Tíminn - 01.09.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1959, Blaðsíða 7
ihverfis. Dökka beltið er það svaeði, sem við bættist, þegar fiskveiðiland- heigin var stækkuð í tólf milur. tíf míSna fiskveiðilandfielgi og herskapar Breta hér við land mönnum til skemmtunar“. For- sætisráðherra tilkynnir brezka sendiherranum, að herskipum verði ekki leyft að flytja sjúka togaramenn til ísl. hafna. 3. október Landhelgisbrjótur siglir á Ægi og brýtur björgunarbát hans. Bretar mótmæla aðgerðum ísl. varðskipa „á höfum úti“ og hættu á ásiglingu íslending- ar mótmæla hernaðaraðgerðum Breta og upplognum fregnum frá flotamálaráðuneyti þeirra. 4. okíóber Landhelgisbrjótur reynir að sigia á Þór. Annar flýr til hafs undan Maríu Júlíu. 10. ekióber Skipherrann á Maríu Júlíu skýr ir irá ítrekuðum tilraunum brezks togara til ásiglingar, sem nálgast þrákelknislega morðsýki. 19. okfóber Sjö landhelgisbrjótar að veið- um í vernd í vernd fjögurra herskipa og birgðaskips. 30. október Bretar auka herskipakostinn. 16 veiðiþjófar í landhelgi. 9. nóvember „Fishing News“ boðar vetrar- stríð 100 togara undir herskipa vernd við SA-ströndina. 12. nóvember Landheigisbrjóturinn Hack- ness, staddur með ólöglegan veiðarfærabúnað 2.5 mílur frá landi við Látrabjarg fær her- skipavernd og er kallaður heim til Bretlands. 15. nóvember _ Ríkisstjórn ísiands mótmælir harðlega broti á alþjóðarétti og íslenzku fullveidi. Krefst þess að togarinn Hackness verði sendur til íslands svo að ísl. lögum verði komið yfir hann. Þrír landhelgisorjótar að veiðum undir vernd jafn- margra herskipa. 16. nóvember Friðun fyrir togveiðum . innan 12 mílna markanna er um 90%. 24. nóvember jVeiðiþjófarnir yfirgefa ráns- svæð>n fyrir austan. Tíu fyrir Vestfjörðum. 26. nóvember Brezku togararnir fá leyfi her- skipanna til að styita fyrirskip- aðan lögbrotstíma í hverri veiðiferð úr 72 klst. í 48. < ’ -l ALÍttíEl 28. nóvember Nýtt ránssvæði opnað fyrir Austurlandi. 3. desember Landhelgisbr jót arn :r velkjast í ofsaroki út af Glettinganesi. 10. desember Landhelgisbrjótarmr einungis við Austurland Þvælast um í __aflaleysi viðskila við þorskinn. W|>t líiti.AilI. i I 8. janúar Fimm herskip atv'nnulaus á miðunum. Togararnir veiða ut- an landhelginnar evstra. 9. janúar „Fishing News“ skýrir frá að afli brezkra togara á íslands- miðum hafi minnkað um allt að fjórðung. Dagafli í septem- ber s.l. 25% minni en 1955, sem var meðalár. Bretar hefja veiðiþjófnað á helztu miðum vertíðarbátanna við Suðaustur- land. Eyðileggja línur Horna- fjarðarbáta. íslenzkir togarar selja afla í Bretlandi og brezk ir togaraskipstjórar hóta verk falli í mótmælaskyni. 2. febrúar Þór tekur ValafeL að land- helgisveið'um út af Loðmund- arfirði. Ilerskip hindra að farið sé með landhelgisbrjótinn til hafnar. 3. febrúar Bretar verja landhelgisbrjótinn Valafeli enn með ofbeldi. 4. febrúar Bretar halda togaranum enn. 5. febrúar Bretar láta undan Þór fer með Valafell til Seyðisfjarð- ar. Skipstjórinn snyr togaran- um til hafs og gerir misheppn- aða flóttatilraun. 6. febrúar Málið fvrir rétt. Skipstjórinn á Valafelli játar vísvitandi brot í fiskveiðilandhelginni. 7. febrúar Dómur í Valafellsmálinu: Skip- stjórinn hlýtur 74 þús. króna sekt. Lagðist veikur í sjúkra- hús á Seyðisfirði, en stýrimað- ur siglir með skip hans til Bretlands. 24. febrúar Ránssvæði brezku togaranna flutt suður með aiisturströnd- inni, annað milli Ingólfshöfða hrósa og Hrollaugseyja. hitt frá Stokkanesi að Papey. 28. febrúar Landhelgisbrjótunum stefnt á Selvogsgrunn og Snæfellsnes. 3. marz Landhelgisbrjótarnir innan við línubátana við Snæfellsnes. Stolið á Selvogsgri-nni. 6. marz Times í London segir, að 250 brezkir togarar hafi verið send- ir á íslandsmið og herskipa- vernd stóraukin. Ætla að bæta sér upp rýr aflabrögð. Togur- um fjölgar á Selvogsgrunni. 24. marz Nýtt ránssvæði opnað út af Aðalvík. I. apríl 20—30 landhelgisbriótar að ó- löglegum veiðum um páskana. Carella frá Fleetwood fær her skipavernd til stroks frá varð- skipinu Þór eftir að hafa verið staðin að ólöglegum,' veiðum 8,5 sjómílur innan fiskveiðitak markanna á Selvogsgrunni. II. apríl Landhelgisbrjótar toga yfir lín- ur Vestfjarðabáta. 