Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 15
Níræð; Þórdís Gísladóttir Ásbjarnarstöðum „Mér eru fornu minnin kær.“ Þau orð víkja ekki úr hug mín- um þessa dagana, er ég minnist þess, að Þórdís Gísladóttir á Ás- bjarnarstöðum á Vatnsnesi, er að verða níræð að aldri. Frá barn- æsku hef ég talið hana meðal ná- kominna vina minna. Sú vinátta er þó ekki upphaflega sprottin af persónulegum kynnum eða •'sam- vistum, heldur að erfðum fengin. Eg heyrði foreldra mína oft tala um Þórdísi og foreldra hennar og bróðir — og ávallt á þann veg, að mér fannst sem betra fólk og skemmtilegra en fjölskylduna á Saurum í Miðfirði, áður á Valda- steinsstöðum í Hrútafirði, gæti ekki verið að finna í þessum heimi. Örstutt kynni mín í æsku við þær mæðgur á Saurum og nánari kynni síðar við Magnús, bróður Þórdísar, staðfestu þessa bamatrú mína, sem síðan hefur ekki haggazt. Þá koma mér jafnan heimilin á Óspaksstöð- um og Saurum í hug, er ég heyri trúrrar og falslausrar vináttu getið. Þórdís er fædd 29. maí 1872 á Valdasteinsstöðum, en þar bjuggu foreldr. hennar, Gísli Magn ússon og Guðrún Hannesdóttir, lengi á fyrri búskaparárum sín um. Föðurforeldrar mínir, Einar Guðnason og Margrét Magnúsdótt- ir, voru þar í sambýli nokkur ár. Synir þeirra, Guðni og Jón, voru þar og til heimilis, báðir fulltíða menn, en Þórdís var þá náiægt fermingaraldri. Mikil bókhnýsni og námshyggja réð ríkjurn á bænum þeim. Var Þórdís þar enginn eftirbátur, enda frábærlega skörp og skýr. Munu og bókmenntir hafa verið hennar hugðarefni alla ævi, ekki eingöngu sem uppspretta fróðleiks, heldur jafnframt — og miklu fremur — sem „sá heiti blær, sem til hjart- ans nær“. Hagmælsku, sem yljað ar, hlaut hún að erfðum, en hélt var af næmum smekk hennar sjálfr lítt á lofti. Er þó margreynt, að hagleg staka, lífgar vinafagnað á góðum stundum eins og hún líka mildar blæ tregans, þegar sárt svíð ur í hjarta. Tíminn eyðir tára- og neyðardögum en að græða er um megn, ef að blæðir hjarta gegn. Rúmlega þrítug hóf Þórdís bú- skap með Jósef Guðmundssyni frá Syðri-Völum. Bjuggu þau nokkuð víða, en síðast voru þau á Ásbjarn arstöðum. Þar búa nú synir þeirra tveir, Loftur og Guðjón. Jósef lézt 1936, en Þórdís hefur síðan verið hjá sonum sínum og tengdadætr- um. Hefur hún notið mikillar ást- úðar þeirra, og þá hafa einnig son arbörnin sex verið henni hugljúf. Líkamskraftar hennar eru sem vænta má mjög teknir að þverra og sjón að daprast, en henni hefur með öðrum gæðum veitzt sú heiil að láta hug sinn aldrei eldast eða hjartað. Og vita má hún, að vinar- hug á hún meðal allra, sem henni hafa verið kunnugir að forgu pg nýju. Við erum mörg, sem hugsum hlýtt til hennar nú á þessum merku tímamótum á ævi hennar og biðjum henni blessunar á ævi- kvöldinu. Eg þakka þér, Þórdís mín, fyrir órofa vináttu þína við mitt i fólk og einnig hversu ég, ó- verðugur, hefi átt hins sama frá þér að njóta. Guð belssi þig og ástvini þína alla og heimili ykkar. Jón Guðnason. Hugheija þökk votta ég öllum nær og fjær, sem sýndu mér samúð og vinarþel við andlát eiginmanns míns, Halldórs Jóhannssonar og heiðruðu minningu hans viS jarSarför. Hvammstanga 26. maí. Guðrún Jónasdóttir. AlúSarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu viS fráfall og jarSarför eiginmanns míns, sonar, föSur, tengdaföSur, afa og fósturföSur Jóns S. Þorkelssonar bónda, BrjánsstöSum, Grímsnesi. Sérstakar þakkir færum viS læknum og starfsfólki sjúkrahúss- ins aS