Tíminn - 15.03.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1963, Blaðsíða 2
Þarna sést stytta Frankllns D. Roosevelts fyrlr framan bandariska sendi- Þrið'ji hertoginn af Westmin- ster er nyiega látinn, 68 ára að aldri. Við lát hans hefðu ríkis- kassamir í Bretlandi getað erft margar milljónir, því að West- minster-ættinni tilheyra hin svo kölluðu Grosvenor-auðæfi, en sú varð nú ekki raunin á. Grosven- or-auðæfin eru ein mestu auðæfi í öllu Bretlandi, þau eru álitin nema milljörðum króna, og eru þá meðtaldar jarðeignirnar, sem ganga næst konungsjörðunum að verðmætum. Hinn nýlátni hertogi erfði að vísu titilinn árið 1953, en ekki auðæfin. Síðustu ár ævi sinnar bjó hann við heilsuleysi og kröpp kjör í kofahreysi einu við suður- strönd Englands og kærði sig alls ekki um að vera nefndur hertogi í umtali eða viðtali. Jafn vel læknir hans, dr. Michael Rábbit, sem hafði stundað hann í mörg ár, þekkti hann ekki und ir öðru nafni en mr. William Grosvenor. Allt þetta kemur til af áætl- un, sem frændi hans og hertogi númer tvö skipulagði til að koma í veg fyrir það, að ríkiskassarnir hirtu auðæfi ættarinnar. Það er ekki á okkar færi og heldur ekki rúm fyrir það í blaðinu, að fara að útskýra hin brezku erfðalög, en það er. kannski hægt að gera sér einhverja hugmynd um þau, þegar sagt er frá því, að erfða- skrá hertoga nr. 2 var 250 síðna bók. ELLEFU ÁRA ERFINGI Auðvitað gat þessi snjalli her- togi ekki komið í veg fyrir það, að rikið iiirti eitthvað, og eftir Hinn cllefu ára gamli Gerald Cav- endish Grosvenor, sem einn góðan veðurdag verður ríkasfi maðurinn í Englandi. því sem menn vita bezt, nemur sú upphæð um 20 milljónum kr. en það er ekkert í samanburði við milljarðana. Heitogi númer fjögur verður systkinabarn hins látna hertoga, Gerald Hygh Grosvenor og næst- ur honum kemur svo hinn þekkti 52 ára gamli stjórnmálamaður, Gerald Cavendish Grosvenor. Sonur þcss síðastnefnda, hinn ráðið á Grosvenor Square. ellefu ára gamli Gerald Cavend- ish Grosvenor, sem nú hefur nokkra shillinga á viku í vasa- peninga, verður því á 21 ára af- mælisdegi sinum eigandi stærsta hlutarins af þessum fjölskyldu- auðæfum, og þar með einn rík- asti maðurinn í heiminum. • Grosvenor-auðæfin eiga sér dálítið sérstaka sögu. Hún hefst árið 1676, þegar hinn 20 ára gamli Thomas Grosvenor, sonur sjálfseignabónda í Chesire, kom til London og kvæntist hinni kornungu Mary Davies, sem þekkt er í sögu brezks hefðar- fólks sem mjaltastúlkan frá Ebury. HEIMANMUNDUR MJALTASTÚLKUNNAR Heimanmundurinn var rúmir 300 hektarar lands, og þeir voru ' þeim hluta Lundúnarborgar, sem nú myndar hin fínu íbúðar- hverfi Mayfair og Chelsea. Þar hafa lóðarverð farið síþækkandi, og nú eru þau svimandi há. Lóð- ir eru sjaldan seldar í London, en þær eru leigðar til 99 ára í einu, og þess vegna eru þessi verðmæti enn þá í eigu Grosven- or-fjölskyldunnar og aðalkjarni auðæfa hennar. Nokkurs konar miðpúnktur þessara eigna er Grosvenor Squar'e, sem allir þekkja, sem hafa verið í London. Einn fræg- asti leiguskilmálinn var sá, sem hertogi nr. 2 gerði, þegar hann leigði