Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.11.1956, Blaðsíða 4
4 T f M N N, föstudaginn 16. nóvembcr 1956. Götumynd frá' Búdapest þegar óeirCirnar voru aö byrja. Þjóðin heimtaði að heyra rödd skáldanna. Rautt rennur bióðið um götumar írest Ljóð frelsisms í ungverska úharpina „Þjóðin heimtar að fá að heyra rödd skáldanna", sagði þulurinn i ungverska útvarp- inu, er hann kynnti kvæði það, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu úr dönsku. Þetta var rétt áður en Rauði herinn umkringdi Buda-Pest, tók höndum samninganefnd fólksins og réðst með skriðdrekum gegn illa vopnuðum lýðnum. Síðan hefir mikið blóð runnið um götur borgarhlutanna beggja, Buda og Pest, og raddir slíkra skálda heyrast ekki iejsgur þaðan. . * . Við göngum um göturnar í Pest, og okkur svellur móSur hrifningar í brjósti. Ennþá syngjum við ekki fullum hálsi, en göturnar í Pest eru orðnar okkar götur. Eldur hefir kviknað, eitthvað dýrlegt hefir upp sprottið á akri hjartnanna. Fagnandi breiða fánarnir úr sér. Göturnar í Pest eru okkar götur og söngurinn okkar söngur. í hreinum höndum og án skipunar um að skjóta hefðu vopnin átt að vera. Hver er það, sem þú lætur skjóta, innanríkisráðherra? Rautf rennur blóðið um göturnar í Pest. Það er blóð ungra verkamanna. Rautt rennur blóðið um göturnar í Pest. Innanríkisráðherra, hverjir eru það, sem þú lætur skjóta? Hverja látið þið skjóta, afsettu óttaslegnu herrar? Hvorki kaffihús né stríðsvagnar vernda ykkur nú. _ Þú, sem hefir vogað þér að fara með vopn í hendi gegn hjörtum okkar í nafni þjóðarinnar, hvert flýr þú nú? Hönd þín hefir lengi verið blóði drifin. Gerö, Ernö, þú getur aðeins myrt. Rautt rennur blóðið um göturnar í Pest; regnið kemur og þvær það burt, en götusteinarnir í Pest standa enn um sinn. Rautt rennur blóðið um göturnar í Pest, blóð verkamanna, blóð æskunnar. Hengið sorgarfána á húsin við hlið hátíða- og gleðifánans. Og við hlið fánanna skuluð þið festa þrjú heit. Það fyrsta: að gráta hreinum tárum. Annað heit: hatur gegn kúgun. Og þriðja heitið, litla landið mitt, er það, að enginn má nokkru sinni gleyma því, að frelsisstundin rann, þegar rautt blóðið streymdi um göturnar í Pest. ílúsmæírafræSsIa samvinnufélaganna: ForstöSnkosia sænskra kaupfélaga stödd kér Kynnir síldarrétti og me'Sfero hra^frystra matvæla Á húsmæðrafundi, sem haldinn verður í Tjarnarbíó á laugartíag kl. 2,30, mun frú Anna-Britt Agnsáter, forstöðu- kona tilraunaeldhúss sænsku samvinnufélaganna, sýna mat- reiðslu síldarrétta, tala um síld og sýna auk þess mjög at- hyglisverðar matreiðslukvikmyndir. Frú Agnsater er hingað komin meðal annars til þess að kynna sér íslenzka lambakjötið, en sam- vinnufélögin eru að reyna a5 skapa maricað fyrir það í Svíbjó.ö Hefur hún mtað ferðina til að nalda húsmæðrafundi og sýna síld arrétti í Reykjavík og nágrenni. Frú Agnsáter hélt fyrsta fund sinn í Sambandshúsinu á þriðju- dagskvöld og voru boðnar þangað formenn allra kvenfélaga í Reykjavík og fleiri gestir. Vöktu síldarréttir frúarinnar mikla a- hygli, svo og ýmsar upplýsingar. sem hún gaf um síldina. ílraðfryst matvæli. Önnur kvikmyndin, sem frú Agnsater sýnir, á alveg sérstakt erindi til fslendinga. Er hun um kraðfryst matvæli, bæði fisk, kjúkling, grænmeti og ávexti, og er sýnd í myndinni matreiðsla fjelda rétta úr frystum matvælum. Uyndin er í mjög fögrum litum •g rar tekin aðallega í tilrauna- eldhúsinu í Stokkliólmi. Aakin kústnæðrafræðsla. Á fyrsta húsmæðrakvöldfnu flutti Erlendur Einarsson, for- stjóri SÍS, stutta ræðu og skýrði frá því, að samvinnufélögin hefðu mikinn áhuga á að auka húsmæðra fræðslu sína, og væri heimsókn frúarinnar liður í því starfi. Frú Agnsater mun halda hús- Frú Anna-Britt Agnsater sýnir mat- reiðslu síldar í Sambandshúsinu í fyrrakvöld. mæðrakvöld í Borgarnesi, á Akra nesi og ef til vill víðar, meðan hún dvelst hér á landi. Hún held ur heimleiðs í næstu viku. Er síldarréttirnir höfðu verið bakaðir var þeim er sýnikennsluna sóttu gefinn kostur á að bragða þá. Ikvikmyndir I Ah'mi emu Mhhí Aðalhlutverk: Alida Valli, Jean Marais. Sýningarstaður: Stjörnu- bíó. ÞEGAR SÝNINGIN hefir staðið í klukkustund er maður svo svívirði- legur út í það sem verið er að sýna, að