Tíminn - 16.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, þriðjudaginn 16. apríl 1957. Sextugur: Einar J. Eyjólfsson Sextugur er í dag Einar J. Ey jólfsson fyrrv. bóndi á Vatns- skarðshólum í Mýrdal. Einar er kominn af góðum skaftfellskum bændaættum. Foreldrar Einars, Eyjólfur Guðmundsson frá Rauða felli og Ingveldur Eiríksdóttir úr Mýrdal og bjuggu þau á Breiðu hlíð í Mýrdal. Föður sinn missti Einar 1909 er hann drukknaði í Jökulsá á Sólheimasandi. Eftir lát föðurins ólzt Einar upp hjá móður sinni og frænd í fólki á Skaganesi. Einar kvæntist j 1920 Ragnhildi Jónsdóttur frá j Vatnsskarðshóli og hófu þau bú j skap á Ketilsstöðum í Mýrdal sama ár. Árið 1926 fluttu þau að 1 Vatnsskarðshólum er tengdafaðir Einars, Jón Pálsson hætti búskap. Á þeim árum voru skilyrði til búskapar önnur en nú, lán til framkvæmda næstum ófáanleg, af urðir bænda í lágu verði og allar samgöngur við Mýrdal mjög erfið ar. Það sýnir bezt stórhug og dugn að Einars, að strax hóf hann mikl ar framkvæmdir og lét þar ekkert eftir liggja, á árunum 1926 til 1938 endurbyggði hann öll gripa hús og stækkaði nýtt íbúðarhús reisti hann, túnið ræktað og gert véltækt. Allt var þetta gert af þeirri smekkvísi sem þeim hjónum er svo ríkulega í blóð borin. En engum dylst það að mikið var á sig lagt unnið hörðum höndum og stundirnar ekki alltaf taldar. Ungur nam Einar fræði sam- vinnunnar og seinna þegar hann sjálfur hóf búskap fckk hann hag nýta reynslu sem öflugur félags maður Kaupfélags VesturSkaft- fellinga í Vík. Einar skipaði sér ungur í raðir Framsóknarmanna, og hefir þar sem annarsstaðar reynst hinn traustasti félagsmað ur. Slíkur maður sem Einar er hlýtur alltaf að taka á sig nokk ur opinber störf, enda fór svo. Einar sat mörg ár í hreppsnefnd Hvammshrepps og hafði eftirlit með heyforða bænda og ásetningu svo eitthvað sé nefnt. Einar er skáld gott þó ekki hafi það kom ið opinberlega fram. Árið 1943 varð Einar fyrir því mikla áfalli að veikjast mjög alvarlega og varð hann að mestu að dvelja á sjúkra húsum til ársins 1947. Árið 1948 hætti Einar búskap á Vatnsskarðshólum og fluttist til Reykjavíkur bjó fyrst í Réttar holti við Sogaveg þar til hann reisti nýbýli að Selásbletti 3' við Reykjavík og bjó þar, er hann fluttist 1955 í bæinn og búa þau hjón nú í Eskihlíð 14 í Reykjavík. Ég sem þessar línur rita var að mestu á heimili þeirra hjóna á aldrinum tveggja til fjórtán ára og á ég frá þessu bernsku heimili mínu hugljúfar minning ar, minningar um fyrirmyndar heimilisbrag þar sem húsbóndinn var fyrirmynd annarra í öllu. Ég á minningar um föðurlega fram komu hans, hjartahlýju og hjálp- semi, og minningar æskuára minna á Vatnsskarshólum verða mér enn kærari eftir því sem lífsreynslan kennir mér betur að meta það veganesti sem húsbónd inn þar lót mér eftir. Kæri frændi minn, á þessum tímamótum í lífi þínu vil ég senda þér kveðju mína og fjölskyldu minnar með beztu óskum þér og þínum til handa um gæfuríka daga um mörg ókomin ár. Ingi Benediktsson. OrftiS er frjálst (Framhald af 5. síðu). Fínu mennirnir eru á móti eitr- inu vegna þess, að þeir vita, að eitr ið útrýmir refnum. En þeir vilja setja refinn á af eftirtöldum meg- inástæðum: Sumir eru fjallamenn og ferðamenn. Þeim er ekki nóg að fara um fjöll og fyrnindi. Þeir verða að geta sagt sögur af drýgð- um dáðum, þegar heim er komið. Dagblöðin verða að auka frægðar- Ijóma þeirra, með frásögnum af veiðihæfni