Tíminn - 20.06.1959, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.06.1959, Blaðsíða 10
10 TÍMIN.N, laugardaginn 20. júní 1959, Svavar Markússon hiýtur forseta- bíkarinn fyrir bezta afrek 17.-júnl SíSari hluti 17 .júní móts- ins í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. VeSur var hið bezta, smá andvari að norð- an, og var mjög ánægjulegt að fylgjast með íþróttamönn unum á hinum fagra velli. — „Það er eins og að koma á íþróttavöll á íslandi í fyrsta skipti“, sagði einn íþrótta- maðurinn, Þorsteinn Löve. Og flestir aðrir, sem tóku þátt í mótinu, munu vera á sama máli, því að brautir og stökkgryfjur reyndust hið bezta. Mótið, gekk mjög greiðlega, enda hœgt að keppa á mörgum stöðum í einu, og var lokið eftir rúman klukkutíma, þrátt fyrir að nokkur mistök ættu sér stað í sambandi við íboðhlaup, en það gat hafizt mun fyrr, og var eina grein in, 'sem ekki st'óðst fyrirfram gerða áætlun um mótið. Ekki þarf að efa að með þessari bættu að- stöðu mun áhorfendum mjög fjölga á frjálsíþróttamótum, enda allt annað og betra að halda slík mót á Laugardalsvellinum en Melavellinum gamla. En þá verða líka þeir, sem um mótin sjá, að taka á sínum ,;stóra“, og koma í veg fyrir alla þá mörgu „dauðu Hljóp 1500 m. á 3:57.4 mín., sem var lang- bezta afrek á mótinu, gefur tæplega 950 stig Nýi heimsmethafinn í kringlukasti ekki upp að þessu isinni, þótt þeir hafi hins vegar unnið athyglis- verð afrek fyrr í vor. Bezta afrekið á mótinu var 1500 m. hlaup Svavars Markússonar, KR en hann hljóp á 3:57.4 mín., en það gefur tæpléga 950 stig sam kvæmt stigatöflunni, og var lang ‘bezta afrekið. Er mjög líklegt — og reyndar öruggt — að Svavar hljóti forsetabikarinn fyrir afrek ið, þó enn hafi ekki frétzt lum árangur utan af landi, en engar líkur eru þó til, að þar verði-unnið betra afrek. Þeir tveir menn, sem unnið hafa forsetabikarinn tvö sl. ár, Vilhjálmur Einarsson og Hilmar Þorbjörnsson, tóku ekki þátt í mótinu að þessu sinni. Vil- lijálmur er erlendis, en Hilmar gat ekki tekið þátt í mótinu vegna vinnu sinnar. Arangur á mótinu Fyrsta grein síðari dags móts- ins var 400 m. grindahlaup. Kepp endur voru fjórir og sigraði Sigurð ur Björnsson, RR, með yfirburð um á 58,4 sek., sem engan veginn er þó góður tími. Annar varð Hjör leifur Berg.steinsson, Á, á 60 sek. sléttum. Keppnin var einna skemmtileg ust í 200 m. hlaupinu. Daginn áð- þriðji varð Grétar Þorsteinsson á 23.6. í 400 m. hlaupinu voru keppend ur tveir, Ármenningarnir Hörður Haraldsson og Þórir Þorst'einsson, en hörkukeppni var líka milli þeirra. Hörður hljóp á ytri braut- inni og hafði foryslu allan tím- ann'. Þegar kom á foeinu brautina var hann um tveimur metrum á undan, en áhorfendur bjuggust þá við að hinn frægi endasprettur Þóris myndi færa honum sigur. Svo fór þó ekki, því Herði tókst að halda forskotinu, en þess rná geta, að Þórir hefir haft erfiða aðstöðu til æfinga. Tími þeirra varð 50.2 sek. og 50.5 sek. í 1500 m. hlaupinu voru kepp- endur sex. Búizt var við harðri keppni milli Svavars og Kristleifs Guðbjörnssonar, hins efnilega langhlaupara. Svo fór þó ekki því yfirburðir Svavars voru of miklir. Tími hans var 3:57.4 mín. Krist- leifur hljóp á 4:01.0 mín. og þriðji varð Kristján Jóhannsson á 4:04.5 mín. í spjótkasti sigraði Ingvar Hall grímsson FH, ka.staði 57.01 m. — Annar varð Halldór Halldórsson IBK, með 56.84 m. og þriðji Val- fojörn Þorláksson, kastaði 54.27 m. I þrístökki sigraði ungur KR- ingur, Ingvar Þorvaldsson, stökk 13.89 m. Annar varð Helgi Björns ■son, ÍR, stökk 13.46 m. og þriðji Þorvaldur Jónsson KR, með 13.30 m. Sveit