Tíminn - 20.06.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.06.1959, Blaðsíða 6
6 T jí M I N N, laugarrtaginn ?0. júní "1959, Útgefandl j F R AMSÓ KN ARFLOKKU RINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur i Eddnhúsinu viO Lindargðtn Símar: 18 300, 18 301, 18302, 18S03, 18 804. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenm) Auglýsingasími 19 523. - AfgreiBslan 12328 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kL 18: 18948 Hver vill „kyssa böðul sinn“? AF hálfu fulltrúa þrí- flokkanna, er því haldið fram, að kjördæmabyltingin, sem þeir eru að framkvæma, sé eitthvert sérstakt „réttlæt ismáL“ Kjósendur séu þvi að útiloka réttlæti, ef þeir felli kj ördæmabyltinguna. Réttlætið, sem þríflokkarn ir eiga við, í þessu tilfelli, er fjöigun þingmanna í þéttbýl inu. En þetta er líka það at- riði kjördæmabreytingarinn ar, sem allir voru sammála um. Framsóknarflokkurinn lagði til í tillögum sínum ná- kvæmlega sömu þingmanna- fjöigun í þéttbýlinu og gert er ráð fyrir í hinni fyrirhug uðu kjördæmabreytingu þrí- flokkanna. Um þetta atriði var og er hægt að hafa al- gera þjóðareiningu. Vegna þess þurfti ekki að efna til tveggja hatramra þingkosn- inga. þegar verst gegnir fyr- ir þjóðina vegna efnahags- málanna og deilunnar við Breta. Þetta atriði myndi líka ganga fram, þótt kjör dæmabyltingin væri stöðvuð að öðru leyti. MEÐ því að benda á þetta atriði, sem allir eru sammála um og engin átök þarf að kosta, eru þríflokkarnir að draga athygli frá þeim þátt um kjördæmábyltingarinn- ar, sem meginmáli skipta, af námi kjördæmanna og aukn ingu hlutfallskosninganna. Er það réttlætismál að af- nema núv. kjördæmi, slíta þannig fornhelg tengsli við sögu Iandsins, veikja með þvi landsbyggðina, draga úr eðliiégum áhrifum manna þar og stuðla að auknu ójafn vægi í byggð landsins? Hef- ur fólkið úti á landi kannske óskað eftir því „réttlæti“, að héruðum þess sé þannig steypt saman, eins og nú er fyrirhugað ? Vissulega verður þessum spurningum ekki svarað öðru visi en neitandi, ef menn vilja segja bað, sem rétt er. Er það kannske réttlætis- mál að auka hlutfallskosn- ingar, sem í mörgum tilfell- um geta tryggt litlum minni hluta meirihluta og reynsla er fyrir að stuðla án undan- tekninga að auknu flokks- valdi og meiri sundrungu? Er það réttlæti að gera flokks valdið meira en það þegar er? Er það réttlæti að gera þjóðina en sundurlyndari með því að skipta henni í fleiri flokka? Sannarlega verður þess- um spurningum ekki svarað öðru vísi en neitandi. NEI, sannarlega er ekki stefnt að réttlæti með af- námi núv. kjördæma og stór auknum hlutfallskosningum úti um land. Þar er fyrst og fremst stefnt að auknu flokks valdi, án alls tillits til hags- muna heildarinnar og réttar einstaklingsins. Viðbrögð manna við kjör- dæmabyltingunni hljóta og verða að markast af þessu. Viðbrögð manna munu fara eftir því, hvað beygðir þeir eru þegar orðnir af flokks- valdinu. Þess vegna eiga hér vel við niðurlagsorðin á hinni snjöllu grein Helga Haralds sonar, er nýlega birtist hér í blaðinu. Þau voru á þessa leið: „Ekki efa ég það, að Sjálf- stæðismenn hafa nógan vind í seglin til þess aö komast út í kjördæmin til þess að biðja menn að styrkja sig til þess að leggja niður það kjördæmi, sem kýs þá. En þá er íslendingseölið breytt frá fyrri tíð, ef einhverjir fá ekki bæði að sigla og róa heim aftur, Svo kvað Örn Arnarson: „Suðræn hræsni, austræn auðmýkt ótal greinar hafa sýkt, þó er skapið, innsta eðlið, Óðni, Þór og Freyju vígt. Ennþá myndi fáa fýsa að faðma og kyssa böðul sinn, eftir högg á hægri vanga hver vill bjóða vinstri kinn?“ Kosningarnar í vor skera úr um það, hvort skáldið hef ir þekkt íslendingseðlið rétt.