Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir Arthur Bryant Heimildir eru pólski hershöfðinginn, að finna mig, og við ræddum um brottflutn ing pólska hersins frá Rússlandi til Persíu. Hann er nú í fullum gangi. Klukkan 12 fór óg til fundar við forsætisráðherrann sem þjáð ist þá af slæmum höfuðverk. Hann var ekki sérlega ánægður með árangurinn af fundi sínum og Stalins og hafði auk þess feng ið slæmar fréttir af síðustu skipa sendingu til Möltu, er hafði orðið fyrir miklu tjóni á leiðinni. Snæddi hádegisverð meg forsætis ráðherranum og sat næstur ameríska sendiherranum. Var klukkan 2,30 e. m. viðstaddur sýningu á nýjum eldflauga-fall- byssum. Þar voru bæði Shapo- shnikov og Voroshilov, Mjög gagn leg tegund vopna, sem við gæt- um vel fært okkur í nyt. Kom aftur klukkan 7 e. m. og fékk þær upplýsingar, að við ættum að snæða miðdegisverð með Stalin í Kreml klukkan 9 e. m. Að einu leyti mátti segja, að vera okkar í Moskvu væri eins konar fangavist. Vopnaðir verðir fylgdu okkur, hvert sem við fór- um og stóðu fyrir utan herbergis dyr okkar á gistihúsinu. Ileimsókn Anders var i senn bæði gagnleg og fræðandi. Hann hafði verið sendur til Rússlands til að semja um afhendingu pólskra fanga, sem Rússar höfðu tekið, er þeir réðust inn i Pól- land sem bandamenn Þjóðverja. Þegar hann kom inn í setustofu gistihússins, benti hann mér að koma og setjast hjá sér við lítið borð. Því næst tók hann upp vindlingaveskið sitt og barði með því í borðið, jafnframt því sem hann talaði í hálfum hljóðum. Hann sagði: „Svo lengi sem ég held áfram að berja svona í borð- ið og tala ekki hærra en þetta, getur enginn heyrt til okkar, þrátt fyrir öll rnóttökutækin hérna í herberginu". Ég verð að játa það, að þangað til hafði ég ekki haft hugmynd um, að setu- stofan væri fu.ll af móttökutækj- um — að öll herbergi í Moskvu hefðu eyru. Anders sagði mér því næst, að þrátt fyrir ýtrustu tilraunir hefði sér ekki tekizt að finna stóra sendingu pólskra fanga, sem flestir hefðu verið úr flokki æðri embættismanna. Hann hafði rakið spor hennar inn í Síberíu miðja, en þar höfðu þau horfið með öllu. Hann kvaðst vera sannfærður um það, að ann- aðhvort hefðu þessir fangar ver- ið fluttir til einhverra síberískra fangabúða eða verið drepnir. Þessi grunur hans reyndist rétt- ur, því að þetta voru einmitt fangarnir, sem Rússar myrtu og Þjóðverjar fundu síðar. Um kvöldifl var okkur haldin mikil veizla í Kreml. Það var kvöldið áður en Þjóðverjar fóru yfir Don hjá Kalach, fimmtíu mílur frá Stalingrad. Veizlugest- ir voru um hundrað að tölu, þar á meðal flestir æðstu valdhafar landsins og margir æðstu herfor- ingjar Rauða hersins, sem ekki voru á vígstöðvunum. Stalin t.