Alþýðublaðið - 09.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1940, Blaðsíða 3
LAUGAKD AGUB §. MARZ 194«. ALÞtÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjmrveru bans: STEFÁN PÉTURSSON. ***** Kí. . .V» . AFGREIDSLA: aLþýðuhösino (Inngangur írá Hverflsfiötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsing^r. 14901: Ritstjórn (innl. fréttir). .4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. lB021 Stefán Pétursson (helma). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦ ----------------------* Orlagastnnd Norðnrlanda. ÞAÐ er ekki efamál, að það era örlagaríkir vi&burðir, sem nú eru að gerast á bak við tjöldin í sambandi við styrjöld- ina milli Finna og Rússa. l>ó að engin opinber staðfesting hafi fengist á því á Norðurlöndum, að af þeirra. hálfu hafi verið hafizt handa um að reyna að fá enda bundinn á stríðið á Finnlandi á þessari stundu, þá virðist þó af öllum líkum mega ráða að svo sé. Má vera, og það er alls ekki ólíklegt, að Þýzkaland styðji slíkar samkomulagstilraunir i von um það, að Rússland geti séð af meiri hráefnum við það, eftir að friður væri saminn við Finnland. Én á Norðúrlöndum, að minnsta kosti í Noregi ög Svíþjóð, er sennilegt að menn líti svo á, að nú séu siðustu forvöð til þess að stilla til friðar milli Finna og Rússa, ef þau eigi ekki að sogast ýnn í ófriðinn og verða sjálf víg- völlur, ef til vill meira að segja aðalvigvöllurinn, í þejm hroða- lega hildarlei'k, sem nú ér háður milli stórveldanna. Að svo komnu verður ekki sagt neitt um það, hvem árangur friðarumleitanir milli. Finna og Rússa kunna að bera á þessari stundu. Rússland hefir hingað tií stkákað í því skjóli, að það gæti neytt aflsmunar við Finnland, meðan Þýzkaland stæði ósigrað af Énglandi og Frakklandi. Það treysti á það, að Þýzkaland sem það er nú í raunverulegu bandalagi við, gæti með hótunum um árás á Svíþjóð afstýrt því, að England og Frakkland gætu sent nægilegan her til hjálpar Finnum yfir Norðurlönd. En vel má vera, að það þori ekki að treysta því lengur og vilji eitthvað til vinna, að eiga það ekki á hættu, að vera ef til vill eftir örstuttan tíma komið í strið bæði við Eng- land og Frakkland. Engu að síður eru friðarskil- málar Rússa, ef mark má taka af fréttunum, harðir. Þeir minna öm- urlega á kúgunarsamninginn, sem þvingað var upp á Tékkóslóvakíu af Þýzkalandi, þegar Súdetahér- uðin vora innlimuð í riki Hitlers, og era þó þeim mun blygðunar- lausari, að gert er tilkall til landa, sem era algerlega finnsk óg byggð Finnum einum. Hitler bar þö það fyrir sig, að Súdeta- héruðin væru byggð þýzkumæl- andi mönnum. En hinn fyrrver- andi sérfræðingur sovétstjómar- innar i þjóðemismálum og nú- verandi einræðisherra Rússlands, Stalin, er ekki að afsaka ofbeldi sitt með neinu slíku yfirskini. Sem yfirfangavörður í hinu end- urreista rússneska j)jóðafangelsi þykist hann ekki þurfa þess við. Það er hnefarétturinm sjálfur og ekkert annað, sem bann vitnar í. Að öðra leyti ganga skilmál- 4t á jmð, fiias og hjá Hitlw í nauðungarsamningnum við Tékkóslóvakíu, að sölsa undir sig öll þau hérað og alla þá staði á Finnlandi, sem gætu' gert því mögulegt að verja hendur sínar gegn frekarí ofbeldisverkum i framtiðinni. Meiningin