Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 14
T1MIN N, föstudaginn 1. desember 1961 & grindum fyrlr, er voru hátt uppi á veggjunum. Hefur þú sofið vel, God- vin? spurði Vulf. — Nógu vel, svaraði bróðir hans. Mig dreymdi aðeins, að fólk væri hér alltaf á gangi og horfði á mig. — Það dreymdi mig líka, sagði Vulf. Eg held lika, að það hafi ekki verið aðeins draumur. Því að hér liggur teppi á rúminu mínu, sem var hér ekki er ég háttaði. Godvin leit nú á sitt eigið znim og sá, að þar hafði verið lagt annað teppi, sem án efa hafði verið lagt þar vegna þess, að nóttin var svo köld. — Eg hef heyrt sagt frá ævintýrahöllum, sagði hann, og ég held nú, að við höfum fundið eina slíka. — Já, sagði Vulf, — og það er nóg. Þeir risu nú á fætur og fóru í hrein föt og fegurstu kápurnar, er þeir höfðu haft með á múldýrunum, síðan komu konurnar inn með morg unverð þeirra. Að honum loknum gáfu þeir einni stúlkunni merki, að þeir óskuðu eftir að fá eitthvað til að fægja með her klæði sín, því að þeir létust ekki skilja arabisku, eins og þeim hafði verið boðað; hún hneigði sig og kom að vörmu spori aftur, ásamt annarri konu, me<5 t^eki til þess að fægja með. Þær fóru ekki frá þeim, heldur tóku brynjur þeirra og settust á gólfið og fægðu þær, þangað til þær gljáðu sem silfur, en bræðurn ir fægðu hjálma sina, skildi og spora. Þeir fægðu líka sverð sín og rýtinga, og hvesstu á steini, er þeir höfðu til þess. Stúlkurnar fóru nú að tala saman sín á milli í lágum rómi, og skildu bræðurnir nokkuð af því sem þær sögðu, en ekki allt. — Við mundum vera ham- ingjusamar, sagði önnur þeirra, — ef við ættum slíka menn, þótt þeir séu Vestur- landabúar og vantrúaðir. — Já, svaraði hin, — og vegna þess hve líkir þeir eru, hljóta þeir að ,vera tvíburar. Hvorn þeirra mundir þú held ur vilja? Þær voru svo lengi að tala um þetta og tóku allt svo ná- kvæmlega til samanburðar, er þær gátu séð á þeim, að bræð umir fundu, að þelr roðn- uðu, þrátt fyrir það hve sól- brenndir þeir voru. Þeir fægðu því af mesta kappi til þess að hafa ástæðu til að roðna. Loks sagði önnur: — Það var grimmdarfullt af Masondu að koma þessum. fuglum í hreiður herra henn- ar. Hún hefði getað aðvarað þá. — Masonda er ætíð grimm- úðug, svaraði hin, — því að hún hatar alla karlmenn, sem er ónáttúrlegt. Þó hygg ég, að ef hún elskaði einhvern mann, mundi hún elska hánn mjög mikið, þó a?L það gæti — Já, svaraði Vulf um leið og þeir stóðu upp og hneigðu sig fyrir henni, — fyrir píla- gríma í þessari helgu borg. Stúlkurnar, sem voru að fægja herklæðin, lutu henni einnig. Það leit út fyrir að Masonda hefði hér töluvert að segja. Hún tók af þeim brynjurnar. — Illa fægðar, sagði hún stranglega. — Eg held, stúlk- ur, að þið masið meira en þið vínnið. Nei, það gengur ekki, þið verðið að vinna. HjálpiS H. RIDER HAGGARD! BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM máske orðið honum verra en hatur hennax. — Eru þessir menn njósn- arar? spurði sú fyrri. — Eg býst við því, svaraði hin, ' — einfeldningar, sem halda að þeir geti njósnað meðal þjóðar, sem ekki er ann að en spæjarar. Þeim hefði verið betra að halda sig að hernaði, þvl að í því eru þeir án efa dúglegir. En hvað ætli eigi nú fyrir þeim að liggja? — Hið venjulega, býst ég við, öll þægindi til að byrja með, en verði þeir ekki slðar notaðir til neins, munu þeiri eiga aðeins um tvenna að velja, trúna og