Ármanns sigraði í 1000 m. booðhlaupi, KR varð í öðru sæti og ÍR í þriðja. (Framh. á 11. síðu) Pólski Evrópumeistarinn í kringlukasti, Piatkowski, setti nýlega nýtt heims met í kringlukasti á móti í Varsjá. Hann kastaði 59,91 m, en eldra heims* metið átti Bandaríkjamaðurinn Fortune Gordien og var það 59,28 m, Hinn nýi heimsmethafi er aðeins 23 ára, feiminn, Ijóshærður. Hann er 180 cm. á hæð og vegur 75 kg., sem ekki þykir mikið hjá kringlukastara. —< Hins vegar hefir hann óvenjugóða tækni, og mjög sterkur enda þraut< þjálfaður í lyftingum. Keppnin í 2. deild hefst í Hafnarfirði í dag I dag hefst í Hafnarfirði keppni 1 2. deild í knatt- spyrnu hér sunnanlands og fara þá fram tveir leikir. Sjö félög eru skráð í keppni þessa og verður keppt í tveimur riðlum. f..eikir í öðr- um verða háðir í Hafnarfirði en hinum í Reykjavík. f rwSinnium, sam keppt verður í í Hafmarfiirfði eroi þessi félög: Ung- meniruafélaiglið Skairphéðmn, Árnes sýslu, Ungmennafélagið Aftureld- ing, Mosfellssveit, Knatfcspymufé- iagið Reynir, Sandgerði og íþrótta bandalag Hafnairfjairðair. í dag leiiik ur Reynir við Skarphéðin og Hafinarfjörður við AftiureMiingiu. í hinn riðilinin vonu upphallega skráð þrjú félög. Víkingiur, Rvík, í þr ót tab an d aiag Vestmaimaeyj a og íþróttafél’ag s'barfsmjanma Kefla víkurflugváliar, en síðástnefrada félagið hefir dregið sig til haka og verður því aðeirus eimn ledkair í þeim riðii milii Víkings og Vest- manníaeyja. Svavar Markússon, KR, átti bezta afrek 17. júnj mótsins. Þessi mynd er tekin í 800 m hlaupinu, og er Svavar langt á undan keppinautum sínum. punkta" sem svo mjög settu svip á frjálsíþróttamót á Melavellinum. Svavar með bezta afrekið íþróttamönnúm í hinum ýmsu grei'num var engan veginn gert jafn hátt undir höfði með það að vinna forsetabikarinn. Veður- . guðirnir. eiga sök á því að miklu leyti, því illmögulegt var að keppa á fyrri degi mótsins, og afrek í þeim greinum, sem þá fóru fram, istandast ekki samanburð við afrek isíðari dagsins, Kringlukastið hefði þá getað orðið undantekning, en vegna þess hve kasthringufinn var illa • staðsetlur (kastað undan vindi) tókst kringlukösturunum Norðmenn sigruðu Luxemburg Á miðvikudaginn léku Norð- onenn landsleik í knattspyrnu við Luxem’ourg. Leikurinn fór fram í Osló og sigruðu Norðmenn, skor uðu eina markið í leiknum. Ekki er hægt að dæma um getu norska iliðsins eftir þessum leik, til þess voru mótherjarnir of slakir. — Sem kunngut er munum við leika tvo landsleiki við Norðmenn í sumar, og eftir frammistöðu Norð imanna í vor, ætti íslenzka lands liðið að hafa sæmilega möguleika gegn þeim. ur í 100 m. hlaupinu var ekki hægt að greina á milli Guðjóns Guðmundssonar og Valbjörns Þor- lákssonar, og þeir voru einnig mjög jafnir í 200 m. Guðjón hafði forystuna lengi vel, en á síðustu metrunum tókst Valbirni að 'kom ast fram úr. Tími hans var 22.9 <, sek. Guðjón hljóp á 23.1 sek. og^ Á móti í Panoma í Kaliforníu hinn 17. júní setti Parry O’Brien nýtt heimsmet í kúluvarpi, varp- aði 19,40 metra. Eldra heimsmet- ið var 19,25 m. og áttu Parry O’Brien og Dallas Long það. Parry hefir tvívegis orðið Olym- píumeistari í kúluvarpi og borið ægishjálm yfir aðra kúluvarpara heimsins, þar til í vor, að Dallas Long og Bill Nieder fóru að láta að sér kveða. Var þá talið, að dagar Parry sem hins ókrýnda konungs kúluvarpara væru tald- ir, einkum eftir að liann tapaði fyrir þeim í vor. — En nú hefir „gainli maðurinn" svaráð, og geri hinir betur. Sveinameistaramót Reykjavíkur Mótaskýrsla um sveina, meistaramót Reykjavíkur. 