Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.05.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir Arthur Bryant. Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE leika hans, en hafði heyrt það úr mörgum áttum, að farin væru að sjást ellimerki á honum, s.s. minnk andi þrek og jafnvel kjarkleysi. Mér höfðu verið veittar rangar upplýsingar og auðvitað var það fáránlegt af mér að taka svo mikið mark á óstaðfestum orðrómi. En til allrar hamingju uppgötvaði ég mistök mín í tíma og færði mér fullkomlega í nyt hæfileika hans og frábæra getu, það sem eftir var stríðsins. 5. ágúst. 250 mílur. lVz klukku stundar flug. Var vakinn klukkan 4,45 f.m. og borðaði morgunverð, en hélt síðan af stað með forsætis ráðherranum og lækni hans til Heliopolis-flugvallarins. Þar fórum við upp í flugvél, sem flutti okkur til Burg el Arab-flugvallarins (tutt ugu mílur fyrir vestan Alexand- ríu). Þar tóku Auchinleck, Tedder og Cunningham (Arthur Cunning- ham flugmarskálkur) á móti okk- ur. Auchinleck tók forsætisráðherr ann í biðreið sína, og ég ók með þeim Tedder og Cuningham. Svo var haldið beint til E1 Alamein, þar sem við hittum • yfirforingja áströlsku og s-afrí:sku herdeilda Því næst ókum við áfram til aðalstöðva áttunda hersins, þar sem Auchinleck gaf okkur léttan morgunverð og þar hittum við einnig Gott, Briggs yfirforingja 5. indversku herdeildarinnar og Ing lis, sem var yfirforingi ný-sjá- lenzku herdeildarinnar, þar eð Freyberg var enn særður. Að lokn um morgunverði hélt forsætisráð- herrann heimleiðis .... Eg snæddi hádegisverð með Briggs í aðalstöðvum 5. indversku herdeild arinnar. Það var hann, sem stjórn aði stórfylkinu, er braut sér leið út úr Benghazi .... Þaðan ók ég suður til deildar- stöðva Gotts og átti nytsamlegar viðræður við hann. Það er enginn vafi á því, að hann hefði mjög gott af hvíld heima og ég held, að hann væri þess nú ekki reiðubúinn strax að taka að sér stjórn áttunda hers- ins. Hann þarfnaðist meiri reynslu. Hins vegar veit ég ekki, hvaða skoðanir forsætisráðherrann mynd- aði sér um hann, eða með hve miklum ákafa hann myndi tefla honum fram gegn Monty. Eg ók því næst aftur til ^ðal- stöðva áttunda hersins, þar sem ég drakk te með Auchinleck. Þetta hefur verið allra skemmtilegasti dagur. Fór frá Auchinleck um klukkan 5 e.m. og ók aftur til Burg el Arab, en þaðan fór ég með flugvél til Heliopolis. Viðræður mínar við Gott höfðu staðfest grunsemdir mínar. En það var ekki fyrr en við vorum setztir að tedrykkju og höfðum rætt um öll hugsanleg málefni önnur, sem hann vék talinu að því, er honum lá samt þyngst á hjarta. Hann sagði: „Eg held að það sem við þörfnumst fyrst og fremst hér úti, sé nýtt blóð. Við þurfum að fá einhvern, með nýjar hugmyndir og óbifanlega trú á þeim.“ Eg þekkti Gott nógu vel til þess að vita, að hann myndi ekki haga orðum sín- um á þessa leið, nema því aöeins að hann væri þreyttur og hefði misst, a.m.k. um stundarsakir eitt hvað af orku sinni og hugrekki. Þetta styrkti þá skoðun xpína, að hann væri sennilega ekki maður til að stjórna áttunda hernum í árásarstríði, eða breyta gangi þess. Það myndi reynast mjög erfitt að sannfæra þá Winston og Smuts um það, að Gott væri orðinn þreyttur. Sjálfur hafði ég sterkan grun um það, að Montgomery væri miklu betur þeim vanda vaxinn. Þessi skoðun mín var samt ekki nógu rökstudd til þess að ég krefðist þess skilyrðislaust að Monty yrði falin stjórn áttunda hersins. Það er ekki auðvelt að gera upp á milli tveggja frábærra h'ershöfðingja. 