Tíminn - 18.04.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.04.1956, Blaðsíða 5
, A'l • w a- - - •>. '• • v; T í M I N'N; migvikudaginn 18, apríl 1956. Gísli Sigurbjörnsson: Orðið er frjálst Vandamál gamla fólksins Þjóífélaginu ber a(J gera ráístafanir til úrbóta nú þegar Næstum daglega verður maður var við þessa dapurlegu staðreynd — það-vantar sjúkrapláss fyrir fjölda manns. — Hingað í þessa stofnun er þó að sjálfsögðu fyrst og fremst leitað eftir sjúkraplássi fyrir gamalt, veikt og lasburða fólk, enda eru sjúklingarnir á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund nú yfir 200 — en aðrir vistmenn 150 og öll pláss fullskipuð. En enda þótt sjúklingar og vist menn séu svona margir, þá vant- ar samt tilfinnanlega vistpláss, þó alveg sérstaklega fyrir sjúklinga. Um það var talað á sínum tíma, að úr þessu myndi eitthvað ríetast. þegar Heilsuverndarstöðin tæki til I starfa, og áttu þangað að fara lang legu sjúklingar — en ekkert varð \ úr því — heldur voru þau sjúkra- ] pláss notuð fyrir aðra sjúklinga — ] enda full þörf á — sjúkrapláss vantar fyrir svo marga. Vandamál dagsins í dag. Nú er verið að reisa bæjar- sjúkrahús — en það mun ekki bæta úr neinu fyrstu árin — hve- nær það kemst í notkun veit áreið anlega enginn, en vonandi verður það eftir nokkurt árabil. — Þá er verið að reisa viðbyggingu við Landspítalann, enda eru nú 26 ár síðan hann tók til starfa og var ekki úr vegi að stækka hann all- verulega, sem nú verður og gert. Ætti sú bygging að komast í notk- un eftir 3—4 ár, ef vel er á haldið — og nægilegt fé fæst — en ‘þarf að efa það, — er heilsa fólksins ekki dýrmáétásfa eígn þjóðarinnar? Svo kemur að því að Dvalarheimili aldraðra sjómanna tekur til starfa, en þar á að vera sjúkradeild fyrir lasburða og véika gamla sjómenn og þá líklega ekki síður fyrir sjó- mannaekkjur, en þær eru áreiðan- lega miklu fjölmennari en sjó- mennirnir, ef, dæma má eftir því, að hér á Gruná éru nú 249 konur en karlar ,102. En aílar þessar ráðstafanir komá ekki að gágni í dag því fólki, sem í vandræðunum er. Var því fyrir nokkru'gerð tiíraun til þess að bæta við í þessa stofnun um 20 sjúkrapláásúm, en sú tilraun strandaði á þyi að lán fékkst ekki. Hugmyndin var sú, að kaupa hús- eign hinum.megin við götuna, en á hvérri hæð í‘ húsinu eru 3 her- bergi rúmgóð, sem hafa mátti fyrir hjón eða 'tvó vistmenn hvert, — fyrir utan bað, W.C'. og eldhús. Húsið er fjórár hæðir, en á efstu hæð átti starfsfólkið að búa. í húsi þessu átti að búa vistfólk, sem hef- ir góða heilsu og gæti komið í mat um hádegið og á kvöldin og borðað með öðrum yistmönnum Grundar í matsal stofnunarinnar en morgun- verð og síðdegiskaffi átti að fram- reiða. í húsinu sjálfu. Ef um lang- varapdi veikindi væri að ræða, var hægt að koma þessu vistfólki x sjúkradeildir stofnunarinnar. Efa- laust hefði mátt flytja eitthvað af vistféfkinu. á . Grund í þetta hiis, en nota vistplássin, sem losnuðu, fyriri ,-sjúklinga; svo að < raunveru lega hefði með tímanum unnizt við þessa framkvæmd 18 sjúkrapláss. Kostnaður yið þetta hefði orðið um kr. 1.800.000.00 með húsbúnaði og nauðsynlegum tækjum, en það er kr. 100,000,00 á hvert sjúkra- rúm, sem bætzt hpfði við. Er þetta áreiðanlega ódýrasta lausnin, sem völ er á, auk .