Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudaginn 11. janúar 1961. Vetrarvertíðin er framundan. Fengsælustu miðin á þeim árstíma hafa ekki verið hér við austur- ströndina. En með komu hinna stærri vélskipa opnast möguleik- ar til að flytja aflann austur, heim til vertkunnar, einnig að vetr- inum. Þar með hætta kaupstaðir og kauptún á Austfjörðum að vera „dauðM pláss á veturna. Austri náði tali af Steini Jóns- syni:, skipstjóra á Eskifirði, rétt fyrir áramótin. Hann var þá ný- kominn frá Stöðvarfirði. — Hvað varst þú að erinda þar? — Við vorum að skila salt- farminum sem við komum með frá Þýzkalandi um jólin. — Já, við sigldum þennan eina túr og seld- um í Cuxhaven fyrir liðlega 39 þús. mörk. — Það getur verið hag- fellt fyrir bátana að sigla stöku sinnum. — Hvernig er umhorfs þar úti? — Það lítur út fyrir að menn hafi það ágætt, virðist ekki_ vera hörgull á neinu. — Eg hitti fslend ing, þar búsettan, kvæntan þýzkri konu. Þetta er ungur 6jómaður, hefur mest starfað á flutninga- skipum. Hann lét af sér hið bezta og kvað engu lakai’a þar að vera en hér heima. — Þið eruð annars að heiman í haust? — Eftir síldveiðar fórum við með Guðrúnu Þorkelsdóttuir til Noregs til eftirlits á vél vegna ár’sábyrgðar frá verksmiðjunum. Eftir það byrjuðum við róðra með línu. — Bátar héðan sóttu hér út og suður af firðinum í smástraum ana. En þegar straumur óx var' farið suður í Bugtir. Einnig kom fyrir að við færum norður eftir, þegar það var hentugra vegna veðurs. Afli var yfirleitt góður í haust. — Og hvernig gekk hjá smá- bátunum í sumar? — Ágætlega er mér óhætt að segja. Fiskur kom snemma, það var ágætt vorhlaup, og fiskur entist alveg fr’am á haust. Héðan úr þorpinu reru tveir 5 tonna bát- ar að staðaldri og smærri trillur öðru hvoru. Hér út með firði eru gerðar út trillur frá flestum bæj- um, einnig. sunnan fjarðar og þó einkum frá Vattarnesi. Flestir hafa þó búskap að aðalatvinnu en róa einnig mikið. Unnið í hraðfrystihúsi á Eskifirðl. Áustfirðingar búast til vertíðarfanga Samtal við Stein Jónsson, skipstjóra á vélbátnum Guðrúnu Þorkelsdóttur frá Eskifirði Eins og kunnugt er, var Þor- s einn Gíslason með Guðrúnu Þor- kelsdóttur á síldveiðum í sumar og af'laði meira en aðrir menn. Steinn| er allt með seinni skipunum nú, og — Hvernig telur þú að hafi gefizt róðrar heimabáta í fyrra- vetur? — Þá reru héðan Hólmanesið og Guðrún ÞorkeLsdóttir. Hvor um sig fékk rétt um 600 tonn. Eg held að sú útkoma verði að teljast mjög sæmilegt eftir atvikum. — Veturinn áður reri Hólmanes að heiman eftir að það kom en missti þá meginið af línuvertíð- inni. Reynslan varð einnig góð þá, svo langt sem hún náði. — Og nú á komandi vertíð? — Nú verða bátar’nir fjórir. Frystihúsið gerir út Hólmanes og Vattarnes, h.f. Jón Kjartansson Guðrúnu Þorkelsdóttur og Kr’ist- mann Jónsson Seleyna. — Þessir róa sem sagt að heiman. Jón Kjartansson verður gerður út frá Hafnarfirði og Björg frá Eyjum. Heyrst hefur, að Vísir verðl leigð-, ur til Stykkishólms, en Sigurður, Magnússon hefur verið sjúkling-j ur og er fr’á vinnu enn um hríð.! — Telur þú að bátarnir