Tíminn - 14.01.1962, Page 13

Tíminn - 14.01.1962, Page 13
Fyrir vertíiina BRAÐRABORGARSTlG 7 SlMI 22160 • 5 Ihvir Símar 2 2 1 6 0. Sjóstakkar rafsoílnir þrjár stæríir, hagstætt verft Ódýrir frystihússtakkar Frystihússtakkar Frystihússvuntur hvítar Sjófatapokar tvær tegundir Ermar og ermahlífar Vinnuvettlingar þrjár tegundir Næl. styrktar nankinsbuxur á karlmenn og unglinga margar stæríir Herranærföt margar gertSir Röndóttar sportpeysur Herrasokkar margar tegundir Sokkar grillon og ull fjórar stærÖir Þessar vörur eru til afgreiðslu strax BINDINDISFOLK Styð.iið yðar eigið tryggingarfélag. Tryggið bíl yðar hjá ÁBYRGÐ. — Athugið, að hafa samband við um- boðsmenn okkar eða skrifstofu fyrir 1. febrúar n.k. ÞAÐ BORGAR S!G AÐ TRYGGJA HJÁ ÁBYRGÐ TRYGGINGAFÉLAG BINDINDISMANNA Laugavegi 133 . Sími 17455 og 17947. \ ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LIFA í BINDINDI ABYRGD Bónorð smiðsins Framhald aí 8 síðu — klaufskur og utan við mig, ég kem nlls ekki orðum að — höh — bónorðinu, þeg ar ég stend frammi fyrir henni. Vilt þú nú ekki hjálpa mér? — Ætti ég að vísa vini mínum veginn til glötunar- innar? Ætti ég að ýta þér beint í gin Ijónsins? Jæja, jæja, vertu nú ekki svona óhamingjusamur á svipinn. Úr því að þú endilega vilt æða út í ófæruna, skal ég hjálpa þér, en komdu svo ekki á eftir og ásakaðu mig fyrir neitt. Eg hef aðvarað þig, og þú skalt verða einn um að taka afleiðingunum. Vinirnir tveir gengu inn í bæinn og komu brátt að húsi smiðsins. Um leið og þeir opnuðu hliðið, kom frú John son út úr húsinu. Við þá sjón brá hr. Bassett illilega í brún. Hann smeygði sér á bak við smiðinn, þar sem hann reyndi að fela sig. — Þetta er vinur minn, Jakob Bassett, sagði Mikael og sneri sér að Jakob. En þá kvað við hátt óp, og frú Johnson missti þvotta fatið, sem hún hélt á. — Jakob! Það var ömurleg sjón að sjá vesalings Jakob. Hann stóð barna eins og illa gerð ur hlutur, með galopinn munn og af einhverjum or- sökum fölur og fár. — Jakob. ert þetta í raún og veru þú? — Ja — jú — þetta er víst ég. Hann fékk smám saman málið á ný. Smiðurinn stóð ósköp aula lesn.fr o°- vi.ssi ekki sitt rjúk andi vqff. — Jæi'a hér finn ég þig bá •’f+u’’ Jakob. Og ég, sem hélt.. ag þú værir dáinn: Skirnmastu þín ekki, mað- ur9 Eg hef grátið þig söltum tárum og haldið, að þú vær ir drukknaður, og svo sprang ar þú hér um ljó'slifandi und ir fölsku nafni. Hvað kallaði hann þig? Bassett? Ó, Jakob, Jakob, hvernig gaztu fengið af þér að gera mér þetta? Hvernig gaztu fengið af þér að hryggja elsku litlu Rósu þína? Jakob! Frú Johnson breiddi út faðminn á móti sínum ótrygga eiginmanni, og hvort sem hann vildi eða ekki, varð hann að hverfa að fyrirgefningarfúsum barmi eiginkonu sinnar. Hann gerði það með djúpu andvarpi. Smiðurinn stóð enn eins og þvara og skildi hvorki upp né niður. — Herra Potter, sagði frú Johnson, hér sjáið þér nú manninn minn, sem ég hélt að hefði drukknað. Eg ætti að vera honum reið, en ég get það ekki. Eg er svo ham ingjusöm yfir að hafa end- urheimt hann. Ert þú ekki glaður yfir að hafa mig hjá bér á ný, kæri Jakob? Svar hr. Bassett — eða réttara sagt