Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 5
\ Vegirnir blautir og grafnir Vegir haía nú mjög spillzt, eru blautir eftir rigningar og hlýindi síðustu daga, enda hefur hámarks- iþungi verið auglýstur á ýmsum vegum. Vesturlandsvegur er hvað verstur sunnan Hvalfjarðar og í Dalasýslu innan við Búðardai, en Fálkinn og Vikan (Framhald af 16. síðu). blaðsins, en ritstjóri blaðsins ekki vitað um þennan samning milli ljósmyndarans og stúlknanna, og talið að blaðið hefði heimild til að birta myndirnar í blaðinu. Þeg- ar hann komst að hinu sanna, taldi hann sjálfsagt að hætta við út- komu blaðsins, og í staðinn heinj- ilaði Vikan, að Fálkinn birti mynd irnar af stúlkunum í næstu viku eftir að síðasta kynning fegurðar- dísa verður í vikunni í vor — þó með því skilyrði, að með fylgdi at- kvæðaseðill, sem sendur yrði Vik- unni, en ekki Fálkanum. Víðavangur (Framhald af 2. síðu) kjörna í þessum kosningum, því að þá mun svefn værðar og áhyggjuleysis meirihlutaör- yggis Sjálfstæðisflokksins speglast í minnkandi fram- kvæmdum. Hafi Reykvíkingar hins vegar vit á því, að dnaga nokkuð úr atkvæðamagni Sjálf stæðisfiokksins, því að engin von er til að meirihluta flokks ins verði hnekkt í einni at- rennu, fái Sjálfstæðisflokkur- inn t.d. 8 bæjarfulltrúa, haldi réttum meirihluta, e.n ekki meir, þá er nokkur von til þess, að reynt verði að standa við fyrirheitin um hitaveituna, því að naumur meirihluti leyf ir sér ekki hyskni og kæruleysi, hafi hann hug á að halda meiri hlutaaðstöðu. I 2. síðan (Framhald af 2 síðu) leikiitið mætti rísa hærra, en það eru í því góðir sprettir. Eiginlega er réttara að tala um upplestur en leik, þegar röðin kemur að framlagi leikaranna. Mest reynir á Róbert Arnfinnsson í hlutver'ki Birgis og Herdísi Þor- valdsdóttur, sem leikur Ástu. Hvort sem það er þess vegna eða ekki, leika þau betur en aðrir, persón- urnar verða hugstæðar lengur en meðan á leiknum stendur og eign- ast samúð áhorfandans. Jóni Sig- urbjörnssyni (Sigurði) tekst vel upp á köflum, en stundum er eins og tómahljóð í leik hans. Hlutverk Hildar er allvandasamt, en Anna Guðmundsdóttir skilar því vel. Leikur annarra er sléttur og felld- ur, en sviplítill og skilur ekki mik- ið eftir. Þóra Friðriksdóttir leikur Birnu. konu Sigurðar, Emilía Jónas dóttir Dagmar, vinkonu Fríðu vinnukonu, sem leikin er af Nínu Sveinsdóttur. Margrét Á. Auðunsj (9 ára) leikur Guðrúnu, dóttur læknishjónanna. Gunnar Eyjólfs- son var leikstjóri og hefur áreiðan- lega gert sitt til þess, að sýningin tækist sem bezt. — ' Það var gaman að sjá þessa sýn ingu og full ástæða til að óska höf- undinum og Grímu til hamingju með kvöldið i Tjarnarbæ og frum smíðina í þeirri von, að þetta verði ekki síðasti mánudagurinn. ' i —hjp þar er aðeins talið jeppafært. — Stykkishólmsvegur er mjög blaut- um og Fróðárheiði sundurskorin í hvörfum. Norðurlandsvegurinn er sæmilegur frá Dalsmynni, en versnar frá Gljúfurá að Blönduósi. Langidalur er illfær og mjög blautt á Vallabökkum í Skagafirði. Nær Akureyri er verst færð um Þelamörk. Vegir