Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1963, Blaðsíða 8
f Verndum siálfstæðið Ræða Kristjáns Thorlacius, |>riðja manns B-listans kosningafundinum í Garala Bíói I Kristján Góðir áheyrendur! Á næsta ári verða liðin 20 ár frá því að ísland öðlaðist fullt sjálfstæði og lýðveldið var stofnað á Þingvöllum. Barátta forfeðra okkar fyr- ir sjálfstæði landsins var oft hörð, og stundum olli það mestum erfiðleikum, að menn greindi á um leiðir. Máltækið segir, að eigi sé minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess, og þetta á ekki síður við um sjálfstæði smáþjóðar. Af því hafa' Islendingar bitra reynslu. En það á einnig við um varðveizlu sjálfstæðisins, að menn greinir á um leiðir. Þegar þjóðin háði sína sjálf stæðisbaráttu skiptust menn í tvær fylkingar. Annars veg- ar þá, sem kröfðust fulls sjálf stæðis þjóðinni til handa þeg ar í stað og hins vegar þá, sem vildu fara sér hægar og ekki slíta að fullu böndin við Dani, a.m.k. ekki í fljótu bragði. Bjarni Benediktsson, dóms málaráðherra, flutti á s. 1. ári erindi í útvarpið, er hann nefndi: Sáttmálinn 1262 og einvaldsbyltingin 1662. í þessu erindi sagði hann m.a.: „Þegar á allar aðstæður er litið, verður að viðurkenna, að sáttmálinn 1262 var ekki saminn af mönnum, sem vildu Island feigt, þó að þeir hefðu sjálfir gefizt upp, held- ur hugðust þeir búa svo um, að sem minnstur skaði yrði af. Þeir gerðu það, sem þeir fremst treystu sér til í því skyni ,að þjóðin yrði sem bezt búin í þeirri viðureign, sem þeir sáu, að fram undan var“. Líklegt er, að skoðun Bjarna Benediktssonar um þetta falli mörgum vel i geð. íslendingar hafa enga löng un til að trúa því, að sam- landar þeirra hafi ætlað sér eða vilji af ráðnum hug tor- tíma frelsi þjóðarinnar. Hitt sýnir reynslan okkur, að sagan hefur dæmt þá menn hart og óvægilega, sem fylgt hafa undansláttarstefnu í frelsismálum þjóðarinnar, af hvaða hvötum, sem slíkt hefur verið gert. En því er ég að rifja þetta upp hér, ag einmitt nú er á döfinni mál, sem sjálfstæði landsins getur oltið á, hvernig við verður snúizt, og á ég þar við afstöðu íslands til Efna- hagsbandalags Evrópu. Framsóknarflokkurinn hef- ur lýst því yfir skýrt og ótví- rætt, að hann vilji enga aðild íslands að Efnahagsbandalagi í Reykjavík, á Evrópu, nema viðskipta- og tollasamninga. Bn hvað ætlast stjórnar- flokkarnir fyrir í þessu máli? Þeir hafa lýst því yfir, að einnig komi til greina auka- aðild að bandalaginu. En hvað er átt við með auka- aðild? Um það eru engin ákvæði til, en ríkisstjórnin hefur lýst því yfir, að í sambandi við aukaaðild verði að taka upp samninga um viðkvæm mál, eins og atvinnuréttindi út- lendinga og flutning erlends fjármagns inn í landið. Afstaðá ríkisstjórnarinnar í þessu máli og öðrum utan- ríkismálum hefur hins veg- ar veriö öll á sömu bókina lærð. Þar er um að ræða hreina undanhaldsstefnu — stefnu manna, sem hafa gef- ist upp, eins og Bjarni Bene- diktsson lýsir höfundum Gamla sáttmála. Samkvæmt lýðræðisreglum á þjóðin heimtingu á því, að fá vitneskju fyrir kosningar um afstöðu stjórnmálaflokk- anna í stórmálum. Ríkisstjórnin og stuðnings- fiokkar hennar hafa hins veg ar kosið að dylja afstöðu sína til Efnahagsbandalagsins, eft ir að þeir urðu þess varir, að aðild að Efnahagsbandalag- inu mætir mikilli andstöðu kjósenda. Af ýmsu má þó ráða, hvað þeir hyggjast gera í þessu máli eft ir kosningar, ef þeir halda völdunum. Sá ráðherrann, sem mest hefur fjallað um Efnahags- bandalagsmálið, Gylfi Þ. Gíslason, lýsti greinilega hug sínum i ræðu 24. febrúar s.l. Þar vitnaði hann m.a. í er- lendan