Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.06.1962, Blaðsíða 15
INNING: Jón Ármann Hallgrímsson J6n Ármann er farinn frá okk- ur — dáinn. Vonirnar, sem við' hann voru bundnar eru brostnar. Aldrei framar sér maður hann hér þennan gáfaða, tápmikla og skemmtilega dreng. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd. Hann var burtu kallaður með svo óvæntum og sviplegum hætti. Hann var í skemmtiför með félög- um sínum — bekkjarsystkinum úr barnaskóla — og var þar hrókur alls fagnaðar eins og hans var vandi, enda einn af forystumönn- Tinum í þeiiTi ungu sveit. En í þess ari skemmtiferð var einnig hinn „slyngi sláttumaður“ með í för. Og á heimleiðinni laust eldingu dauðans niður í hinn glaða hóp bekkjarsystkinanna. Jón Ármann fékk aðsvif í sundlauginni í Hvera gerði og drukknaði. Það voru hörmuleg ferðalok. Andspænis slík um atburðum stendur maður agn- dofa og spyr: Hvers vegna varð ævi Jóns Ármanns svona alltof stutt? Hann var aðeins á fimmt- áhda aldursári. En maður fær ekkert svar. Hver skilur slíkan skapadóm? Það er sárt að sjá vorgróður visna, áður en hann hef ur náð fullum þroska og borið blóm. Jón Ármann var fæddur í Reykjavík 5. okt. 1947, sonur hjónanna Margrétar Árnadóttur og Hallgríms Jakobssonar, söng- kennara. Hann lauk prófi annars bekkjar í Hagaskóla nú í vor, ætl- aði sér að ganga menntaveginn og hafði til þess ótvíræða hæfileika. Hann andaðist 11. júní sl. Ævi hans varð hvorki löng né viðburða rík. Á blað hans í lífsins bók er því ekki skráð löng saga. En það eru ekki heldur neinir blettir á blaðinu hans. Og þeir, sem kynnt ust honum á hans stuttu ævi, geyma um hann margar og góðar minningar. Eg man það svo vel, þegar ég sá Jón Ármann fyrsta sinn. Þá var hann átta ára að aldri, kot- roskinn og skemmtilegur anáði. Mér gatz strax einstaklega vel a5 þessum fjarskylda frænda mínum. Hann og sonur minn lentu í sama bekk í barnaskóla, og urðu þá þeg ar mestu mátar. Þeir voru jafnan síðan bekkjarbræður í bamaskóla, og gengu síðar í sama gagnfræða- skóla. Jón Ármann varð því tíð- ur gestur á heimili mínu. Hann var ætíð kærkominn; hc*num fyllgdi jafnan hugþekkur og hressandi blær. Hann varð því öllum hér á heimilinu alveg sérstaklega kær. Það var eitthvað í fari hans, sem laðað'i mann að sér. Alltaf man ég, þegar hann sagði á sinn elskulega hátt: ég er ekki gestur hér. Og okukr hjónunum fannst hann heldur enginn venjulegur gestur. Hér þótti öllum vænt um hann. Og við minnumst margra stunda, er hann dvaldi hér hjá okkur á Ara- götu 13. Jón Ármann var gáfaður dreng- ur, glaðlyndur, fjörmikill og bráð- þroska. Hann var drengilegur, hlýr og hjartagóður. Eg var ekki í nokkrum vafa um, að í honum byggi mikið mannsefni. Snemma kom fram hjá honum sterkur ætt- ararfur — félagsmálaáhuginn. — Honum var áreiðanlega eiginlegra að vera vakandi og virkur þátt- takandi en hlutlaus og óvirkur á- horfandi. Jón Áimann kom sjaldnar til okkar síðast liðinn vetur heldur en oft áð'ur. Hann las víst fastar en fyrr, og tók auk þess veruleg- an þátt í félagslífi skólans. Þá var það oft, að einhver á heimilinu ,'rigði: Það er lamgt síðían Jón Ármann hefur komið. Þessi setn- ing segir sína sögu. Hans var sakn að, og hans verður sárt saknað. Þannig var Jón Ármann. Og nú er hann farinn, sæti hans autt og óskipað. En í hugum okkar, sem þekktum hann, á hann sitt ákveðna rúm. Tregablandnar kveðjur okkar fylgja honum út yfir hin miklu landamæri. Sárastur harmur er auðvitað kveðinn að foreldrum hans, systkinum og öðrum nánum að- standendum. Sorg foreldranna get- ur enginn mannlegur máttur lækn- að. Gagnvart þeirri sorg eru öll orð ónýt. En þeagr frá líður verður þeim ef til vill hugfró að hugsa til þess, að í hugum allra, er kynntust þessum elskulega dreng þeirra, er minningin um hann umvafin hlýju og birtu, sem engan skugga ber á. Ólafur Jóhannesson . 