í Suður-Þingeyj- arsýslu eru mjög blautir og þung færir. Suðurlandsvegur er sæmi- lega fær austur að Vík. Þó er nokk uð um hvörf í veginum. Á leiðinni austur í Öræfi er nú einna verst færð hjá Núpstað. MÆLASTRÖND OG DÝPI Innan skamms munu hér hefjast allumfangsmiklar dýptar- og strandmælingar, en þær annast bandarískir sérfræðingar í sam- vinnu við íslenzku sjómælingarnar. Tilgangurinn með mælingum þessum er að gera nákvæmari upp- drætti af strandlengjunni og auka þannig öryggi sjófarenda umhverf- is landið. Mælingar þessar munu taka 3 til 4 mánuði, en fyrst verður mæld gervöll strandlengja Faxaflóa. Gert er ráð fyrir að verk þetta hefjist á næstunni. Verður þá ákveðið um staðsetningu ná- kvæmra miðunarstöðva í nánd við Malarrif, Arnarstapa og Hrauns- nes. Gert er ráð fyrir að tvö mæl- ingaskip í bandaríska flotanum taki þátt í þessu starfi, en við mæl- i ingarnar verða annars notuð mjög; nákvæm radíómiðunartæki af nýj-: ustu gerð. Allar niðurstöður mælinganna verða látnar í té hverjum þeim,' sem hér hafa hagsmuna að gæta og not hafa fyrir slíkar upplýs- ingar. (Frá utanríkisráðuneytipu). Með H.K.L nn;0 4) 9 íiðu > Þetta sama kvöld bauð hann undirrituðum upp á vermund á barnum. Þegar skipið kom til hafnar, var orðað á hann neðan af hafnar- bakkanum, en hann stóð í brúar- króknum og svaraði því til að Nóbelsverðlaunin væri einhverju allt öðru að þakka en honum sjálf- um. Halldór er nú á heimleið frá vet- ursetu suður í Evrópu. Að líkind- um ferðast hann núorðið í svítu Ásbjörns milli landa og aðrir blaða menn eiga töl við hann. Hins veg- ar býst ég vig að flest annað sé ó- breytt. Jafnvei mun óbreytt sú af- dráttarlausa yfirlýsing hans, að hann hafi alls engin áhrif haft á íslenzkan nútímakveðskap með Kvæðakveri sinu. en þau áhrif voru eitt af því. sem undiriitaður brautj upp á við hann á heimsiglingunni I haustið 1955. Hann sannfærði mig; ekki þá og ég er enn þeirrar trúar að Kvæðakverið sé tímamótabók. Sextugsafmæli Halldórs Kiljans Laxness hefur sannað mér, að hann verður að hlíta þvj að eldast eins og aðrir menn en hinn fingra glaði nautpeningui blífur Indriði G. Þorsteinsson. I Óli J. Ólason, veitingamaður í Skíðaskálanum í Hveradölum og kona hans Steinunn Þor- steinsdóttir hafa nú hafið veit- ingarekstur í veitingaskála Sel- fossbíó, en þar hefur engin al- menn veitingastarfsemi verið rekin í tæp tvö ár. Verður nú hægt að fá heitan mat í Selfoss- bíó frá kl. 8 á morgnana til 11.30 á kvöldin. Óli J. Ólason hefur látið gera gagngerar endurbætur á veit- ingasalnum, búið hann nýjum húsgögnum, látið mála hann björtum, smekklegum litum og skreytt hann með blómum og veggskreytingum. Komast þar um 60 gestir í sæti með góðu inóti. Síðar í vor verður hætt við öðrum sal minni, fyrir 20— 30 gesti og er hann aðallega ætlaður fyrir hópferðir. Páll Árnason, málarameistari hefur séð um málningu, Sigurð- ur Guðmundsson, húsasmíða- meistari um tréverk, Páll Mich- elsen um blómaskreytingar og Ólafur Jóhannsson um vegg- skreytingar í veitingasalnum og er hann Iiinn vistlegasti