Tíminn - 25.03.1961, Side 14

Tíminn - 25.03.1961, Side 14
m TÍMINN, Iaugardaginn 25. marz 1961. vegna hann varð að fara heim á samri stundu. í dyrunum rakst hann nær því á Moorfield. — Eg ætlaði að tala við yður um Shalford-málið, hróp aði hann upp, — en ég hef ekki tíma til þess núna. Þér verðið að afsaka það við Sir John og biðja hann að koma aftur á morgun. Áður en hinn undrandi full trúi fékk ráðrúm til andsvara var Mark kominn langleið- ina niður stigann. Hann tók leigubíl til stöðvarinnar og það var ekki fyrr en hann sat í lestinni, að honum varð rórra. Núna var hann að minnsta kosti á leiðinni heim. Þegar hann fór úr lestinni sá hann að klukkan var ekki orðin ellefu og þá vissi hann að frú Grant hlaut að vera í Old House enn þá. Það var lítil umferð á veg inum og hann var fimm min útum skemur heim, en venju- lega. Þegar hann nálgaðist húsið sá hann bifreið sveigja upp að húsinu og það jók enn á ótta hans. Þegar hann hljóp út úr bílnum og upp tröppurn ar, opnuðust dymar og Lora stóð í gættinni. — — Eg er með tvær töskur, byrjaði hún .... svo þagnaði hún og starði furðulostin á Mark. Leigubílstjórinn stóð við hlið hans. — Allt í lagi, ungfrú, sagði hann og ætlaði að ganga inn í forstofuna að ná í farang- urinn. — Hirðið ekki um töskurn ar, hrópaði Mark hraðmælt- ur. — Þetta er allt misskiln- ingur. — Nei, alls ekki, sagði Lora titrandi röddu. — Farangur- inn minn er hérna .... hún benti aftur á töskurnar tvær. En Mark stakk nokkr- um peningaseðlum að bíl- stjórianum, gekk inn í for- stofuna og skellti afur hurð inni. Lora sneri sér við og augu hennar skutu gneistum. — Hvað á þetta eiginlega að þýða? Læturðu m'anninn fara. Hún hljóp að dyrunum, en hann stillti sér upp við þær og þau heyrðu að bíllinn ók frá húsinu. — Hvernig dirfist þú að sletta þér fram í það sem þér kemur ekki við, hrópaði Lora. Hann greip um hendur hennar. — Við skulum fyrst spjalla ofurlítið saman, Lora, sagði hann fastmæltur. — Ef þú verður jafn ákveðin í að fara eftir viðræðu okkar, skal ég aka þér hvert á land sem þú vilt .... en ekki jyrr en við erum búin að tala saman. Hún starði þögul á hann, og ef til vill mildaði óttinn sem skein úr augum Marks, reiði hennar að nokkru. — Ó, hvers vegna þurftirðu að koma snemma í dag, ein- mitt í dag? kallaði hún upp. — Eg var áhyggjufullur vegna þín, Lora. Eg vissi að eitthvað amaði að þér. Hún dró til sín hendurnar — Jæja, sagði hann, þegar hann var seztur. — Hvers vegna ætlaðir þú að fara? Leiðist þér að vera hér? — Nei, auðvitað ekki, en .... en ég verð að fara. — Hvers vegna? Hún leit undan. — Eg get . ... ég get ekki sagt þér hvers vegna — Þú átt við, að þú vilt ekki segja_ mér það, sagði hann stuttarlega. — Er það í sambandi við bréfið, sem þú fékkst i morgun? Hún kinkaði kolli og horfði framhjá honum, örvæntingar tek tvær töskur með mér og þegar ég er búin að fá mér herbergi, geturðu sent afgang inn til min. Frú Grant mun hugsa um mat handa bér, þangað til þú færð aðra stúlku. Mér þykir leitt að þurfa að fara svona fvrirvaralaust, en trúðu mér Mark. það er hið eina rétta. Þökk fyrir allt, sem þú hef ur gert fyrir mig, — Lora.“ Hann hrukkaði ennið og leit til hennar. —En þetta skýrir ekki nokk KATE WADE: LEYNDARDÓMUR 3 ItaLska hússins og gekk nokkur skref frá hon um. —Áttu við að þú komst vegna þess að þú hafðir á- hyggjur af mér? Hann kinkaði kolli. — Eg óttaðist að þú ættir við erfiðleika að etja. Þú varst svo undarleg þegar ég fór ... Hann hikaði, svo sagði hann með öndina í hálsinum: — Lora, segðu mér eitt .... er einhver að kúga út úr þér peninga? — Hvað segirðu? Hún leit á hann hissa og honum varð ljóst að tilgáta hans hafði ekki verið á rökum reist. — Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug, Mark? sagði hún. — Vegna þess .... Hann þagnaði, því að hann mundi eftir því að frú Grant gat ver ið á næstu grösum. — Hvar er frú Grant? — Hún er úti. Eg sendi hana með fötin þín í hreinsun. — Gott og vel, Lora. Við skulum setjast inn í stofu og fá einhvern botn í þetta. Hann tók undir hönd henn ar og leiddi hana inn i borð- stofuna. Það var notalegt her bergi og gluggarnir sneru út að svölunum og garðinum fyr ir framan húsið. full á svip. Um stund sat hann þögull og virti hana fyr ir sér, svo hélt hann áfram: — Þú eagðir einu sinni .... þegar ég spurði þig, hvort þú vildir vera hér áfram og sjá um heimili mitt . . . þú spurð ir hvort Alys hefði ekki