Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1962, Blaðsíða 7
SUMARGJO Arið 1924 stofnuðu nokkrar hugsjónaríkar og áhugasamar konur hér í Reykjavík Barnavina félagið Sumargjöf. Snemma gerð ust svo ýmsir skólamenn þar virkir þátttakendur. Hafa þessir aðilar borið félagið uppi að lang mestu leyti til þessa dags. Tilgangur félagsins var í upp- hafi sá að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði barna í Reykjavík og .fyrsta baráttumálið að koma upp heimili fyrir mun aðarlaus börn. Þá var það liður í starfsemi fé- lagsins frá upphafi að gera 1. sumardag að sérstökum hátíðis- degi barnanna og um leið að fjár öflunardegi félagsins. Sumargjöf hefur ávallt haft næg verkefni. Þarf ekki annað en að.kynna sér helztu þættina í starfsemi félags ins til að sannfærast um, hve miklú þetta áhugamannafélag hefur aorkað og hve þörf verk- , efni það hefur leyst af hendi fyr ir borgarsamfélagið á liðnum áratugum. Fyrstu árin naut Sumargjöf engra opinberra styrkja. Má segja, að það sé fyrst árið 1942, að ríki og borg hefja fjárstuðn- ing við félagið, svo nokkru nem- ur. Hefur sá stuðningur farið vaxandi síðan, enda verkefni og umsvif félagsins vaxið ár frá ári. Þannig er þetta félag, sem upphaflega átti ekkert nema nafnið og hina dugmiklu og áhugasömu stuðningsmenn, orð- ið að umfangsmiklu fyrirtæki í borginni, — fyrirtæki, sem veit ir borgurunum ómetanlega þjón ustu, sem íleiri vildu verða að- njótandi, en þess eiga kost. Sumargjöf rekur nú fjögur dagheimili og sjö leikskóla. Dag- heimilin eru: Laufásborg, Vestur borg, Steinahlíð og Hagaborg. Þar eru börnin allan daginn og mánaðargjald nú 600—650 krón- ur fyrir hvert barn. Leikskólarnir eru: Austurborg. Barónsborg, Brákarborg, Drafn- arborg, Grænaborg, Hlíðárborg og Tjarnarborg. í leikskólunum eru börnin hálfan daginn. Á morgnana frá kl. 9—12 og síðdegis frá kl. 1—6. Kostar morguntíminn nú 200 kr. og síðdegistíminn 350 krónur fyrir hvert barn á mánuði. — Bæði á dagheimilunum og í leik- skólunum eru sérmenntaðar fóstrur. Hafa þær gott lag á að gera börnunum vistina skemmti lega og þroskandi með söngvum, leijíjum og sögum við þeirra hæíi. Nú vita allir, sem nokkuð þekkja til þessara mála, og þá að sjálfsögðu bezt forráðamenn Sumargjafar, að starfsemi félags ins fullnægir alls ekki þörf borg arbúa fyrir dagheimili- og leik- skóla eins og nú er. Um það verð ur félagið ekki sakað. Starfsemi þess hlýtur að takmarkast af þeim fjármunum, sem það hefur til ráðstöfunar. Ekki verður fé- lagið heldur sakað um ódugnað við ag afla sér styrkja frá því opinbera En þó að allmikið hafi á unnizt í þessum pfnum, er það engan vegin nægilegt, eins og nú er komið. Forstöðukonur dagheimilanna og leikskólanna vita bezt, hve eftirspurnin eftir að koma börn- um á þessar stofnanir er gífur- lega mikil. Og foreldrar vita margir hverjir, hve erfitt er að koma börnum á dagheimili og leikskóla og hve Iengi þarf að bíða til að fá þar pláss. Má reynd ar segja, að útilokað sé, eins og nú er, að koma börnum í leik- skóla. Það er því fyllilega rétt- mæt og rökstudd krafa, að for- ráðamenn borgarinnar komi hér til móts við óskir og þarfir for- eldra og forráðamanna barna og stórauki fjárframlög til að koma upp fleiri dagheimilum og leik- skólum en nú eru og bæti þann- ig úr brýnni þörf. Fyrir þessu má nefna ýmis rök: 1. í stórum borgarhverfum eru nú hvorki dagheimili né leik- skóli. Má þar nefna Laugar- neshverfi, Smáíbúðahverfi og Bústaðahverfi. 2. Það fer sífellt í vöxt, að hús- mæður vinni utan heimilis, a.m.k. hálfan daginn. Stafar þetta að verulegu leyti af því, að nú er svo komið kjörum almennings, að fjölskyldan lif ir ekki af þeim tekjum, sem maðurinn aflar. Þessu fólki er því nauðsynlegt að geta kom ið börnum sínum í leikskóla meðan húsmóðirin er að heiman við vinnu. 3. Víða, einkum í hinum nýrri hverfum borgarinnar, þar sem lóðir eru ófrágengnar, er um hverfið svo sóðalegt, að mæð ur veigra sér við að láta börn in út á slíkt leiksvæði. 