‘ Sjálfstæðismenn og skattarnir MEÐAN vinstri stjórnin sat að völdum, talaði Sjálf- stæðisflokkurinn um fátt annað meira en hinnar óhæfi legu skatta- og tollabyrðar, er hún legði á þjóðina. Nú eru Sjálfstæðismenn búnir að stjórna í sex mán- uði og hafa því haft sæmi- legt ráðrúm til að losa þjóð- ina við eitthvað af þessum miklu álögum, sem þeir höfðu talað svo fjálglega um. Hafa þeir líka kannske ekki gert það? Það sem þeir hafa gert, er þetta: Þeir hafa framlengt allar skatta- og tollabyrðar, sem fyrir voru. Þeir hafa hækkað ýmsa tolla (t.d. á bilum) og álagningu (t.d. á tóbaki og áfengi) til viðbót- ar. Þeir hafa hækkað ýmis gjöld, eins og t.d. fasteigna- gjöldin í Reykjavík, en þau hafa verið stórhækkuð. Þeir hafa síðast en ekki sízt, stór- hækkað útsvörin í Reykjavík. Þó eru þeir ekki enn farnir að innheimta þær álögur, sem leggja verður á vegna hinna stórauknu niður- greiðslna. Það gera þeir ekki fyrr en eftir kosningar. Ætla svo þeir, sem áður hafa fylgt Sjálfstæðisflokkn- um, að halda áfram að trúa því, að hann sé flokka líkleg astur til að lækka álögúrn- ar? Verður Heinrich Liibke næsti for- seti vestur-þýzka íýðveldisins ? Heinrich Lubke, vestur- þýzki landbúnaðarmálaráð- herrann, var á mánudaginn útnefndur af Kristil. demó- krataflokknum til að vera forsetaefni flokksins við for- setakosningarnar, sem fram eiga að fara 1. júlí, en Theo- dor Heuss lætur nú af því embætti. Áður hafði Aden- auer kanzlari verið búinn að tilkynna framboð sitt fyrir flokkinn, en dregið það til baka og valdið með því mikl- um styr í stjórnmálum Vest- ur-Þýzkalands. Áður en Kristilegi demókrata- ' flokkurinn útnefndi Lúbke hafði verið þóf í fjórar klukkustundir. Hafði bæði verið stungið upp á þingforsetanum Eugen Gersten. mier og Heinrich Krone, formanni þingflokksins, en báðir flýttu sér að segja nei. Þeir hafa síður en svo löngun til að hætta stjórnmálabar. áttunni né gefa upp á bátinn fram tíðarvonir sínar um kanzlaraemb. ættið, sem án efa heldur áfram innan flokksins. Óflekkað mannorð frá Hitlerstímanum 1 Heinrich Lúbke er lítt kunnur maður fram til þessa utan síns heimalands. Hann er talinn hinn hæfasti maður að flestu leyti. Hann var í fyrstu verkfræðingur, þar til hann fór að leggja fyrir sig hagfræði landbúnaðarins. Það var hann, sem sameinaði þýzka smábændur og miðlungsbændur í „Deutsche Bauernschaft“ árið 1926, er þeir kröfðust skiptingar stórjarðeignanna, og varð hann fyrsti framkvæmdastjóri þeirra samtaka. Eftir valdatöku nazist- anna í Þýzkalandi boluðu þeir honum frá opinberum störfum, og höfðu hann í fangelsi í 20 mánuði. Hefur Lúbke það fram yfir marga, að hafa óflekkað mannorð frá þeim tímum. Eftir styrjöldiaa var Lúbke Barátían ?etur ortúð hör(S í forsetakjörinu, en þa<S fer fram 1. júlí næsikomandi Lubke flytur ræðu. Adenauer situr | á bakvið og hlustar á. birgðamálaráðherra Ruhrs-svæðis, ins, og er talinn hafa unnið þar mikil afrek, er alþýða manna leið skort og atvinnulífið var í kalda koli. Síðan 1953 hefur hann verið landbúnaðarráðherra Bonn.st.jórn arinnar. Honum var vel kunnugt úrelt skipulag þýzka landbúnaðar. ins og hefur haft á prjónunum stórfelldar framfaraáætlanir fyrir þýzka bændur, sem hafa verið mjög umdeildar. Hins vegar hefur hann notið mestu virðingar fyrir hugrekki sitt og heiðarleik. Ilann hefur aldrei verið sérlega náinn Leikfélag Reykjavíkur sýnir Tann- hvassa tengdamömmu víða um land Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja leikför út um land og mun á næstunni sýna hinn vinsæla gamanleik \ Tannhvassa tengdamömmu í víðs vegar um Norður- og Austurland. Ferðin hefst þó 1 í Vestmannaeyjum og verða tvær sýningar á leiknum þar, í kvöld og á morgun. Tannhvöss tengdamamma var sýnd í Reykjavík fyrir skemmstu við miklar vinsældir eins og menn minnast'. En,n fremur hefur Leik- félagið sýnt lelkinn á Vestfjörð- um og Suðumesjum, og eru sýn- ingar þess nú orðnar 100 talsins. Er nú ætlunin að sýna leikinn á flestum þeim stöðum sem Leikfé- lagið hefur ekki heimsótt áður, að Akureyri undanskilinni, en Leik- félag Akureyrar ihefur áður sýnt Tengdamömmu þar með Emilíu Jónasdóttur sem gest í aðalhlut- verki. Norður og austur