Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 15
íhaldiö vildi kljúfa Framhald af 1. síðu. lýðsfélag Miðneshrepps er full- gildur aðili að ASÍ, en þó vildu Sjálfstæðismenn á þingi ASÍ ekki taka kjörbréf þess til greina i þetta skipti. Það, sem hér hefur gerst, er í meginatriðum það, að Framsókn- armenn hafa tiyggt að lögum og rétti hefur verið fylgt og meg því komið í veg fyrir sundrungu verkalýðshreyfingarinnar, sem hefði hlotist af því, ef öfgamenn kommúnista og Sjálfstæðisflokks- ins, eins og Ein,ar Olgeirsson og Bjarni Benediktsson, hefðu fengið að ráða. Vegna þessa ærist nú Bjami Benediktsson sem sér von- ir sínar um sundrungu verkalýðs- ijreyfingarinnar br'<ðast. Fram- sóknarmenn munu eigi að síður hljóta verðskuldaðar þakkir fyrir það að hafa bjargað verkalýðs- hreyfingunni úr mikilji hættu og frá klofningi, sem vofði yfir henni. Siðlaus málfiutníngur Framhaid al his 1 LÍÚ breytir ekki neinu um það, að LÍÚ er fullgildur aðili að ASÍ. Það er algerleiga rangt, að með úrskurði Félagsdóms hafi nokkur afstaða verið tekin til kjörbréfaiiina, heldur bar að fjalla um þau eins og kjörbréf allra lannarra fullgildra félaga i ASÍ og þing ASÍ hefur eitt dómsvald í þeim efnum. Þetta hafa Sjá'ifstæðismenn sjálfir áætlað á þingi ASf nú með því ,að leggjast á móti kjörbréfum frá ýmsum full- gildum félöigum í ASÍ. Hin siðlausu skrif Mbl. í gær sýna hin miklu vonbrigði, er hafa gripi'ð Bjarna Bene- diktsson og fleiri leiðtogia í- haldsins, þegar þeim varð ekki að þeirri ósk sinni, að úrskurði Félagsdóms yrffi óhlýðnazt og með því skap.að tækifæri til að kljúfa a'lþýðusamtökin. í bræði sinni snúa þeir staðreyndunum álveg við oig beina árásum sín- um gegn þeim, sem einmitt tryggðu, að farið var að með lögum og rétti. Framhald af 16. síðu Halldór Jónsson var hæstur með 600 tunnur, sem hann la'ndaði í Reykjavík í dag. Hingað kom einnig Hafrún með 100 tunnur. Jón Finnsson kom til Keflavíkur með 700 tunnur eftir tvær nætur. Á Akranesi lönduðu fjórir bátar í dag, Sigurður 400 tunnum, Fiska skagi 300, Skírnir 150 og Höfrung ' ur 150. Bátarnir lágu allir í vari í dag í Reykjavík, Akranesi og sumir í Rifsihöfn. Þeir fara trúlega út með morgninum, enda spáð batnandi veðri. Allir bátarnir, sem verða á vertíðinni í vetur, munu nú vera komnir á sjó, nema Helga og Svanurinn. Dimmalimm - list- iðnaðarverzlun Ný listiðnaðarverzlun hefur ver- ið opnuð á annarri hæð í Aðal- stræti 9, og kallast hún Dimma- íimrn. Verzlunin hefur á boðstól- um listiðnað nokkurra kvenna, svo sem batík, smeltmuni og marga smáhluti til heimilisþarfa, einnig innfluttan Iistiðnað svo sem ýmsa kinverska hluti, málverkaeftir- prentanir og síðar efni til handa- vinnu, einkum fyrir konur. Þá er meiningin að selja efni til listiðn- aðar fyrir útskrifaða nemendur Ilandíða- og myndlistarskólans. Um sinn eru' þar á boðstólum margar jólavörur. Forstöðukonur verzlunarinnar eru Sigrún Gunn- laugsdóttir, handavinnukennari, Ifelga Egilsson og 'Þórunn Egils- son, en þær reka allar verkstæði í heimahúsum. Sigrún Gunnlaúgs- dóttir kennir nú munsturteikningu í Kennaraskólanum. Fræðslukvékmyndir r Björn Hallsson, Bátinn sýndar I Asahreppi SR—Berustöðum, Ásahreppi, i3. nóvember. Hér hafa verið sýndar fræðslu- kvikmyndir á vegum Ræktunar- Indland vFramhaid aí_ 3. síðu). til Bretlands. Ákveðið hafði ver- ið, að ráðherrann kæmi þangað 29. nóv. og dveldist í Bretlandi í þrjár vikur. Hins vegar er talið, að aðstaðan til þess að hefja við- ræður um verzlunarviðskipti við Kína hefði orðið nokkuð óþægileg núna, einmitt þegar Kínverjar eiga í stríði við eitt af Samveldis- löndunum. Mohammed Ali, utanríkisráð- henra Pakistan ásakaði Indland fyrir svik í dag, þar eð komið hefði í ljós, að fyrir 11 árum hafi Indverjar gert varnarsamning við Bandarikin. Utanríkisráðherrann kvað Pakistain hafa -orðið fyrir vonbrigðum, er í ljós kom, að samningur þessi var gerður árið 1951. í honum