Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.09.1961, Blaðsíða 9
Tt;Í.M IJNN, föstudaginn 22. september 1961, Úr hópl áhorfenda. kominn heim aftur í byggðalagið, þar sem hann hafði slitið bams- skóm sínum. Lúðrasveitin lék þá þjóðsöng íslendinga. Nœstur tók til máls oddvitinn í Fjalarfylki og l'úðrasveitin lék enn eitt lag. Fru Auður Auðuns, forseti bæjarstjórn ar Reykjavíkur, tók því næst til máls og flutti kveðju frá Reykja- vík, þar sem Ingólfur hafði valið sér búsetu, að tilvísan öndvegis- súlna sinna. Kórinn söng síðan nokkur lög, m. a. þjóðsöngva Noi'ð manna og íslendinga. Að athöfninni lokinni, hafði ís- lenzka sendinefndin boð um borð i m.s. Heklu fyrir norsku móttöku- nefndina o. fl. Seinna um kvöldið bauð kvenna félag Rivedals íslendingunum til kaffidrykkju í samkomunui! hér- aðsins, þar sem frú stjórnaði sam- komunni af mikilli röggsemi og voru fluttar nokkrar ræður og ís- lendingum fagnað af mjög mikilli hjartahlýju og innileik. Kl. 23.00 var svo haldið frá bryggju, eftir mikinn söng af beggja hálfu, húrrahrópum og ís- lendingarnir að lokum kvaddir með flugeldaskotum. Haukur Bjarnason | Listmuna- og bókauppboð Sigurður Benediktsson er nú far ínn að undirbúa listmuna- og bóka uppboð sín á næsta vetri, og eru líkur til, að hann byrji með bóka- uppboði um næstu mánaðarmót. Þeir, sem vilja ræða við Sigurð um uppboð þessi eða koma bókum eða munum til uppbos geta hitt hann að máli í skrifstofu hans í Austurstræti 12 fyrir hádeeL Eins og flestum mun nú orðið kunnugt, var ákveðið að gefa Norðmönnum afsteypu af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni. Skyldi stytta þessi verða reist í Rive- dal, þar sem talið er, að Ing- ólfur hafi síðast verið í Nor- egi. f tilefni af afhendingu styttunn- ar var ákveðin hópferð með m.s. Heklu og var lagt af srtað 14. þ.m. Eftir allsögulega sjóferð var komið í Hólmendal þann 18. að morgni. Er skipið var að koma að bryggju, var því_ heilsað með 9 fallbyssuskotum. Á bryggjunni stóð hópur skólabarna, prúðbúin og öll með íslenzka og norska fána í höndum. Börnin heilsuðu með því að syngja bæði íslenzka og norska þjóðsönginn Þarna á bryggjunni var einnig samankominn stór hóp- ur af fólki úr þorpinu og nærsveit um. Er Hekla var lögzt að bryggj- unni lagðist m.s. Bergen utan á Hekluna, en það hafði fylgt Heklu frá Askvoll. Með m.s. Bergen voru bæði nor'skir og íslenzkir farþeg- ar, m. a. ambassador íslendinga í Osló, Haraldur Guðmundsson, dómsmálaráðherra Noregs Haug- Iand, Rysdal ráðuneytisstjóri dóms málaráðuneytisins o. fl. Kl. 13.00 var lagt af stað frá skipinu í stórum bifreiðum og ekið inn með firðinum, um 5 km leið, f Rivedal, þar sem styttunni hafði verið komið fyrir á snyrtilegum fótstalli, af hinum kunna norska myndhöggvara Staale Kyllugstad. Stendur hún á hól, svo til í miðj- um dalnum og horfir í vestur fram fjörðinn. Á fótstallinn eru letruð þessi orð: Ingólfur Arnarson, Dals- firðL fyrstur landnámsmanna ís- lands. Hinum megin stóð Gjöf frá íslendingum. Vin sínum skal maðr vinr verða. Veðrið var nokkuð þungbúið, skúraleiðingar, en þurrt á meðan athöfnin fór fram. Hlíðarnar með- fram firðinum eru állar skógi vaxnar, frá fjöru til efstu brúna. Bændabýlin standa í smáþorpum með stuttu millibili. íbúar Rive- dalssveitar eru um 2.000 og voru flestir samankomnir á staðnum, þótt virkur dagur væri, en eins og kunnugt er, seinkaði Heklunni um 12 tíma vegna veðurs og at- höfnin því færð aftur um einn dag. Heimamenn höfðu komið sér fyrir i brekkunni fyrir ofan veg- inn og voru þeir á öllum aldri, Ingólfsstyttan við fjörðinn. (Ljósmyndir: Haukur Bjarnason). ■ ■ frá kornbörnum til háaldraðs fólks, og margar konur skörtuðu í þjóðbúningi héraðsins. íslending- unum var hins vegar ætlað sæti á bekkjum fyrir ofan styttuna. reglumaður, fréttaritari Tímans í Noregsferðinni, hefur sent blaðinu þessa frásögn af hinni hátíðlegu athöfn, er Ingólfsstyttan var afhjúpuð. Athöfnin hófst með því, að blandaður kór Hóledals undir stjórn Ansgar Nilson, söng „Fram dá frendar". Því næst hélt Schei fylkisstjóri Fjarðarfylkis ræðu, en að henni lokinni talaði forsætisráð herra íslands, Bjarni Benedikts- son, og afhenti styttuna sem gjöf frá íslendingum og minntist um leið á sögu Ingólfs Arnarsonar sem fyrsta landnámsmanns íslend inga. Bjarni sagði: „Stytta þessi (er gjöf íslenzku þjóðarinnar til vina vorra og frænda, Norð- manna“, en styttuna afhjúpaði ráð herrafrú Sigríður Björnsdóttir. Var styttunni fagnað mjög inni- lega af öllum viðstöddum. Því næst lék lúðrasveitin þjóðsöng Norðmanna. Næst á eftir tók til máls dómsmálaráðherra Noregs, Haugland, og þakkaði gjöfina og sagði m. a., að nú væri Ingólfur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.