6. ágúst. Cairó. Einn erfiðasti dagur í lífi mínu, þegar ég þurfti að taka mikilvægar ákvarðanir er snertu stríðið og mína eigin fram- tíð. Meðan ég var að klæða mig og var því sem næst allsnakinn, rudd ist forsætisráðherrann allt í einu inn í herbergið mitt. Hann var að sjá hinn hróðugasti og tilkynnti mér, að nú hefði hann tekið endan legar á'kvarðanir í þeim málum, sem voru aSkallandi. Það fór um mig hálfgerður hrollur og ég hugs- aði til þess með kvíðafullri eftir- væntingu hverjar þessar ákvarðan ir myndu vera. Tíu mínútum síðar kom hann aftur þjótandi inn í herbergið til mín og bauð mér að borða með sér morgunverð. En þar sem ég var nú rétt að ljúka við að borða morgunverð minn, þá bað hann mig að koma til svefnherbergis síns strax og ég hefði lokið snæð- ingi .... Þegar ég kom þangað lét hann mig setjast á legubekk, en gekk sjálfur aftur og fram um gólfið. Fyrst og fremst kvaðst hann hafa ákveðið að tvískipta mið-austurlenzku herstjórninni og láta Skurðinn vera eins konar markalínu á milli — annars veg- ar hin nálægari Austurlönd og hins ve,gar Mið-Austurlönd, eða nánar tiltekið Sýrland, Palestína, Persía og íraq. Eg maldaði í mó- inn og sagði að Skurðurinn væri ómöguleg markalína. Hann svaraði því naumast, en kvaðst hafa í hyggju að víkja Auchinleck úr starfi sínu, þar eð hann hefði ekki 66 traust á honum lengúr. Jafnframt kvaðst hann vilja að ég tæki að mér herstjórn nálægari Austur- landa með Montgomery fyrir yfir- mann áttunda hersins. Hann kvaðst ekki krefjast svars nú þeg- ar, heldur gæti ég hugsað mig bet ur um fyrst, ef ég vildi það. Eg sagði honum án umhugsunar, að ég væri alveg viss um að það væri ekki heppileg uppástunga . . . . Annað atriði, sem ég minntist ekki á, var það, að nú finn ég loksins, eftir níu mánaða náið sam starf við forsætisráðherrann, að ég get haft takmörkuð áhrif á sumar ákvarðanir hans og að hann er nú loksins farinn að taka tillit til ráð legginga minna. Eg finn því, að með því að taka boðinu, svo freist- andi sem það er, þá væri ég að gera það, sem sízt myndi hafa nokkur jákvæð áhrif á gang stríðs- ins. Loks mátti ég ekki til þess hugsa, ef Auchinleck færi að halda að ég hefði komið hingað í þeim tilgangi að troða mér í það sæti er honum bar með réttu. Eg gat ekki sagt Winston hinar raunverulegu ástæður .... Hvort sem ég hafði nokkur áhrif á hann eða ekki, þá vissi ég nú a.m.k. hvaða hættum bar að vara sig á. Eg hafði uppgötvað hvaða hættur stöfuðu helzt af bráðlyndi hans og tilfinningaofsa. Eg var nú farinn að venjast því hvernig hann tók skyndilegar ákvarðanir, eins og vegna einhvers hugboðs, án nokk- urra rökfastra rannsókna á við- fangsefninu. Eg hafði eftir margar misheppnanir uppgötvað beztu að- ferðina til þess að nálgast hann. Eg vissi að það myndi taka hvern annan mann a.m.k. sex mánuði að öðlast jafn mikla þekkingu og ég hafði, um hann og hans aðferðir og hætti. Og á þeim sex mánuðum gat margt skeð. