Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, smtaudagnm 14. ágést 1960. 7 Það var fyrir nokkrum vik- um að tekið var að tala um það og hvísla því á götum Reykjavíkur og víðar, að raun verulega væri það ókurteisi og ekkert annað að neita að tala við Breta um landhelgismálið. „Það er ekki hægt að neita að tala við mennina" — sögðu atkvæðasmalar íhaldsins og það stóð ekki á litla íhaldinu að taka undir. Og svo var far- ið að bæta við: „Það eru eng- ir mannasiðir að neita samn- ingaviðræðum". Svona var tal að — og þeir, sem þekkja að- ferðir íhaldsins,'þegar verið er að undirbúa stórsvik, vissu fljótt hvaðan veðrið stóð. Það var verið að undirbúa þau svikin að taka upp samninga- viðræður við Breta í landhelg ismálinu. En slíkum samn- ingaviðræðum hefur verið neitað af íslands hálfu árum saman með þeim eðlilegu rök- um, að landhelgismálið væri innanríkismál og því van- sæmandi að taka upp samn- ingaviðræður um það við er- lenda þjóð. Ennfremur væri með slíkum samningaviðræð- um skapað það fordæmi, að til þess að breyta fiskveiði- landhelginni framvegis bæri okkur að ræða það mál og semja um það við nálægar þjóðir. Öllum landsmönnum mun vera það ljóst, að viöræður við Breta eru ekki til þess upp teknar, að skýra málin fyrir þeim. Við höfum svo að segja árlega gefið út bæklinga á ensku þar sem skýrð er af- staða okkar öll í landhelgis- málinu. Bretar vita því meir en nokkur önnur þjóð um skoðanir okkar og á hvaða rökum við byggjum málstað okkar. Samtöl hafa auk þess átt sér stað að diplomatiskum leiðum. Samningaviðræður þær, sem nú fara fram, eru því ekki til þess að upplýsa neitt — og það eru ekki að- eins ósannindi, heldur alger öfugmæli, að þessar umræður fari fram til þess að upplýsa málin við Breta eða að fram- fylgja þingsályktun frá Al- þingi. Viðræðurnar eru ekkert ann að en samningaviðræður og þær smánarlega niðurlægj- andi og hættulegar fyrir ís- land, eins og auðvelt er aö sýna og sanna. Hvers vegna hefur viðræðunum verið hafnað? Ástæðan íyrir því að við höfum neitaö slíkum samn- ingaviðræðum ár eftir ár er ekki smávægileg. Bretar hafa í tugum tilfella leitað á að fá slíkar samningaviðræður — en því alltaf verið neitað vegna þess, að ef við gengjum inn á samn:ngaviðræður væri það viðurkenning á því óbeint að aðrar þjóðir ættu réttar að gæta í landhelgismálinu, sem okkur bæri að semja um og taka tillit til. Því ef það væri ekki svo, um hvað væri þá að semja? Þegar við færðum landhelg- ina út í 4 'mílur, héldum viö Hvers vegna ekki að tala við mennina?" Afsökun stjórnarflokkanna fyrir niðurlægjandi og hættulegum samningaviðræðum um undanhald í landhelgismálinu Það er talað um það, aö miklu þurfi að fórna fyrir vest rænt lyðræði og samheldni. Lýðræðisþjóðirna.r séu vinir okkar íslendinga. því fast við þessa reglu og alltaf síðan. Bóndinn og þjófurinn Hugsum okkur bónda, sem yrði fyrir því að óviðkomandi maöur tæki að slá tún hans og flytja heyið burt. Bóndinn reyndi að reka manninn af höridum sér, en þá kæmi þjóf- urinn með margmenni og berði á bónda og misþyrmdi honum. Síðan segði þjófur- inn við bóndann: Komdu heim til mín, lagsmaður, og semdu um málið. Allir munu sjá og skilja hverju bóndi með sómatilfinningu mundi svara. Eða hvaða álit mundu menn hafa á þeim bónda, sem labb aði heim til þjófsins til þess að semja við hann um slægju á sínu eigin túni. — Með því að taka slíku smánarboði væri bóndinn búinn að ganga inn á að þjófurinn kynni að eiga rétt til slægna í túni hans, sem um þurfi að semja. Hvað er að gerast? Það, sem nú er að gerast í landhelgismálinu, eru ekki kurteisisviðtöl, þar sem skpizt er á upplýsingum og skoðun- um, það skulu menn gera sér vel ljóst. Bretar vita allt um landhelgismálið. Þaö, sem er að gerast, er það, að land- helgisþjófurinn heimtar samn inga um það að mega ræna okkur íslendinga áfram, og ís- lenzka ríkisstjórnin hefur gengið inn á að taka upp samninga um það. Þaö er hvorki meira né minna en þetta, sem er að ger- ast. Allt slúðrið í stjórnarblöð unum um það, að ekkert kosti að tala við mennina, eru blekkingar. — Þegar á að svíkja í málum erum við vanir við að heyra vissa menn sverja. Nú eru svardagarnir í því formi, að viðræðurnar við Englendinga séu til þess að fá viðurkennt allt landgrunnið! Með öðrum orðum, stjókrnin þorir ekki að viðurkenna þá staðreynd, að hún ætlar sér, ef hún kemst áfram með það, að taka upp viðræöur við Breta um undanslátt í land- helgismálinu. Það er marg yfirlýst af Breta hálfu, að þetta er það, sem þeir sækj- ast eftir og vilja ræða um. Utanstefna vegna innanríkismáls í samþykktum ýmissa þjóða samtaka eru ákvæði um það, að engri þjóð, sem er i sam- tökunum, sé skylt að ræða þar þau mál, er snerta innan- ríkismál hennar. Það sem ríkisstjórn íslands er nú að gera, er að brjóta þetta boð- orð. Það er ekki aöeins hættulegt og vansæmandi fyrir okkur að setjast að samningaborði við þjóð, sem hefur rænt okkur og sýnt okkur fyrirlitningu og ofbeldi, heldur erum við jafn- framt að brjóta þá mikilvægu reglu, að innanríkismál okk- ar skuli ekki gerð að samninga málum við aðrar þjóðir. Það hefur alltaf verið rétt að neita aö semja um rétt okkar, sem er skýlaus og 20— 30 þjóðir hafa tekið sér, án þess að á þær hafi verið ráð- izt. En aldrei hefur það verið jafn niðurlægjandi og nú að taka upp samninga við Breta, þegar þeir .'