Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 23. nóvember Wb'l 264. tbl. 46. árg. VERÐA BANKAR í SVISS AD LEYSA FRÁ SKJÓDUNNI? Leita ekki til dómstólanna út af LÍV-málinu MB-Reykjavík, 22. nóv. til tveggja aðstandenda yfir- lýsingarinnar, þeirra ÓmarsSig EINS og sagt er frá í frctt- urðssonar og Péturs Sigurðs- um frá ASÍ þinginu í dag inni sonar. Þeir kváðust ekki myndu í blaðinu, var í upphafi þing- leita til dómstóla, vegna úr- fundar í dag lögð fram yfir- skurðar ASÍ-þingsins, og kváð lýsing sex manna. Það lá í ust ekki telja, að’ það yrði gert. loftimi á þingfundi í dag, að Þcir töldu einnig, að ekki menn bjuggust við því, að leit- myndi koma til klofnings ASÍ, að yrði til dómstóla, til þess vegna þessa máls. að reyna að ómerkja samþykkt ASÍ-þings vegna kjörbréfa LÍV, í gærkvöldi. f tilefni þessa sneri fréttamaður blaðsins sér FRÁSÖGN AF ASÍ- ÞINGI ER Á BLS. 6 BÓ—Reylkjavík, 22. nóv. Fréttaritari Norges Handels og Sjöfartstidende í London skrifar 1. þ. m., að frumvarp um afnám þagnarskyldu sviss- neskra banka varðandi erlend ar innstæður hafi hlotið sam- þykki fulltrúadeildar sviss- neska þjóðþingsins, en líklegt er að fjáraflamenn víða um lönd muni reka upp stór augu við þessi tíðindi. t BræEa KH-Reykjavík, 22. nóv. í gærkvöldi var gott veður á miðunum út af Jökli framan af kvöldi, en síðan gerði brælu, og bátarnir urðu að leita hafnar. Aðeins 8—9 bát- ar fengu síld, áður s-n ófært gerði. Framh á 15. síðu Snjóvatnið betra en venjulegt vatn TÚKINN LÍBRÍUM BÓ-Reykjavík, 22. nóv. í GÆRMORGUN var öku maður, sem lenti í árekstri á mótum Skálholtsstígs og Grundarstígs fluttur á Borg arsjúkrahúsið og lagður þar inn til rannsóknar með eig- in samþykki, en lögreglu- menn töldu hann undir á- hrifum lyfja. — Maðurinn kvaðst hafa tekið inn 4 töfl- ur af líbríum á þriðjudags kvöldið, en kona hans hafði fengið lyfið, 50 töflur, út á lyfseðil þá um daginn. Bæði hjónin sögðust nota þessar töflur, og var glasið merkt: inntaka 1 tafla 3svar á dag. Konan sagðist hafa tekið 4 töflur úr glasinu, en miklu fleiri en 8 töflur vantaði í glasið. Maðurinn gaf þá skýringu, að hann hefði misst töflurnar niður. Líbrí ^um er ekki á eiturlyfjaskrá, en blaðinu er tjáð, að það sé eitt þeirra lyfja, sem nú eru misnotuð. í blaðinu Norges Handels og S jöfartstidende birtist fyrir stuttu frétt um fóðurgildi snjóvatns, þar sem segir, aS svín stækki hraðar, kýr mjólki betur og hænur verpi fleiri og stærri eggjum, ef þeim er vatnað með bræddum snjó. Þetta er haft eftir rússneskum visindamönnum. í samtali, sem birtist í stjórnarmálgagninu „Iz- vestia”, gaf lífeðlisfræðingurinn Boris N. Radimar frá Towsk einn- ig þá yfirlýsingu, að grænmeti yxi betur, ef vökvað væri með snjóvatni. Radimar sagði, að hópur af til- raunahænum hefðu tvöfaldað eggjaframleiðsluna þegar þær höfðu fengið að drekka snjóvatn í þrjá mánuði. Hliðstæðar tilraun- ir með svín ollu því, að þau uxu hraðar og grísirnir urðu