sagt mér neitt um þig .... Hún sneri sér snöggt að honum, en mælti ekki orð frá vörum. ^ — Eg hef aldrei hugsað út í það fyrr en í dag, Lora .... en ef þú leynir einhverju .. ef þú ert að flýja einhvern ... Hann hikaði og hún sagði ekkert. Og það fauk allt í einu í hann. — Fjárinn sjálfur, Lora, skilurðu ekki að ég get ekki leyft þér að fara nema þú segir mér ástæðuna. — Eg var búin að skrifa þér, sagði hún og dró umslag upp úr kápuvasa sínum og rétti til hans. Meðan hann reif umslagið upp, reis hún á fætur og gekk út að glugganum og sneri baki við honum, meðan hann las: „Kæri Mark. Eg geri ráð fyrir að þú verðir undrandi að fá bréf mitt en ég hef á- kveðið að hverfa á brott. Eg urn skapaðan hlut! Ekki einu sinni hvert þú ferð .... já, hvert ætlaðir þú eiginlega að fara? Hún yppti öxlum, kæru- leysislega. — Tja, ég veit það ekki fyrir víst .... ég hafði hugs að mér að fá mér hótelher- bergi niðri í borginni. Hann stóð upp, gekk til hennar og sneri henni að sér. — Hvað er það sem þú hræð ist? Þú ert á flótta undan ein hverju? spurði hann alvar- legur í bragði. — Þú verður að segja mér, Lora, segja mér allt. Þú játaðir að það væri að nokkru leyti vegna bréfs- ins frá Sviss sem kom í morg un. Frá hverjum var það? — Manni .... sem ég kynnt ist í Sviss í fyrra. — Ertu hrædd við hann .. hefur hann hótað þér ein- hverju? Honum til mikillar furðu brosti hún dauflega. — Nei nei, þér skjátlast algerlega, sagði hún döpur. — Hann skrifaði og sagðist vera á leiö hingað. Hann .... hann vill kvænost mér. — — Kvænast þér? Hann færði sig ögn fjær. — Það er þess vegna sem þú ferð. Þér þykir ekki vænt um hann. Þú vilt ekki hitta hann af því þér fellur hann ekki í geð. Hún sneri sér aftur út að glugganum, en hann sá á svip inn á andJiti hennar og hon- um varð ljóst að honum hafði skjátlast i annað sinn þenn an dag. — Þá er það vegna einhvers sem gerzt hefur fyrir löngu, sagði hann einbeittur. — Eitt hvað sem þú borir ekki að segja honum? Lora svaraði ekki að heldur og þögnin var ekki rofin fyrr en klukkan í forsh^funni sló hálf tólf. Þá lagði Lora af stað til dyra. — Eg verð að flýta mér, sagði hún með öndina í háls- inum. — Hann getur komið á hverri stundu .... Viltu aka mér á stöðina? — Nei, sagði hann ákveð- inn, og hún nam staðar eins og ósjálfrátt, þegar hún heyrði raddblæinn. — Og þú ferð ekki út úr þessu húsi fyrr en við höfum rætt út um málið. Hvernig heldurðu að mér myndi líða ef ég íéti viðgangast að þú færir burt án þess að ég hefði minnsta grun um hvers vegna? Hún brosti biturt. — Betur en þú heldur. — í hamingju bænum, ég er enginn hvítvoðungur, hróp aði hann. Eg er harðsoðinn lögmaður og ég hef heyrt hundruð leyndarmála, sem eru mörgum sinnum skelfi- legri en þú gætir nokkurn tíma sagt mér. Ó, kvenfólk er allt saman eins, sagði hann Laugardagur 25. marz: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskal'ög sjúklinga. 14.30 Laugardagslögin. 15.20 Skákþáttur. 16,05 Bridgeþáttur. 16.30 Danskennsla. 17,00 Lög unga fólksins. 18,00 Útvarpssaga barnanna. 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur ba.rna og unglinga (Jón Pálsson). 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Lelkrit: „Kökubúð Krane" eft ir Coru Sandel og Helge Krog. Þýðandi: Áslaug Árnadóttir. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22,00 Fréttir og veðurf.regnir. 22,10 Passiusálmar (45). 22.20 Úr skemmtanalífinu. 22.50 Dansiög. 24,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl Hviti hrafninn 52 Það kom þó brátt í ljós, að Pjakk ur var ekki langt undan. — Pjakk- ur’ er hhlihér, stamaði fíflið litla og gægðist yfir stein, sem hann hafði lagzt bak við, og leit hræðslu lega til höfðingjanna. — Þið Loch- lan menn, við skulum koma, sagði Skotinn. Ormur tautaði nokkur sjómannablótsyrði fyrir munni sér um ókunnu.! ormenn, Eiríkur gaf mönnum sínum mer’ki, og svo lagði hersingin af stað. — Þakka þér fyrir, Norðmaður, muldraði Ragnar, sem gekk við hlið Eiríks. — Þú bjargaðir lífi mínu .. .þótt það væri kannske ekki þess vir'ði. Þeir, sem sendir höfðu verið, komu nú til baka með þær upplýsingar, að skip Ragnars væru gereyðilögð. Af 10 mönnum höfðu þrír flúið upp í hálendið. Þeir gengu nú, þai til höfðingi Skotanna gaf þeirr merki um að stanza. Eiríkur sá, a? hann horfði stíft á reykský frarr undan, og það var greinilegt, a? hann var órólegur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.