Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 8
Egiisbiíd C • ál * * a >» Íb (i i bmromutonleikar - nýtt féSags Neskaupstaö Fjórtándu tónleikar hljómsveitar innar voru haldnir í Háskólabíói 17. maí s.l. undir stjórn Olav Kiel- land. Efnisskráin var samsett af norrænni tónlist eingöngu, og bar tónleikana upp á 17. maí, þjóðhá- tíðardag Norðmanna, svo að úr iþessu varð sannkallaður hátíðis- dagur. Tónleikarnir hófust á Past- oral-svítu op. 19 eftir sænska höf- undinn Lars-Erik Larsson. Þetta er verk í klassísk-rómantískum anda, létt og aðgengilegt, og því fyrir- hafnarlítið fyrir hlustandann að njóta þess til fullnustu. Leikur hljómsveitarinnar var þarna hreint afbragð, felldur og á- ferðarfallegur, og óvenjulega glögg ur og eðlilegur skilsmunur í styrk leikahlutföllum, svo að heildarsvip urinn varð óvenjulega jafn. Þá var næsta verk nokkuð ó- venjulegt að heyra á Sinfóníutón- leikum, eða „Bergljót", ljóð eftir Björnstjerne Bjömson og fylgir því músík eftir Edv. Grieg. Guð björg Þorbjarnardóttir flutti ljóðið í snilldarþýðingu Matthíasar Joch- umssonar, og gerði það afburðavel, var flutningur hennar þróttmikill, lifandi og náði og hún mjög sann- færandi tökum á innihaldi þessa hádramatíska kvæðis. Tónafylgd sú er Grieg hefur lagt þessu verki til, er heldur léttvæg, og gerir kann- ske lítið annað en að undirstrika sum atriði ljóðsins gagnvart hlust- anda. Kjarnmesta verkið var sinfónía stjórnandans, Olav Kielland. Verk- ið var flutt hér í fyrsta sinn, enda svo til nýsamið (1961). Er þetta kröftugt og skemmtilegt verk, sem gefur hlustanda nóg um að hugsa, þótt það sé mjög aðgengilegt við fyrstu heyrn. Verkið blátt áfram iðar af lífi, þar skiptast á stemm- ingar af ýmsu tagi, sem koma fram í gullfallegum stefjum. Höfundur notfærir sér Öll hljóðfæri hljom- sveitarinnar til hins ýtrasta og hlíf ir þar engum, og liggja málmbi'íst urshljóðfærin þar ekki á liði sínu. Túlkun höfundar og stjórnanda á þessu verki var frábær, það er því líkast sem Kielland hafi töfrurn gæddan tónsprota, honum virðist takast að gera það ótrúlegasta mögulegt, og ná fram svo marg- breytilegum blæbrigðum, að undr- un sætir, sterkur vilji, föst skap- gerð og miklir hæfileikar orka sjálfsagt miklu hér um. Kielland hefur átt sinn mikla þátt í að móta hljómsveitina á hennar fyrstu starfsárum, og er sem hann lyfti henni hærra í hvert sinn, sem hann stendur á konsert- pallinum og á hann óskiptar þakk- ir hlustenda fyrir sína aðild að svo mörgum ánægjulegum sinfóníutón- leikum. U. A. Söngur Geysis Karlakórinn Geysir frá Akur eyri hefir verið í söngför hér syðra að undanförnu og haldið tónleika víðs vegar og að síð- ustu í Austurbæjarbíói þ. 22. maí s.l.. Kórinn hefir nú starfað á Ak- ureyri um 4 áratugi, svo hann stendur nú orðið á gömlum merg, í þeim skilningi þótt eðlileg end- urnýjun söngkrafta hafi farið fram innan kórsins svo sem vera ber. Söngstjóri undanfarna ára- tugi hefir verið Ingimundur Arna- son, en er nú Árni Ingimundarson