Selfossi og sveitungum okkar fyrir alla þeirra hjálp. GuSrún Jóhannesdóttir, Þorkell Þorleifsson, börn, tengdabörn, barnabörn og fósturdóttlr. Jón Jónsson frá Flatey, fyrrverandi kennari, andaðist 19 maí. Útförin er afstaðin. — Þökkum sýnda samúð, þökkum einnig hjúkrunarfólki á Sólvangl hlýja umönnun f veik- indum hans. Ingibjörg Snorradóttir. og aSrir vandamenn. Rætt viS Gústav Halldórsson Framhaid at 9 siðu hér iðnað. Eg hef stundum ver- ið að jagast í því, að kaupfélag- ið komi upp kjötvinnslu. í vet- ur fluttum við 1000 ærskrokka til Akureyrar. Þar voru þeir af- beinaðir. Eg held við ættum bara að gera þetta sjálfir. Og svo er það félagsheimilið — Félagslíf? — Og það er nú heldur dauft yfir því og þó sjálfsagt ekki lakara en gengur og gerizt. Starfandi er bæði ungmenna- og kvenfélag. Þau hafa m.a. staðið fyrir leiksýningum öðru hvoru. Góð viðleitni og lofs- verð. Núna, t.d., eru bæði fé- lögin að æfa leikrit. En aðstaða til leiksýninga og félagslífs yf- irleitt er erfið. Okkur vantar félagsheimili í stíl við það, sem nú þykir boðlegt. Bygging þess er nú í undirbúningi. Mun vera búið að gera drög að samningi milli þeirra aðilja, sem væntan- lega standa að byggingunni en það eru Hvammstangahreppur, Kirkjuhvammshreppur, verka- lýðsfélagið Hvöt, ungmenna- og kvenfélög í Hvammstanga- og Kirkjuhvammshreppum og sennilegt er, að hestamannafé- lag sýslunnar verði einnig’með. — Og íbúum fjölgar alltaf? — Já, heldur er það nú í þá áttina þótt hægt fari. Aðallega er það þá eldra fólk, sem hætt- ir búskap í sveit og flytur hing að. Og það fólk skil ég betur en hitt, sem flyzt úr sveitinni og til Reykjavíkur. Hér er það þó nær æskustöðvum og átt- högum. Og hér getur það haldið því nær stöðugu sambandi við kunningja og vini. — Nú það ber náttúrlega við, að hingað flytjist ungar fjölskyldur. Ef ég má skjóta því hér inn i, í^sambandi við það, sem við T.-ivoruínfiað tala um atvinnuna, sem heita má nóg fyrir fólk á venjulegum vinnualdri, að helzt vantar, já, og endilega, vinnu fyrir unglinga, eiginlega allan ársins hring. Sveitirnar geta ekki tekið við öllu þessu fólki yfir sumarið, því þetta vanda- mál er því miður ekki bundið við Hvammstanga einan, það mun víðar sömu sögu að segja. Og sveitirnar eru blátt áfram undirlagðar börnum og ungl- ingum úr Reykjavík yfir surn- arið. — Og nú ætlið þið bráðum að fara að kjósa í sveitarstjórn? — Já, ég veit það ekki. Jú, ætli það verði ekki svo. Við erum nú heldur slappir við að halda sveitarfundi. Það var t.d. aldrei borið undir sveitar- fund hvort byggja ætti barna- skólann. Það var bara gert. Jú, fundur var nú haldinn um fé- lagsheimilismálið. Eg held það sé bara bezt að sleppa kosn- ingunum. Það fæst hvort eð er enginn til þess að fara í sveit- arstjórnina og þó líklega sízt til þess að verða oddviti. Sú tregða á alls ekki rætur sínar að rekja til þess að svéitarfé- lagið eigi í fjárhagsörðugleik- um. Menn vilja bara ekki eyða tíma í þetta. Finnst þeir hafi annað þarfara að gera. Svona er það líka í verklýðsfélaginu. Þar vill helzt enginn vera í stjórn. Af sem áður var þegar kommar og kratar bitust þar um völdin. Nei, menn eru ekki gmnkeyptir fyrir því hér á Hvammstanga að lenda í opin- berum störfum. — mhg — Þakka innilega auðsýnda vinsemd og hiuttekningu við andlát og jarðarför manns míns, Einars Ólafssonar, Þórustöðum. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Gísladóttir. íþróttir og skoraði hann með föstu skoti, óverjandi fyrir Einar, en knöttur- inn straukst við varnarleikmann á jeið í niarkið. í síðari hálfleik hafði Fram tals verða yfirburði — og fengu þá fjöl mörg opin tækifæri, en tókst að- eins að skora eitt mark. Það kom nær strax. Fram náði sókn hægra megin — og útherjinn Hallgrímur gaf fyrir markið. Miðherjinn Grét- ar aðþrengdur af Jóni náði knett- inum og sneiddi hann skemmtilega í markhornið — en Einar var of seinn að kasta sér, og hefði átt að verja hið lausa skot, þótt óvænt væri. -— En aðeins síðar bætti Ein ar þetta upp með að verja vel skot Ragnars Jóhannssonar. Akureyringar urðu fyrir því ó- láni fljótlega í hálfleiknum, að Jón Stefánsson meiddist í öxl —1 en hann hafði fallið yfir markmann sinn og kom illa niður á öxlina. Var Jón frá um tíma, en kom síffan inn á aftur og lék þá á kantinum. Þetta var mjög slæmt fyrir Akur- eyrárliðið, því Jón var bezti maður þess. Vörn Akureyrarliðsins var nokk uð losaraleg við það, að Jón hvarf úr henni — og stóð ekki á því, að Framarar fengu tækifæri. En allt kom fyrir ekki — mörkin urðu ekki fleiri — og það þótt t.d. Hall grímur væri tvisvar í dauðafæri á markteig — og Ásgeir Sigurðs- son fékk einnig álíka tækifæri. Akureyringar voru daufir -— og greinilegt, að þeir töldu leikinn tapaðan. Smá von hefði það getað gefið, þegar Páll Jónsson lék Kára frían, en skot hans lenti ofan á stöng — ef Akureyringar hefðu skorað þá. En það varð ekki og Fram vann því fyrsta sigurinn á íslandsmótinu 1962. Eins og áöur hefur komig fram hér á síðunni er Fram-liðið mun betra en það var í fyrra. Vörnin er þó enn nokkuð þung — en von er til þess, að Rúnar Guðmunds- son geti bráðum hafið að leika eftir meiðsli — og ætti það að styrkja hana mikið. Guðjón Jóns- son er bezti varnarleikmaðurinn, og leikur hans yfirvegaður. Hrann ar vinnur mjög vel og er að verða bezti maður liðsins, en gæzla hans á Kára í þessum leik var furðiileg, en auðvitað var það líka þjálfar- ans að grípa inn í. Ragnar vinnur einnig mjög vel sem framvörður. í framlinunni bar Guðmundur Óskarsson af — og þetta verður greinilega hans bezta sumar, ef engin meiðsli verða hjá honum en hann hefur verið afar óheppinn hvað þau snertir. Grétar er líflegur miðherji og vinnur mikið fyrir lið ið. Framlína Akureyrarliðsins er skemmtilegri hluti liðsins þótt ekki tækist framlínumönnun um að skora í leiknum. Páll, Kári, Steingrímur og Skúli, eru allir leiknir í bezta lagi — og það verð- ur virkilega gaman er sjá til þeirra, þegar Jakob kemur við hlið þeirra til að stjórna aSgerðum. Einar Helgason er alltaf skemmti legur markvörður, og hann bjarg- aði tvívegis mjög glæsilega í leikn- um. Bakverðirnir eiga enn margt ólært og sama er að segja um fram verðina — en hvað sem því líður eru efnilegir menn í þessum stöð- um. Dómari í leiknum var Einar Hjartarson, Val, og komst hann vel frá því starfi._____________ Vandleystir erfíðleikar Framhald af 7. síðu. eins konar „þreifari" eða fyrsta fótakefli, ef Rússar leggja til atlögu í vestur. Ef ráðizt yrði á þessar hersveitir, þá yrði ekki um neinar vangaveltur að ræða í Washington, hvort taka ætti þátt í striði í Evrópu, eins og raunin varð í báðum heimsstyrj öldunum. Kjarnorkustyrkur Frakka á því að vera tæki til að skuldbinda Bandarikin msð þessum hætti, frumákvarðanirn ar yrðu teknar á meginlandi. Ev rópu. Eg vona, að enginn taki þetta sem uppljóstrun ljóts samsæris. Þetta er ekki ljótt samsæri. Þetta er valdaskák, eins og