eins og myndin sýnir. Þau hjónin ÓIi J. Ólason og Steinunn Þorsteinsdóttir hafa rekið Skíðaskálann í Hveradöl- um af miklum myndarskap og átt sívaxandi vinsældum að fagna. Þau hjónin munu hafa umsjón með rekstri veitinga- salarins í Selfossbíó en for- stöðukona verður Guðrún EII- iðadóttir. Selfosshreppur á Selfossbíó og mun áfram reka kvikmynda- húsið og er rekstur veitingasal- arins og kvikmyndahússins al- gerlega aðskilinn. — Mikil bót er að því, að veitingastarfsemi hefur nú hafizt að nýju í Sel- fossbíó, og ekki að efa að marg- ir munu kjósa að á þar og fá sér hressingu, enda mun rekst- urinn í góðum höndum. Veitingasalurinn í Selfossbíó var opnaður á skírdag. Hátíða- matur var á boðstólum um páskana og gestkvæmt. — Gestir geta ávallt valið milli 5 heitra rétta allan daginn frá 8—11.30 og auk þess smurt brauð. Einnig verður fram- reiddur léttur morgunverður. ðscttmm Útvarpið (Framhald af 1. síðu). yfirgnæfa allar útsendingar þess cftir að degi tekur að' halla. Vér höfum stofnað útvarpsnot- endafélag og forráðamenn þess hafa komið kvörtunum til útvarps- stjóra, vegna þessa, og farið fram á afslátt af afnotagjöldum, sem ekki var veittur. Undirtektir þær hafa annars verið þægilegar, en engin svör eða fyrirheit um neina bót fengizt. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir, í Morgunblaðinu 7. febrúar s.l., að búið sé að reisa 8 endurvarpsstöðv- ar á Austfjörðum, og jafnframt, að erfiðleikar þeirra með hlustun hafi verið teknir til greina, með eftir- gjöfum á afnotagjöldum. Enn frem ur er frétt I Morgunblaðinu 27. febr. s.l., höfð eftir útvarpsstjóra, að nú séu góð hlustunarskilyrði á öllu Austui'landi. Hvergi kemur hins vegar fram, að annars staðar á landinu séu nein vandkvæði með hlustunarskilyrði gagnvart íslenzka útvarpinu. Þar eð engin fyrirheit um bót á núverandi ástandi í þessu máli, hafa fengizt, höfum vér fundið oss knúna til enn frekari aðgerða, og ákveðið að greiða ekki í þetta sinn afnotagjöld af viðtækjum vonim. Það er ekki 'sökum þess, að af- notagjaldið sé of hátt, að vér neit- um að greiða það, því vér mund- um glaðir greiða hærra gjald ef nauðsyn krefði, því aðeins þó, að vér hefðum einhver not af dag- skránni á löngum vetrarkvöldum, þegar minnst völ er dægrastytt- inga á þessum slóðum. Heldur það, að vér neitum að greiða sama gjald og aðrir, þar eð vér njótum ekki sömu þjónustu og almennt er ætl- azt til, en fyrir hana er gjaldið greitt. iCiiJan (Framhald af 16 síðu) halda upp á afmæli sitt í félags- skap þeirra í stað þess að taka við opinberri hyllingu og hamingju- óskum hvaðanæva af heimsbyggð- inni. Að lokum sagði Ölafur: — Eg fagna því að hafa lifað þá tíma að sjá Ileklu gjósa, heyra Stefán íslandi syngja og Halldór Kiljan Laxness lesa úr verkum sínum. Kvöldvökunni lauk með hátíð- legu borðhaidi Meðai gesta má nefna Stefán Jóhann Stefánsson amba«sador og frú. Poul Reumert og frú Önnu Borg og Einar Krist- jánsson óperusöngvara. — Aðils. Karlsefni (Framhaid af 1. síðu). að trúnaðarmaður sjómannafélags ins um borð var einn þeirra