4. Og sums staðar er gatan með allri sinni umferð og hættum, sem henni fylgir. eina leik- svæði okkar minnstu'og hjart- fólgnustu borgara. Það sem gera þarf, er, að stór- auka fjárstuðning borgarinnar við Sumargjöf, svo að hún verði þess megnug að leysa það verk- efni, sem hér hefur verið drepið á og skjótrar úrlausnar krefst. Fyrsta sumardag 1962. Kristján Benediktsson. Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramKvæmdast.ióri l'óma> 4rnason ftitst.iórar Pórarmn Þórarinsson 'áb) Andrés Krist.jánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorstemsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingast.ióri Egill B.iarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsmgar og aðrar skrifstofui * Bankastræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasíioi 19523 Afgreiðslusimi 12323 Askrifta.rg.i kr 55 á mán innanl I lausasölu kr. 3 emt — Prentsmiðjan Edda h.f - Það er ekki ríkis- stjórninni að þakka Þegar rætt er um afleiðingar „viðreisnarstefnunnar11, reyna stjórnarsinnar að afsaka sig helzt með því, að hún hafi enn ekki haft atvinnuleysi í för með sér, eins og margir óttuðust að myndi verða. Skýringarnar á þessu eru þó augljósar. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki treyst sér til aS framkvæma „viSreisnarstefnuna" á þann veg, sem hún ætlaSi í upphafi. Hún lét strax í ársbyrjun 1961 undan kröfu stjórnarandstæSinga um vaxtalækkun og tók aftur helming vaxtalækkunarinnar, sem var skellt á í febrúar 1960. ÞaS eitt hjálpaSi mjög til aS draga úr samdrættinum. Þá hefur barátta stjórnarandstæSinga einnig orSiS til þess, aS samdráttur opinberra fram- kvæmda hefur orSiS miklu minni en ella. í öSru lagi hafa útfærsla fiskveiÖilandhelginnar ocj ný tæki viS síidveiSar, stórbætt aflabrögSin og tryggt aukna atvinnu. Ef aflabrögSin á seinasta ári hefSu ekki orSiS meiri en sérfræSingar ríkisstjórnarinnar álitu rétt aS áætla þau í ágúst í fyrra, þegar gengisfellingin var ákveSin, væri atvinnuástandiS nú annaS og verra. Það er þannig ekki dyggð ríkisstjórnarinnar, þótt hér sé nú ekki atvinnuleysi. Slíkt hefði liins vegar orðið, ef hún hefði ekki látið undan baráttu andstæðinga sinna, og til viðbótar komið batnandi aflabrögð. En þrátt fyrir þetta hefur hún samt komið fram miklum samdrætti. eins og í landþurrkun og íbúðabyggingum. Sá samdráttur á eftir að hefn^i sín og mun t.d. brátt segja til sín í aukn um húsnæðisvandræðum í höfuðborginni. Hví má ekki skipta réttlátlega? Stjórnarsinnar bera ekki á móti því, að þjóðartekj- urnar hafa haldið áfram að aukast seinustu árin, þótt „viðreisnin" hafi ekki stuðlað að þvi. Þetta er að þakka bættum aflabrögðum vegna útfærslu fiskveiðilandhelg- innar 1958, nýrri tækni við síldveiðar og hækkandi verð- lagi á útflutningsvörum. Það er óumdeilanlegt, að þrátt fyrir þessar auknu þjóðartekjur, hafa kjör alls fjöldans versnað stórlega síð- an haustið 1958, er núv. stjórnarflokkar tóku við völd- um. Fyrir tilverknað „viðreisnarstefnunnar“ hafa þjóð- artekjurnar skipzt miklu misjafnar og ranglátar en áður. Það er ekki nema réttlætismál, að þetta verði leið- rétt og almenningur fá kjör sín bætt. Blöð stjórnarinnar hafa nýlega viðurkennt, að það væri rétt hjá Tímanum að búast mætti við góðæri fram- undan, þar sem verðlag útflutningsvara færi hækkandi og horfur væru góðar varðandi aflabrögð. Þetta á| að styrkja það réttlætismál, að almenningur fái kjör sín bætt 1 samræmi við vaxandi þjóðartekjur. Ríkisstjórnin hindraði það illu heilli í fyrra, að al- menningur fengi leiðréttingu máila sinna, þegar hún ónýtti hina hóflegu kauphækkun þá með hinni. alröngu gengisfellingu. Almenningur hlýtur því að vinna að því að fá kjör sín bætt nú. Því verður ekki trúað að óreyndu. að ríkisstjórnin grípi til nýrra bolabragða til þess að reyna að hindra slíka leiðréttingu.) Er það alveg ófrávíkjanleg stefna stjórnarflokkanna, að þjóðartekjurnar megi ekki skiptast réttlátlega? Hagabarg — nýjasta og fullkomnasta barnaheimili Sumargjafar. Á barnadegi i Reykjavík — hátíðahöldum Sumargjafar á sumardaginn fyrsta. 1'IMINN, miðvikudagur 25. apríl 1962. \ 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.