fjórirj bæti missi togaranna hvað atvinnu j snertir? — Við ættum ekki að vera verr’i sett en áður hér á Eskifirði. Ef i ekki gengur lakara en í fyrra og j gæftir verða sæmilegar, þá hlýtur', maður að vona að atvinna verði næg í vetur. — Hvað sýnist ykkur svo um1 samningana? — Um þá er fremur hljótt. Og ég er engu fróðari en þú. — Þetta | — Já, það er alls staðar unnið að undirbúningi. Vattarnesið er nýfarið til Norðfjarðar í slipp, Seley hefur einnig verið tekin á land nú, en Guðrún og Hólmanes- ið fóru í slipp í haust. — Hvað eru menn svo með á prjónunum í landi viðkomandi út- veginum? — Mönnum er kunnugt um þær umleitanir, sem farið hafa fram varðandi aukna möguleika til síld- arvinnslu hér á staðnum. Það mál strandaði í ár, og er sjálfsagt enn í fullri óvissu. Þess má geta, að byggður var lýsistankur við bræðsluna í sumar, en mikil vand- 'kvæði hafa verið í geymslu lýsis- ins. I Jóhann Klausen hefur forgöngu um að koma upp aðstöðu til að gera við síldarnætur. Á þessu hef- ur verið mikil vöntun hér eystra. Á Norðfirði er að vísu netaverk- stæði. Og á sumrin hafa verið fengnir’ viðgerðarmenn til Seyðis- fjarðar og Vopnafjarðar. En þetta hefur ekki verið fullnægjandi. — Ætlunin er, að gera hér aðstöðu til viðgerða á vertíðinni sjálfri, og svo yfir veturinn og þá jafn- framt til geymslu veiðarfæranna. Ætti þetta að verða mikið hagræði fyrir flotann að sumrinu og fyrir útgerðina hér eystra. Og svo veitir þetta auðvitað heilmikla at- vinnu fyrir menn á staðnum. Hér vantar tilfinnanlega að- stöðu til eftirlits og aðgerða á hinum ýmsu tækjum flotans, svo sem dýptarmælum, síldar- og fiskileitartækjum, ratsjám o. s. frv. — Aðeins einn maður á Aust- urlandi, Baldur Böðvarsson í Nes- kaupstað getur nú annazt slíkar viðgérðir. En hvort tveggja er, að hann hlýtur að verða yfirhlaðinn störfum öðru hvóru, og svo er Oddsskarð lokað allan veturinn og getur þá kostað tafir að ná á hans fund. — Er 'hér ái'eiðanlega verk- efni fyrir framtakssaman mann, sem fær er í faginu. Enn má geta þess, segir Steinn, að hraðfrystihúsið lætur nú fara fram mjög gagngera endurbót á lifrarbræðslunni. Hún var frem- ur ófullkomin. En eftir endurbæt- ur á hún að svara kröfum tímans um nýtingu hráefnis og vöndun vöru. —o— — Hvað segja menn svo um landhelgismálið? — Menn eru að vona að hætt hafi verið við að semja. Auðvitað veit enginn hvað er að gerast á bak við tjöldin. En a. m. k. sýnist mönnum að miklar tafir hafi orðið við samningagerðina. — Heldurðu að Bretar geti haldið áfram að fiska með vopna- valdi? — Ekki með fjái'hagslegum ár- angri. Maður veit auðvitað ekki hvað lengi þeir kynnu að halda út, samt sem áður. En hitt er víst: Hér vonar fólkið í lengstu lög að ekki verði samið við Breta. —o— Ég kvaddi Stein Jónsson, skip- stjóra, með þökkum fyrir viðtalið. — Austr'i árnar honum og þeim öllum hinum, sem nú leggja á djúpið í leit að björg, allra heilla og farsældar á nýju ári. V. H. (Úr Austra, 4. jan.). Kynlegar aðfarir menntamála- ráðherra við stöðuveitingar vann þá í landi. Hann segir mér, að Þorsteinn hafi nú horfið frá bamakennslu um sinn og