Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1961, Blaðsíða 3
T.ÍJMLIjy N, migvikudaginn 18. janj^r 1961. s Ætla að hækka ótsvörin í gærkvöldi átti að verða fyrsta umræða í bæjarstjórn Akureyrar um fjárhagsáætl- un fyrir árið 1961. Niðurstöðu tölur þær, sem áætlunin gerir ráð fyrir, eru um 30 millj. kr. Þar af er gert ráð fyrir út- svörum, sem nema 22 riiillj. kr„ og er það 4 milljónum hærri upphæð en síðasta ár. Þessar tölur geta að sjálf- sögðu útt eftir að breytast. E.D. Enn aítökur á Kúbu Havana, NTB, 17.1. — Þrír andstæðingar Fiedels Castros voru líflátnir í dag í La Cab- ana-virkinu fyrir utan Hav- ana, sakaðir um skemmdar- verk og undirróðursstarf- semi. Eru þetta þeir fyrstu, sem líflátnir eru eftir gildis- töku laganna frá 5. janúar sl„ er lögðu dauðarefsingu við skemmdarverkum, og nægir þar það eitt, að ólöglegt sprengiefni finnist hjá við- komandi aðila. Síðan Fiedel Castro brauzt til valda, hef ur hann látið taka af lífi 583 andstæðinga sina. Leikritasam- keppnin Um áramótin rann út frest ur til að skila handritum í leikritasamkeppni Mennr'ng- arsjóðs. Alls bárust 20 hand- rit. Dómnefnd er nú tekin til starfa, en hana skipa: Ásgeir Hjartarson, bókavörður, Bald vin Halldórsson leikari og Ævar R. Kvaran, leikari. Gert er ráð fyrir að úrslit verði tilkynnt í lok febrúar- mánaðar. (Frá Menmngarsjóði). Starfsmannaverkfall í Færeyjum? Lögþingið færeyska kom saman í síðustu viku og með- al þeirra vandamála, sem það verður að kljást við, eru kröf ur opinberra starfsmanna í Færeyjum um bætt launa- kjör. Opinberir starfsmenn efndu til verkfalls í fyrasurnar, en 'féllust á að hefja vinnu á ný gegn fyrirheiti um, að und- inn yrði bráður bugur að því að semja ný launalög. Getur hæglega svo farið, að opin- berir starfsmenn geri verk- fall á nýjan leik, því að mikil togstreyta er á milli flokk- anna um launamálin. Bland ast þar inn i deila um kaup- uppbót, er meðlimir sumra verkalýðsfélaga voru sviptir í fyrra, Stúlka að lesa í bók, myndastytta eftir Ríkarð Jónsson, Minnist Thorvalds- senskvenna frá 1905 Ríkarður Jónsson gefur myndastyttu Um jólin barst Thorvald- senesfélaginu gjöf frá Rík- arði Jónssyni myndhöggvara. Var það forkunnarfögur eir- stytta af konu á peysuföt- um, sem er að Iesa í bók. Gjöf in er gefin í tilefni 85 ára af- mælis félagsins, en það var á síðasta ári. Með styttunni fylgdi bréf til félagsins. Lýsir myndhöggv arinn í því umhverfi æsku- stöðva sinna og margvísleg- um tálgusteini, sem þar var að finna. Segir hann, að þeir bræðurnir hafi margan mun- inn tálgað úr þeim steini, en hann þó mest, enda elztur. Bréfð. 17 ára að aldri fór Ríkarður Lungnabólga Mjóafirði, 16 janúar. — Hér um byggð er fé nú víða á húsi, þrátt fyrir ágæta jörð. Ástæð jan til þess er lungnabólga í jsauðfénu, sem hér hefur geng jið bæ frá bæ síðastliðna þrjá vetur. Veiki þessi er smitandi, en fer sér hægt og er varia 'ieina einn vetur á hverjum bæ. Veikin er ekki skæ'J féð drepst ekki úr henni. Bólu- setning er framkvæmd til varnar, en eftir að féð ’nefur sýkzt. er beitt penisillin-inn gjöfum. Verður að hafa féð algerlega á húsi meðan lækn ingin fer fram. suður til Reykjavíkur, og hafði þá bréf meðferðis til forráðakvenna Thorvaldsens félagsins þess efnis, að þær skyldu huga að gripum hans, þeim er hann hafði gert úr steinunum góðu. Þá stóð fyr ir dyrum sýning á slíkum verkum í Kaupmannahöfn, og hafði frú Þórunn Jónassen umboð til þess að senda verk héðan. Þetta var árið 1905. Keyptu allt. Síðan lýsir hann þvi, er hann gekk á fund þeirra Thorvaldsenskvenna, og seg ir það hafa verið tilkomumik inn fund. Meðal annars létu þær hann tala í „málþráð" til Kaupmannahafnar, og minnist hann þess ætíð síð- an. — Er ekki að orðlengja það, að konurnar keyptu af honum allt góssið, utan einn fálka, sem barón von Jaden keypti og sendi safni í Dresd en. Styttuna gefur Ríkarður nú til minningar um þennan fund 1905. Hvorupr þorði aö segja frá Á mánudaginn tóksi lö. - reglunni í Keflavík að hafa hendur i hárí þess. sem ók á Daníel —•. r ..n afleiðingum að hann lézt. Reyndist sökudólHurinn vera 18 ára piltur, oe bar af I eið- a,ndi ökuróff,"'1,>1"iis. Var hnnn -- ’ " ' 'v -r (Framhald á 2. síéu.) iannfall í liði alubamanna — eftir endurteknar árásir þeirra á sænska hermenn í Katanga Leopoldville—NTB, 17.1. Sænskir hermenn í liði S.