mann, sem lét þau orð falla, að helzta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar væri að fórna sjálfstæði hennar. Og það leyndi 'sér ekki, að menntamálaráðherrann var hrifinn af þessari speki. Síðan lýsti hann viðleitni þjóða til að tengjast böndum, mynda bandalög, og spurði: Hvers vegna? Svar hans var: „Vegna þess, að fjöldafram leiðsla, stór markaður, kjarn- orka og geimferðir kjefjast stórra átaka, sterkra afla, mikils valds". Síðar í ræðunni viður- kenndi ráðherrann, að banda lög skerði sjálfsforræði þjóða og sjálfstæði þeirra, en hann bætti við: „Auðvitað vinnst annað . . . Og kemur ekki hlutdeild i auknu sjálfstæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjálfsforræð- is hvers einstaks?" Finnst ykkur, góðir áheyr- endur, að menn þurfi að fara í grafgötur um, hver verða muni afstaða menntamálaráð herrans til Efnahagsbanda- lags Evrópu, þegar mesti ótt- inn við háttvirta kjósendur er liðinn hjá, ef nógu marg- ir láta blekkjast til þess að ríkisstjórnin haldi velli? Og ekki lætur víst neinn sér til hugar koma, að ráðherr- ann hafi túlkað sínar sérskoð anir í þeirri ræðu, sem hann flutti í Þjóðminjasafninu 24. febrúar s.l. Það er víst ,að þar Thorlacius hefur hann lýst skýrum orð um stefnu flokks síns og stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er engin tilviljun, að efnahagsmálastefna rikis- stjórnarinnar er nákvæmlega sniðin eftir þeirri stefnu, sem vitað er, að Efnahagsbanda- lag Evrópu fylgir. En allir vita, að þetta bandalag stefn ir að þvi að styrkja og efla hið hömlulausa peningaveldi. Það dylst fáum, að aðild okkar að Efnahagsbandalag- inu yrði rothögg á flesta þá, sem nú hafa með höndum at- vinnurekstur á landi hér. — Þeir gætu alls ekki keppt við stórfyrirtæki Evrópu. En þeir yrðu væntanlega ódýrt vinnu afl fyrir útibú þessara fyrir- tækja hér á landi. Eftir margra alda undir- okun og áþján hefur íslenzka þjóðin á þessari öld fagnað fjórum stórviðburðum. Árið 1904 fluttist stjórnin inn í landið. Árið 1918 varð ísland full- valda ríki í konungssambandi við Danmörku. Árið 1930 var haldin á Þing völlum glæsileg þjóðhátíð í minningu þess, að 1000 ár voru liðin frá stofnun Al- þingis. Árið 1944 var lýðveldið end urreist. Eftir 37 ár verður 1000 ára afmæli kristnitökumniar. Hvernig verður umhorfs í íslenzku þjóðlífi, þegar þeirra merku tímamóta verður minnzt? Mun þá íslenzki þjóðfáninn blakta við hún á Þingvöllurh, eða verður hann þar við hlið ríkisfána Bandaríkja Evrópu, sem tákn eins af fylkjum þess stórveldis? Verður þá kominn fram draumur menntamálaráðherr ans um að ísland fái hlut- deild í sjálfstæði voldugs bandalags? Við skulum vona, að slíkir draumar rætist aldrei. Ef til vill verður kosninga- dagurinn 9. júní afdrifaríkari en menn órar fyrir. Hann sker úr um það, hverjir fara með völd næstu árin, og ef til vill verða á þeim árum teknar ákvarðanir um, hvort ísland á að halda áfram að vera sjálfstætt ríki eða að byrjað verður að feta inn á þá braut, sem menntamálaráð- herrann lýsti ,að Island fórni sjálfstæðinu til þess að fá hlutdeild í auknu sjálfstæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags. Var það ekki þetta sama, sem Gissur Þorvaldsson var að sækjast eftir 1262? Eg vona, að sem flestir verði til þess að mótmæla skoðunum þeirra Gissurar jarls og Gylfa ráðherra í kosn ingunum 9. júní. Ef íslendingar gæta sín í þessum kosningum og þeim, sem þar á eftir fara, mun ís- lenzki fáninn blakta á stór- hátíðum þjóðarinnar um ó- komna framtíð. 8 T í M I N N, sunnudagurinn 9. júní 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.