Johnson — kafnaði í einkennilegu, hásu hóstakjölti. Hann þorði biátt áfram ekki að segia nei. — Kæri Jakob, ég held, að þú sért jólagjöfin min. Eftir nokkra daga eru kom- in jól. Eg hef enn þá nægan tíma til að gera húsið þitt hreint fyrir hátíðina. Fylgdu mér til heimilis þíns. Og þér, hr. Potter, haldið jólakvöld ið vitanlega hátíðlegt hjá okkur. Mikael horfði ringlaður á eftir hjónakornunum, þang- að til þau hurfu inn um dyrnar á heimili sínu. Lengi stóð hann og starði þangað yfir um, svo sneri hann sér við og gekk inn í húsið. Og það var fyrst, þegar hann sat vel mettur eftir jólamatinn í stofunni hjá Rósu og Jakob, þar sem allt ljómaði af sápuþvotti og hreinlæti, að hann fann sjálfan sig aftur, og sættist á það, að öðruvísi gæti þetta ekki verið. Jakob reynir áreiðanlega ekki að hverfa aftur. Hon- um mundi líka áreiðanlega ekki hennnast það. Smiður- inn verður að láta sér nægja að njóta hins undraverða dugnaðar frú Johnson á annan hátt en hann ætiaði sér. Og þar við situr. tifilegumannadalur Framhald af 9. síðu. því að í sömu svifum vakti Bjarni Jón, vegna þess, að honum fannst Jón láta svo illa í svefn- inum, og hélt, að honum liði illa. sem þó ekki var. Jón sagði svo Bjarna draumin.n, og kvaðst sjá eftir að hafa ekki fengið að njóta hans til fulls. Þeir hættu að rífa viðinn á hólnum, því að vissir þóttust þeir um, að hann væri kofi drauma- mannsins, og reyndu jafnvel að lagfæra aftur skemmdirnar á hólnum, einkum Bjarni. Að lokum vil ég hér bæta við nokkrum orðum um Jón Sigfús- son, annan ábúanda Víðidals. — Eins og áður er sagt flutti hann frá Víðidal að Bragðavöllum í Hamarsfirði. Þar átti hann heima til dauðadags. Jón var um margt merkilegur maður. Hann var ágætur bókbind ari og listaskrifari. Hann skrif- aði snarhönd, skrautskiift og fljótaskrift allt tilgangslaust, nema hvað hann komst yfir staf róf eftir Benedikí Gröndal. — Hann hélt lengi dagbækur, og eru þær nú geymdar í Byggða- safni Austurlands. Jón var ákaflega léttur göngu maður, eins og Sigfús faðir hans. Sagði hann mér, að hann hefði aldrei fundið til mæði eða þreytu á yngri árum. Gat hann gengið allan daginn án þess að þreytast. Hann var þaulkunnug- ur á Austuröræfum eins og Sig fús faðir hans, og fór margar ferðir úr Víðidal til Fljótsdals. Mesta ánægjuefni á efri árum var að ræða um veru hans í Víðidal, búskapinn þar og ferða- lög hans, bæði norður á Fljóts- dalshérað og víðar. Þá var hann ungur og hraustur, og minning- arnar frá þeim dögum voru ljúf ar. Þar á öræfunum reikaði hug ur hans, eftir að heilsan bann- aði honum fótavist. Enn er það ótalið, sem Jóns verður lengst milnnzt fylir. í Djúpárbotni, dalverpi einu út og upp af Bragðavöllum, fann hann gamlar uppblásnar húsarústir, og í þeim tvo rómverska pen- inga. Þeir eru nú geymdir í Þjóð minjasafninu. Benda þeir til, að Rómverjar hafi haft hér vetur- setu í Hamarsfirði um 500 árum fyrir landnám íslands. Hefur Jón á Bragðavöllum því lengt sögu fslands um 500 ár aftur í tím- ann, þó að sú saga sé myrkri hulin. Eiríkur Sigurðsson. TÍMINN, sunnudaginn 14. janúar 1962. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.