er áð um- kringja Finnland þannig, að það væri héðan í frá bæði í heimað- arlegum og viðskiptalegum efn- um upp á náð og miskunn hinn- ar rússnesku harðstjómar komið. Þess er krafizt, að það láti af hendi allt Kyrjálanes með Viborg og Mannerheimvíggirðingumum, sem Finnland getur i fyrirsjáan- legri framtið ekki án verið, ef það á að geta um frjálst höfuð strokið fyrir Rússum. Það er gert tilkall til allra héraða, sem Finmar eiga að Ladogavatni að vestan og norðan. öll Ishafsströnd Finn-. lands með Petsamo er heimtuð, til þess að Finnar hafi ekki að- gang að sjó á þeim slóðum og Rússar geti flutt landamæri sín vestur að Norður-Noregi. Og að endingu er þess krafizt, að hafn- arborgin og skaginn Hangö á suðvesturodda Finnlands sé af- hent Rússum til þess að þeir geti ráðið yfir öllum siglingum til Finnlands um Eystrasalt, bæði jinn i Kyrjálabotn, sem Helsing- fors er við, og í Helsingjabotn. Það er ólíklegt, að Finnar gangi að slíkum skiimálum ó- breyttum, eftir hina frækilegu vöm síðan í haust. Enn hefir . Rússum heldur ekki tekizt að leggja undir sig nema lítið eitt af því landi, sem þeir gera til- kall til. En vel má vera, að þeir kjósi heldur að slaka eitthvað til á síðustu stundu og falla til dæmis frá kröfunni um Hangö, sem Finnar munu vera ófúsastir til að ganga að, heldur en að halda stríðinu áfram og eiga það á hættu, að lenda í striði bæði við England og Frakkland fyrir bragðið. Svo glæsilega hefir rauði herinn ekkireynzt hingað til. Það er örlagastund, sem upp jer ránnin fyrir Norðurlönd. Spurrdngin um það, hvort þau eiga eftir að verða vígvöllur i stórveldastyrjöldinni virðist vera undir því kornin, hvort þær frlö- aramleitanir milli Finna og Rússa, sem nú eru hafnar, bera Kvenfélagið Hríngnrinn nefur rik- ídb hressingarbælið í Képavogi. -----»— Hælið verður notað fyrir berklavelb bðrn —---;----— STJÓRN kvenfélagsiiis Hringurinn gekk á fund félags- málaráðherra, Stefáns Jóh. Stefánssonar, í fyrradag og afhenti honum fyrir hönd ríkisins að gjöf Hressingarhælið í Kópavogi, sem kvenfélagið lét reisa 1926 og hefir rekið síðan. Viðstáddur var Vilmundur Jónsson landlæknir. Frú Jóhanna Zoéga hafði orð fyrir stjórn Hringsins, er hún af- henti gjafabréfið. Landlæknir þakkaði gjöfina með nokkr- um velvöldum orðum. Gjafabréfið, sem stjórn Hringsins afhenti Jélagsmála- ráðherra, fer orðrétt hér á eftir: ,,Með afsali þessu afsalar stjórn kvenfélagsins Hringur- inn, Reykjavík, fyrir hönd nefnds kvenfélags, Hringufinn, hér með að gjöf rikisstjórn ís- lands fyrir hönd ríkisins, Hress- ingarhælinu í Kópavogi, eign kvenfélagsins Hringurinn, ■ með öllu tilheyrandi, eins og nánar er hér tiltekið. Gjöf þessi, er í er fólgin af- hending Hressingarhælisins 1 Kópavogi, eignar Hringsins, til ríkisstjórnarinnar fyrir hönd árangur. Haldi stríðið áfram, get- ur vai'la hjá því farið, að Eng- land og Frakkland skerist i leik- inn. En það geta þau ,ekki á ann- an hátt, en að senda her til Finn- lands yfir Noreg og Svtþjóð. Og fyrirsjáanlega myndi þaö hafa í för með sér þýzka árá’s á Svíþjóð. En ef sá hormleikur ætti eftir að ske, að hin friðsömu Norður- lönd yrðu þannig að vigvelli í styrjöldinni,. má enginn Norður- landabúi gleyma því, hver