maður spyr af hverju ekki hafi veríð kallað á slökkviliðið. Þessi klukkutími hefir sem sagt ekki verið annað en rauðglóandi tilfinningar aðalpersónanna í mynd- inni og þeirra einu, sem í raun- inni koma nokkuð við sögu; af öðrum sér ekki nema hnakkann, og stundum er ástin á slíkum há- tindi, að eina lausnin virðist vera að sprauta vatni á jjarið. EN í SÍÐARI hluta myndarinnar kemur í ljós, að hvert atriði fyrri hlutans er nauðsynleg undirstrikun þeirra atvika sem verða, þegar dregur að Iokum. Pilturinn er franskur og stúlkan ítölsk og nú kemur það upp úr dúrnum, að þetta. e.r fyrir.stríð, en heldur nærri þvk,. þar sem, þau verða að slRa samviatuijn jskyndllega er það skell- ur á þeim méð öllu að óvörum. Hann fer til Frakklands, en hún verður eftir í ríki Mússólínis. ÞAÐ LÍÐA ELLEFU ÁR og enn er franskur maður kominn til Ítalíu að leita fyrirstríðsunnustu sinnar. Hann finnur hana, en það eru aðrir tímar og stríð breytir ýmsu. Samt sem áður breytir það kannski ekki öllu og eftilvill er það aðeins fólkið sem breytist. En hvað sem því líð- ur gera þau tvö manneskjulega til- raun til að bjarga þeirri æskutil- finningu, sem gerði alla daga bjarta fyrir stríð — og við biðjum afsökunar á hugmyndinni um slökkviliðið. — I. G. Þ. kér á si*ni tíð til að landsmenn klytu hagstæðari siglingar. Telur kann þetta vera gott fordæmi fyrir Puerto Rico og bendir á, að ís- lendingar hafi átt við meiri örðug leika að etja en Puerto Rico er íslendingar tóku siglingarnar í sinar eigin hendur, og það sem íslendingar hafi getað á dögum heimsstyrjaldarinnar fyrri hljóti þeir Puerto Rico-menn að geta í dag. Ennfremur bendir hann á, að ísland sé tíu sinnum stærra en Puerto Rico en íbúatala íslands ekki nema sextándi hluti af íbú- um Puerto Rico. Eggjar hann sið- an landsmenn lögeggjan, að láta nú, hendur standa fram úr ermum og sýna að þeir séu ekki minni menn en íslendingar. Að lokum segir í greininni: Mér þætti vænt um að viðskipti hæf- ust milli íslands og Puerto Rico. Eg vildi koma um borð í fyrsta íslenzka skipið, sem hingað kemur hlaðið þorski, síld, íslendingum, vináttu og öðru því, sem við fengj- um frá hinu göfuga bróðurlandi okkar í norðri. Mikið um byggiugar Aðalfundur Sambands ísl. bygg- ingaféiaga var haldinn 13. okt. sl. Fulltrúar voru mættir frá flestum stærstu félögunum samtals 21. — Framkvæmdastjóri félagsins Borg- þór Björnsson las upp reikninga félagsins og skýrði frá rekstri sl. órs. Byggingarframkvæmdir voru með mesta móti, einkum hér sunn anlands og virðast félögin nú aðal- lega hafa snúið hér að byggingu fjölíbúðarhúsa frá 24—36 íbúða, með mismunandi hcrbergjafjölda og stærð. Þrátt fyrir ráðagerðir op inberra aðila um föst lán á liverja íbúð, lágmark 100.000 kr. var langt frá að við það væri staðið. Undir- bygging framkvæmda var því í lak ara lagi hjá félögunum og mörg áttu í miklum vandræðum með framkvæmdir sínar. Félögin byrj- uðu því ekki á miklum byggingum sl. vor og er nú unnið að þeim húsum sem byrjað var á 1955. Vöruvelta SÍBA ásamt með tré- sipiðju nam iim kg- 7,9 pillj, kr. TélijujifgárigÚr, 'sém var ’ útíilutáð. jtíi'sj^ýcjg úlborgunar ,3,16%. a|, útt. | í miðjum síðastliðnum mánuði birti blaðið The Island Times, sem gefið er út í San Juan á Puerto Ricco grein, sem nefnist Puerto Rico og umheimurinn eftir Earl Parker Han- son. Þar er rætt um nauðsyn Puerto Rico á að eignast sjálf- stæðan kaupskipaflota og vitnar höfundur tíðum til íslands og íslenzkra siglinga í því sambandi. Virðist hann þekkja all- vel til íslands og íslendinga. í upphafi greinar sinnar segir Hanson: Þessi hugmynd um kaup- skipaflotann) var góð fyrir 20 ár- um, er ágæt í dag og fer svo ört batnandi, að það ætti að taka hana til alvarlegrar athugunar þegar í stað. Hann rekur síðan hvernig Puerto Rico líkist Norðurlöndum meira en, nokkrum . öðrum löpd- um, þeims og þá einkum ísjandi. og kveðst álíta að bæði londín imuni hagnast á nánari kynnum, og á því að skiptast á heimsókn- um og námsmönnum og á sam- eiginlegum viðræðum um vanda- mál sín. Hann telur margt líkt með Puerto Rico og íslandi, bæði löndin hafi þróast á svipaðan hátt og bæði.hafi losijað.tiltölulega ,pý-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.