þess að með þessari ráðstöfun hefði verið unnt að lið- sinna nokkrum, sem í stökustu vandræðum eru. Lán fékkst ekki. Leitað var eftir láni hjá Trygg- ingastofnun -ríkisins til húsakaup- • anna kr. 800.000.00 til 10 ára, en því miður fékkst það ekki, vegna þess að sú stofnun hefir m. ,a. lof- að miklu fé til ýmsra annarra heil- brigðisstofnana í Reykjavík. Voru þessi málalok mjög mikil von- brigði, ekki sízt þar sem forráða- menn Tryggingastofnunarinnar hafa á undanförnum þremur árum lánað talsvert fé til Grundar og sýnt velvilja sinn á ýmsan hátt. Er ég því þéirrar skoðunar, að bet- ur hefði ekki verið hægt að verja fé til heilbrigðisstofnunar en með þessum fyrirhuguðum húsakaup- um — 18 sjúkrapláss hefðu verið til í sumar — en skjót hjálp er fólkinu mest virði. En enda þótt í þessari grein hafi verið rætt um vöntun á sjúkra plássi — þá verður þó að benda alveg sérstaklega á, hvernig er með sjúkrapláss fyrir veikt, gam- alt fólk, sem er geðveikt — þar er ástandið langverst. Hefir því verið rætt við forráðamenn íúkis og bæj- ar í heilbrigðismálum og þeim ein dregnu tilmælum beint íil þeirra að hefjast handa tafai’laust með úrbætur. Sjúkrarúm skortir. í bréfi til fi'amfærslunefndar Reykjavíkur segir m. a.: „Hingað í stofnunina er ekki tek ið taugaveiklað eða geðveikt fólk — en var þó um skeið gert, þegar alveg sérstaklega stóð á að læknis- ráði. En á þessu eru rnikil vand- kvæði, og verður alls ekki gert framvegis, þar eð slíkt fólk truflar aðra svo mikið með hávaða og lát- um oft og tíðum, að það er óverj- andi að hafa það meðal vistmanna. En enda þótt hingað hafi ekki um árabil verið tekið taugaveiklað eða geðveikt . fólk, þá kemur það af sjálfu sér, að þar sem vistmenn eru 350, þá verða á hverju ári fleiri eða færri það geðveilir, að þeim þarf að koma á geðveikra- hæli. Nú mun framfærslunefnd jafn kunnugt og mér hversu hægt er um vik að koma geðveiku fólki á Klepp -— en þó tekur út yfir, ef koma á geðveiku gömlu fólki þang að. Ástæðan er einfaldlega sú, að þar eru heldur engin sjúkrapláss fyrir hendi, enda er Kleppur ávalR fullsetinn og færri komast þangað en nauðsynlega þyrftu. Einstöku sinnum er hægt að koma geðveiku gömlu fólki að Arn arholti, en þó miklu sjaldnar en þörf er fyrir og mér sagt að stund um sé það vegna þess, að hjúkrun- arfólk skorti. Ætti þó að vera auð- velt að bæta úr því, með því að fá erlent hjúkrunarfólk til starfa, líkt og þessi stofnun gerir. Ef þgð væri ekki gert, væri ekki unnt að hafa hér yfir 350 manns — þar af 200 rúmliggjandi sjúklinga“. „Elli- og hjúkrunarheimilið Grund hefir ætíð gert þá kröfu til aðstandenda þeirra, sem hingað koma, að þegar um geðveiki er að ræða, þá verði' viðkomandi vist- maður fluttur í geðveikrahæli — en þessu er ekki hægt að fram- fylgja af þeirri einföldu ástæðu, að sjúkrapláss vantar. Þess vegna leyfi ég mér að beina þeim tilmælum til framfærslu- nefndar að tafgrlaust verði unnið að lausn þessa máls, annað hvort með því að á Kleppi verði sett á stofn sérstök deild fyrir þessa súklinga — eða/og að á Arnar- holti verði komið upp slíkri deild. Verður alls ekki hægt að búa við þetta ófremdarástand lengur, bæði vegna vistmannanna og starfs fólksins — að maður tali nú ekki um vegna viðkomandi sjúklinga sjálfi-a. Enda þótt hér hafi eingöngu ver ið rætt um viðhorf stofnunarinn- ar til þessa máls, þá er skylt að minna á, að það er ekki síður nauð synlegt að ráða bót á því, vegna þeirra mörgu, sem ekki geta kom- ið geðveiku gömlu fólki á sjúkra- hús“." Ekkert