Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 2
o Þegar sorgirnar næla wn hugann Hversu margir hafa ekki verið á mörkum taugaáfalls af áhyggj- um og kvíða út af einu og öðru, atvinnu- og peningaleysi, ástar- sorgum og ástvinamissi. Þeir reyna ýmis ráð til að drekkja sorgunum og eyða áhyggjunum, en oft koma þau ráð að litlu haldi. í eftirfarandi frásögn lýsir Ámeríkumaður nokkur, George Marek að nafni, hvaða ráð hon- um dugir bezt til að róa uppvæg- ar taugar sínar. Hver veit nema ráð hans geti komið einhverjum að haldi. George Marek segir svo: Morgun einn var ég sannfærð- ur um, að framtíð mín væri öll í rústir lögð. Yfirmaður minn hafði vísað mér úr starfinu, og öll hin átakanlega svartsýni æsk- unnar steyptist yfir mig. Ég var sannfærður um, að ég mundi aldrei framar fá nokkurt annað starf, ég væri hinn sanni hrak- fallabálkur, framtíðin væri eyði- lögð. Ég var 19 ára. Um kvöldið var ég búinn að ákveða að fara á hljómleika með vini mínum. Ég hafði mesta löng- un til að hætta við það, en ég hafði ekki annað að gera. Þegar ég sat í hljómleikasaln- um, hafði hljómlistin fyrst í stað svipuð áhrif á þann múr, sem áhyggjur mínar höfðu hlaðið um mig, eins og veikt öldugjálfur. En þegar hljómsveitin lék síðasta verkið, fyrstu sinfóníu Brahms, fór ég fyrst að hlusta með athygli. Þessa hljómlist hafði ég heyrt áður, og það rann skyndilega upp fyrir mér, að senniiega ætti ég oft eftir ?ð heyra hana undir ýmsum kringumstæðum, og að hún hafði alltaf verið og mundi alltaf vera jafn undursamleg á að hlýða. Hún mundi ekki breytast. Það var aðeins ég, sem mundi breytast. Ég gæti orðið öðruvísi, sinfónían var óumbreytanleg. Þessi staðreynd hughreysti mig óumræðilega mikið. Ég leit skyndilega allt öðrum augum á lífið. Höfðu áhyggjur mínar í raun og veru við svo mik- ið að styðjast? Skyldi ég ekki geta ráðið fram úr þessu vanda- máli, þegar allt kom til alls? Þeg- ar ég gekk heim, var ég mun létt- ari í skapi. Á einn eða annan hátt var ég sannfærður um, að ég mundi geta útvegað mór annað starf. Upp frá því hef ég oft furðað mig á þeim krafti, sem liggur í hljómlistinni, krafti, sem megnar að létta hugann, slaka á þöndum taugum, þessum krafti, sem er eins og stigi, sem von manns get- ur klifið. Nú er ég auðvitað ekki sá fyrsti, sem hefur fundið til þessa. Margir hafa vafalaust reynt eitt- hvað svipað. Congreve segir, að „hljómlistin feli í sér kraft til að lægja órólegt skap“. Horats tal- ar uni hljómlist eins og „smyrsl á taugarnar". „Ég er endurnærð- ur maður, þegar ég hef hlýtt á hljómlist", sagði Coleridge, og sjálfur Goethe, scm annars var ekki sérstakur hljómlistarunn- andi, sagði, að hljómlistin fengi hann til að opna sig, „eins og ógnandi, krepptan hnefa, sem réttir úr fingrunum, vinalega og friðsamlega". Menn hlusta á hljómlist á margvíslegan hátt, en þó aðallega tvennan. Fyrst ræðum við um hljómlistarunnandann. Hljómlist- arunnandinn þarf ekki nauðsyn- lega að kunna skil á allri hljóm- list. Hljómlistin grípur hug hans og hjarta. Hún leysir eitthvað upp innra með honum. Hann get- ur ekki annað en orðið fyrir áhrifum. Hvernig verður maður þá hljómlistarunnandi? Það er að- eins ein leið til þess: hlusta á hljómlist. Hér hjálpar ekkert nám, útskýringar eða slikt. Að- eins bein upplifun færir mann nær hljómlistinni. Tvö ráð vil ég gefa byrjendum. í fyrsta lagi: hlustið oft á sama verk, þangað til þið hafið náð til- finningasambandi við það. Vænt- ið þess ekki, að þið getið skilið heila sinfóniu í fyrsta skipti, sem þið heyrið hana. Og missið ekki móðinn, ef athyglin svíkur ykkur, þegar þið hlustið á sinfóniu, sem þið hafið ekki heyrt áður. Skiljið svo mikið, sem þið getið. Sá tímí mun koma, þegar þokunni léttir, og þið njótið þess, sem þið hlýðið á, í ríkum mæli. Þegar um hljóm- list er að ræða, hefur það ekki minnst áhrif, sem