Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsíminn er 1 2323 14. tbl. — 45. árgangur. ViS fengum snjó að éta — bls. 8—9. Mlðvikudagur 18. janúar 1961. GEYSILEG FLÖÐ I ÖLFUSÁ Yngsti leikarLnn Akureyri 17. jan. Aðfaranóti sunnudagsins var framið innbrot hér í bæ. Spenntur var upp gluggi á bakhlið húss þess við Ráðhús- torg, þar sem Rakarastofa Sigtryggs & Jóns er, og þar farið inn. Stolið var einhverju af peningum, bæði úr opinni Launaði 73 ára greiða Ölfusforir allar einn hafsjór Arnarbælishverfi umflotið Hinn 30. des. s. I. kom öldruð kona inn í Thorvaldsensbasar og afhenti þar 6000 krónur að gjöf til vögsrustofu félagsins. Sagði hún, að það'væri þakklætisvottur fyrir þann ómetanlega greiða, (Frambald á 3. síðu.) Fólki í Ölfusi brá í brún, er það kom á fætur á mánudags morguninn. Þar var þá raf magnslaust og símasambands laust á allmörgum bæjum, og kom brátt í Ijós, að Ölfusá hafði hlaupið úr farvegi sínum ÍSLENZK STÚLKA FERST Á JÚTLANDI Var á sýningarferð fyrir verzlunarhús í Kaupmannahöfn Þetta er yngsti leikari Þjóðleikhússins — og trúlega landslns. Hann heitir Frakkur, er tæpra fjögurra mánaða gamall og ættaður úr Kópavogi. Nú er hann til heimilis hjá eiganda sínum, Gunnari Óskarssyni, Laugavegi 34. Það, að hann skuli fremur halda lífi í Reykjavík en aðrir hundar, helgast eingöngu af því, að hann fer með ómissandi hlutverk í Kardimommubæn- um. Hann kom í heimsókn á ritstjórn TÍMANS i gær, og myndin var tekin af honum, eftir að hann hafði mulið einn blýant niður tii þess að stytta sér stundir. Spurningin er: Er hann í Félagi íslenzkra leikara? — (Ljósm.: TÍMINN KM). Innbrot og íkveikja á Akureyri skúffu og peningakassa. Málið er í rannsókn. Um helgina brunnu og eyðilögð- ust af vatni 15—20 hestar af heyi, er var við fjárhús sunnan Þing- vallastrætis. Talið er, að kveikt hafi verið í heyinu af ásettu ráði. Slökkviliðið kom á vettvang og drap niður eldinn, en hann ko^m upp aftur eftir það, og mun allt heyið hafa eyðilagzt. E.D. Það slys varð á mánudag- inn á Jótlandi, að íslenzk stúlka, María Hjaltalín, fórst við bifreiðaárekstúr . María hafði stundað nám í Eng- landi og Bandarfkjunum, og síðast liðið sumar var hún flugfreýja hjá Loftleiðum. Síðastliðið haust réðst hún í iþjónustu verzlimarhúss í Kaupmannahöfn, en ætlaði nú inn- an skamms suður á Ítalíu, þar sem hún hugðist nema ítals'ka tungu. Þegar slysið bar að, var hún á ferðalagi i erindum verzlunarhúss- ins, sem hún vann hjá, og mun hafa átt að sýna kápur og annan tízkufatnað. Slysið varð með þeim hætti, að tvær1 bifreiðar rákust á í þoku á þjóðvegi á Jótlandi, og lézt María þegar í stað. (Framhald á 2. síðu.) Maria Hjaltalín Skriðið inn um furðulítil göt í fyrrinótt var brotizt inn á fjórum stöðum hér í Reykja- vík, þótt afrakstur þeirra inn- brota væri minni en ef til vill væri ástæða tli að ætla. í tveimur þeirra lítur út fyrir, að börn hafi verið að verki. Brotizt var inn í skrifstofur timb urverzlunar Árna Jónssonar, Laugavegi 148, en þar var enga peninga að fá, því að eigendur þess fyrirtækis hafa lært það af reynslunni að hafa enga peninga þar um nætur. Hins vegar var rót- að í hirzlum og stolið nokkrum kúlupennum úr skrifborðsskúffu. Þá var farið inn í port Sindra við Borgartún og stolið 130 kg. af (Framhald á 3. síðu). og flætt yfir láglendið um nóttina. Þegar birti af degi, sást, að allar Ölfusforir voru á kafi í vatni, og Arnarbælis- hverfið, sem er á bakka Ölfus- ár. var umflotið. Að vísu var þegar á sunnudags- kvöldið sýnt, að hverju fór, því að þá snarhækkaði í Ölfusá. Áitiar austan fjalls voru á þunn um ís, sem þær sprengdu af sér, og myndaðist þá jakahrönn mikií í Ölfusá skammt ofan við Arnar- bælishverfið. Hafa og sennilega sjávarföll og rok af suðvestri átt þátt í því, að ísinn hrannaðist þar og stíflaði ána. Allt á kafi Þegar framrás árinnar stíflaðist, tók hún brátt að flæða yfir bakka sína, einkum að vestan, hjá svo nefndum Stapaklettum, sunnan vjð Auðsholt, og var vatnsmagnið svo mikið, að allar Forirnar voru orðn ar einn hafsjór að morgni. Fylgdi þessu mikill jakabui’ð'ur, og brutu jakarnir símastaura og tvo raf- (Framhald á 3. síðu.) Jóhannes Askelsson jarðfræðingur látinn • Jóhannes Áskelsson jarðfræð- ingur andaðist á heimili sínu í fyrrakvöld, tæplega sextugur að aldri. Hann v.arð kennari við menntaskólann og kennaraskól- ann árið 1932 og gegndi þeim störfum alla stund síðan. Jóhannes vann mjög að jarð- fræðirannsóknum og fór meðai annars marga leiðangra um há- lendi landsins. Á síðari árum kenndi hann vanheilsu, er nú hefur dregið hann til dauða. Ástandið versnar í Belgíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.