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að ég hafi haft neina raunverulega stjórn á honum. Eg hefi aldrei þekkt neinn mann, sem hafði það. En hann var farinn að 56 — Hver er þar? öskraði hann að óvætt þessari. — Guðmundur, var svarað veik um rómi. — Guð almáttugur. Guðmundur kipptist við, sleppti skíðunum, lét ærnar eiga sig og hljóp þangað sem þústin var. Han trúði varla sín- um eigin augum. Var hann farinn að sjá ofsjónir og heyra það, sem venjulega eyru greindu ekki. Hann þóttist þekkja málróminn. Þennan málróm gat enginn ann- ar átt en fröken Sigþrúður. Þarna húkti hún líka. Guðmundur breiddi út faðminn og dró hana til sín. — Sigþrúður, Sigþrúður mí'n. Hvað kemur til að þú ert hér? — Má ég ekki koma, svaraði hún ofurlágt. — Vertu velkomin. Gleðilegt ár Og nú komum við heim. — Já nú komum við heim, sagði hún enn jafnlágt og áður og hjúfraði sig að alsnjóuðum barmi hans. Guðmundur reif sig úr yfirhöfn inni og breiddi yfir hana. Svo hóf hann hana á arma sína og stefndi heim. Hann var karlmenni að burðum. Byrðin var ekki mikil fyrir hann, en hann vissi, að hann varð að fara varlega með þessa byrði eins og á stóð hjá hinni ungu konu. Hann fann kaldar. vanga hennar hvíla við kinn sína, og handleggirnir, sem vöfðu sig um háls hans, voru einnig kaldir. Nú byrjaði hún að titra. — Komdu höndunum ofan á bakið á mér, svo að þér hitni. sagði hann. Hún reyndi það, en tókst það ekki Og áfram mjökuðust þau. Nú komu hundarnir í Hvammi æðandi og geltandi. Og í sömu svipan kvað við hávært mannamál og köll. Maður kom út úr sortan um. Honum mun ekki hafa litizt á ferlíkið, sem kom og spurði með hræðsluhreim í rómnum, hver þar væri. Guðmundur sagði til sín. — Ertu með Sigþrúði? sagði maðurinn, og áður en Guðmundur gæti svarað — Er hún dáin? — Nei, sagði Guðmundur. — Og þegiðu svo. — Eg verð að láta hina vita að hún sé fundin, sagði maðurinn og tók nú til að kalla. Guðmundur skeytti því engu, en hraðaði för sinni sem mest hann mátti. Hann heyrði að leitar mennirnir nálguðust úr ýmsum áttum. Sýslumaður kom fyrstur, en þá var Guðmundur rétt við bæjarvegginn Hann bar Sigþrúði í bæinn og til baðstofu. Þar tóku konur við henni með frú Ragn- heiði í fararbroddi, og var Sig- þrúður afklædd og drifin ofan í volgt rúm, Guðmundur lét móttökurnar eiga sig. Hann kallaði á fjármann inn, þann sem hirti ærnar og bað hann að hjálpa sér heim með ærn ar tvær, sem hann yfirgaf uppi í hvamminum. Þeir gengu upp í hvamminn að leita hinna ánna. Þeir fundu þær, en þær höfðu tvístrazt við komu hundanna, sem létu mikið. Er þeir höfðu komið ántim saman og voru á leiðinni heim gaf fjármaðurinn skýrslu um Sigþrúði. Bar bóndann í Dæld fyrir. Sigþrúður hafði alit í einu tekið það í sig að fara í Hvamm. Dugðu þar engin andmæli Þar sem bóndinn var hjá fénu, fór húsfreyja á leið með henni. Er húsfreyja sá hve blindan var mik il, reyndi hún með öllu móti að fá Sigþrúði til þess að snúa við. En mætti afdráttarlausri neitun. Sneri þá húsfreyja heim. Bóndi var enn hjá fénu. Fór þá hús- freyja að kalla við fjárhúsin. Bóndi kom þá von bráðar með féð. Er hann hafði hýst það, hóf hann leitina. Slóðin hvarf fljótt, og um stund vissi bóndi ógerla, hvar hann var. Þá grillti hann Ijósið í Hvammi og náði bænum. Sigþrúður var ókomin. Myrkrið var að detta á og blindan óskap- leg. Þegar