hraustari. „Við teljum, að snjóvatn, sem inniheldur minna af „þungu vatni“ en venjulegt vatn, auki meltingarnýtingu fæðunnar". — Radimar sagði, að ástæíjan til þess, að illgresi vex svo ört á vorin sé, að það nærist mjög á snjóVatni, en það geri síður græð ingar, sem plantað er á vorin. Til þess að afla sér nægs snjó- vatns, ráðleggur Radimar að safna því og geyma í stórum lokuðum kerum. „Þýðingarmikið er, að snjórinn bráðni í lokuðum geymi án uppgufunar", sagði vísindamað urinn. „Izvestia“ upplýsti, að tilraun- ir Radimans væru viðurkenndar af einkaleyfastofnuninni í Moskvu, en fréttaritarinn í Towsk kvartaði yfir, að yfirvöldin á nefndum stað í Síberíu tækju ekki tillit til uppgötvunar vísindamannsins. HJA HKL SÍÐASTLIÐNA fimmtudagsnótt var brotizt inn i íbúð Halldórs Kiljans Laxness að Bergstaða- stræti 3. Lögreglan telur, að ein- hverju hafi verið stolið, en blað- inu tókst ekki að fá staðfest um hvaða hluti þar var að ræða. Fór timbriS í bálkestina} BÓ-Reykjavík, 22. nóv. LÖGREGLUNNI hafa nýlega borizt tvær kærur út af timbur- hvarfi úr ófullgerðum byg,gingum. Lögreglan setur þetta í samband við áramótabrennur, en strákar eru fyrir nokkru byrjaðir að safna í bálkesti. Krakkar vinna oft mikið hreins unarstarf með því að tína saman og brenna rusl, sem fullorðnir hafa ekki lnrðu a að fjarlægja, en vitaskuld þarf að banna þeim að láta greipar sópa um byggingar- efni. Það er fyrst og fremst í verkahring foreldra að banna það. „Svissneskir bankar hafa lengi verið frægir fyrir þá leynd, sem þ'ar ríkir um erlendar innstæður, en nú eru horfur á, að bankarnir veði neyddir til breytinga í þeim efnum. Fulltrúadeild svissneska þjóðþingsins hcfur samþykkt frum varp um niðurfellingu laga um þagnarskyldu bankanna um • 10 ára skeið, í því skyni, að ríkis- stjórnin geti opnað sjóði, er til- heyra fólki, sem horfið er spor- laust, í mörgum tilfellum síðan ofsóknir nazista stóðu yfir. Ætl- unin er, að 90% af slíkum inn- stæðum verði notaðar til góðgerða starfsemi, en 10% á að geyma, ef bankarnir skyldu síðar verða krafðir um þetta fé. Senatið hefur enn ekki fjallað um þetla mál. Hingað til hefur enginn fengið upplýsingar um nafnlausar innstæður, sem merkt ar eru kvódanúmeri einvörðungu. Því er til dæmis haldið fram, að Frans Joseph Austurríkiskeigari hafi átt slíka innstæðu í Sviss og hún standi þar óhreyfð, þar sem enginn af erfingjum hans veit kvódanúmerið. Innstæður sem tilheyrðu naz- istaforkólfum voru afhentar Vest- ur-þýzku stjórninni eftir strið, en margar innstæður manna, sem hurfu í fangabúðum nazista hafa aldrei verið gerðar upp. Svissnesk ir bankamenn eru lítt hrifnir af frumvarpinu og segja það muni skaða álit bankanna meðal sumra viðskiptavina". Hver er þessi lifli aðstoö armaður jóla- sveinsins í ár ?? ÞAÐ ER AUÐVITAÐ LÚÐVÍK DREKI gera fyrir þessi jól ?? HANN A AUÐVITAÐ VEKJA ÞYRNIRÓS JÓLAÆVINTÝRIÐ UM ÞYRNIROS BYRJAR A SUNNUDAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.