80 m grhl. 1. Friðrik Friðriksson ÍR 2. Þorvaldur Ólafsson ÍR 3. Jón Björnsson KR 60 m lilaup 1. Þorvaldur Björnsson KR 2. Ingólfur Arnarson Á 3. Birgir Ásgeirsson KR 300 m hlaup 1. Gylfi Hjálmarsson Á 2. Friðrik Friðriksson IR 43,0 sek„. 3. Skúli Haildórsson Á 45,4 12,é 600 m hlaup sek. 13,5 1. Friðrik Friðriksson ÍR 1:45,0 13,6 2. Einar Hjaltason Á 1:48,0 sek. 3. Kristinn Sölvason KR 1:49,4 7,9 Hástökk m. 8,0 8,2 sek. 43,9 Grasvöllur að verða fuSlgerður á Akranesi Nú þegar tekin hefir verið upp tvöföld umferð í íslandsmótinu í 1. deild í knattspyrnu verða lið in bæði að leika á lieimavelli og að heimau. Ágæt aðstaða er lijá Keflvíkingum á hinum góða gras- velli í Njarðvík, og í Reykjavík eru tveir ágætir vellir, Laugar. dalsvöllur og Melavöllur. Að_ staða Akurnesinga hefir ekki ver_ ið jafn góð og þessara aðila, en nú fer að breytast mjög lijá þeim. Undirritaður náði í gær tali af Ríkarði Jónssyni, fyrirliða Akra- nessliðsins, og skýrði hann frá því, að um miðjan júlí myiidu Akurnesingar sennilega taka í notkun grasvöll þann, sem unn- ið hefir verið að undanfarin tvö ár. Gamli íþróttavöllurinn á Akranesi hefir sem sagt verið tyrfður, og mun verða allsæmileg ur, þegar hann verður tekinn í notkun, en Ríkarður sagði, að vonir stæðu til að það yrði um miðjan júlí, en þá fer fram þriðji leikurinn, sem liáður er á Akra_ nesi í þessu móti; leikurinn Akra nes.KR, sem búast má við, að verði einn þýðingarmesti leikur mótsins. Ágæt aðstaða verður fyr ir áhorfendur á velli þessum, því að þar verða gerðir upphækkaðir grasbalar. Segja má, að við hér á Akra- nesi höfuin engan völl liaft til af_ nota s.l. tvö ár, sagði Ríkarður ennfremur .Ekki var til annar mala,-völlur og þegar byrjað var á frainkvæmdum við grasvöllinn urðum við, knattspyrnumennirn. ir að æfa í húsasundum og reynd. ar á öllum stöðum, sem til féllu. Hafizt var handa um að gera ann. an malarvöll, og var liann tekinn í notkun í leiknum við Þrótt, eu var þá mjög lélegur. Hann liefir hins vegar verið mikið lagaður undanfarið, og verður allsæmi- legur á sunnudaginn, þegar Akur nesingar leika gegn Val á Akra_ nesi. Þá sagði Ríkarður, að hann myndi eiga í talsverðum erfið. leikum með skipan liðsins gegn Val á sunnudaginn. Þórður Þórð_ arson hefir enn ekki getað liafið æfingar vegna meiðsla þeirra, sem hann hlaut í fyrsta leiknum í vor, og búast má við — og reyndar allar líkur til þess — að Jón Leósson og Guðinundur Sig_ u,‘ðsson geti ekki leikið á sunnu- daginn vegna meiðsla, sem þeir lilutu í leiknum við Keflvíkinga sl. sunnudag. Að vísu er talsvert til af mönnum, sagði Ríkarður, en sem ekki hafa reynslu á við þá þrjá, sem fyrr eru nefndir. —hsím. 1. Ogmundur Þormóðsson 1R 1.55 2. Ólafur Þorsteinsson KR 1,40 3. Valur Jóhannsson KR 1,40 Langstökk m. 1. Jón Örn Þormóðsson ÍR 5,40 (Framh. á 11. síðu) Heimsmet ' í kringlukasti 47.58 m Duncan, Bandar......1912 47.61 m Lies, Bandar.........1924 47.89 m Hartranft, Bandar. .. 1925 48.20 m Houser, Bandar......1926 49.90 m Krenz, Bandar........1929 51.03 m Krenz, Bandar........1930 51.73 m Jessúp, Bandar.......1930 52.42 m Andersson, Svíþjóð .. 1934 53.10 m Schröder, Þýzkal....1935 53.26 m Harris, Bandar.......1941 53.34 m Consolini, Ítalía .. 1941 54.23 m Contolini, Ítalía .. 1946 54.93 m Fitch, Bandar. ...... 1946 54.96 m Fitch, Bandar........1947 55.33 m Consolini, Ítalía . 1948 56.48 m Cordien, Bandar....1949 56.97 m Gordien, Bandar....1949 57.92 m Iness, Bandar. ....... 1953 58.10 m Gordien, Bandar....1953 59.28 m Gordien, Bandar....1953 59.91 m Piatkowski, Pólland .. 1959

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.