ók á móti brezku og amerísku gestunum, klæddur eins og venjulega, í ljósrauða baðmull artreyju og með buxurr.ar' girtar niður í stígvélin. „Borðin svignuðu undan hvers konar kræsingum og vodka flaut m 59 dætrum sínum og hjúum. Frú Ragnheiður veifaði til hennar, stöðvaði hestinn sem snöggvast, en hélt svo áfram. Er Teigshjónin ungu komu heim á kirkjustaðinn, komu báð- ar hefðarkonurnar, frú Ragnheið- ur og prestsmaddaman, á móti Sigþrúði, heilsuðu henni hlýlega og leiddu hana til stofu. Og hjá frú Ragnheiði og dætrum hennar sat Sigþrúður undir guðsþjónust- unni. Þennan messudag voru svo margir til altaris, að þrisvar var kropið við gráturnar. Það vakti athygli og umtal, að Sigþrúður gekk með frú Ragnheiði áleiðis að altarisborðinu. En bóndi henn ar, sem sat í kór í fremsta sæt, dró hana til sín, lét hana setjast hjá sér og beið eftir síðasta hringnum. Lögðu ýmsir þetta þannig út, að Sigþrúður byggi þegar við bóndaríki mikið. Þá var líka mikið um það rætt eftir me” una og síðar, hve föl hún væri orðin og þreytuleg, unga hús- freyjan í Teigi. Hún ætti víst ekki sjö dagana sæla, konan sú. Guðmundur Björnsson hafði að þessu þótt mannsefni gott og mörg heimasætan hafði rennt til hans vonaraugum, að sagt var. En nú lagðist það org á, að hann ætl- aði að verða heimaríkur harð- stjóri. Sá orðrómur festi rætur í byggðinni. Skynjaði Guðmundur hann innan stundar og glotti að. hét því að láta hart mæta hörðu. Fjarlægðist því sveitunga sína, var misskilinn og hirti ekki um að leiðrétta það. Hann gætti þess að standa í skilum við alla, hjú sín sem aðra. Og báru hjúin honum flest góða sögu, undu ekki síður hjá honum en öðrum. En harðhnjózkuleg fram- koma hans við þá, sem litu niður á hann eða reyndu að sýna yfir- gang, duldist engum. Sveitungar hans lærðu því fljótt að láta hann í friði, óáreittan í návígi. Og skemmtu sér við söguþætti um hann, sem flestir voru ýktir til stórra muna. Þannig liðu hin næstu ár. Hjónin á Teigi eignuðust þrjú börn. Tvær dætur og einn son. Var sveinninn í miðið og hét Björn eftir afa sínum. Eldri syst- irin hét Guðný, en sú yngri Mar- grét. Voru það móðurnöfn hjón- anna. Öll voru börnin efnisbörn, hraust og kjarkmikil, nema helzt Margrét. Hélt faðir þeirra þeim til vinnu, undir eins og þau gerð- ust vinnufær. Var haft orð á því, að hann ætlaði þeim meira en góðu hófi gegndi. Og eins var því haldig fram, að Sigþrúði hús- freyju þætti hann heimta of mik- ið af börnunum. Og mun það sann mæli. En þrátt fyrir vinnuskyldur barnanna döfnuðu þau vel, eink- um eldri systkinin. Náðu þau snemma góðum þroska til líkama og sálar og höfðu óbælda fram- komu. Yngsta barnið, Margrét var veigaminnst í bernsku. Ætlað minnst og talin eftirlætisbarn. „Hún nýtur þess, að hún ber móð urnafn Guðmundar", hjalaði fólk ið. Guðmundur hafði allstórt bú og fátt hjúa. Hann var í senn verklaginn og dugmikill, Hafði langan vinnudag, eins og títt var á þeim árum. Var bæði ýtinn og starfsglaður. Allir. sem dugur var í, létu vel af því að vinna með honum. Kaldhæðinn var Guðmundur, ef hann fann nágust næða um sig frá sveitungum sínum. Hon- um var þann veg farið. að hnit- miðuð org hans hittu í mark, hvort sem þau voru vilyrði eða kaldyrði. Og þar sem menn muna kaldyrði betur, flugu þau um sveitina og gáfu höfundi sínum vitnisburð, sem festist í sessi. Flestir virtust trúa því, að hjóna bandig á Teigi væri kalt og gleði snautt. Húsbóndinn harðneskju- tól hið mesta og kæmi það eink- um fram við konuna og eldri börn in tvö. Þó báru allir traust t.il Guðmundar. Hann þótti í senn karlmenni í hverri raun og