Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1963, Blaðsíða 2
í kringum 1920, þegar Frakk- ar eru að jafna sig eftir heims- styrjöldina, er allt í einu sér- kennilegt glæpamál á döfinni meðal þeirra. Maður nokkur að nafni Landru er dæmdur til líf- láts fyrir að hafa myrt ellefu konur til fjár. Mál þetta hefur aldrei gleymzí fullkomlega, því að' það er svo lifandi dæmi upp á það, hve auðvelt getur verið að komast upp með óþokkaskap þegar nákvæm skipuilagsstarf- semi tekur við af mannlegum til- finningum. Nú hefur vorið gerð kvikmynd urp þetta mál og hefur Franco- ise Sagan gei't kvikmyndahand- rilið og Claude Chabrol stjórn- að kvikmyndinni. Bæði hafa þau haldið sér fast við staðreyndirn ar oig ef einhverju er bætt inn í, þá eru það atriði, sem vei gætu hafa átt sér stað. Kvikmyndahandritið hefur ver ið' gefið út í bók og eru hér nokkr ar glefsur úr bókinni, sem jafn- framt útskýra dálítið eðli máls- ins. Landru valdi fórnarlömb sín mjög vandlega: 45 ára gamall herramaðiur, ókvæntur og fjöl- skyidulaus, mikil auðæfi fytrir utan rentur, óskar eftir hjóna- bandi með álíka stöndugri konu. Og það stóð ekki á svörunum: Kæri herra, bréf yðar hefur snortið mig mjög. Eg er ekki einungis á höttumum eftir lífs- förunauti, heldur og föður fyrir börnin min sex . . . Sex börn, hún er bandvitlaus. (Hann kast- ar bréfinu frá sér og opnar ann- a'ð). Kæn herra, ég á ekki nema 2000 franka, en hver veit . . . Og ég sem býð upp á 4000 franka kemur ekki til mála. (Hann fleyg ir þessu bréfi og tekur annað). Kæri herra, af hreinni tilviljun rakst ég á auglýsingu yðar, ég er nefnilega ekki ein af þeim konum, -iem er í ævintýraleit, en samt veit ég að eimhvers stað ar er sál, sem einungis bíður eftir mér, einmanaleikinn hlýt- ur að taka enda . . . Andskot- ans skrift er þetta. Og þannig gengur það, þang- að til að hann loksins finnur bréf, sem honum líkar. Þrátt fyr- ir alla þessa starfsemi vanrækir hann ekki að heimsækja fjöl- skyldu sína, eiginkonu og fjög- ur börn, fyrir utan hjákonuna, og hann laumar að þeim pen- ingum, þegar viðskiptin hafa gengið vel hjá homum. í eitt skipti sitja þau hjónin HENRI LANDRU, hinn ófyrirleitni kvennamorðingi. heima og frúin kveður upp með það, hvað það sé hræðilegt, að 10 þúsund manns skuli hafa far- izt í styrjöldinni. Og Landru svar ar: Hvað er það svo sem, lífið er ekkert nema blóð'súthcllingar, bardagar vina mín. Konan er hiædd þegar hún eignast son sinn, og sonurinn er hræddur, þgar að dauða hans er kom- ið. Jafnvei böðlarnir eru hrædd- ir við fórnarlömb sín. Frú Landru svarar þá og spyr hann, hvernig hann geti sagt svona hluti að börnunum viðstöddum. PRINCE-SYSTUR Þarna eru PRINCE-SYSTUR staddar vlð höfnina í Reykjavík. Hótel Borg er mjög vin- sæll staður hjá unga fólkinu um þessar mundir og ekki hafa vinsældirnar minnkað við það, að þar skemmta nú fyrsta flokks skemmtikraftar Prince-systur, og barnum hefur nýlega verið breytt mjög mikið til batnaðar. Prince-systur eru ættaðar frá Skotlandi, nánar tiltekið Coatbrigde, sem er rétt fyr- ir utan Edinborg, og var fað ir þeirra búktalari, þannig að þær komust snemma inn í skemmtanabranzann. Fyrst í stað sungu þær í skólakór- um og öðru þess háttar, en það leið ekki á löngu, áður en þær fóru að koma fram opinberlega Þær komu hingað snöggv-. ast í fyrra og leizt þá svo vel á landið, þrátt fyrir vetrar- veður og kulda, að þær á- kváðu að koma hingað aftur og skemmta á Borginni í um það bil mánuð. Og hingað komu þær þann 26. marz og verða að minnsta kosti út júnímánuð, ef ekki lengur. Héðan halda þær áfram til Ítalíu, því næst Kaupmanna- hafnar, Aþenu og Spánar. Þær eru mjög hrifnar af