14. apríl Bretar hindra Óðin vig töku iandhelgisbrjótsins Swanella, er staðinn var að veiðum 3,3 sjóm. undan landi við Snæfells nes. 22. apríl 29 landhelgisbrjótar á þremur ránssvæðum. 23. apríl Ægir tekur Lord Montgomery við ólöglegar veiðir 9 sjom. innan fiskveiðitakmarkanna vestur af Vestmannaeyjum. Herskip kemur í veg fyrix frek ari aðgerðir. 24. apríl Bretar láta undan. Togaiinn færður til hafnar i Vestmanna eyjum. 25. apríl Rétarhöld yfir George Harri- (Framhald á 9. siðu) 7 A víðavangi „Musferi óttans" Mbl. óttast það nú mjög, afí svo kunni að fara eftir kosning arnar í haust, að mynduð verði „vinstri stjórit“ á nýjan leik. Myndi sú þróun málanna ag sjáif sögðu ganga þvert á, alla útreikn inga íhaldsins. Það hefur gert sér vonir um, að afleiðingar kjördæmabyltingarinnar yrðu m.a. þær, að vinstri menn ættu erfiðara með að ná saman eftir en áður. Valdadraumar þess byggjast að verulegu leyti á sundrungu vinstri aflanna. Og það virðist óneitanlega andstætt öllum eðlileguin lögmálum, að kjördæmabyltingin auki ækki fremur á þá sundrungui en hitt. Mbl. þykist hins vegar sjá nokk- ur merki þess, að vinstri mönn um sé einmitt nú að verða það' ljósara en á'ður, að styrkur þeirra í átökunum við sameigin legan andstæðing liggi í; því, að þoka sér betur saman. Og njinn ast mætti það þess, að stundum liefur það á sannazt, að sér gref- ur gröf þótt grafi. „Rökvísi" Mbl. Mbl. sér nú það hálmstrá helzt til bjargar til þess að spilla því sem það óttast að í vændunj geti verið, að dilla rófnnni framan í „vei'kaIýðsflokkana“, sem það kallar, og reynir að leiða þeim fyrir sjónir, að þeir hafi alltaf tapað á samvinnunni við Fram- sóknarmenn. Það er þá líka sennilegt eða hitt þó lieldur, að Mbl. þjáist mjög, þó að fylgi þeirra flokka þverri En niðurstöður og ályktanir blaðsins eru næsta furðulegar. Það lieldur því fram, að vinstri stjórnin liafi verið allra stjórna óvinsælust. Eftir því liefði mátt ætla, að þeir fiokkar, , sem að henni stóðu, hefðu stórtapað.fylgi við síðustu kosningar, en íhaldið unnið á að sama skapi. En fylgis- aukning íhaldsins sést bara livergi. Aftur á móti vann Frám- sóknarflokkurinn verulega á, ein- mitt sá flokkur, sem alla stund stóð heill og óskiptur með vinstri stjórninni. Kemur það ekki bein- línis vel lieim við skraf íllaldsins uin óvinsældir þeirrar stjórnar. Hver trúir? „Samvinna „verkalýðsflokk- anna“ við Franisóknarflokkiiin leiðir ævinlega til ófarnaðar fyrir þá. Það sýnir reynsla Alþýðu- flokksins á árunum 1934—1938 og reynsla kommunista og Al- þýðuflokksins í hinni síðari vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar“, segir Mbl. og bæiir við: „Verkalýðurinn í landinu van- treystir Framsóknarflokknum“. Ef þetta væri rétt, hvert myndi þá þa'ð verkafólk hverfa, sem „verkalýðsflokkarnir1 tapa í sam- vinnunni við Framsóknarmenn? Beint inn í íhaldið. Um aðrar leið ir er ekki að velja, eftir kenningu Mbl., því að væntanlega fer það ekki að halla sér að hinum „óvin- sæla“ Framsóknarflokki. Og trúir því nokkur maður, að íhaldið harmi þá þróun? Er mögiilegt að trúa slíkri tröllheimsku. upp á Mbl.? Þetta skýrir e. t. v. dájiíið hvers eðlis þau tár eru, sem Mbl. fellir yfir fylgistapi verkalýðs- flokkanna. Sver sig í ættina Hitt er svo annað mál, að þessi sagnfræði Mbl. er öli meira en lítið vafasöm. Ástæðan til þess að Alþýðuflokkurinn tapaði fylgi 1937—1938 er sú moldvörpustarf- semi, sem íhaldið og kómmúnist- ar ráku þá gegn lionum. Þessmn þokkahjúum var það ljóst, að ráð ið til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi vinstri stjórn, þá eins og nú, var að kljúfa. Til- raunin, sem íhaldið gerði með Bændaflokkinn, mistókst. Hún styrkti Framsóknariuenn. Um Al- þýðuflokkinn fór á annan veg'. Með sameiginlegum vélabrögðum tókst íhaldinu og kommúnistum að veikja liann svo, að að því býr hann enn í dag. Það er e. t. v. eitt hið mesta skemmdarverk, sem unnið hefur verið í íslenzkri pólitík, enda gat varla mikið gott fæðzt út af þvílíku foreldri. RAN v/s ÞOR m €0JR v/s AlSERT ■ i v/s MARiA JÚLÍA v/sS4EBddftÖ v/s ODiNN torgg Dsstroyers Anti Subrnorine Frígates Artii Submofíne Fngotes i Riest Ö'i Tankers Þeisi teikning sýnir þær tegundir herskipa, sem Bretar nota til gæzlu hér við land, oftast fjögur í einu. Til hliðar eru íslenzku varðskipin í hlutfallsstærð við bryndrekana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.