það er, sem Ieitt hefir hönnungarnar yfir þau. Það er Rússland með hinum svonefnda vináttusamn-: ingi, en réttnefnda ræningjasamn- ■ingi sínum við Þýzkaland og á- rásinni á Finnland. ríkisins til fullrar eignar og um- ráða, var afráðin og samþykkt til framkvæmda, eftir að land- læknir, Vilmundur Jónsson, fyrir hönd heilbrigðisstjórnar ríkisins, hafði farið þess á leit við forstöðukonu Hringsins, frú Kristínu Vídalín Jacobson, að kvénfélagið seldi ríkinu hress- ingarhælið. Stjórn Hringsins og félagskonur voru sammála um það, eftir að málið hafði verið borið upp og rætt lögformlega, að tilHlýðilegast væri, enda í fullu samræmi við markmið fé- lagsins Hringurinn, og tilgang- inn með rekstri Hressingarhæl- isins, ér Hringruinn hefir hald- ið uppi síðan hælið var reist ár- ið 1926, að úr því að ríkið sjálft teldi sig þurfa hælisins við, að Hringurinn afsalaði ríkinu Hressingarhælinu að gjöf, svo að heilbrigðisstjórnin gæti hald- ið þar uppi sjúkra- og líknar- stofnun, eða þvílíku, og helzt með þeim.hætti, að í framtíðinni yrði þarna rekið hæli fyrir berklaveik börn, án þess þó, að slíkt sé gert að skilyrði fyrir gjöfinni. Afhending hælisins í Kópa- vogi sem gjafar til ríkisins hefir kvenfélagið Hringurinn sam- þykkt að fullu á löglegan hátt, bæði með fundarsamþykktum og á annan hátt, til frekari við- Hressingarhælið í Kópavogi urkenningar, og íalið stjórn Hringsins að annast allt, er að nauðsynlegri framkvæmd téðr- ar ráðstöfunar lýtur, þar á með- al að skrifa undir afsalið fyrir eigninni ...... Fyrir því gerum vér undirrit- aðar stjórnarkonur kvenfélags- ins Hringurinn með lögheimili 1 Reykjavík kunnugt, að vér með bréfi þessu afhendum og af- sölum fyrir hönd kvenfélagsins Hringurinn ríkisstjóm íslands fyrir hönd Hins íslenzka ríkis til fullrar eignar og umráða sem gjöf frá téðu kvenfélagi, Hring- urinn, stofnunina Hressingar- hæli Hringsins í Kópavogi, er reist var 1926 á landi, er félag- ið hefir látið rækta í Kópavogi. Afsalið nær til Hressingarhæl- isins sjálfs, Kópavogsbúinu og því, er þar heyrir undir, með öllu óviðkomandi, með öllu hæl- inu tilheyrandi, sem fylgir og fylgja ber, og með öllum mann- virkjum á lóðinni, sem sjálf er ríkiseign, er Hringurinn hefir Iátið framkvæma umhverfis hælið, þar sem bæði hafa verið ræktaðir kálgarðar og tún, veg- ur gerður heim að hælinu, er kostaði 2000,00 kr. Girðingar, kolageymsla úti, einnig vatns- I leiðsla handa hælinu, er kost- aði kr. 5000,00. Þá fylgir og leguskáli, og yfirleitt öll mann- virki með í gjöfinni, er fyrir- finnast á hælislóðinni, — og Hringurinn hefir látið fram- kvæma í þarfir hælisins. í gjöf- inni fylgja og öll sjúkragögn á hælinu, innanstokkSmunir, hús- munir og áhöld, rúm og sæng- urfatnaður, eldhúsgögn og þess- leiðis: Hressingarhælið með tilheyr- andi mannvirkjum, eins og að framan er talið, er áætlað að hafi kostað kvenfélagið allt að 119 000,00 krónum. Hin með- fylgjandi húsgögn, sjúkragögn og aðrir munir að minnsta kosti 31 000,00 krónur. Á eigninni, er afhendist, hvíla eigi aðrar veðskuldir eða veðbönd en eftirstöðvar veð- skuldar til veðdeildar Lands- banka íslands, að upphæð kr. 18 688,63 — átján þúsund sex hundruð áttatíu og átta krónur 63/100 — er