góða veðrinu, sem þær eru svo heppnar að fá, ís- lenzka matnum og ekki sízt íslenzku hljóðfæraleikurun- um, en þær segja, að hvergi sé eins mikið úrval af góð- um hljómlistarmönnum. sem fást við létta hljómlist. Annars kunna þær vel við sig á ferðalagi og áður en þær komu hingað voru þær 18 mánuði í Kaupmanna- höfn og svo voru þær í Malmö og Stokkhólmi í Svi- þjóð. í ísrael voru þær i tvö ár og þar höfðu þær m. a. sin eigin sjónvarpsþátt- sem þær sáu um að öllu leyti og urðu þá bæði að syngja á hebresku og arabisku. Nú eru þær að æfa sig að syngja á íslenzku og er eftir að vita hvernig það tekst. Landru á landareign fyrir utan ' París og þangað fer hann með fórnarlömb sín, enskum hjónum, sem búa þar rótt hjá, til mikill- ar óánægju Áhorfendui fá ekki strax að vita hvernig hann losar sig við likin, en í hvert skipti, sem hann er í ástaratriði með ein hverri stúlku sýnir kvikmynda- vélin éhorfendunum ensku ná-' grannana, sem kvarla sáran und an þessari hryllilegu lykt, sem stafi frá heimilum Frakkanna. Það virðist ekki vera einkenni- legt, þegai kemur upp á daginn, að Landru brennir allar kvinn- urnar í stórri eldavél, eina og eina í einu. Þrátt fyrir alla varkárni og nafnabreytingar, hefur lögregl- an upp á honum einn góðan veð urdag í gegnum systur eins fórn arlambsins. Öskuhiúgur með ör- yggisnælum í og sviðnum manna beinum eru lagðar fram í réttin um sem sönnunargögn, en allt kemur fyrir ekki, Landru neit- ar öllum ásökunum. En svo fór þó að lokum, að hann var dæmd- ur til líflats. Nokkrum mínútum fyrir aftökuna talast þeir við Landru og málsverjandi hans: Henri, segir lögfræðingurimn, þú veizt, að ég hef varið þig sem bróður minn. Það veit ég, svarar Landru, og ég er þér þakk látur Mer finnst bara leiðin- legt, að hafa beðið þig að verja mál, sem hafði svo slæman endi. Nú þegar þú hefur engu að tapa, heldur málsverjandinn á- fram, ættirð'.’. að segja mér hvort þú drapst þær eða ekki. Kæri vinur, seegir Landru, það get ég ekki sagt þér, það verður að vera mín byrði. Áðalskoðun bifreiða í Skagaf jarðarsýslu og á Sauðárkróki Aðalskoðun bifreiða 1963 í Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað fer fram sem hér segir: Á Sauðárkróki: Föstudag 21. júní kl. 10—17 Laugardag 22. júní kl 10—17 Mánudag 24. júní kl. 10—17 Þriðjudag 25. júní kl. 10—17 Skoðunin fer fram við vörubilastöðina á Sauðár- króki. í Hofsósi: Miðvikudag 26. júní ki 10—15. Fimmtudag 27. júní kl 10—15 Í Haganesvík: Laugardag 28. júní, kl. 10—13. Við skoðun ber að sýna skilríki íyrir greiddum bif- reiðagjöldum og lögboðinm vátryggingu fyrir hverja bifreið. Þeir, sem haía útvarpsviðtæki i bifreiðum sínum, skulu við skoðun sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á hinum auglýsta tíma varðar ábyrgð skv. umferðarlögum, svo mega og hlutaðeigendur búast við, að slík bif- reið verði tekin úr umferð án írekara fyrirvara. Geti eigandi eða umráðamaður bifreiðar eigi fært hana til skoðunar á auglýstum tíma, ber honum að tilkynna það bréflega eða á annan tryggilegan hátt. Þetta er hér með tilkynnt ölium þeim, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Skagaf jarðarsýslu, Bæjarfógetinn á Sauðárkróki, 6. júní 1963 Stakir STAKAR DRENGJABUXUR frá 3—13 ára. DRENGJAJAKKAFÖT frá 6—14 ára GALLABUXUR unglinga kr. 130,— ÐRENGJASPORT- SKYRTUR HVÍTAR DRENGJASKYRTUR DRENGJAPEYSUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR HANDHREINSAÐUR DÚNN DÚNHELT LÉREFT KODDAR - SÆNGURVER GÆSADÚNN ÆÐARDÚNN HÁLFDÚNN — FIÐUR PATONSULLARGARNIÐ að koma ný sending Póstsendum Vesturgötu 12. Sími 13570 2 TÍMINN, þriðjndjgtnn 11, fúní 19S3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.