loforð hans óbrigðul. Af húsfreyjunni í Teigi fór minna orð. Hún var hæg og fá- skiptin, sagði fólkið. Falleg var hún enn, en föl og þreytuleg. Góð við menn og málleysingja. Einu sinni á ári fór hún að Hvammi að sjá drenginn sinn þar Var hann efnisbarn hið mesta, dulur í skyni og fáorður. Hann tók móður sinni að sama skapi betur sem hann eltist meira. Þegar þau voru t.vö ein, kom þag að honum að vefja örmum um háls henni með hinni mestu blíðu. Var það henni dásamleg guðsgjöf. Sýslumannshjónin báru hann á höndum sér. Unni hann þeim báð ^ um og frú Ragnheiði eins og móður Enda var hún honum slík í hvívetna. Oftast nær var það að vetrin- um, nálægt afmæli drengsins, sem móðir hans kom að heim- sækja hann. Var hún þá með ein hverja smágjöf handa honum. Eitthvað, sem hún hafði unnið sjálf og hann gladdist vig ag fá. Sigþrúður var ágætlega verki far- in. Hafði numið það hjá frú Ragnj heiði. Hjónin komu jafnan bæðil í stríðum straumum. Stalin sat fyrir miðju borði með forsætis- ráðherrann á hægri hönd, en Harriman á vinstri, því næst kom túlkur og loks ég með Voroshilov á vinstri hlið. Andspænis Stalin við borðið sat Molotov, sem fyrst ur lyfti glasi, nákvæmlega fimm mínútum eftir að við vorum setztir. Eft.ir það var hver skálin drukkin af annarri. Þegar kom að mér, lagði ég til, að drukkið yrði minni Rauða hersins og eftir það var ég látinn í friði. Archie Wavell mælti á rússnesku, og var orðum hans tekig með hávær- um fagnaðarlátum. Kvöldið leið óbærilega hægt. Það voru nítján réttir á borðum og ekki risið úr sætum fyrr en klukkan 12,15 e. m., eftir rúm- lega þriggja kiukkustunda borð- hald. Þegar síga tók á seinni hluta þessarar miklu átveizlu, var Stal- in orðinn hinn fjörugasti og gekk umhverfis borðið til að skála við sem flesta Hann er áberandi maður, en ekki að sama skapi aðlaðandi. Hann hefur kuldalegt andlit, lymskufullur og grimmd- arlegur á svipinn. þar sem naum ast verður sagt., að sjáist nokkur minnstu einkenni viðkvæmni eða vorkunnsemi. Hins vegar er eng- inn vafi á því, að hann er skiln- ingsgóður, skjótur í hugsun og| frábær hermálafræðingur. Það leynir sér ekki, að hann er tek- inn að eldast og á honum sjást greinileg þreytumerki . . Um klukkan 2,15 e. m. var ég kominn í rúmig og þakkaði ham- ingjunni fyrir að sleppa svo vel, þar eð ég hafði búizt við að verða að vaka, a. m. k. til klukk- an 4 e. m.“ Það. sem Brooke varg minnis- stæðast frá þessu hófi, var hin .þrotlausa drykkja. „Fyrstu klukkustundirnar hljót um við að hafa drukkið a. m. k. tíu minni. Ég var svo heppinn að hafa vatnskönnu fyrir framan 69 mig, og i hvert skipti, sem eng- inn veitti mér athygli, fyllti ég glasið mitt með vatni í stað vodka. Með þessu móti drakk ég a. m. k. hálfu minna magn áfeng is en ég annars hefði orðið að gera. Þegar hér var komið sögu, sagði Voroshilov: „Þetta hvíta vodka er ekki gott. Ég ætla að láta sækja gult vodka“ í fyrstu hélt ég, að hann hefði séð mig hella vatni í glasið mitt, en svo var þó ekki. Honum þótti bara gult vodka betra. Þegar þessi nýi drykkur kom, fyllti Voroshilov glös okkar beggja og sagði: „Nú drekkum við í botn“. Og ég svar- aði: „Æ, nei, þér þekkið yðar gula vodka en ég hef aldrei bragðað það fyrr, svo að þess vegna ætla ég að tæma fyrsta glasið mitt hægt og rólega". Þetta reyndi ég líka að gera, en eftir tvo sopa var mér gersamlega ómögulegt ag koma meira niður. Það var eins og ég væri að drekka rauð- an piparsafa, með þeim afleiðing- um, að ég náði naumast andan- um. Ég sagði Voroshilov, að ég kysi heldur hvítu tegundinat en hann kvaðst myndu halla sér að þeirri gulu og tæmdi i skyndi tvö glös, hvert á eftir öðru. Áhrjfin létu heldur ekki bíða eftir sér. Stórir svitadropar brut- ust út á enni hans og rpnnu nið- ur kinnarnar. Hann varð þögull og þungbúinn á svip og starði sljólega fram fyrir sig, og ég velti því fyrir mér, hvort hann myndi ekki innan stundar velta undir borðið. Nei,. sæti sínu hélt hann, en tók lítinn þátt i gleðskapnum þag sem eftir var kvöldsins. Allt í einu fyllt.i Stalin glas sitt, gekk rakleitt til Voroshilov, staðnæmdist við hlið hans, hélt glasinu hátt á lofti og hóf að mæla fyrir minni hans með kulda legu brosi. Voroshilov varð að standa, meðan skál hans vár drukkin. Hann hélt sér vig borðið með báðum höndum, sljór á svip með starandi, tómlegt augnaráð. BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn íHyammi í Hvamm og oftast gangandi, Þau komu snemma dags og fóru und ir kvöld. XXIII. Ættarmót var með sveininum í Hvammi og sýslumanni, en líkir gátu þeir þó ekki talizt. Nú var svo komið, ag menn þóttust al- mennt vita af faðerni hans. Og gátu sér rétt til. En sýslumaður hafði ekki enn lýst hann sinn son. Aldrei var sveininum boðið að heimsækja móður sína Sigþrúði leiddist það. Hún fór eitt sinn fram á það við bónda sinn, að bjóða sveininum heim. — Þú átt að taka hann frá Hvammi, og þá skal ég reynast honum ekki síður en mínum börnum, sagði hann. — Hvað ætla þau góðu hjón með drenginn? — Sýslumaður er faðir hans og hann arfleiðir hann sem dæt- ur sínar. Því hefur hann heitið mér, sagði Sigþrúður — Ég hef aftur á móti lofað því að sleppa af honum hendinni — Þér var slát.rað, svo að ríka fólkið i Hvammi gæti búið að nautum sínum og sauðum, sagði Guðmundur. — Guðmundur. Guð hjálpi þér. Þetta máttu ekki segja, hrópaði Sigþrúður í sárustu neyð. — Þetta er samt satt, sagði hann. — Nei, nei. Þetta er ekki satt, Guðmundur. Hef ég virkilega ver ig þér svo lítils virði, að þér hafi fundizt, að þú hirtir aðeins dauð- an hlut, þar sem ég var? — Ne, Sigþrúður mín. Fyrir- gefðu mér, sagði hann. — Þú ert indæl. Þú ert mér allt. Og af því að þú ert svo góð. langar mig oft til ag hefna þín. Hvammsheimilið situr ríkilátt að sínu. Aldrei hef- ur það hvárflað að sýslumanns- hjónunum, hversu mikið þau hafa frá þér tekið. er þau sviptu þig barni þínu. Láta þig horfa á það í fjarlægð. þrá þag og þjást af móðurelsku. Og mega ekkert fyrir það gera Eg veit, hvað þú líður mikið. Þess vegna hef ég oft skorað á þig ag heimila mér ag sækja sveininn i Hvamm. Eg skyldi koma með hann — Þú getur það ekki, góði minn. Og þó að þú gætir það, þá yrði þag öllnm kvalræði. Ilonum líka. barninu mínu. Þau hjónin voru tvö ein á heim 14 TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.