tryggðar eru með 1. — fyrsta — veðrétti í Hress- ingarhæhnu, samkvæmt veð- skuldabréfi dags. 17. nóv. 1926, upphaflega að upphæð kr. 25 000,00 -— tuttugu og fimm þúsund krónur —. Taki ríkið að sér greiðslu téðrar, xiú áhvílandi veðskuldar. Hin afsalaða eign, Hressing- arhælið með tilheyrandi, af- hendist í því ástandi, sem það er í, er afhendingin fer' frafn, og miðast hún við 1. janúar 1940. Tekur hið íslenzka ríki við eign- inni til fullra umráða ög afnota, sem eigandi frá nefndum tíma og tekur að sér alla. skatta og skyldur af eigninni frá sama tíma. Til staðfestu eru eiginhandar nöfn okkar, undirrituð í viður- vist tilkvaddra vitundarvotta. Ritað í Reykjavík, 1. desember- dag 1939. sign. Kristín Vídalín Jacobson. sign. Jarþrúður Jornsen. sign. Jóhanna Zoega. sign. Ingibjörg Cl. Þorláksson. sign. Guðrún Geirsdóttir. Drengjaföt, matrosföt, jateka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Safn til sðfli Vestmana. f^ORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON rithöfundur dvelur nú vestan hafs í íslendingabyggðunum og vinnur að því að safna gögnum og skrifa sögu Vestur-íslendinga. Er þetta geysimikið verkefni og á fárra manna valdi að skrifa svo mikið ritverk svo vel fari. Er Þ. Þ. Þ. er manna bezt trú- andi til að leysa það vel af hendi, ef dæma má eftir fyrri bókum hans: ,,Vestmenn“ og „Æfintýrið frá íslandi til Bra- silíu“. í eftirfarandi grein, sem tekin er upp úr „Lögbergi" frá 8. febr. s.I., gerir Þ. Þ. Þ. grein fyrir starfi sínu nú. I. E.FTIR allmörgum þeirra bréfa að dæma, sem mér hafa borizt víðs vegar að, virðist mér að ýmsir séu þeirrar skoð- unar, að saga íslendinga vestan hafs, sú sem nú er verið að rita, eigi að verða saga hvers einasta íslendings í Vesturheimi, á lík- an hátt og söguþættir bændanna x íslenzku byggðunum, sem gefnir hafa verið út. Þessi skoðun er mjög eðlileg við fljóta íhugun. Aftur á móti þegar athugað er hvað búið er að prenta af þessu tægi, þá verður mönnum ljóst, að hór er að ræða um stærrá ritsafn en hægt er að ráða við í fljótum hasti, og skal hér drep- ið á það helzta, og lausleg áætl- un látxn fylgja; Landnáms þættir og sögur um ýmsa íslendinga og fleira þar að lútandi í Almanaki Ó. S. Thor- geirssonar frá 1899 til 1939, Markland eftir Guðbrand Er- lendsson, þrjú landnáms sögu- brot Nýja íslands eftir Thorleif Jackson, Hermanna-rit Jóns Sigurðssonar félagsins, Saga ís- lendinga í Norður-Dakota eftir Thorstínu Jackson, Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu eftir Þ. Þ. Þ. og ýmsar aðrar bækur og kver eru samtals allt að 5000 blaðsíðum. Þó eru ekki hér með talin Þjóðræknis samtök íslend- inga í Vesturheimi eftir dr. Rögnvald Pétursson í Tímarit- inu, né nokkurt annað efni í rit- inu í tuttugu og eitt ár, sem heyrir undir þessi mál. 1 isl^txzkum vikublöðum irá 1877 til 1939 og hinum ýmsu tímaritum má óhætt fullyrða að sé eins mikið efni í landnáms sögu og einstakra manna þætti og búið er að prenta í sérstökum bókum og ritum, eða aðrar 5000 blaðsíður. En langstærsti hlutinn er enn þá ótalinn, og það eru allir þeir, sem engar sögur hafa ennþá verið sagðar af. Og ef um ein- staklinga sögur væri að ræða, og þeirri reglu fylgt, er tíðkast hefir, þá má ganga að