17. júní í Kaupmaitnahöfn Framhald af l.ksíðu. benti sérstaklega á í því sambandi, að í Kaupmannahöfn hefði Jón Sigurðsson búið mestan hluta ævi sinnar og þaðan hefði hann háð hina pólitísku frelsisbaráttu Islend ingum til handa. Páll vék nokkuð að handrita- málinu og hina farsælu lausn þess máls, sem hann sagði að hefði verið síðasta óútkljáða málið milli Dana og íslendinga. Lauk hann miklu lofsori á dönsk yfirvöld fyr-j ir þann skilning og óeigingirni, er þau hefðu sýnt í málinu. Að lokinni hátíðarræðunni lék Elísabet Sigurðsson á klarinett með píanóundirleik Anker Blyme. Formaður þakkaði síðan ræðu- manni og hljómlistaifóllcinu og tóku viðstaddir undir þau þakkar- orð með dynjandi lófataki. Síðast skemmtiatriða var lit- myndasýning frá Færeyjum, en að þeirri sýningu lokinni var stiginn dans, sem dunaði langt fram á nótt. — Aðils. ÞAKKARÁVÖRP Mínar alúðar þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum og öðrum vinum, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og hlýjum óskum á 80 ára afmælisdaginn minn, þann 25. apríl síðastliðinn. Matthías Finnbogason, Vestmannaeyjum. Innilegar þakkir til allra, sem auSsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Björns H. Jónssonar, fyrrverandl skólastjóra. Jónína Þórhallsdóttlr, börn, tengdadaetur og barnabörn. Ig mun fengi húa að þessari fer'S Framhald af 16. síðu. — Það var eins og höfðingjar væru á ferð, en ekki bændur af Austfjörðum. Þegar við komum í Borgarfjörð heyrðist þar ekki minnzt á þjóðhátíðardaginn, það komst ekkert að nema við. Alls staðar voru svo ræðuhöld og góð- ar viðtökur. Okkur var t.d. öllum boðið inn upp á kaffi og veitingar í Brautarholti, á Gilsbakka og að Blikastöðum. — Var ekki fólk á öllum aldri með í ferðinni? — Jú, en aðallega var þarna full orðið fóík, sá elzti var 82 ára. — Höfðu nú karlmennirnir á- huga á að sjá það sa,ma og þið kon- urnar? — Það kom aldrei til neins á- greinings um það. Við skoðuðum öll fjósið á Hvanneyri, og svo komu þeir einnig með okkur að skoða kvennaskólann að Varma- landi. — Var þetta erfitt? — Enginn mundi eftir að verða þreyttur. Þag gerði nú ekki mikið til þótt við svæfum heldur minna en við erum vön. Mig hefði aldrei dreymt um, að þetta gæti orðið svona skemmtileg ferð. — Það er víst ekki oft, sem þið sveitafólkið farið i svona sumar- ferðir, venjulega eru það kaup- staðarbúarnir, sem fylla allt og tefja fyrir heyskapnum. — Sauðburðinum var lokið, og ekki farið að spretta, svo tíminn var mjög hentugur. Það er nú allt- af gaman að fá gesti, finnst okkur í sveitinni. Inni í Nökkvavogi 2 fundum við svo Ingibjörgu Halldórsdóttur og Björgvin Elíasson frá Galtastöðum og Aðalbjörgu Sigurðardóttur frá Húsey. — Við vorum því miður ekki sér lega heppin með veður, en hjarta- hlýjan var svo mikil inni fyrir og hlýjan innan dyra, áð við fundurn <siíkeíltv'til “kuldans úti fyrir. Sem ‘Bétuf’fó’r Tösnuðum við að mestu við rigninguna, svo að við gátum vel séð út um bílrúðurnar á leið- inni suður. Það hefði verið leiðin- legt, að geta ekkert séð. — Eruð þið þreytt eftir þessa löngu ferð? — Nei, alls ekki. Fararstjórinn var mjög góður, og sömuleiðis bíl- stjórinn og bíllinn, svo maður