Eftir helgina heldur leikflokk- ■urinn norður um land, og verður fyrst'a sýning væntanlega á Blöndu ósi, en þaðan haldið áfram norður og austur og víða leikið. Á heirn- leiðinni verður væntanlega komið til þeirra staða á Vestfjörðum, sem Leikfélagið hefur ekki heim- sótt' áður með þennan leik. Hlutverkaskipun verður hin sania og er lelkritið var sýnt í Reykjavík nema Jón Sigurbjörns- son kemur í stað Steindórs Hjör- leifssonar. Aðrir leikendur eru Emilía Jónasdót'tir, Brynjólfur Jóhannesson, Áróra Halldórsdótt- ir, Nína Sveinsdóttir, Þóra. Frið- riksdóttir, Sigríður Hagalin, Guð- mundur Pálsson og Árni Tryggva- son. Adenauer, og í skoðunum sínum um efnahagsmáiin stendur -hann nær Erhard. Géöur samningamaSur Lúbke var einn af stofnendum Kristilega demókrataflokksins. — Hann hefur unnið sér gott orð í flokknum fyrir það að vera sér. lega laginn samningamaður. Það mun ekki sízt hafa ráðið því, að hann var valinn forsetaefni flokks- : ins, þvi að næsti forseti Vestur. Þýzkaland-s getur þurft á mikilli samningalagni að halda. Lúbke er 64 ára gamall, fremur lágur vexti en þéttvaxinn, hvít. hærður og virðúlegur. Hann er kvæntur, en barnlaus. Þýzki flokkurinn mótfallinn Með útnefningu Lúbke hefur komið upp ágreiningur milli Aden. auers og Þýzka flokksins, sem 'Stendur að samsteypunni með kristilegum demókrötum. Þýzki flokkurinn tekur afstöðu á móti framboði Lúbkes, og hefur flokk- urinn lýst þvi yfir, að kjósendur hans muni ekki kjósa Lúbke. Tals menn hans segjast hafa kunngert Adenauer þetta fyrirfram, og hafi hann þá fullvissað Þýzka flokkinn um, að Lúbke myndi ekki koma til greina. Vinsældir Schmids Andstæðingar Lúbkes við kosn. ingarnar eru Carlo Schmid pró. fessor, varaforseti í!: vestur-þýzka sambandsþingsins, sem er fyrir jafnaðarmenn, og Max Becker fyr. ir frjálsa demókrata. Sem persónu. leiki og vinsæll maður meðal al- mennings, ber prófessor Schmid langt af andstæðingum sínum. Á kjörmannasamkundunni, sem kýs forsetann, eru 1038 fulltrúar, og eru kristilegir demókratar þar í meirihluta, en þegar teknar eru með í reikninginn vinsældir Sch_ mids prófessors ■— sem eru miklar einnig meðal kristilegra demó. krata; svo og afstaða Þýzka flokks in.3 gegn Lúhke, er augljóst, að kosningarnar geta orðið mjög spennandi og úrslitin tvísýn. Ýmislegt þykir þó benda til, að það sé aðeins af hragðvísi, sem Þýzki flokkurinn rís nú upp á afturfæturna gegn Adenauer. Er talið, að þeir séu að reyna að tryggja sér bætta aðstöðu við næstu þingkosningar, og ætli að fá fleiri fulltrúa i næstu s'tjórn Adenauers. Framsóknarflokkwinn og launamálin Réttlátur launagrundvöllur ÞaS er réttur og skylda verkalýðssamtakanua að ná eins hagstæðiun kjarasamn- ingum og unnt er fyrir vinnu- stéttirnar. Stjórnarvöldum þjóðarinnar ber áð sjá til þess, að atvinnuvegirnir séu reknir ineð það fyrst og fremst í huga, að þeir skapi verkafólkinu sem allra bezt lífskjör, en gróðasjónarmið fárra manna séu látin víkja fyrir þeim liöfuðtilgangi. Sjálfra sín vegna og þjóð- arheildarinnar verða verka- lýðssamtökin þó alltaf áð hafa það liugfast, að aflafé þjóðar- innar allrar er það, sem til skipta getur komið á hverj- um tíma. Ef meira er skipt meðal þegnanna, — ef lifað er um efni fram, — og þjóðin safnar skuldum umfram það, sem þarf til þess að standa undir stofnkostnaði nýrra framleiðslutækja, er voði fyr- ir dyrum. Þess vcgna er það nú eitt stærsta mál verkalýðssamtak- anna að koma á fót sinni eig- in stofnun til þess að fylgjast með þjóðarbúskapmun í lieild, stofnun, sem verði þess megn- ug að leggja gnindvöll að bar- áttú launastéttanna fyrir bætt um lífskjörimi méð réttmæt- um kröfum þeirra á hendur atvinnuvegum þjóðarinnar. Franisókuarflokkurinn vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að slík stofnun komist á fót, og að ríkisvaídið veiti til þess þá fjárhagslegu aðstoð, er nauðsynleg verðiur talin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.