segir, að Indverjar geti farið fram á aðstoð frá Banda ríkjunum til þess að verja land- svæði, sem í raun og sannleika séu hluti af Pakistan. Duncan Sandys samveldismála- ráðherra mun væntanlega fara til Nýju Delhi og Karachi um helg- ina, og er ætlun hans að reyna að finna leiðir til sátta í hinni 15 ára gömlu deilu landanna. Mun Sandys reyna að koma því til leið- ar, að Nehru og Ayub Khan for- seti Pakistans hittist og ræði mál in. Brezki heimspekingurinn Bertr- and Russel hefur skorað á Kína, að láta hermenn sína fara aftur til þeirra stöðva, sem þeir höfðu á valdi sínu 8. sept. s. 1. Segir Russ- el í bréfi sínu til Chou En-Lais, að tilboð hans um að herinn hörfi 20 km. sé mjög sanngjörn. sambandsins í sveitunum milli Þjórsár og 'Vtri-Rangár. Þetta eru fræðslukvikmyndir Búnaðarfélags íslands og Iðnaðarmálastofnunar íslands um mótorfræði, vélavið- gerðir, notkun landbúnaðarvéla o. fi. Myndirnar voru sýndar að Laugalnadi, Þykkvabæ, Brúar- landi og Siéttalandi. Sýningar- stjóri er Halldór Eyjólfsson og sýningar hafa verið vel sóttar, enda eru þær bæði til fróðleiks og skemmtunar fyrir sveitafólkið. Þær verða sýndar í austurhluta sýslunnar á næstunni. i stuttu máli 60 milljónir barna og mæðra um hejm allan fá fæði og lækn- ishjálp hjá Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna( UNICEF). Þessa starfsemi er m. a. hægt að styrkja með því að kaupa UNICEF-kortin sem seld^ eru í öllum löndum, einnig á íslandi. Síðan sala á þessum kortum hófst! árið 1950 hafa komið inn fyrir þau 5 milljónjr dollara. f fyrra seldust 21 milljón korta, og í ár vonast menn til ag 25 milljón kort seljist. Milljónir barna um heim all- an hafa nú knýjandi þörf fyrir barnaleikvellj og frístundaheim- ili, eftir því sem tala þeirra kvenna, sem vinna úti, vex. í mörgum löndum eru konur nú orðnar þriðjungur af samanlögðu vinnuafli. í löndum, þar sem efnahagsþróunin er ör, og í mörg um hinna nýju ríkja er mejra en helmingur allra vinnufærra kvenna starfandi utan heimilis- ins. Sameinuðu þjóðirnar og Al- þj óðaheilbrigðjsmálastof nunin (WHO) hafa nýlega efnt til ráð- stefnu í Genf um vandamálin . sem skapazt hafa af þessu á- standi. Biskupinn var fyrir Norðan EFTIRFARANDI frétt íhefur blaðinu borizt frá sr. Sigurði Stef- ánssyni, vígslubiskupi á Möðru- völlum: Um s. 1. helgi var biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, stadd ur í Eyjafirði við hátíðarhöld í Lögmannshlíð og á Akureyri, eins og getið hefur verið í fréttum. Á mánudagsmorgun talaði bisk- up „á sal“ í Menntaskólanum á Akureyri, en um kvöldið flutti hann erindi á kirkjukvöldi, sem haldið var á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Var kirkjan þéttsetin safn- aðarmönnum og fólki úr nágrenn- inu, þ. á. m. voru nokkrir prestar og prestskonur. Prestur staðarins, síra Sigurður Stefánsson vígslubiskup, setti sam komuna, og síra Stefán V. Snæ- varr á Völlum las ritningarkafla fpá altari. En auk biskups, sem flutti veigamikið og fagurt erindi um Biblíuna og notkun hennar, töluðu þeir síra Björn O. Björns- son rithöfundur og síra Ólafur Skúlason, æskulýðsleiðtogi þjóð- kirkjunnar. Lesið var upp ljóð til Möðruvallarkirkju eftir Sigurð Sveinbjarnarson frá Búlandi. — Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans, Guðmundar Þor- ■ steinssonar. Samkomunni lauk svo með helgistund, sem biskupinn leiddi. Kirkjukvöldið var að allra dómi mjög ánægjulegt og einkum vakti erindi biskups óskipta athygli og mikla hrifningu vðstaddra. Eftir samkomuna sátu nokkrir gestanna um stund á heimili vígslu biskupshjóna. En með því að veð urútlit var ekki sem tryggast lagði biskup áieiðis þegar um nóttina vestur yfir, og þeir síra Ólafur, og fylgdu þeim úr hlaði góðar ósk ir og mikið þakklæti fyrir kom- una norður. ÁSTIN í FELULEIK | Krjúl — Bolungavík, 13. nóv. Á laugardagskvöldið frum- sýndi kvenfélagig Brautin og Ung mennafélag Bolungavíkur hér leik ritið Ástin í