fann ekkert til þess, þótt keyrt væri á slæmum vegum, sem var mjög ó- víða. Já, og svo leyfði fararstjór- in nokkur að sofa út annan hvorn dag, svo að þetta var ekkert. — Hvernig leizt ykkur á Vest- firðina? — Þar er nú allt hrikalegra en fyrir austan. Þó fannst okkur fal- legt, sérstaklega eftir að við kom- um í Dalasýslu og suður í Borgar- fjörðinn. — Var sprettan orðin meiri þarna en á Austurlandi? — Já, það var allt orðig grænt. Fyrir austan er svo mikið kal í túnum í ár, að allt er grátt þar. — Vilduð þið þá nokkuð fara heim aftur? — Sumir höfðu nú við orð, að réttast væri að fara ekkert heim aftur í kal og kuldann. ið í ASger Fr- síðu. vopnahléssamninginn að emgu, og livöttu beir evrópska íbúa til þess að halda bar’áttunni áfram. Vird- ast OAS-menn í Oran halda fast Víð þá fyrirætlun sína, a® mynda sjálfstætt herverndað ríki Evrópu manna í Omn og borgunum í kring. Stjórnmálamenn í París segja, að ástæða sé til að ætla ,að yfir- gnæfandi meirihluti borgara í Al- sír, bæði Serkir og Evrópumenn, óski eftir friði og ró í landinu og fyrirætlanir OAS-samtakanna um áframhaldandi baráttu muni renna út f sándinn. Fréttamenn í Alsír segja, að ummæli Ben Khedda, forsætisráð- herra útlagastjórnar Serkja, sem hann viðhafði í Kaíró í dag, hefðu vakig bæði undrun mann og ótta Búizt hafði verið við, að hann lýsti yfir stuðningi sínum við samning OAS og Serkja ,en hann hefur hins vegar lýst því yfir, að hann telji þjóðernishreyfingu Serkja óbundna af þeim samningi. Segir Khedda, að Evian-samning- urinn sé sá ei-ni, sem Serkir viður- kenni og muni þeir halda fast við ákvæði hans. Fé á traktorum Framhald af 1. síðu. jeppa með varahlutum í dráttarvél arnar og vagnana auk verkfæra, ef eitthvað skyldi koma fyrir á leið- inni. Þegar inn eftir kom, átti strax að hefja ferjunina og sleppa fénu í Birgistorfur inn með-KöIdu- kvísl. Næsta sumar verða þessir flutn- ingar sennilega enn þá auðveldari, en ráðgert er að koma upp kláf- ferju á Tungnaá á þessum stað fyr ir þann tíma. — H. E. ¥!ÐAVANGUR Framhald af 2. síðu. smiða og vinnuveitenda og héit með því verkfallinu við vikum saman til óbætanlegs tjóns fyrir ýmsa helztu atvinnuvegi þjóðar innar, ekki sízt síldveiðarnar. Eftir að hafa setið sem slag- brandur í samningadyrum vik- um saman, var gengið að miklu meiri kaupliækkunum en í fyrra samkomulaginu. Eftir öll þessi afrek kemur svo forsætis- ráðherra með ábyrgðarsvip í ræðustól á þjóðhátíðardegi og segir: „Þagnið dægurþras og rigur“, — og hefur líklega ekki einu sinni bltið sig í tunguna. ÞakkarorA Framhald af 8 síðu. kona hans, Guðbjörg Gísladóttir reynzt þar öllum öðrum stórtæk- ari. — Drenglund þeirra, hjálp- semi öll og vinátta í okkar garð, hefur verið slík að orð fá ekki lýst. — Allt þeirra viðmót, öll fram- koma þeirra, bæði í orðum og verk um hefur mótazt af svo innilegri samúð, svo djúpum skilningi, svo einlægri þrá til að græða sár okk- ar og sorgir, að það allt getum við aldrei fullþakkað, og munum aldrei gleyma. Slíkt göfuglyndi, sem þau hjón hafa sýnt okkur, geta þeir einir í té látið, sem sannir eru í kær- leikanum. — Þeir einir, sem hafa stórt hjartarúm. Við biðjum Guð að blessa þau og vemda, börn þeirra og heimili. — Og þá ósk eigum við heitasta öllum þeim til handa, sem skuggar sorgar og ást- vnamissir sækja heim á lífsleið- inni, að öllum mætti þeim auðn- ast að mæta þeim ylgeislum ástúð- ar og göfgi, sem símstjórahjónin á Höfn hafa lagt sig fram um að breiða á vegu okkar, í hörmum okkar og mótlæti. ! Slíkir ylgeislar