tekinn við. Söngskrá þeirra félaga er ekki hlustanda, sem skyldi, og einstaka þeirra eiga varla erindi í konsertsal. — Söngur kórsins er yfirleitt góður og þróttmikill — tenorarnir ágætir og hljóma vel, væri óskandi að svo ágætur kór glímdi við virðulegri verkefni, og væri þá varla að spyrja um árang- urinn. Einsöngvarinn Jóhann Kon- ráðsson stóð sig prýðilega svo og einfaldur kvartett, sunginn af fé- lögum úr kórnum. Undirleik annaðist Guðrún Krist insdóttir, og er hún ekki einungis dugandi einleikari, heldur búin öllum þeim kostum, sem góðan frábrugðin því sem tíðkazt hefur undirleikara me.ga prýða. Kór, söng síðustu tvo áratugina, mörg ágæt i stjóra og undirleikara var fagnað j lög — en því miður orðin svo út- j mjög ákaft, og hlutu að lokum mik j þvæld að þau ná naumast eyrum1 ið lófatak. U. A. Lúðrasveit drengja Lúðrasveit drengja frá Akur- eyri hélt tónleika í Tjarnarbæ þann 14. maí s. 1 undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Þessi hóp- ur ungra pilta hefur verið á ferða lagi um Suðurland, og látið menn heyra árangur af 4 ára starfi flokksins. Þessi viðleitni barna- skólanna til að stuðla að kennslu á blásturshljóðfæri er sannarlega til fyrirmyndar, og þær drengja- lúðrasveitir, sem starfa bæði hér í Reykjavík og á Akureyri hafa áreiðanlega oft skemmt þeim eldri og þá ekki sízt ungu kyn- slóðinni með sínum blæstri. Má því gera rág fyrir að innan þess- ara drengjahópa leynist verðandi sinfóníumeðlimir, því að þarna er grundvöllurinn og undirstaða að blásturshljóðfærakennslu. Akureyrarsveitin er þegar búin að ná furðu góðum árangri, dreng irnir eru röskir og öruggir og blása af þvílíkri músíkgleði, að það eitt gerir kannske meira en efni standa til. Annars er þessi vísir sannarlega þess virði að honum sé gaumur gefinn og ótví- rætt að þarna er undirstaðan fyr- ir komandi sinfóníuhljómsveitir landsins. — U. A. Samsöngur norska kórsins Norskur karlakór hefir heimsótt ísland og hélt tónleika úti um land í s.l. viku en efndi að lokum til samsöngs í Gamla Bíói þ. 22. maí s.l. Þeir söngfélagar nefna sig „Den norske Studentersangforen- ing“ og eru að því leyti ósvikinn stúdentakór. Raddirnar eru nokkuð svipaðar þótt 1. og 2 bassi hafi þar allt nokk uð fram yfir tenórana að styrk leika. Söngur þeirra er hressandi og fjörlegur og stundum allrútíner- aður. Verkefnin voiu að mestu leyti norræn og gætti þar talsvert norskra þjóðlaga, sem eðlilegt er, þar eð slíkur urmull er til af þeim. Eru þau allbreytileg eftir því frá hvaða byggðarlagi þau koma, og^ skemmtilegt að heyra svo margar. mállýzkur í einu. Tókst þeim fé-: lögum vel að túlka þau mismun- andi blæbrigði og hraðabreyting-j (Framh. á 15. síðu) 1 Fyrra laugardagskvöld var vígt nýtt télagsheimili í Neskaup stað. nefnist það Egilsbúð eftir Agli rauða landsnámsmanni, sem þarna settist að endur fyrir löngu. Til vígsluhátíðarinnar var boð ið öllum bæjarbúum, og var þar samankomið mikið fjölmenni, eða um 800 manns. Stefán Þorleifs- son stjórnaði