maður þekkir aftur. Og þjótið ekki úr einu verkinu í annað. Lærið að meta eitt í einu. í öðiu lagi: veljið — að minnsta kosti í byrjun — róman- tíska hljómlist. Og með því á ég við alla þá skrá, sem byrjar með Beethoven og endar á Sibelius, og hún rúmar öll vinsælustu verk hljómlistarsögunnar, verk eftir Schubert, Brahms, Dvorak, TjajVovskij, Verdi, Wagner, Berl- ioz og marga fleiri. Þessi hljóm- list felur í sér litauðgi og blíðu og slika tóna, sem tvímælalaust skírskota til tilfinninga. Nú er vitanlega ómögulegt að segja um, hvað hverjum og ein- um fellur bezt í geð. Yfirleitt munu flestir eiga auðveldara með að skilja Chopin og Puccini held- ur en Handel og Haydn. En það getur vel verið, að þið kjósið eitt- hvað annað. Ég þekki eina konu, sem fékk skyndilega mikinn áhuga á hljómlist, þegar hún kynntist hljómlist Vivaldis og Scarlattis. Þessi kona er mjög ný- tízkuleg að eðlisfari. Hljómiistin er frjálsust allra lista. Hún hefur sinn eigin heim og sitt eigið tjáningarform. En einmitt vegna þe$s, að hljómlist- in snertir ekki svo mjög það, sem við köllum raunveruleikann, get- ur hún lyft okkur upp yfir hvers- dagsstritið og áhyggjurnar. Sumir njóta hljómlistarinnar á svipaðan hátt og þegar þeir fara í heitt bað. Þeir komast í værðarlegt draumaástand. Þeir hlusta varla meira á hljómlistina en þeir hlusta á gnauð vindsins. Næstum öll hljómlist er þannig, að hægt er að hlusta á hana á þennan hátt. Við heyrum slíka hljómlist hvar sem er, á hár- greiðslustofunum, í stórverzlun- unum og á markaðstorgunum. í verksmiðjum er slík hljóm- list notuð til að draga úr leiðind- um sem skapazt við einhæf vinnu brögð. Hið sama er að segja um heimilin. Húsmæðrunum leiðist ekki eins við verkin, ef þær geta um leið hlustað á hljómlist af einhverju tagi. Mörgum gengur betur að sinna hugðarefnum og störfum, þegar hljómlist er leikin í nánd. E1 Greco leigði hljómlistarmenn til að leika fyrir sig, meðan hann málaði. Og þeir em ekki fáir, sem hafa útvarpið eða plötuspil- arann í gangi, meðan þeir sitja og brjóta heilann um viðfangs- efni sín. Englendingurinn John Oldham skrifaði eit tsinn: í fagurri hljóm list fann sálin oft traust, og sorg- ir bliknuðu fyrir töfrum hennar. Tónar hennar yfirgnæfðu raust kvalara vors, veittu frið, þegar stormarnir næddu um hugann. sttsh Sitt af hverju tagi Hinn mikli ítalski iðjuhöldur Gianbottista Meneghini er stund- um í vanda staddur: — Á ég að borga eða ekki? Þið vitið það e. t. v. ekki, en hann er fyrrverandi eiginmaður hinna frægu söngkonu Maria Callas. Og a. m. k. henni virðist sem hann hafi skyldum að gegna gagnvart henni. Þegar hún var síðast í New York, keypti hún svartan nertz- pels með hvítum kraga úr enn þá dýrmætara skinni, og reikningur- inn hljóðaði upp á 1200.000 kr. aðeins. Reikninginn sendi hún til fyrr verandi eiginmanns síns, eins og það væri s-jálfsagður hlutur. honum ek"ki alltaf sammála í hans sérstöku skoðunum á hlut- leysi, og því hefur U Thant sagt um Nehru: — Hann er grænmetisetandi ljón, sem reynir að róa vesalings gazellurnar, áður en hann hefur snúið hinum ljónunum til græn- metisáts. tækjum tii að hjálpa til við önd- un þeirra, sem verst eru á sig komnir. ★ ★ ★ Hann var frá Texas. Með konu sinni ferðaðist hann til Evrópu, sem hann vissi lítið um. Þau komu til Rómar, þar sem þau m. a. sáu Colosseum. — Þetta var Itölum líkt, varð honum að orði. Þeir ætla sér að byggja risastóra byggingu, og svo hafa þeir auðvitað ekki peninga til að Ijúka við hana. f París er ákaflega fínt geð- veikrahæli, sem ber nafnið „Mai- son Blanche“, eða Hvíta húsið. Þessu komst einn af æstustu andstæðingum Kennedys forseta að, og nú situr hann um að segja sem flestum þennan brandara: — í París, vinir mínir, er Hvita húsið geðveikrahæli. í Washington er það aðsetursstað- ur Kennedys forseta. Amerískur stjórnmálamaður átti nýlega tal við rússneskan stjórnmálamann. Samræðurnar fóru að vísu friðsamlega fram, en árangurinn varð mjög neikvæður. Á eftir andvarpaði Ameríkumað- urinn þunglega og sagði: — Bara að túlkurinn hefði ekki verið með. Þá hefðum við áreiðanlega komizt að samkomu- lagi. ★ ★ ★ Hinn nýi aðalframkvæmda- stjóri S.