þar við bættist, að villan hafði tafið bóndann, var útlitið allt annað en glæsilegt. Bónda hafði í villu sinni borið að ánni fyrir neðan túnið, taldi hann, að slóð Sigþrúðar hefði leg ið þangað. Þag reyndist röng álykt un. Sigþrúður hafði því sem næst stefnt rétt, aðeins orðið lítið eitt fyrir ofan bæinn og lent í hvamm inum. Þar hafði hún stungizt fram af lágu barði og fundig talsvert til. Ætlað að hvíla sig, en kóln- að upp og ef til vill orðið þar úti, ef Guðmund hefði ekki bor- ið að. Dældarbóndinn stefndi leitarhóp Hvammsverja í öfuiga átt, með því að halda því fram, að slóð hennar hefði legið til ár- inar. Sýslumaður stýrði leitar- flokknum. Hann einn var á skíð um, fór hratt yfir, þótt dimmt væri. Hann var lengst burtu allra leitarmanna, er kallið tilkynnti j fund Sigþrúðar. Og samt náðij hann nafna sínum fyrstur allra. j Þeir félagar komu ánum heim | og hýstu þær. Þar með var ferð Guðmundar lokið. Sýslumaður lét reiða bóndann í Dæld heim. En hvernig leið í Hvammi? Frú Ragnheiði varð hverft við, er hún frétti hvarf fröken Sigþrúð- ar. Henni kom Árný í hug. Veðr BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn i Hvammi ið var ekki ólíkt deginum, sem Árný villtist. En nú heyrðist enginn veðurgnýr. Áin var allögð og engir hamrar að ánni nálægt Hvammi. Og þótt frú Ragnheið ur væri ákaflega hrædd, þá und irbjó hún komu Sigþrúðar sem bezt. Rúm hennar var hitað upp og glóðarker borið ínn í herberg ið hennar. Þannig kom fröken Sig þrúður að öllu svo vel búnu sem föng voru á. Frú Ragnheiður sat við hvílu hennar lengi nætur. í fyrstu var svefn ungu konunnar óreglulegur Svo vær og eðlilegur. Frú Ragn- heiður var staðin upp og ætlaði að yfirgefa herbergið. Þá vakn- aði unga konan. Og er hún hreyfði sig, kenndi hún sárinda. Stund meðg'öngutimans var fulln uð. Jóðsóttin sagði til sín. Með morgunsárinu fæddist sveinbarn. Óskadraumur sýslumanns hafði rætzt. IX Sárafáir vissu með neinni vissu hver væri faðir hins nýfædda sveins. Og spár um barnsföðurinn færðust í aukana við barnsburð inn. Engir urðu til þess að spyrja sýislumannshjónin um faðterni barnsins. Það var sem allir fyndu það á sér, að til þeirra bæri ekki ag beina þeirri spurningu. Frö- ken Sigþrúður varðist allra frétta. Og engan grunaði að Guð mundur Björnsson vissi þar meira en allur almenningur. Og í sam tali við hann gaf hann stutt svör sem enginn græddi á. Sumir nefndu sýslumann, en fleiri gátu sér til næturgesta staðarins. En heimilisfólk, sem bezt þekkti til, dró það í efa, svo grandvör var framkoma ungmeyjarinnar. Og er gestir voru ölvaðir, lét frú Ragnheiður hinar eldri og reynd ustu vinnukonur sínar hjálpa þeim í rúmið og oftast tvær samtímis. Nú biðu menn þess með óþreyju, að drengurinn yrði skírður. Þá hlaut móðirin ag gefa upp föður inn. Slikt var talið sjálfsagt um hverja ógifta móður. Hvort það voru lög eða landsvenja, þá tíðk aðist það, að við skírnina segði móðirin prestinum í áheyrn allra viðstaddra, hver faðirinn væri. Nú liðu svo vikurnar hver af annarri, að ekki var prestur kvaddur að Hvammi til þess að skíra sveininn. Lögðu menn það misjafnlega út, því að þá þótti það lítt samboðið kristnum 14 T I M I N N, fimtudagurinn 24. maí 1962,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.