því vísu, að sá hlutinn fylli góðar 10 000 blaðsíður. Alls eru þetta þá orðnar 20 000 blaðsíður. En nú mætti auðveldlega stytta sögurnar hlutfallslega að helmingi við það, sem verið hef- ir, hvort sem betur líkaði eða ver. Það yrðu þá tíu þúsund síð- ur, sem yrðu 20 bindi, ef hver bók væri 500 bls., 25 bindi með 400 blaðsíðu bók, en 30 ef bókin væiú 333 síður. Söluverð gæti ekki orðið mikið innan við 100 dollara, nema hægt væri að prenta stæri’a upplag en vana- legt er meðal íslendinga. En þótt þetta kunni að sýnast stói’t, þá er samt ekkert líklegra en hægt hefði verið að gera þetta 1 hægðum sínum á 30—40 árum, án þess að vita mikið af því, og hefði verið lokið nú, ef byrjað hefði verið rétt eftir aldamótin. en meir en vel hálfnað, ef það fyrirtæki hefði hafizt jafnt og Þjóðræknisíéiagið. En það var ekki gert, og of seint að tala um það nú. Af þessum lausu áætlunum, sem standa samt á grunni sann- leikans í aðalatriðum, sjá menn ljóslega í hvað væri ráðizt nú, ef farið væri að gefa út einstakra manna þætti, þar sem öllum væri gert jafnt undir höfði, eins og sjálfsagt væri, án þess að taka nokkui’t tillit til stéttar eða stöðu í borgum eða sveitum. — En eins og mörgum mun kunn- ugt, er í ýmsum landnámsþátt- unum hlaupið yfir ýmsa búend- ur, sem hafa verið fluttir burtu eða dánir, þegar saga byggð- anna var skrifuð, og stundum skildar eftir stórar spildur úr landnáminu, auk þeirra mörgu, sem. víða er sleppt úr með vilja, sökum þess, að þeir annaðhvort báru ekki bændanafn eða bjuggu ekki á „heimilsréttar“- jörð. og voru því ekki taldir landnámsmenn, eftir einhverj- um jarðabókar skilningi. II. Hvað mínar tilfinningar snertir í þessu máli, þá hefði mér þótt æskilegast að geta fléttað eins haganlega og hægt væri í sögusafn þetta nafn hvers einasta íslendings, sem lifað hefir fyrir vestan haf. Og þar með taldir helmingar, fjórðungar og áttungar. En þetta er ekki hægt enn sem komið er. í fyrsta lagi eru þær skýrsl- ur, sem þyrfti að fara eftir, bæði ónógar og sumar villandi, svo það er óhugsandi að geta treyst þeim. þótt örðugleikum við svo stóra útgáfu væri alveg sleppt. Réttar heimildir. fást ekki fyrri en við sjálfir hefjum almennt manntal í Vesturheimi. En af því svo seint væri á stað farið, þyrftum við nauðsynlega sam- vinnu íslendinga heima til að útvega okkur allar hinar vana- legu upplýsingar, sem fáanleg- ar eru í kirkjubókum og öðrum sæmilega réttum heimildum um hvern einasta íslending, er flutti vestur og skrásettur finnst. En allt þetta tæki nokk- uð langan tíma. í öðru lagi þykir heildarsaga betur fallin til lesturs en sam- síningur einstaklinga, og þar sem hún hefir aldrei verið áður rituð í sérstæðri útgáfu (nema ágripið Vestmenn), og hægt ætti að verða að Ijúka útgáfu hennar á nokkrum árum, þá hefir sú hugmynd eignast flesta formælendur. Og í þriðja lagi finnst öllum, sem bera þessi útgáfumál mest og bezt fyrir brjósti, að í nóg sé ráðizt fyrst um sinn, með því að gefa út þetta safn til heildar- sögu íslendinga vestan hafs í fáum bindum, sem almenningi ætti ekki að verða ofraun að eignast. í þessu safni verður meðal annars gerð ýtarleg grein fyrir Mi. á 4. aáflteA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.