Bandaríkjamönnum aðra hlið torgsins undir sendiráðið (auðvitað til 99 ára). Það er meðal annars ástæðan fyrir því, að styttu af Franklin D. Roose velt hefur verið komið upp á miðju Grosvenor Square. Gróðinn af þessum eignum hef ur gert Grosvenor-fjölskyldunni kleift að ieggja peninga í gróða fyrirtæki annars staðar í heim- inum, eins og í Kanada og öðrum nýlendum Breta. GROSVENOR SQUARE Það var fyrst á seinni hluta nítjándu aldar, að raunverulega Undanfarna viku hefur negrasöngvarinn Arthur Duncan skemmt gestum í Glaumbæ viS mjög góSar undirtektir. ÞaS er -engin furSa, þó aS honum sé gerS- ur góSur.rómur, því aS hann er fjöfhæfur söngvari og dansari, sem ræSur yfir mik- illi tækni. Hæfileikar hans ganga eiginlega kraftaverki næst, segir í Variety, banda- rísku tímariti um show business Duncan befur starfað við söng og dans í sjö ár, og meðal ann- ars verið hjá hinum þekkta bandadíska dansstjóra Nick fínt varð að búa á Grosvenor Square. Heimilisfang á torginu jafnaðist næstum því á við að- alstign, og þeir, sem lesið hafa enskar bókmenntir, sem fjalla um fyrirfólkið, hafa áreiðanlega tekið eftir því, hve margar af aðalpersónunum búa þar. Það er eftirtektarvert, að þeg- ar Steen Eiler Rasmussen í bók sinni um London gefur lýsingu á húsakynnum heldra fólks, þá velur hann hús á Gtrosvenor Square. Og það þarf ekki annað en að líta á teikninguna til að sjá, hvernig lífi fólkið, sem bjó í húsinu lifði. Það væri gaman að nefna ncfkkur þeirra her- bergja, sem voru í þessu fjög- urra hæða húsi. Það voru setustofur, borðstof- ur, bókasafn, kvennaherbergi, svefnherbergi, barnaherbergi til nætur- og dagnotkunar, bað- herbergi, eldhús, framreiðsluher bergi, setustofa fyrir þjónustulið, ið, herbergi til að þvo upp í, herbergi eldastúlkunnar, vín- kjallari og kjötkjallari, þjónaher bergi, kennslustofa, herbergi kennslukonu, reiðtygjaherbergi, bílskúr, hesthús, smiðja, forsal- ur, ekilsherbergi og eldhús fyrir hann. Tveir aðrir forsalir og upp- hitunarherbergi.. Þetta er alveg sér heimur, og rétt er að taka það með í reikn- inginn, að þetta er einungis bú- staður um samkvæmistímann í London, annars voru herragarð-. arnir og sveitasetrin notuð, og svo átti fjölskyldan auðvitað fínt hús á Rivieruströndinni. GULLHERTOGINN Það er auðsýnilegt, að ekki kostar smáræði, að halda svona húsi við og það eru heldur ekki mörg hús af þessu tagi, sem til eru í London í dag. Á Grosvenor er líka byrjað að breyta þessum híbýlum í íbúðir, þannig að mesti Ijóminn er farmn af dýrð- inni. Sá hertoginn af Westminster, sem síðast gat haft yfir öllum eignunum að ráða, var annar í röðinni. Hann var mjög sérstakur maður, eins og fursti, sem lifði á endurreisnartímabilinu, og oft virtist hann vera framandi í hin- Framhald á 13. síðu. Castle, en hjá honum hafa bæði Gene Kelly og Fred Astaire lagt stund á dansnám. Það er óhætt að segja að Arthur sé einn af þeim beztu í sínu fagi. Áður en hann kom hingað hafði hann verið í Ástralíu á 13 mánaða samning, en það er með lengstu ráðningartímum, sem um getur. , Arthur verður hér líklega í eina viku í