Þ. í Kongó beittu í dag vélbyss- um gegn herskáum Baluba- mönnum er fjórum sinnum í dag gerðu árás á lest þeirra í Katangahéraði. Mikið mann- fall varð í liði Balubamanna, en ekkert í liði Svía. Sænsku hermennirnir gættu lestar er var á leiðinni Elisabetville— Bukama, en lestin sneri við er það kom í Ijós, að Baluba- menn höfðu rifið járnbrautar- teinana upp á allstóru svæði. Árás hinna herskáu blökku- nianna kom eins og í bylgjum yfir hina 'sænsku hermenn og fjölgaöi árásarmönnum stöðugt þráít fyrir Útför Ársæls * Árnasonar __ í gær var gerð útför Ársæls Árnasonar. Hann var vissulega einn þeirra aldamótamanna, sem hélt undir sitt horn. Hann nam ungur bókband, ekki aðeins hér, heldur sótti í önnur lönd til fram- haldsnáms, og er til eftir hann hreinn listiðnaður í þessari grein. En hæfileikum hans fullnægði ekki þetta starf eitt, heldur gerð- ist hann einnig bókaútgefandi. Hann var málamaður að erfð, og hafði Norðurlandamálin, þýzku og ensku á valdi sínu. Hann þýddi m. a. hina frægu bók Engströms um Hekluför hans og ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar þýddi hann úr ensku og gaf út. Við á að nefna tvö systkini Ár- sæls, sem landskunn urðu, Ástu málara og Magnús listmálara. En allt býr þetta ættfólk að erfðum mannkostum og manndómi. Ársæll var kvæntur Svövu Þor- steinsdóttur, góðni konu og göfugri, sem látin er fyrir nokkrum árum. Börn þeirra voru fimm. Séra Jón Thorarensen jarðsöng. Elisabetville—NTB 17 1 Óstaðfestar fregnir, sem hingað hafa borizt, herma, að Lumumba fyrrv, forsæt- isráðherra Kongo hafi í dag komið til bæjarins Orybyl í Katanga í fylgd með tveim fylgismönnum sínum og er annar þeirra sagður vera fyrrv, dóms- málaráðberra hans Mpolo. Það fylgir fréttinnl, að Mobuto hafi ekki séð sér annað fært en að sleppa Lumumba úr haldi og hugsi hann sér að leita samnir.ga við hann, í Elisabetville er ekki lagður mikill trúnaður á frétt þessa og eru frétta- menn þeirrar skoðunar, að tæplega eigi hún sér nokkra stoð í veruleikan- um. mkiið mannfall,- Balubamennirnir voru flestir vopnaðir bogum, örv- um og hnífum, þó voru sumir þeirra með skotvopn. Árásin hófst með mikilli örvahríð utan úr kiarii frumskógarins og gaf yfir- maður hermannanna skipun um að svara árásinni í sömu mynt. Er Balubamennirnir höfðu verið fjór- um sinnum hraktir á brott, síðast í 500 metra fjarlægð frá Luena, héldu hermennirnir inn í bæinn og bjuggu um sig í skotgröfum. Samið við Lumumbamenn Herstjórn S.Þ. f Elisabetville sendi hermönnunum í dag vistir og skotfæri með þyrlum. Katanga- stjórn sendi einnig þyrlur af stað í dag til að fylgjast með hugsan- legri framsókn fylgismanna Lum- umba. Hiassu hershöfðingi S.Þ. í Manono ræddi í dag við helztu leiðtoga Lumumbamanna í bæn- um, en að því viðtali loknu var tiikynnt, að Lumumbamenn myndu láta flugvélar þær afskiptalausar er greinilega væru merktar S.Þ. — á aðrar yrði skotið, sem ekki bæra þeirra merki. 319 keppa í skák- móti stofnana Móti’ð hefst í Lidó í kvöld kl. 7.30 \ f kvöld hefst í Lídó skák- kmpnl stofnana. Verður það eitt fjöimennasta sk-'Vmót, sem háð hefur verið hér á landi. — Til þessa móts er stofnað af Skáksambaridi ís- lands, og er þetta sveitar- kcnpni í skák milli stofpana og fyrirtækja hér í borg. í fyrra fór fram nokkurs konar updanrásakeppni til að kanna styrkleika sveitanna og í þeirri keppni tóku bátt sveitir frá 30 fyrirtækjum og stofnunum. Nú taka 48>sveit ir frá 32 fyrirtækjum og stofn unum þátt í keppninni eða alls um 319 keppendur að með töldum varamönnum. Sveiturupr} er skipað i 7 flokka og í efsta flokki, A-fl„ eru margir ^f kunnustu skák mönnum landisns, m. a. Bald ur Möller, Guðmundur Pálma son, Gunnar Gunnarsson, Jón Pálsson, Áki Pétursson og ýmsir fleiri sleipir skákmepn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.