manna, sem vakti á sér mesta at- hygli sem skeleggur verkfallsvörð- ur á þjóðvegunum utan við Reykja vík í stóra verkfallinu árið 1955. Ekki hefur enn komið í ljós, hvernig stóð á því, að togarinn Karlsefni fékk löndun í Cuxhav- en, þótt Sjómannafélag Reykjavík ur hafi þegar 30. marz sl. sent aðalstöðvum aiþjóðasamtaka flutn ingaverkamanna, ITF, í London, beiðni um, ag komið yrði í veg fyr ir löndun Karlsefnis. Allir við- komandi aðilar neita ag eiga sök á því, að skeyti frá íslandi, sem sent er 30. marz, skuli ekki vera komið til skila fyrr en 12. apríl, daginn eftir löndun Karlsefnis. Er blaðið átti í gær tal vig full- trúa ITF í Cuxhaven, herra An- nerl, sagðist hann, ekkert í því skilja, hvernig á þessu gæti stað- ið. Hann endurtók, að hann hefði ekkert heyrt um málið, fyrr en 11. apríl, er Tíminn hringdi í, hann. Þá fékk hann einnig skeyti um málið beint frá London, og daginn eftir skeyti frá Stuttgart. Annerl sagði, að útilokað væri, að annarlegar ástæður gætu hafa valdig þessum töfum, enda jafn- gilti það spillingu í samtökunum, sem ekki væri til ag dreifa. Jón Sigurðsson hefur látið blað- inu í té eftirfarandi tímamörk í skeytamálinu: 30. marz sendi hann aðvörunarskeytið um Karls- efni til ITF í London, og 2. apríl fékk hann svar þaðan, þar sem kvittag var fyrir skeytig og sagt, ag allt væri í lagi. 10. apríl hringdi Jón til London og spurð- ist fyrir um, hvort ekki væri ör- ugglega allt lokað fyrir Karls- efni. Morguninn eftir, 11. apríl, sendi ITF skeyti til þýzka sam- bandsins, sem situr í Stuttgart. Þeir sendu það áfram til Hamborg ar, en þaðan var skeytið sent í hraðbréfi til Cuxhaven, þangað, sem þag kom 12. april. Svo virðist helzt sem aðalstöðv um ITF hafi láðst í fyrra skiptið að aðvara þýzka flutningaverka- mannasambandið, þrátt fyrir skeyti þeirra til Jóns 2. apríl, þar sem þeir tjá honum, ag allt sé í lagi með lokun, bæði í Bretlandi og á meginlandinu. SIGRAÐI Skákþingi Islands lauk ,í gær- kvöldi, en þá voru teíldar biðskákir úr 11. umferðinni. Úrslit voru ekki kunn, þegar blaðið fór í prentun, en þau skiptu ekki máli um efsta sætið í mótinu. Sigurvegari og um leið Skákmeistari íslands 1962 varð Friðrik Ólafsson, sem hlotið hafði 9% vinning úr 10 skákum. Hann átti biðskák við Inga R. Jóhanns- son í gærkvöldi. Næstur honum að vinningatölu varð Björn Þorsteins- son (fríkirkjuprests Björnssonar) með átta vinninga. Björn vann átta fyrstu skákir sínar á mótinu, en tapaði hins vegar þremur þeim síðustu. — Nánari úrslit á morgun. Framsóknar- konur Félag framsóknarkvenna heldur fund í félagsheimilinu, Tjarnar- götu 26, fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 8,30. — Efstu menn B-listans ræða borgarmál. — Upplestur o. fl. — Stjómin. Frá Sjálfsbjörg, Reykjavík Fundur verður að Bræðraborgarstíg 9 fimmtud. 26. apríl n. k. kl. 8,30 síðd. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á landssambandsþing. 3. Lagabreytingar. 4. Önnur mál. Stjórnin. T í M I N N, miðvikudagur 25. apríl 1962. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.