þeirra, þolgæði og vizku. Þau verða að geta sagt frá því að hinn hárfíni N. N. hafi, eft- ir miklar svaðilfarir og snarræði, skotið ref hér eða mink þar. Aðrir eru veiðimenn að atvinnu. Þeir vilja liggja á grenjum á vor- in fyrir sæmilegt kaup og skjóta ,,hlaupadýr“ vegna fjárs þess, sem lagt er til höfuðs dýrunum. _Þetta eru mannleg sjónarmið, og skal það ekki lastað, þótt menn vilji auka fé sitt og frægð. En bændur og fjáreigendur vilja ekki fóðra veiðidýr fínu mannanna með bú- peningi sínum. Og dýravinum hrýs hugur við því að láta varginn leika lausum hala, þegar vitað er, að hægt er að ráða niðurlöðum hans. fara sína leið. Vart getur hörmu- legri sjón en dýrbitna kind. Sveinn segir einnig, að refurinn eyði fugla lífinu meir en flesta grunar. Hann liggur í varpi heiðafuglsins og gjör eyðir öllum eggjum og ungum á stórum landsvæðum. Sveinn hefir skotið tófu, sem var með 4 lóu- unga í kjaftinum, sumir þeirra voru með lífsmarki. Þá veit hann dæmi til þess, að í kjafti refs, sem var skotinn, hafi fundist 6 skógar- þrastarungar. f NAFNI MANNÚÐAR. Fínu mennirnir höfða mjög til mannúðar í skrifum sínum refnum til varnar. Þeir virðast ekki vilja skilja þann sannleika, að refurinn lifir á morðum og ránum eftir megni. Líf hvers refs kostar á ári hverju . mikinn fjölda saklausra fugla og dýra lífið. Refurinn stráir um sig sorg, örkumlun, kvöl og dauða. Tjón af völdum refsins er mikið. Það e'r þó smávægilegt í samanburði við þær þjáningar, kvalir og sorg, sem hann veldur. Þess vegna verður að útrýma hon- um. En það verður aðeins gert með því að eitra fyrir hann. „Sportskytterí“ fínu mannanna veldur þar engu um. REFURINN ER ANDSTYGGI- LEGUR VARGUR. ísólfur á ísólfsskála sagði mér frá greni, sem fannst á Selsvöllum 1956. Við það fundust leifar af að minnsta kosti 30 lömbum. Sveinn Einarsson og þeir Miðdalsmenn, unnu sama ár greni fyrir neðan Svínahraunið. Þar voru leifar af 25 lömbum, sem séð var með vissu. Sveinn segir, að tófan drepi ekki bráðina strax. Heldur búti hún unglömbin í sundur lifandi. Hann hefir oft heyx-t kvala- og ang- istarvein þessara sakleysingja kljúfa loftið, þegar vargurinn er að murka úr þeim lífið. Allir kannast við hvernig refurinn étur fullorð- ið fé lifandi. Hann bryður í sig nasabrjóskið upp að augum, sýgur blóðið og lætur fórnardýrið síðan ÖRN OG FÁLKI í HÆTTU? Þá er því haldið fram að áfram- haldandi eitrun muni útrýma örn og fálka. Ef aðferð Sveins Einars- sonar er viðhöfð, er þessum varg og hræfuglum lítil hætta búin af refaeitruninni. En þá aðferð munu flestir vanir eitrunarmenn nota. Sæmundur Ólafsson. I amP€D i Raflagnir — Viðgerðir | Sfmi 8-15-56. Húsnæðismálafrumv. (Framhald af 7. síðu). Efling veðdeildar Búnaðarbankans Fimmta till., sem ég tel afar þýðingarmikla, er efling veðdeild- ar Búnaðarbankans með sparifjár innlögum og lántökuforréttindum, er af innlögum eiga að leiða, fyrir þá, sem vilja stofna bú í sveit. Er frv. með þessu og framlaginu til byggingarsjóðs Búnaðarbankans, mjög þýðingarmikið fyrir sveitir landsins. HöfuSkosfur frumvarpsins í frv. er sýnilega reynt að hafa hagsmuni ailra landshluta fyrir augum og fólksins í landinu, hvar sem það býr. Það er frá mínu sjón- armiði höfuðkostur frv. og gefur því mikið gildi. Þetta vil ég láta koma fram af minni hálfu við 1. umr. málsins. Þessa vegna get ég fylgt frv. í aðalatriðum, þótt ég sé dreifbýlismaður. Hlufverk húsnæðis- málasf jórnar