einkamál. Þar sem nú eru öll vistpláss full- skipuð á Grund og beiðnir um vist- pláss — sérstaklega fyrir sjúklinga -— berast á hverjum degi — þá þykir mér rétt að menn fái ein hverja hugmynd um hvernig þess- um málum er háttað, — þar sem þau eru ekkert einkamál, heldur fyrst og fremst velferðarmál íólks- ins í landinu. Menntun og „nasasjón" S. E. KVEÐUR SÉR hljóðs um bókakost, lesefni, menntun og nasasjón af hlutunum, sem svo er kallað, og kemst að þeirri niður- stöðu, að gott sé að lesa tiltekið tímarit. Rökstyður hann mál sitt á þessa leið: TIL ER ALLSTÓR hópur manna, sem hefir meðfædda löngun til þess að kynna sýr sem flestar hliðar lífsins, I einu orði sagt, sem flestar skoðanir og sjónar- mið, ásamt hverju einu sem fyrir augu og eyru ber og fá, þó ekki væri nema nasasjón af sem flestu. Mannsævini er stutt, viðfangs- c efni mörg ogltimiitil víðtækrar o og djúpstæðrar menntunar aerið ! takmgrkaður og só sem vill mörgu kynnast, verður því oftast að iáta sér nægja svokallaða nasa sjón í flestum tilfellum. En til þess að öðlast, þó ekki sé nema þessa ófullkomnu yfirsýn, þarf nokkurs með og þá fyrst og fremst bóka, en þær eru dýrar og öllum þorra manna um megn að eignast þær svo nokkru nemi, þó söfn geti þar nokkuð úr bætt. í öðru lagi þarf þekkingu og aö- stoð til að velja og nálgast bær. „Ekki er sopið kálið —" JAFNVEL ÞÓTT takast megi að komast yfir nægan bókakost, tek- ur það óhemju tíma, að ná og til- einka sér kjarnann úr þeim, því honum fylgja oftast miklar um- búðir, sem valda töfum, en hæfa að öðru leyti ekki þeim, sem eink um leitar yfirborðsþekkingar á sem flestu og þá kannske meir til gamans en beinna nota. Tími og aðstæður starfandi manns hrökkva því engan veginn tii þess að fullnægja áðurgreindri þekkingarlöngun nema að mjög litlu leyti, án þess að honum sé gert auðveldara fyrir, t, d. með þar til gerðum hentugum bókum. Slíkar bækur eru líka til, mls- jafnlega góðar og misjafnlega að- gengilegar og má sem dæmi nefna margs konar alfræði-orða- bækur, venjulegar kennslubækur eða handbækur og loks hver.x kon ar tímarit, sem fjalla urn marg- vísleg efni. Tímaritin. MEIRIHLUTI innlendra tímarita hafa hvert um sig nokkuð afmark að hlutverk og þó góð geti talizt á sínu sviði, fullnægja fæst þeirra eins og vænta má, nema sárafá- um lesendum. Árið 1942 byrjaði að koma út tímaritið Úrval. Tilgangur þess vár að' fylla upp Lstórt skarð í bókmenntum okkar, :með því að birta valdar greinar úr mörgum erlendum tímaritum,. eða endur- segja þær með færri orðum og auk þess nokkuð af góðum sögum sem sumar hverjar væru styttar að mun. Skyldi efni ritsins vera sem fjölbreyttast og leitast við að uppfylla kröfur sem flestra, með gagnorðum frásögnum. Tækist vel um svona rit, gæti það orðið lesendum ómetanlegur tímasparn aður og gæfi þeim auk þess kost á fjölbreyttu lesefni, sem fæstir þeirra gátu nokkru sinni átt kost á að komast í kynni við. Riti þessu munu margir hafa tekið með hinum mesta fögnuðu og eftirvæntingu. Kaupandi þess hefi ég verið frá upphafi og virzt það svo vel, að naumast hefir þar nokkur ritgerð komið, sem ég hefi ekki ltVð mér til gamans eða uppbyggingar og vilji maður taka bók til stundar ígripa,:1lan þess að vera í reglulegum lestrar- ham, veit ég fáar hentugri en eldri árganga Úrvals, því ætíð má þar eitthvað finna, sem hæfir skapinu hverju sinni. Auk þess að vera fjölbreytt að efni, hefir ritið fleiri góða kosti. 