viðbót, og ættu Reyk- víkingar ekki að láta það tæki- færi sér úr greipum ganga, að kynnast snilld þessa unga negra- söngvara af eigin raun. Og þó að Glaumbær hefði ekki upp á svo frábæran skemmtikraft að bjóða þá væri enginn illa svikinn eftir að hafa eitt kvöldstund i hinum vistlegu húsakynnum Glaumbæj- ar. Ný Gröndælska Á aldarafmæli Jóns Sigurðs sonar óskaði Kleme,nz Jóns- son, landritari þess, að sver'ð oig skjöldur Jóns yrði íslending um vernd, meðan Menzkt þjóðerni væri til. Hannes Haf stein endaði hið fagna kvæði sitt á aldarafmælinu me'ð orð unum: „Blessist starf þitt öld af öld“. Benedikt Þ. Gröndal lauk sínu Ijóði með þessum hendingum: „Ó, að þín hönd væri horfin til vor aftur . . . Ó, að þinn Ieiðandi, sigur- sæli andi svifi nú yfir skiptri þjóð í lamdi.“ Hálfri öld síðar kemur af- sprengi hans, annar Benedikt GröndaJ, fram og skrifar í Ma® sitt fyrir munn flokks síns og jafnvel ríkisstjórnar: „Við skulum Iofa Jóni Sig- urðssyni að hvfla í friði . . . on draga liann ekki inn í daag urþrasið". Þessi nýi Gröndal er að reyna að klóra í bakkann fyr- ir 'rá'ðlrerra sinh, sem flutti þann stefnuboðskap ríkisstjóm arinnar, að til væru tvær teg- undir af sjálfstæði, gamla sjálfstæðishugtakið frá 19. öld, sem hæfði ekki lengur, og nýtt „sjálfstæði“ sem við þyrftum að taka upp til þess að geta gengið í EBE og kannske fleiri bandalöig. Annað aðalmálgaign Sjálfstæðisflokksiins viar ekki eins orðfeimið og ráðherrann og skrifaði hiklaust um úrelt sjálfstæðishugtiak. „Dægurþrasi$(< Það er táknrænt um sjálf- stæðishug hins rnýja Gröndals, að hann kallar önnur eins ör- Iaga- oig sjálfstæðismál fslend- inga og landheligismálið og af- stöðuna til EBE „dægurþras" og hann ræðst hart að Tíman- um fyrir að min.na á, að sverð og skjöldur Jóns Sigurðssonar eigi við í þeirri baráttu. Þessi tvö mál eru hin veigamestu, sem á dagskrá hafa verið m þjóðinni síðan iýðveldið var stofnað. Slík mál eru ekkert dægurþras, og þiað er þá sem gifta þjóðarinnar er undir því komin, að sjálfstæð- ishugtak Jóns Sigurðssonar, sverð hians og skjöldur, megni að sameina þjóðima og ráða- menn hennar um sjálfstæðis- v'ðiiorf og sjálfstæðisaðigerðir. Það er á slíkum vegamótum og hættustundum, sem þjóðin á að vitna til Jóns Sigurðssonar oig nota dæmi liians og min.n- ingu sér til vegsagnar. Það er ta lítils að vegsama Jón Sig- urðsson á tyllidögum en neita Ieiðsögn hans í örlagamálum. „Blessist öld af öld“ Mennirnir, sem minntust Jóns á aldanafmælinu iögðu meginþunigann á þetta, að starf hans blessaðist með þeim hætti öld af öld. Þeir báðu þess ekki, að þjóðin „leyfði honum að hvfla í friði“. Þeim var sú ósk efst í hugia, að í örlagamálum þjóðarinnar í framtíðinni „væri hönd hans horfin til vor aftur“ og að andi hans svifi yfir skiptri þjóð í landi á silk- um stundum. En Gröndal hins nýja „sjálf- stæðis“ biður ekk.i um hönd Jó,ns Sigurðssonar aftur. Hiann segir: „Við skulum iofa Jóni Sjgurðssyni að hvíla i friði, og ekki blanda honum i dægur- þrasið“. / 2 T f M I N N, föstudagurinn 15. marz 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.