eiturbikarinn, eða máske þeir, því að þeir virðast vera að háum stigum, verði leystir út með ærnu gjaldi. Já, það var illa gert að narra þá hingað, því að vera kann að þeir séu aðeins ferðamenn, sem óskuðu eftir að heimsækja borg vora. í þessum svifum var tjald dregið til hliðar og Masonda kom inn. Hún var í hvítum fötum og var rauður rýtingur saumaður í brjóstið vinstra megin, og hið langa svarta hár hennar hálfhulið af slæðu þeirri, er hún bar á höfði. Aldrei höfðu bræðurnir séð hana eins fagra og á þessu augnabliki. — Góðan daginn, Pétur og Jón. Er þetta verk samboðið pílagrímum? sagði hún á frönsku, um leið og hún benti á hin löngu sverð, er þeir| voru að hvetja. < þessum aðalsmönnum í her- klæðin. Bjáninn þinn, þessi herklæði á gráeygði riddar- inn, fáðu mér þau, ég ætla að verða skjaldsveinn hans. Og hún þreif brynjuna af þeirri, sem hún talaði við. — Nú, sagði hún, þegar þeir voru orðnir alvopnaðir og komnir í kyrtla sína, — lítið þið bræður út eins og pílagrím um ber. Eg hef boðskap að færa ykkur. Herra minn, og hún laut höfði og hinar kon- urnar gerðu slíkt hið sama, því þær gátu sér til um hvern hún talaði, — vill taka á móti ykkur að stundu liðinni. og getum við, ef þið viljið, geng- ið saman um garðana á með- an; þeir eru vel þess virði að skoða þá. Þeir fylgdust með henni, og þegar þau gengu að dyratjöld unum, hvíslaði hún: — Lífs ykkar vegna, þá munið allt sem ég hef sagt ykkur viðvíkjandi víninu og hringnum. Því að dreymi ykk ur drykkjudrauma, þá verðið þið rannsakaðir. Talið ekki við mig nema um almenn efni. í ganginum bak við tjaldið stóðu hvítklæddu varðmenn- irnir, er höfðu spjót að vopni; þeir sneru við og fylgdu þeim eftir án þess að mæla orð. Þau gengu fyrst að hesthús- inu til þess að sjá Eld og Reyk, er hneggjuðu er þau nálguð- ust; voru þeir vel hirtir og fengu auðsjáanlega nóg fóð- ur. Nokkrir hestasveinar höfðu safnazt þar saman og voru að ræða um fegurð og gæði hestanna; þeir hikuðu er eigendurnir komu. Er þau komu út úr hesthúsinu, gengu þau gegnum bogagöng inn í garðana, er taldir voru hinir fegurstu i öllum Austurlönd- um. Og það var ekki ofsögum sagt af fegurð þeirra, því að bar óx fjöldi trjáa, runna og blóma, er bræðurnir höfðu aldrei fyrr séð, og fram á milli burknaklæddra kletta runnu 'tærar vatnslíndir, er hingað' og þangað mynduðu freyðandi fossa. Sums staðar voru lauf krónur sedrusviðarins svo þétt ar, að dagsljósið niður á milli trjánna breyttist í rökkur, en sums staðar voru aftur á móti trjálaus svæði og var jörðin þar þakin fögrum blóm um, er fylltu loftið indælum ilmi. Þeir gengu áfram niður éft ir hinum sandiþöktu gang- stígum ásamt Masondu og varðmönnunum. _Loks komu þeir að lágum múrvegg og þar rétt framundan fótum þeirra lá hin koldimma, breiða og geysidjúpa gjá, er þeir höfðu riðið yfir áður en þeir komu að kastalanum. — Hún lykur um innri hluta borgar- innar, virkið og grundvöll þess, sagði Masonda, — og hver mundi’megna að leggja brú yfir hana? Komið nú til baka. Þau gengu nú meðfram gjánni og heim að höllinni, aðra leið, og var bræðrunum vísað þar inn í biðstofu eina, þar sem tólf menn vöru á verði. Þar yfirgaf Masonda þá mitt á meðal mannanna, sem aldrei gátu af þeim litið. Hún kom skyndilega aftur og benti þeim að fylgja sér. Þau gengu nú eftir löngum göng- um og komu svo að dyratjaldi sem verðir, er þar stóðu, drógu til hliðar, er þau nálguðust. Þeir gengu