meistararnir tefla hana, og okk ur þýðir ekkert að setja upp hræsnissvip gagnvart henni. Við höfum engan guðlegan rétt til þess að fara fremur með hið endanlega ákvörðunarvald en Evrópumenn. En það eru okk- ar hagsmunir, að halda í ákvörð unarvaldið meðan okkur er stætt á því og við megum hvorki láta tilfinningamjúk- mæli virðulegra stjórnmála- manna blekkja okkur né rugla. Við verðum — með öðrum orð- um -— að halda leiknum áfram og hafa úrræði til að verr.da okkar hagsmuni og koma áleiðis framtiðarvonum okkar. Staðsetning stóriðju (Framhald af 6. síðu). virkjun Þjórsár eigi að ganga á undan virkjun Jökulsár á Fjöllum, vegna mannfjöldans, sem þegar er búsettur syðra og þeim mörgu sem þangað flytja árlega og þetta eigi að gera, jafnvel þótt Þjórsár- virkjun yrði fyrirsjáanlega óhag- kvæmari til stóriðju, leggur fund- urinn áherzlu á, að sú skoðun er byggð á öflugum forsendum. Fundurinn telur hiklaust, að þegar á allt er litið, mundi þjóð- hagslega réttara að virkja Jökulsá á undan virkjun Þjórsár til stór- iðju, jafnvel þó að orka Þjórsár reynist samkvæmt áætlun ekki dýr ari en Jökulsá." Ályktun þessa sendi fundurinn Alþingi, ríkisstjórn og alþingis- mönnum Norðurlands eystra. Nýlega samþykkti aðalfundur Bændafél. Fljótsdalshéraðs álykt- un sem mjög er í sama anda og samþykkt sveitarstjórnarmanna úr Þingeyjarsýslum, á síðasta hausti. Samþykkt bændafundarins er þann ig orðrétt: „Fundurinn telur það afgerandi nauðsyn fyrir fólk úr öllum byggð um Norður og Austurlands, að virkjun Jökulsár á Fjöllum verði valin til næstu stórvirkjunarinnar í landinu, þegar til þess kemur. — Telur fundurinn að atvinna og stóriðnaður, sem mun fylgja þeirri framkvæmd, myndi jafna aðstöðu í byggðum landsins og myndi flestu öðru fremur vinna á móti þeirri þróun, sem alþjóð hefur við urkennt að sé óheppileg, að meiri hluti þjóðarinnar safnist í eitt horn landsins, þar sem ein stór- virkjun myndi örfa þá þróun. Fyrir því skorar fundurinn á alla þingmenn kjördæma Norður- og Austurlands að vinna að því að skapa órjúfandi samstöðu fólksins á þessu svæöi til að standa vörð um þetta réttlætis og hagsmuna- mál. í því sambandi vill fundurínn benda á sem heppilega leið til að ná samstöðu í málinu, að komið verði á fulltrúafundi sveitarfélaga í þessum byggðarlögum til þess að samræma sjón'armiðin og beinir því til þingmanna úr kjördæmum Norður- og Austurlands, að þeir gangist fyrir því að slíkur fuud- ur verði haldinn." Fagna ber tillögu Bændafélags Fljótsdalshéraðs, sem er athyglis- verð og jákvæð. Þar sem það er nú mjög á döfinni að ákveða næstu stórvirkjun með stóriðju fyrir aug um, er vafasamt að bíða með að sveitarstjórnir í þessum landshlut um, láti skoðun sína í Ijós, þar til næðist saman fulltrúafundur allra sveitatstjórna á Norður- og Austur landi. Þess vegna heitir bæjar- stjórn Húsavíkur á allar sveitar- stjórnir Norður- og Austurlands að ljá málinu stuðning með sam- þykktum í svipuðum anda og á Húsavíkurfundi þingeyskra sveitar stjórnarmanna og Egilsstaðafundi austfirzkra bænda og búnaðarsam bandsfundi eyfirzkra bænda, sem sendar yrðu Alþingi og þingmönn um kjördæmanna. í trausti þess að þér bregðið þegar við og látið í ljós skoðun yðar á því stórmáli, sem nú skiftir mestu fyrir byggð- irnar norðan og austan lands kveð ég yður. Til sveitarstjórna Norður- og Austurlands. Virðingarfyllst, Bæjarstjórinn Húsavik Áskell Einarsson. lö TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.