5 VESTAN ! Ogerðir vegir HVERNIG ER póstferðum háttað? Hvað er langt í kaupstað? Hvern- ig er að ná til læknis? Hvernig er barnafræðslu háttað? Hver eru markaðsskilyrði fyrir framleiðsl- una? Hvaða skilyrði eru til félags- lífs?---------- Þannig spyrjum við ef okkur langar til að kynnast fjarlægu hér- aði og skilja hagi þess fólks, sem þar býr. En svörin við öllum þess- um spurningum, sem hér er byrí- að á, fara eftir því hvernig varið er samgöngum og samgöngumál- um á hverjum stað. Þegar á það er litið, að hér á landi voru engir akvegir til fyrir fáeinum áratugum er það erigin furða, þó vegagerð sé ena skamriit á veg komið í hinum afskekktari sveitum. Það er því ekki nema að vonum að mikil verkefni séu fram undan í þeim efnum. STRANDFERÐASKIPIN flytja fólk milli hafna. Við eigum nú góð skip og samboðin fólki, sem gott á skilið, svo sem sá lífvörður íslenzks þjóðernis, sem nytjar yztu strendur íslandsbyggða. Flestar sveitir eru nú í tengsl- um við samgöngukerfi landsins með akfærum vegum um hæsta sumarið, en það sumar vill þó verða stutt, þar sem ekki er á ann- að að treysta en rudda vegi á fjöll- um um norðanvert landið. Samt bíða þær sveitir, sem enn eru laus- ar úr slíkum tengslum með ó- þreyju eftir sínum sumarvegi, enda þótt hann vei-ði ekki nema ferðamannavegur í 3—4 mánuði. Slíkir vegir gefa mörg tækifæri þeim, sem sumarfrí fá. Og þeir, sem ekkert orlof fá, meta það mik- ils ef frændur þeirra og fornir vinir eiga hægt með að vitja þeirra í sínum frítíma. . Flugvélar greiða nú mjög fyrir samgöngum rnilli Vestfjarða og Reykjavíkur. Ástandið er gjörbreytt frá því sem var fyrir einum tveimur ára- tugum. Mörgum þætti áreiðanlega ólíft hér við það ástand, sem þá var. Engar flugsamgöngur. Hvorki Esja né Hekla. Hvergi bílfært milli fjarða. FÁMENNI heimilanna í sveitunum fylgir mikið öryggisleysi ef ekki er jafnframt hægt að færa heimil- in saman og fólkið nær hvert öðru. Eins og nú er ástatt með mann- fjölda í sveitum veitir ekki af að vegir séu færir innansvéitar allan ársins hring. Þar sem mjólkuríram leiðsla er stunduð krefjast líka at- vinnuhættir þess eins og líka mark aður kaupstaðanna. Og þar sem sambandið við verzlunarstað og læknissetur er sjóleiðis þarf góð lendingarskilyrði. Þegar bændur fóru almennt að eiga kerrur fyrir 25 til 40 árum vaknaði eðlilega áhugi þeirra á ak- vegagerð. Þá var reynt með kvísl og skóflu að gera vegi, sem væru færir kerruhestunj þegar jör(j. væri auð. Þessir vegir voru eðli- lega mjóir, svo að breiðari bíluni veitir ekki af þeim og sjjta. þeim því illa. Það var heldur engin von til þess, að vegirnir væru þá lagð- ir með það fyrir augum að þeir væi'u vetrarvegir. Og vegna þess að vegir- þessir voru lágir eru yfir- leitt mörg ræsi á þeim. ÞEGAR BÍLARNIR komu til sög- unnar lögðu menn eðíilega kapp á að koma vegasambandinu sem-víð- ast. Þá voru vegir ruddir, oftast grafnir inn í hlíðarbrekkur rneira eða minna. Á slíka vegi dregur snjó strax og fölvar. Þeir liggja líka gjarnan undir leysingarvatni hvenær sem er að vetrinum og verða jafnvel lækjarfarvegur í stór rigningum á sumrin. Þessir vegir þurfa því geysilegt viðhald og verða þannig óskaplega dýrir. Það Stutt og laggotf. STYTTING SAGNA virðist svo vel gerð, að sá sem aðeins les liana, mun naumast geta gert sér . (Framh. á 8. síðu.) er því líka fjárhagslegt atriði