Auðvitað verður vald húsnæðis- málastjórnar mikið samkvæmt frv., en þess verður að vænta, að hún vinni með það fyrir augum, að búseta raskist eklci af hennar völdum til óhagræðis fyrir þjóðfé- lagið heldur hið gagnstæða. Þann- ig verður hún að skilja sín hlut- verk og þau lög, sem henni verða sett, ef þetta frv. nær fram að ganga. Önnur lagasetning en sú, sem það felur í sér, kemur ekki til greina frá mínu sjónarmiði eins og ástatt er í þjóðfélaginu. Þokað vel á veg En þótt ég hafi nú lýst fylgi við frv. í meginatriðum og stefnu þess, þá hefi ég á þessu stigi að sjálf- sögðu fyrirvara um fylgi við form og smærri atriði og sitthvað ann- að, sem til greina getur komið und ir gangi másins og við athugun þess í nefnd og við umræður. Ég tel fyrir mitt leyti, að hæstv. ríkisstjórn hafi með frumvarpi þessu þokað þessum þætti fjárhags rcála þjóðarinnar vel á veg. utfniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiininiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiminíinB | Kirkjukórasamband íslands: § | St. Ólafs kórinn | frá Northfield, Minnesota, syngur í Reykjavík: | í Dómkirkjunni laugardaginn 20. apríl kl. 4 síðdegis. 1 Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverzlun S. Eymundssonar. 1 1 í Þjóðleikhúsinu á 2. í páskum, 22. apríl kl. 1,30 og 3,45. I Í Aðgöngumiðar seldir í aðgöngumiðasölu Þjóðleikhússins. i = Sala aðgöngumiða er hafin. i imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinBl miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi!iii| | ÚTVEGA TÚRBÍNUR \ vsr sfaura og annað fil rafstöSva. | I Hefi á lager nokkur stykki af rafölum og hreyflum, | | jafnstraums 32—110—220 volta. Einnig riðstraumsf | rafala 220 volta ásamt mótstöðum og gangsetjurum. f iiiimmmmmmimmmmiiiimiimmimmmmmmimmmmmimmimimmimmmmmmmmmmimmiir iniiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiHm | Auglýsing I UM UMFERÐ f REYKJAVÍK 1 Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur hafa i I bifreiðastöður verið bannaðar á eftirgreindum stöðum: | 1. Hofsvallagötu frá Sólvallagötu að Hringbraut | beggja vegna götunnar. | 2. Túngötu sunnan megin götunnar frá Ægisgötu | að Hofsvallagötu. | Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. | Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. apríl 1957. | i Sigurjón Sigurðsson = imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuub uiiminininmmminiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimi!i Vélritunarstúlkur 7= 1 Oss vantar vanar vélritunarstúlkur nú þegar. Uppl. = 1 á skrifstofu vorri, Lækjargötu 6 B, sími 1790. s E: = _ E Islenzkir aSalverktakar s,f. | 1 I luinuunammuimiiimiiiiuiummiiiiuiiiiiiiumiumiiiiinuiiimiiminiiiiiuiiiiuimiimmmuinuMw .......... iiiiiiiMiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiMiiuiii* Kýr [ = a I Fimm góðar kýr, af úrvalskyni.Í 1 til sölu. Uppl. gefur § Ingjaldur Tómasson, | Baldurshaga, Stokkseyri, i sími 17. aiiiinVniiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÉiiiiitmiiiiiiiiiiiiiuiui NÝKOMiÐ: Hamrar Sieggjur Skrúfstykki Steðjar VélaverzEun Héðins h.f. NÝKOMiÐ: Handdæiur V2"—2 tommu Garðkönnur 13 I. Vélaverzlun Héðins h.f. NÝKOMIÐ: Rafmótorar 1 fasa Va hestafl kr. 612,40 1/2 _ _ 737,00 3/4 — — 892,00 Vélaverzlun Héðins h.f. Handsmergel kr. 124,85 Vélaverzlun Héöins h.f. NÝKOMIÐ: Mótoriampar Prímusar Véiaverziun fiéiins h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.