eru sú Guðs gjöf, sem hvert húm birta. Höfn Hornafirði 16. júní 1962 Sigurborg Ágústsdóttir, Runólfur Bjarnason 4233 messur Framhald af 16. síðu. í Reykjavík voru altarisgestir fiestir á elliheimilinu Grund. Síðdegis töluðu framsögumenn í aðalmálefni stefnunnar, sem er kristin lýðmenntun, séra Eiríkur J. E’Tíksson, þjóðgarðsrvörður á Þingvöllum, og Þórarinn Þóraiins- son, skólastjóri á Eiðum. Að lok- um var sýnd kvikmyndin „Höfuð- trúarbrögð heims“, þar sem dr. Arnold Toymbee gerir grein fyr- ir hinu sameiginlega markmiði hinna ýmsu aðaltrúarbragða, lík- indum þeirra og mismun. Að lok- um flutti frú Auður Eir Volhjálms dóttir, cand. theol., sýnoduserindi í útvarpið. í dag er hlé á prestastefnunni, en prestarnir eru staddir á Þingvöll- um á aðalfundi Prestafélags Is- lands. Kaupfél. Skaftfellinga Framhald af 8. síðu. klaustri 3. júní 1962, skorar á rík- isstjórnina að sjá til þess að fulln- aðarrannsókn á möguleikum um hafnargerð við Dyrhólaey verði hraðað sem mest, svo að til hafn- arframkvæmda geti komið þar sem fyrst, ef rannsóknir leiddu til jákvæðrar niðurstöðu." 4. „Aðalfundur Kaupfélags Skaft fellinga, haldinn að Kirkjubæjar- klaustri, 3. júní 1962, skorar á þingmann Suðurlandskjördæmis, að vinna ötullega að því, að hækk- aður verði allverulega flutninga- styrkur úr ríkissjóði til vöruflutn- inga í Skaftafellssýslu, vegna sér- stöðu Skaftfellinga um langar flutningaleiðir." Á fundinum kom greinilega fram áhugi og einhugur um starf- semi félagsins. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs , Spndum um allt land HALLDOR SIGURÐSSON Skólavörðustig 2 Skólaslit Kvennaskólans Framhald af 9. síðu. skráðust fyrir 25 árum, og færðu þær skólanum málverk að gjöf. — Námsmeyjar, sem brautskráðust fyrir 10 árum, færðu Systrasjóði gjöf, en úr þeim sjóði eru veittir styrkir til efnalítilla námsmeyja, og yngsti árgangurinn, 5 ára ár- gangurinn, færði skólanum einnig vinargjöf. Þakkaði forstöðukona eldri nem- endum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla s£n um, og kvað skólann og hinum ungu námsmeyjum mikinn styrk að vináttu þeirra. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlutu Elna Sig- urðardóttir, 4. bekk C, Jóhanna Guðnadóttir, 4. bekk C, og Margrét Oddsdóttir, 4. bekk Z. Verðlaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástund- un og glæsilegan árangur við bók- legt nám. Verðlaun fyrir beztu frammistöðu í fatasaumi voru veitt úr verðlaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Björg Guðmundsdóttir, 4. bekk Z. Verð- laun úr Thomsenssjóði fyrir bezt- an árangur í útsaumi, hlaut Jó- hanna Ingólfsdóttir, 2. bekk C. — Elli- og hjúkrunarheimilið Grund veitti námsmeyjum Kvennaskólans verðlaun. Var það fslendingasaga Jóns Jóhannessonar, veitt fyrir beztu íslenzku prófritgerðina. Ás- rún Hauksdóttir, 4. bekk C. hlaut þau verðlaun. Þá gaf þýzka sendi- ráðið verðlaun í skólana fyrir góða frammistöðu í þýzkunámi. Þau verðlaun hlutu Elna Sigurðardótt- ir, 4. bokk C, og Jóhanna Guðna- dóttir, 4. bekk C, og Arna Marla Pálsdóttir, 3. bekk Z. Námsstyrkjum v.ar úthlutað í lok skólaársins til eínaJítilIa náms- meyja, úr Systra.sfóði 15.000,— fcr. og úr Styrktarsjóði lijónanna PáJs og Thoru Melsted 2.000.— kr.. MIs 17.000.00. Að\lokum þakkaðí íorstöðukci.a skólaneínd og kennumm íg=a't samstarf á liðnum vetri og óvarp- aði stúlkurnar, sem brautskráðiisi. og óskaði þeim gæfu og ge»gtí í komandi árum. T f M I N N, miðvikudagur 20. júní 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.