samkomunni og flutti vígsluræðu, og lýsti hann gangi byggingaframkvæmda. Næst fluttu ávörp Bjarni Þórð arson bæjarstjóri og Þórunn Jakobsdóttir. Karlakór Norðfjarð ar söng undir stjórn Haralds Guð mundssonar prentara, en Kristján Gissurarson annaðist undirleik. Einnig lék Lúðrasveit Neskaup- staðar. Framkvæmdastjóri félagsheimil isins Valur Sigurðsson flutti ræðu vig vígsluathöfnina, og lýsti hann byggingu heimilisins. Húsið hefur verið í smíðum í liðlega 6 ár, og er nú lokið smíði anddyris, stiga húss, samkomusalar og samliggj- andi veitingasalar. Einnig er ætl- unin, að í húsinu verði rúm fyr- ir skrifstofur, fundarsal og hús- næði fyrir tómstunda- og félags- starfsemi, en vinnu við það er ekki að fullu lokið. Heildar kostnaður við bygginguna er orð inn röskar fimm milljónir, og af því hefur bæjarsjóður lagt fram mestan hluta, þá félagsheimila- sjóður og eigendafélögin, en eig- endur Egilsbúðar eru bæjarsjóð ur Neskaupstaðar, Iðnaðarmanna félag Neskaupstaðar, Kvenfélagið Nanna, Kvennadeild Slysavarnar félagsins og Fjáreigendafélag Neskaupstaðar. Húsig er talið hið fallegasta. Samkomusalurinn rúmar 200 manns í sæti, og í því er 80 fer- metra leiksvið. Búningsherbergin sem ekki eru enn fullgerð, verða þannig útbúin, að nota megi þau, sem gistiherbergi yfir sumartím ann, ef nauðsyn krefur Að ræðu Vals lokinni fluttu ýmsir kveðjur til heimilisins og færðu því góðar gjafir, Dráttar brautin h.f. Samvinnufélag útgerð armanna og Síldarvinnslan h.f. gáfu konsertflygil af fullkomn- ustu gerð. Sparisjóður Norðfjarð ar afhenti félagsheimilinu 100 þúsund kr. ávísun, og Kaupfélag ið Fram gaf 25 þúsund krónur. Einnig gaf ónefndur maður mál- verk. Fjöldi heillaskeyta barst við þetta tækifæri, m. a. frá menntamálaráðherra og Eysteini Jónssyni, en gestir voru fáir við vígsluathöfnina utan íbúa Nes kaupstaðar vegna samgönguörðug leika. Á mánudagskvöldið bauð félags heimilið öllum börnum staðarins til skemmtunar, og var þar glatt á hjalla. Á sunnudagskvöldið hafði leik félag Neskaupstaðar frumsýningu á Gullna hliðinu eftir Davíð Stef- ánsson. Leikstjóri er Gunnar Ró bertsson Hansen, en með aðal- hlutverk fara; Guðný Þórðardótt (Framh. á 15. síðu) Konráð Vilhjálmsson gefur heimasýslu Þingeyingaskrána HÚSAVÍK, 15. maí. — Sýslufund- ur Suður-Þingeyjarsýslu var hald inn á Húsavík dagana 24. til 27. apríl s.l. Þessar voru ákveðnar fjárveitingar sýslusjóðs: Til menningarmála íci.' í3B!ÓÖÖ,00' Til heilbr.mála — 156.000,00 Tii búnaðarmála — 77.000,00 Til vega — 330.000,00 Sýslunefndin samþykkti hlut- deild í stækkun sjúkrahússins á Húsavík og ákvað að hefja undir- búning að töku héraðskvikmyndar. Fundurinn barst gjafabréf frá Konráði Vilhjálmssyni fræðimanni 'á' Húsavík og konu hans, Þórhöllu Jónsdóttur. Þau gáfu sýslunni Þing 'éýingaskrá, mikið ritverk, sem Konráð hefur unnið að í síðustu 15 ár. Þar eru taldir allir þeir, sem búsettir voru í Suður-Þing- eyjarsýslu árið 1800 og þeir, sem þar fæddust á 19. öld, eða fluttu þá inn