök- um þess, að hún hefur meiri ytri fegurð. Já, hún er lagleg, hún Kristín, og dugleg, að minnsta kosti við skítverk. Svo verður hún rík. Það er því engin hætta á því, að hún veröi ekki mikils metin hérna í sveitinni. Ég er búin að koma henni Þórdísi fyrir á góðu heimili, þangað til hún er búin að eiga barn- ið. Því heima getur hún ekki verið vegna þess, að presturinn lítur öðr- um augum en fólk yfirleitt gerir nú á tímum á þessar lausaleiksbarn- eignir, sem nú eru að verða svo al- gengar á landi voru. Alltof algengar því miður. Þegar hún svo er orðin frísk eftir barnsburðinn, fer hún sem ráðskona til hans Sæmundar stúdents í Hlíð. Hann hefur ekki aðra en hana móður sína til að sjá um heimilið, og hún er að verða mesti aumingi kerlingarsauðurinn. Náttúrlega endar það með því að þau gifta sig, hann Sæmundur og hún Þórdís. Það er að vísu töluverð- ur aldursmunur á þeim. Hann er rúmum tuttugu árum eldri. Þrátt fyrir aldursmuninn held ég að þau geti orðið hamingjusöm, því að hún eldist dálítið við þetta óhapp, sem komið hefir fyrir hana, en hann mun yngjast við aö eignast unga konu. Auk þess er hann Sæmund- ur dálítið öðru vísi en fjöldinn, en hún mun skilja hann. Hún hefir hæfileika til þess hún Þórdís. Eig- um við svo ekki, Þórhallur minn, að reyna að skilja hvort annað bet- ur en við höfum gert hingað til, og eigum við ekki að reyna að vera góðir foreldrar og tengdaforeldrar, og rétta þeim hjálparhönd, sem villzt hafa á lífsbrautinni, ef við erum þess megnug“. Svo geröi Grundarkonan það sem hún hafði ekki gert í mörg ár. Hún gekk til bónda síns og gaf honum vei útilát- inn koss. VII. Það er síðari hluta dags. Margrét situr alein í herberginu sínu í húsi frænda síns, stjórnarráðsfulltrú- ans. Námsbækur hennar iiggja fyrir framarí hana, sumar opnaf, sumar lokaðar. Hún blaðar í þeim við og við, um lestur er ekki að tala í dag. Hún er að hugsa um allt annað en bókleg fræði. Um hvað er hún að hugsa; eigin- lega veit hún það ekki. Þó veit hún, að hún hefur ásett sér að vera skyn- söm, svo skynsöm að hún geti tek- ið skynsamlega ákvörðun framtíð- inni viðvíkjandi. En hún er svo reið við sjálfa sig, að hún getur engu tauti korniö í hugsanir sínar. Hún tekur ekki eftir því að það er bankað’ á herbergishurðina, en allt í einu tekur hún eftir því, að Björn stendur rétt innanvið her- bergisdyrnar, sem eru lokaðar, og horfir á hana. Hún veit ekki hve lengi hann hefur staðið þarna, en hún sér strax að úr augum hans skín ást og umhyggja. Hún ætlar að segja eitthvað, en áður en hún fær það' sagt, gengur hann til henn- ar, tekur um höndina á henni og segir: „Ég er búinn að kaupa leyf- isbréf, svo við getum gift okkur hvenær sem er, ef þú vilt eiga mig“. „Getur þú virkilega fyrirgefið mér“, stynur hún upp. Hann svarar um leið og hann leggur hendurnar um hálsinn á henni: „Ég held að það sé ekkert jafn dásamlegt og að fyr- irgefa þeim, sem maður elskar.“ Hún hallar sé að honum og sagði: „Það er enn dásamlegra að hafa mikið að þakka þeim, sem maður elskar.“ Þau sátu saman í herberginu hennar langt fram á kvöld. Öll orð voru óþörf, augnaráð og atlot töl- uðu skírar. Áður en hann kvaddi hana og bauð henni góða nótt, sagði hann henni frá heimsókn móður hennar. Þá fyrst skildi hún til hlít- ar, hvað góða móður hún átti, og honum datt í hug, að því miður væru góðar mæður ekki ævinlega eins mikilsmetnar og vert væri. Þessi karl er nú nokkað góður með sig, en mann gœti granað pað veeri gat á buxunum hans, cða eitthvað þviumlíkt, fyrst hann helclur d pessu sþjaldi, svo hann sést ekki nema niður að mitti. Hins vemir O skulum við ekki láta hann snúa d okkur og skulum reyna að finna út ur linunum á spjaldinu hvernig hann er kheddur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.