kenni Þðka til, ef flotinn á að komast út. við Stýrimannaskólann í vetur. Um jólaleytið tók Gylfi Þ. Gíslason loks rögg á sig og setti mann í skólastjórastarf hins nýja Laugalækjarskóla í Reykjavík. Voru ýmsir farnir að halda, að þetta ætlaði að verða ráðherranum ofraun, menn eru forvitnir að heyra hvað uví ag sta(.f uetta var auglýst gert verður. Eitthvað verður að . . ,. ,, * ... i laust og fjallað um umsoknir En allir búast á vertíð? Vélskipið Guðrún Þorkelsdc.i af hendi fræðsluráðs og fræðslumálastjóra í október. Þessi dæmalausi dráttur er nú orðinn á fjórða mánuð. Svo bregður hins vegar við, að ráðherrann lætur birta í flokks- blaði sínu, Alþýðublaðinu allmikla greinargerð til varnar framkomu sinn í þessu síðasta veitingamáli, og gefur þar ótvírætt til kynna, að nokkurrar afsökunar var' þörf. í betta sinn hefur ráðherrann hvorki sinnt meðmælum fræðslu- ráðs eða fræðslumálastjóra, né heldur fylgt yfirlýstri eigin reglu um starfsaldur, menntun eða önn- ur meðmæli umsækjenda. — Það eru aðeins ein meðmæli, sem ráð- herr'ann metur gild nú sem oftar — að umsækjandi sé Alþýðuflokks maður. Hér fer á eftir svolítið brot úr stöðuveitingaannál ráðherrans tvö eða þrjú síðustu árin, og mundi mar'gur spyrja, eftir að, hafa borið dæmin saman, hvaða reglum ráð- herrann fylgi eiginlega við stöðu- veitingar. 1. í greinargerð frá mennta- málaráðherra um veitingu skóla- stjór'astöðunnar við Gagnfræða- skólann í Kópavogi segir ráðherra, að það sé heilbrigð og réttlát regla að láta menn njóta að öðru jöfnu langrar þjónustu í þágu hins opinbera við ráðstöfun embætta, ekki sízt, ef sú þjónusta hafi ver'ið innt af hend; utan þeirra staða, em helzt er sótzt eftir að starfa í Hann segir ennfremur, að þeir .iii ekki séu látnir njóta starfs- aldurs að öði’u jöfnu, við ráðstöf- un embætta. geti með réttu talið sér gerðan órétt og kennarastétt- inni sem heild sé sannarlega ekki gerður greiði með slíkum ©mbætt- isveitingum. 2. Hverng hefur menntamála- ráðherra svo framkvæmt þessa heil brigðu og réttlátu reglu? Hér skulu nefnd dæmi: a) Barnaskóli Vesturbæjar. Helga Þorgilsdóttir, yfir'kenn- ari, hlaut meðmæli meiri- hluta fræðsluráðs. Skúli Þor- steinsson hlaut eitt atkv., og Hans Jöi’genson eitt atkv. Fræðslumálastjóri mælti með Skúla Þorsteinssyni. Ráðherr’a veitti flokksbróð- ur sinum Hans Jörgenssyni stöðuna, sem hafði þó stytzt- an starfsaldur og hlaut aðeins eitt atkv. í fræðsluráði. b) Mýrarhúsaskóli. Páll Guðmundsson hlaut öll atkvæði skólanefndar som að- almaður og Skúli Þorsteins- son öll atkvæði sem fyrri varamaður. Fræðslumálastjóri mælt með Skúla Þorsteinssyni. Flokksbróðir ráðherrans, Páll Guðmundsson hlaut stöðuna. Hann tók kennarapróf 1953, hafði eitthvað kennt áður, en Skúli Þorsteinsson var búinn að vera fastur kennari hátt á þriðja tug ára. Þar af 18 ár skólastjóri úti á landi. c) Gagnfræðaskóli Kópavogs. Þar hlaut Ingólfur A. Þorkels son fjögur atkv. í fræðsluráði sem aðalmaður og Jón Hjálm arsson eitt. Haraldur Stein- þórsson hlaut fjögur atkv. og (Framhald á 6. *íKin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.