Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1961, Blaðsíða 13
13 Hið sápuríka Rinso tryggir fallegustu áferðína lega, er honum hjúkrað á sjúkrahúsi. Trúarlegt gildi heimilisins er einng oröið lít ið hjá herra Smith og heim ili hans er ekki framleiðandi í neinni grein, heldur neyt- andi. Þjóðfélagið veitir hon- um auðvitað niargt, en það heimtar ekki mikið af hon um nema vinnu og skatta. Nú höfum við ekki minnst á hlutverk frú Smith ennþá, en ef hún er góð eiginkona og móðir, þá er hlutur henn ar mjög mikill. Hún skapar eiginheimili fyrir eiginmann sinn og börn og auðsýnir þeim öllum ástúð. Hún „held ur eldi heimilisins brenn- andi“ eins og enskt máltæki segir. Þó að hér sé um smá- fjölskyldu að ræða, þá hefur hún samt nóg að gera, meira að segja mjög mikið meðan börnin eru lítil. Hún býr til matinn, sér um börnin, held ur öllu hreinu; í stuttú máli fellur það í hennar hlut að umbreyta þeim verðmætum, sem bóndi hennar aflar, í þjóðfélagsleg verðmæti. Hún hefur miklu meiri áhrif á upp eldi barnanna en eiginmað- ur hennar getur haft. Til hennar er leitað í öllum vand ræðum, sem börnin lenda í. Heimilið verður að miklu leyti eins og hún, gott, ef hún er góð, en miður gott, ef henni bregst hin mikla list í hlutverki lífsins. Nú vaxa börnin og verða fullorðið fólk og verða annað hvort að vinna úti, eins og faðir þeirra, og vera heima að nóttunni, eða fara alveg að heiman. Það er ekki verk- efni til handa þeim á heim- ili borgarbúans, nema verzl un sé í sjálfu húsinu eða rétt hjá. Þegar börnin eru farin, þá eru líka losnuð veiga- mestu böndin, sem bundu þetta heimili saman. Þó er eftir eitt veigamikið hlut- verk hjónanna, en’það er að lifa hvort fyrir annað og nú fá þau tíma til að vera meir saman en áður. Loks kemur að því að annað hjó^ianna deyr, en ríkið tekur við hinu um skeið á elliheimili eða einhverja aðra velferðar- stofnun, ef það tekur ekki við báðum í lifanda lífi. Hjá frænda herra Smiths í sveitinni eru börnin miklu fleiri, sem binda fjölskyld- una saman, einkum vinna og framleiðsla, ræktun og um- hverfi, dýr og fuglar í skógi og margt annað, sem verður sameign fjölskyldunnar. Þar er einnig verkefni að finna handa einu eða fleiri af börn unum. Smáfjölskyldukerfið kemst ekki eins fljótt á í sveitum og í borgum. Þessi þróun heimilislífsins sem ég var að lýsa með sögu hr. Smith frá London, á sér hliðstæður í öðrum löndum þar sem stþrborgir eru. Herra „Jón Jónsson“ í Reykjavík er ekki kominn á þetta stig enn þá, með því að borgin er lít- il og hann fær miklu meiri tíma til að vera með fjöl- skyldu sinni en hr. Smith í London. Við höfum enn ekki virt fyrir okkur tvö mikil vandamál stórborganna, en það eru hjónaskilnaðir og vandræðabörn. Báðum fer fjölgandi í flestum löndum, einkum í borgunum. Um þetta efni hefur þjóðfélags- fræðin safnað þúsundum skjala og unnið úr þeim. Þar á meðal hefur verið safnað listum yfir aðfinnsl- ur hjóna hvors í annars garð. Árangurinn hefur verið svo birtur í einum allsherjar lista yfir það, sem spillir sambúð og heimilislífi. Þetta er lærdómsríkur listi og sýn ir hann að ýmsu leyti hvar skórinn kreppir. Hins vegar held ég að Kínverjar mundu hlægja ef þeir sæu listann. Þeir mundu segja: „Miklir aumingjar hljóta þessir hvítu menn að vera að setja slíka hluti fyrir sig sem þessa. Og þó þykjast þeir velja sér maka af frjálsum vilja og ást þarna á Vestur- löndum.