-'óta að fara inn í landhelgina, ef ekki sé sezt að samningaborði með þeim. í því að taka upp samninga undir slíkum kringumstæð- um, felst — auk þeirrar hættu, sem áður greinir — niðurlæging og smán. — Og það, sem á að semja um, er lífsafkoma þjóðarinnar, semja um hvort þjóðin fái að vernda auðlendur,- sem eru henni nauðsyn til þess að geta lifað. Hver er samnings- aðilinn? Og við hverja eigum við að semja? Við „bandalagsþjóð" okkar, sem hefur samið um það við okkur að vernda okk- ur fyrir ofbeldisárásum. Þær eru nú 20—30 þjóðirnar, sem hafa 12 mílna landhelgi og meira. Þessi „bandalagsþjóð" okkar hefur ekki ráð’zt á neina þeirra. Þær eru stærri og hafa möguleika til að verja sig. Við höfum meiri þörf fyr- ir verndun fiskimiðanna en nokkur önnur þjóð. Á okkur e'na ræðst þessi „bandalags- þjóð“ okkar — rænir okkur og sýnir okkur ofbeldi, og hótar áframhaldandi ofbeldi, ránum og þjófnaði í íslenzkri land- helgi, nema ríkisstjórn ís- lands sendi menn til að semja um það, hvernig ránunum skuli framvegis hagað. Þarf ekki að semja um það um leið hvernig við högum landhelgis- gæzlunni o. s. frv.? Og íslenzka ríkisstjórnin bukkar og beigir sig og svarar auðmjúklega: „Við skulum koma til ykkar og semja um málin“. Leið ósigursins Hvers konar fólk erum við íslendingar? Skilst ekki hverj um manni með íslenzkt blóð í æðum, að ofan á smánina fáum við fyrirlitningu sjálfs ræningjans? Skilst ekki hverj um manni að undanhald und- an hótun er viss leið til ósig- urs og niöurlægingar? Það er eins og íslenzka ríkisstjórnin sé að kenna Bretum hvernig eigi að meðhöndla íslendinga til þess að svínbeygja þá. En Bretar munu enga kennslu þurfa í því aö ganga á lagið — þegar þeir finna að þeir, sem þeir fást við, eru að digna og glúpna. Rikisstjórnin er að leiða okkur inn á braut undanhalds og ósigurs. E>na leiðin, sem til er — eina leiðin til sigurs fyrir fámenna þjóð er sam- hcldni og dirfska. Hverjir eru „vinir” okkar? En málið er nú ekkl svo ein- falt að við getum eða eigum að vera vinir eða óvinir þjóða eftir því hvaða stjórnskipulag þær hafa á hverjum tíma. Það var einræöi í Þýzkalandi og Ítalíu fyrir skömmu síðan. Við höfðum enga ástæðu til að fjandskapast við þessar þjóðir fyrir það. Og við höfum enga ástæðu til að fjandskapast við Tyrkland, Spán eða Portúgal frekar en lýðræðisríkin. Vin- átta milli þjóða fer eftir allt öðrum reglum. Enskur forsætis- og utanrík isráðherra sagði eitt sinn eitt hvað á þessa leið: England á enga varanlega vini né óvini — en það á varanlega hags- muni. Með þessu vildi hann segja þau einföldu sannindi, að þeir sem stóðu með hagsmunum Englands hverju sinni, þeir væru vinir eða ekki. — Hver hefði trúað því í síðustu heims styrjöld að Englendingar og Frakkar yrðu stuttu síðar „vin ir“ og bandamenn Þjóðverja? Við íslendingar verðum að læra að skilja, að þjóðir, er ræna okkur auðlindum, sem okkur er lífsnauðsyn að eiga og vernda, — geta ekki verið og eru ekki vinir okkar og bandamenn. Ef við ekki skiljum þetta og sýnum þaö í verki munum við ekki aðeins tapa hinum lífsnauðsynlegu auðlindum — við munum og tapa virðingu þjóðanna, — og á okkur verða l’tið sem lítilmótlega, geðlausa þjóð, er kyssi á vönd böðuls síns. Það er þetta, sem ríkisstjórn íslands er að leiða yfir þjóðina. Hvað átti að gera? Það, sem átti að gera, þegar Bretarnir nú hótuðu að nýju áframhaldandi.ofbeldi, var að segja brezku stjórninni kurteis lega en ákveðið þetta: Ef þið byrjið á ofbeldi að nýju, munum við snúa okkur til stjórnar Bandaríkjanna og heimtum þá vernd, sem við eigum kröfu til — samkvæmt samningi. — Ef því er neitað, ætti ekki að þurfa að tyggja í þessar þjóðir hvert hlyti að verða okkar næsta skref. Bretar halda áfram að ræna okkur þangað til þeim skilst, að haldi þeir því áfram, verö- ur hart látið mæta hörðu. — Því brezka ríkisstjórnin hugs- ar enn í dag eins og gamli Palmerstone, forsætisráð- herra, en til umæla hans var vitnaö hér að framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.