feluieik eftir þýzka leikritaskálGÍð Karl Wittinger. Er það gamanleikur í 3 þáttum í þýðingu Halldórs B. Ólafssonar. Leikstjóri er Gunnar Róbertsson Ilansen. Með aðalhlutverk fara frú Hildur Einarsdóttir og Björn Þ. Jóhannsson, skólastjóri. Með önn ur hlutverk fara Halldór Ben. Halldórsson, Margrét Hannesdótt ir og Gunnfríður Rögnvaldsdótt- ir. Leiknum var ákaflega vel tek- ið og skenuntu áhorfendur sér prýðilega. í leiksiok var aðalleik- aranum, frú Hildi, og leikstjór- anum, færður blómvöndur og leik urum þökkuð ánægjuleg kvöld- stund með dynjandi lófataki. Þetta leikrit hefur ekki verig sýnt áður hérlendis. Á ALÞINGI í fyrradag var Björns Hallssonar, fyirrverandi þingmanns, minnzt, en hann er nýlátinn. Fara hér á eftir orð forseta sameinaðs þings. Sú fregn hefur borizt, að Björn Hallsson á Rangá, fyrrv. alþingis- maður, hafi andazt aðfaranótt síð- astliðins sunnudags, 18. nóv., tæpra 87 ára að aldri. Björn Hailsson fæddist 21. nóv. 1875 á Litla-Steinsvaði í Hróars- tungu. Foreidrar hans voru Hall- ur bóndi þar og síðar á Rangá Einarsson nónda á Litla-Steins- vaði Sigurðssonar og konu hans, Gróu Björnsdóttur bónda í Brúna- vík, síðar á Bóndastöðum, Björns- scnar. Hann lauk prófi úr Möðru- vallaskóla 1898. Sama ár gerðist hann bóndi a Rangá í Ilróarstungu, rak þar bú fram á níræðisaldur og átti þar heimili til dánardags. Mannkostir Björns Hallssonar og staðgóð menntun hans í Möðru vallaskóla gerðu hann ag sjálf- kjörnum forustumanni á mörgum sviðum í sveit sinni og héraði. Hann var hreppstjóri Tungusveit- ar rúm 50 ár. sýslunefndarmaður á þriðja áratug, í stjórn Búnaðar- sambands Austurlands um langan tima formaður þess 1940—1948, sal árum saman í stjóm Eiðaskóla var einn af hvatamönnum að stofn un Kaupfélags Héraðsbúa og löng um í stjórn þess. Á búnaðarþingi átti hann sæti 1923—1929 og 1933 —1945. Þingmaður Norðmýlinga var hann tvívegis, 1914—1915 ogi 1920—1923, sat á 6 þingum alls. í póstmálanefnd var hann skipaður 1928. Liðnir eru nær fjórir tugir ára, frá því ér Björn Hallsson sat á Alþingi, og nú eru allir þeir menn sem áttu 'nér með honum sæti, horfnir frá þingstörfum. Ræð'ur hans á þingi bera honum það vitni að hann hafi verig hygginn maður, athugull og varkár. Störf hans á búi sínu og í héraði bera vitni atorkumanni, sem notið hefur mik iis trausts þeirra, sem af honum höfðu mest kynni. Hann hefur get- ig sér það orð, að hann hafj ver- ið góður búmaður og heimilisfað- ir, höfðingi heim að sækja, af- kastamaður við störf, drengskap- armaður í hvívetna, góðgjarn, holl ráður og hjáipfús. Nú er hann and aður í hái'rj elli ag loknu miklu ævistarfi. Eg vil biðja háttvirta alþingis- menn að rísa úr sætum og votta með því minningu hins látna bændahöfðingja virðingu sína. Minning Framhald af 13. síðu. gefa konu hans og börnum svo og foreldrum og systur ásamt öðrum vandamönnum styrk og þrótt. Því þótt leðiir skilji að sinni, vini og clskendur, munu leiðir að lokum i?á saman handan við gröf og dauða þar sem þjáningar ekki þekkjast og allir fá að njóta ástvina sinna. K.F. M.s. „Gulfoss" fer frá Reykjavík föstudaginn 23. nóvmber kl. 22, til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beSnir aö koma til skips kl. 21. Hf. Eimskipafélag íslands. Síúlkur Tvær unglingsstúlkur eða konur óskast fram a'ð jólum til að taka að sér sölu á miðum úr happ- drættisbíl. Þurfa að skiptast á. Mjög há sölulaun. Bíllinn upphitaður. Upplýsingar eftir hádegi í dag í síma 12942. SVEIN B. JOHANSEN flytur erindi, sem nefnist Maðurinn and- spænis framtíðinni í Aðventkirkjunni föstudaginn 23. nóvember kl. 20:30. Allir velkomnir. Bróðir okkar, ÞORLÁKUR LÚÐVÍKSSON kaupmaSur, andaðist 21. þ. m. í Landspítalanum. Lovísa Lúðvíksdóttir , SigurSur LúSvíksson SigríSur LúSvíksdóttir Bjarni LúSvíksson Dagmar LúSvíksdóttir Karl LúSvíksson óskast Margrét Lúðvíksdóttir Georg Lúðvíksson T í M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.