“ Ég verð að sleppa þessum lista yfir stórar og smáar syndir hjóna, þessum hálf- gerðum skandala-lista. Við verðum að virða helgi heim ilisins, því við verðum að gera ráð fyrir því að þar séu líka lítil eyru og viðkvæm- ar sálir barna. Auk þess ætla ég ekki að gera bræður mína, sóknarprestana, at- vinnulausa með því að greiða úr þessum málum, enda á sérhver prestur að vera við búinn að taka við þeim, sem til hans leita. Hitt gæti verið gott að ungt fólk kynnti sér þennan lista löngu áður en það fer að hugsa um að stofna heimili. Því menning og manndómur er meðal annars fólgin í því að kunna að taka ráð í tíma og rækta manngildi stt og mannkosti, en berjast gegn því, sem miður fer. Niðurlag á morgun. •V*V*V*V*X*V*V.V*-\.*V*V*V*V*> Þekkt merki meðal skíðamanna Toko skíðaáburður^ Kneissl skíði með plast- sólum væntanleg í vikunni Tyrolia skíðabindingar módel 1960, sterkar, auð- veld stilling, gott verð ÁVALLT FREMSTIR Sími 13508 Kjörgarði Laugaveg 59 Austurstræti 1 Póstsendum fÍMINN, miðvikudaginn 11. janúar 1961. X-R 27I/EN-8845. (Framhald af 9. síðu.) ur maður, sem enn er á bezta skeiði, sagði mér að hann hafi haft eitt barna sinna á sveitaheimili lengi sumars. Og um haustið' talaði dreng urinn óvenj u skýrt og hreint mál. Eftir nokkra mánuði var allt komið í sama horf og Reykjavíkur-götumálið tek- ið við á ný. Erlendis verður vart við breytingu á málfari barna eftir 3—4 daga í nýju umhverfi. Dæmi um nútíma fjölskyldulíf. Nú ætla ég að taka dæmi til að skýra það skipulag, sem er að komast á víða um lönd. Herra Smith á heima í London, er kvæntur og á þrjú börn. Hann fer á fætur kl. 6,30—7, borðar morgun- verð og býst til vinnu. Um hádegið fer hann ekki heim, því það tæki hann heila klukkustund. að komast heim og aðra klukkustund að komast í vinnuna. Þess vegna verður hann að borða á veitingastað. Kl. 4—5 er lokið vinnudegi hans, en þá hefst félagslíf í klúbbnum eða á skemmtistöðum Yfir- leitt sér hann ekki f jölskyldu sína allan daginn nema um helgar og fær ekki tækifæri til að vera með konu og börn um nema á kvöldin, með því að fórna félagslífi og skemmt unum. En með vinnu sinni- aflar hann þeirra verðmæta, sem fjölskyldan þarf til að ljfa og mest af vinnu sinni getur hann ekki unnið heima. Meðan hann er í vinnunni, eru börnin í skóla. Kennar- ar, sem yfirleitt eru embættis menn ríkisins, koma börnun um í föður og móður stað hálfan daginn. Svo fara börn in heim og borða og eru þá nokkra stund með móður sinni, en svo aftur út að leika sér og eru þá undir áhrifum félaga og leiksystkina. Mjög lítill hluti uppeldisins fer fram heima og fjölskyldan skemmtir sér lítið saman á heimilinu. Foreldrar hjón- anna koma að jafnaði að- eins sem gestir. Veikist ein- hver í fjölskyldunni alvar- Foreldrar hennar vita að almenningur dæmir heimili barnanna eftir því hversu hreinleg En hvernig fer hún að því að haida kjólum Kötu litlu svona tandurhreinum og fallegum? Það er afar einfalt — hún notar R I N S O Kata litla hefur mikla ánægju af að leika sér á barnaleikvellinum. þess vandlega að litla telpan hennar þau eru til fara, og þess vegna gætir móðir Kötlu sé ávallt í hreinum kjól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.