að geta gert vegi svo úr garðí, að þeir liggi ekki undir vatni. Svona mun saga vegamálanra vera í aðalatriðum allt í kringum land. Þetta er því ekki neitt sór- staklega vestfirzkt. En alh: um það skýrir þetta hvernig Vestfirðingar hugsa í þessu sanxbandi. ÞAÐ ÞARF yfirleitt að endur- byggja alla vegi á Vestfjörðum nema þá, sem gerðir hafa verið á allra síðustu árum. Hina eldri vegi þarf víða að færa úr stað þangað sem snjóléttara er eða beinni og betri veglína. Þó að freist hafi ver ið til þess fyrir 20 árum, þegar engin verkfæri voru mikilvirkari en hakinn og malarskóflan í hönd- um okkar, að þræða gömlu reið- götuna í fjölmörgum smákrókum upp heiðarbrekkuna og grafa sig inn í aurinn í beygjunum þar til stálið var orðið langt á aðra mann hæð, er ekki þar með sagt, að slíkri vegagerð verði unað um ald ur og ævi. Eða þó að vegur hafi verið lagður eftir aldamótin und- ir brekku, þar sem skafl verður þykkastur milli fjalls og fjöru, þykir mönnurn betra á óld jarðýt- unnar að færa veginn á hjalla- brúnina fyrir ofan, þar sem aldréi festir snjó. Það er ekki við neinn að sak- ast, þá að vegamálunum sé svona varið. Þetta er allt mjög eðlilegt. En þörfin er engu síður brýn fyr' ir því og vex-kefnin engu minni þess vegna. SUMUM FINNST það draumórá- kennt að tala um vetrarvegi í snjó- þuftgum sveitum. Þeir segja sem svo, að við heimtum rafmagn, vegi, ræktun og byggingar. Þetta sé miklu meira en hægt sé að veita sér. Víst kostar þetta allt mikíð og hlýtur auðvitað að taka sinn tí'ma. En það er áhættulaust að nota láns fé að nokkrum hluta til að leggja þann grundvöll að auknu atvinnu- lífi og aukinni framleiðslu, sem þetta verður. ‘ En sá, sem lifir í sveit, þar sem svo margt er ógert, hugsar á marg an hátt öðru vísi en hinn, sem ékki veit af neinum verkefnum eða finnst allt vei'a búið. Samgöngu- málin innan sveitar kenná okkúr að hafa óbeit á eyðslu og óhófi. Slíkt eru eðlileg og sjálfsögð við- brögð þess, senx hefir vit á að berj ast fyrir lífi sínu, en án þess getur yfirleitt engin skepna lifað stund- inni lengur í þessum heimi. Við værum því „verri en skynlaus skepnan" ef þetta viðhorf mótaði ekki hugsunarhátt okkar. RUÐNINGURINN niðurgrafni get- ur kennt okkur að fyrirlíta lífs- venjur þær, sem binda milljóna- auð í arðlausri fjárfestingu, svo sem íburðarbýlum, óhófshúsnæði og slíku.' Hann lætur okkur líka Vérða öiriun að því að milljóriunum sé söað fyrir áferigi og tóbák til áð drepa árlega fvrir okkur fjölda fólks á béztá starfsaldri méð an okkur er neitað um lífsnauðsynj ar, svo sem samgöngubætur, og fá tæktinni borið við. ÞAÐ ÞARF MARGT að gera til að halda við og auka byggð hér á Vestfjörðum. Eitt af því er áð bæta samgöngurnar og létta þar nxeð framleiðsluhætti, auðvelda menningarlíí með bættum póstsam göngum og betri skilyrðum til. fé- lagslífs, og veita meii'a öryggi með því að auðveldai'a sé að ná til lækn is og nágranna. Það þarf margt að gera og margs að gæta til þess að þetta allt geti orðið. En eitt af því sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er einmitt það, að í hér- aðinu sjálfu búi fólk, sem skilur hlutvei-k sitt og þekkir sinn vitjun- artíma og gerir miklar kröfur fyrir sjálft sig og hérað sitt. En í því sambandi má það þá ekki heldur gleymast, að gera kröfurnar fyrst til sín sjálfs en síðan líka til ann- arra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.