í sýsluna. Getið er foreldra hinna innfluttu, helztu dvalarstaði aðfluttra og innfæddra og fleira fram tekið. Sýslunefndin færði gefendunum fyllstu þakkir fyrir þennan ein- stæða dýrgrip, sem þeir gáfu sýsl unni. Nefndin óskaði eftir leyfi Konrá'ós, ,til að láta gera af hon- um mynd, sem geymd verði í myndasafninu á Laugum. — Þormóður. Páll H. Jónsson frá Laugum: Hin nýja kvern í Snorra-Eddu er þessi frásögn: „Fróði hét konungur, er réð fyrir Danmörku. Hann sótti heimboð tii Svíþjóðar til þess konungs, er Fjöln ir er nefndur. Þá keypti hann amb átti tvær, er hétu Fenja og Menja. Þær voru miklar og sterkar. í þann tima fannst í Danmörku kvern- steinar tveir svo miklir, að engi var svo sterkur að gæti dregið. En sú náttúra fylgdi kvernunum, að það mólst í kverninni, sem sá mælti fyrir er mól. Sú kvem hét Grótti. Hengikjöftur er sá nefndur, er Fróða konungi gaf kvernina. Fróði konungur lét l'eiða ambátt- irnaj- til kvernarinnar og bað þær mala gull, og svo gerðu þær, mólu fyrst gull og frið og sælu Fróða. Þá gaf hann þeim eigi lengri hvíld eða svefn en gaukurinn þagði eða hljóð mátti kveða”, f meir en sjö hundruð ár hefur sagan um Grótta varðveitzt til handa þeirri þjóð, sem Snorri kenndi íslenzka tungu forðum. Kvernin Grótti var um margar myrkar aldir draumkvern og ósk- kvern févana þjóðar, sem trúði og vonaði til þess tíma, er hin góða kvern gerði að fullsælu með gulli sínu. En sagan um Grótta hefur reynz.t vera meira en draumur og von. Hún hefur reynzt spásögn og spá- dómur hennar að nokkru rætzt Nú er svo komið, að kvernin Grótti malar guli handa niðjum þess fólks sem sagan var draumur og von Hinir miklu kvernsteinar hafa tek- ið á sig gervi margs konar véla. Stórvirkra veiðiskipa, sem moka upp síld og fiski við strendur lands ins, jötunefldra aflvéla, sem breyta mýrum og móum í bleikan akur og gróin tún, jarðbora, sem grafa gullsígildi úr undirdjúpunum, orkustöðva, sem „draga frjómögn iofts að bl'ómi og björk” og „ljósið tendra í húmsins eyðimörk” með því að nota „máttinn rétt í hraps- ins hæðum”. Kvernin Grótti malar töðuna af túni bóndans og hleður heyi í hlöður, á einum degi nú, sem tók vikur að afla áður fyrr. Landið allt milli fjalls og fjöru og allt í kringum strendur þess, kveður við af kvernhljóðinu, þegar hinir reginþungu kvernsteinar mala — mala gull og gullsigildi og unna ambáttum sínum engrar hvíld ar, eigi meiri en gaukurinn þegi.r eða hljóð má kveða. Ambáttirnar Fenja og Menja höfðu einar orku til að draga kvern steina Fróða konungs. Hafa þær reynzt vera sögnin ein, eða spá- dómur eins og kvernin? Má finna líkingu þeirra í nútíma þjóðfélagi, svo sem kverna.rinnar Grótta? Stórfengleg og glæsileg er sú reginbreyting, sem orðið hefur á högum þjóðarinnar, með vélvæð- ingu síðustu ára. Sú breyting má vera gleðiefni hverjum þeim, sem heyrir og sér, skynjar og finnur til á maniilegan hátt. Mestri gjörbyit- 8 T í M I N N , miðvikudaginn 30. maí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.