Þ., U Thant dáist á marg- an hátt að Nehru, en hann er Allir vita, að það er móðirin, sem verður að þola allar þján- ingarnar við barnsfæðinguna. En eiginmönnunum líður heldur ekki alltaf sem bezt, meðan á ' henni stendur. Því er það, að á stóru fæðing- arheimili i Seattle hefur verið innréttaður sérstnkur biðsalur fyrir verðandi feður, þar sem komið er fyrir sjúkrarúmum og Ka^nskubrÖgð stjórnmálamanna geta verið harla undarleg á tíð- um. Forseti Guatemala, Miguel Ydigoras Fuentas, skipar t. d. ráðherrum sínum og öðrum hátt settum embættismönnum að gefa eiginkonum sínum töfrandi, svarta náttkjóla og láta þær fara reglulega á fínustu hárgreiðslu- og snyrtistofur. — Aðeins á þennan hátt getur maður tryggt sér, að þeir lifi far- sælu heimilislífi, svo að við kom- umst hjá þessurn hjónaskilnuð- um, sem hafa slæm áhrif út á við og veikja álit fólksins á ríkis- stjórninni. Hræddir og ésvífnir Ósvífni Mbl. er ætíð góSnr mælikvarði á hræðsluna í þeim herbúðum. Á sunnudaginn seg ir Mbl.: „Núverandi ríkisstjórn hcfur haft allt nnnan hátt á. Hún hefur afnumið styrkjakerfið og lækkað skatta og tolla stór- kost!ega.“ — Fyrr má nú rota en dauðrota. Sannleikurinn er sá, að engin ríkisstjórn hefur nokkurn tíma aukið svo á á- lögur á almennimg sem núver- andi ríkisstjórn. Hækkun á tollum og sköttum nemur ekki undir 700—750 milljónum. Söluskattshækkanirnar eru þó afleitastar, því að þær koma þyngst niður á þeim, sem sízt eru burðugir. Drápsskattar Stjórnarliðið sagðist ætla að afnenra styrkjakerfið. Þegar „viðreisnin“ hófst var gengi krónunnar lækkað stórkostlega og útflutningssjóður lagður nið ur. Samt lét ríkisstjórnin tekjuöflun útflutningssjóðs af innflutningi haldast og renna til ríkissjóðs, en hennar átti ekki sökum gengislækkunarinn ar að þurfa með til útflutnings- verðbóta. Með þessu voru álög ur stórlega þyngdar. Auk þess bættu stjórnarflokkarnir við sölusköttum cg illræmdastur er 8.8% söluskatturinn á inn- flutninginn, en með gengisfell ingunni hækkaði gjaldstofn innflutningsálaganna, svo að til öfga leiddi. f sumar bætti svo ríkisstjórnin enn við þess- ar öfgar. — Svo hæla stjórn- arliðar sér yfir að dregið var IítiIIega úr incstu öfgunum á hátollavörunum, en það er svip að og ef maður, sem stolið hef ur 100 krónur hælir sér yfir að hafa skilað 5 krónum aftur. Einstaklingsframtak Það, sem einkennt hefur hið íslenzka þjóðfélag er hið al- mcnna og mikla framtak ein- staklinganna ásamt öflugri samvinnuhreyfingu. Sá flokk- ur, sem þótzt hefur berjast rneð oddi og egg fyrir einstakl ingsframtaki, hefur nú fenigið að sýna hug sinn í verki. Árang urinn er sá, að framtak fjöld- ans til að eignast atvinnutæki og eigin íbúðir hefur verið ger samlega lamað, en sköpuð að- staða fyrir fáa útvalda til að taka við. J»annig er þeirra „ein staklingsframtak“ — sköpuð aðstaða fyrir fáa ríka á kostn- \ að mangra fátækra. 8 stuntfir Bjarna Bjarni Ben. hefur verið að reyna að slá sig til ritTdara 8 stunda vinnudags. Hann segist grípa framrétta hönd andstæð inga og vilja af heilindum Iáta rannsaka lengd vinnudagsins, liann sé líklega orðinn of lang- ur. Þanniig getur ráðherra í stjórn, sem raunverulega hef- ur afnumið 8 stunda vinnudag á íslandi, talað. Með ráðstöf- unum sínum hefur ríkisstjórn- in gersamlega gert almenningi ókleift að lifa af þeim laun- um, sem 8 stunda vinna á dag gefur. — Svo kemur hræsnar- inn Bjarni og segist ekkert vilja fremur en að tímakaupið sé liækkað! !R*F’ TIMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.