nú samsíða inn í stóran sal, sem var eins lang- ur og klausturkirkjan í Stan- gate. Þeir geng,u fram hjá nokkrum mönnum, er lágu í hnipri á gólfinu. Hallarsal- urinn þrengdist er innar kom. Þar sátu og stóðu fleiri; voru það dökkeygir menn með vefjarhetti á höfði og langa hnífa við belti sér. Þeir urðu þess síðar vísir, að menn þess ir nefndust „Fedejar“ hinir eiðsvörnu launmorðingjar, sem lifðu aðeins til þess að framkvæma skipanir herra síns, hins volduga launmorð- ingja. í enda hallarsalarins voru fleiri tjöld, og bak við þau dyr, sem veröir stóðu við. Þær voru opnaðar fyrir þeim og komu þcir á bala einn, er gjáin lukti um, og voru þeir nú í glaða sólskini. Bali þessi eða pallur var hiaðinn út að gjánni, en báðum megin við hann 'sátu nokkrir gamlir, skeggjaðir menn, tólf að tölu, þeir beygðu höfuð sín í auð- mýkt og horfðu til jarðar; hetta voru „Daistar“ eða ráð- gjafamir. Efst á pailinum, undir opn- um, fagurt útskornum hásæt ishimni, stóðu tveir risavaxn- ir hermenn, með hinn rauða rýting saumaðan á klæði sin. Milli þeirra lá svört, stór dýna og á henni einhver svört Föstudagur 1. desember: (Fullveldisdagur íslendinga) 8.00 Morgunútvarp. 10 30 Guðsþjónusta í kapellu háskó) ans (Bolli Gústafsson stud theol. prédikar; séra Garðar Þorsteinsson þjónar fyrir alt ari. Stúdentakórinn syngux undir stjórn Þorkels Sigur- björnssonar). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — Tónleikar. 14.00 Hátíð háskólastúdenta: Sam. koma í hátíðarsal háskólans. a) Forspjall (Hörður Einarsson stud. jur., formaður hátíð arnefndar). b) Ræða: Vestræn samvirma, (Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra). c) Tónleikar: Tríó fyrir fiðlu, celló og píanó eftir Beet hoven (Jón Sen, Einar Vig. fússon og Jórunn Viðar). d) Erindi: Kjör og staða hins háskólamenntaða manns (Hákon Guðmundsson, / hæstaréttarritari), e) Lokaorð (Hörður Sigurgests son stud. oecon., foirmaðut stúdentaráðs). 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar. 17.00 Fréttir. — Endurtekið tóniist arefni. 17.40 Framburðarkennsia í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þá riðu hetjur um héruð“: Ingimar Jóhannesson talar uir Ingólf Amarson. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Stúdentasöngvar. 19.00 Tilkynningar, 19.30 Fréttir. 20.00 Dagskrá Stúdentafélags Reykjavíkur: Ræður flytja herra Sigurbjöm Einarsson biskup og Torfi Hjartarson tollstjóri. — Flutt ur gamanþáttur eftlr Gu5 mund Sigurðsson. — Einnig tónleikar. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmnn Gu2 mundsson; xxxi. (Höf. les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. EmÍKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn iii — Bústaðalénsmenn hafa orðið fyrri til, sagði Alli, en Eiríkur hristi höfuðið. ■— Varúlfurinn skip aði þeim að framselja hann lif- andi við hliðið, svaraði hann. En þegar þeir komu upp í kastalagarð- inn, var allt með kyrrum kjörum og hliðin lokuð. — Hefur Bryn- dís getað komið þessu svona íyrir? hugsaði Eiríkur, en í sömu andrá fann hann lykt af brennandi timbri. — Komdu, Alli, hrópaði hann, — ég held, að ég viti, hvað Bryndís hefst að. — Það veit ég líka, sagði Alli, — ég heyrði hana minnast á að færa mannfórn, ef hún slyppi fr^ fálkanum. í stóra forsalnum sáu þeir ógurlega sjón. Hópur manna var að lyfta Ervin upp á bálköst úr viðarbútum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.