Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.06.1963, Blaðsíða 6
Uppeldismáíaþing samþykkti ai auka starfræna kennslu KHrEjeykjavík, 19. júní. Á þrettánda uppeldismálaþing- inu, sem haldið var í Melaskólan- um 15. og 16. júní s.l., var m.a. samþykkt, að auba bæri starfræna kcnnslu í barna og Knglinigaskól- um landsins. Sýning, í umsjá Gunnars M. Maignúss, á starfræn- um vinnubrögðum baraa í sögu, landafræði og náttúrufræði, vakti mikla athygii þinigmianna og gesta, sem skoðuðu sýninguna 17. júní. Þing þetta var eitt hið fjöl- mennasta, sem haldið hefur verið, en þátttakendur munu hafa verið um 200. Voru cnargar og merki- legar till'ögur ræddar og samþykkt ar, og umræður miklar og fjör- ugar. * Skúli Þorsteinsson, formaður S.Í.B. setti þingið kl. 10 á laugar- dag. Ávarp flutti dr. Gylfi Þ. Gísla son, menntamálaráðherra, og síð- an flutti dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, fyrirlestur um uppeldi og fræðslu. Helztu mál, sem rædd voru á þinginu, voru starfræn kennsla, sem Marinó Stefánsson, kennari, hafði framsögu um, Magnús Gísla- son, námsstjóri, ræddi um leng- ingu á starfstíma skólanna, Árni Þórðarson, skólastjóri, stjórnaði umræðufundi sex skótamanna um félagsstarf í skólum,1 en auk þess voru frjálsar umræður um efnið. Af samþykktum, sem gerðar voru á þinginu, má nefna, að sam þykkt var að leggja sérstaka á- herzlu á hinn uppeldislega þátt skólanna, og í því sambandi var samþykkt að auka starfræna kennslu, sem talin er hafa mjög mikið gildi, bæði fræðslulegt og uppeldislegt. Einnig var samþykkt að auka félagsstarfsemi barna, bæði í námi og leik. Þá voru og gerðar tillögur um handbók fyrir kennara tornæmra barna. í sambandi við þingið var sýn- ing á starfrænum vinnubrögðum nemenda í gagnfræða- og barna- skólum í Reykjavík og Akureyri í sögu, landafræði og náttúru- fræði. Gunnar M. Magnúss ann- aðist val verkanna og uppsetn- ingu sýningarinnar. Vakti hún mikla athygli allra, sem skoðuðu hana. Þinginu var slitið kl. 20 16. júní af Friðbirni Benónýssyni, for- manni L.S.F.K. Myndirriar: Á stærri myndinni sér yfir salinn í Melaskólanum, þegar þingið var sett. Á myndinni hér til hliðar sést eitt verkefnið á sýningunni: „Fjaran er auðug af gersemum“, úr fjöruferð 12 ára barna. (Ljósm. Tíminn GE). Vígöur vísibiskup Færeyja Aðils-Kaupmannahöfn, 18. júní I ur vfsibiskup Færeyja, Jacob J0n- Sunnudaginn 16. júni var vígð-1 sen, f dómkirkjunni í Kaupmanna- JÚNÍBÓK AB Um opnun drag- nótaveiðisvæða Út er komin bók hjá AB fyrir júnímánuð, INDLAND eftir Joe David Brown í þýðingu Gísla Ól- afssonar. Er þetta 6. bók félagsins i bókaflokknum „Lönd og þjóðir“. Gefst hér kostur á yfirliti um land og þjóg og er lögð áherzla á stöðu Indlands í dag og hina öru þróun sem þar hefur orðið eftir frelsistöku landsins, og eru sér stakir kaflar helgaðir leiðtogum Indverja á þessari öld, Gandhí og Nehrú. í öðrum köflum er m. a. rætt um hina fornu menningu Indverja og andlega arfleifð, trú heimspeki og listir. Höfundurinn, Joe David Brown starfaði um árabil sem fréttamað- ur Time og Life i Nýju Delhí og kynntist þá landi og þjóð. Frásögn hans fylgja á annan hundrað val- inna níynda. höfn. Meðal viðstaddra var bisk- upinn yflir íslandi, herra Sigur- björa Einarsson. Fyrir siðaskiptin höfðu Færey- ir.gar sinn eigin biskup, og eru þekkt nöfn alls 30 biskupa, sem þar sátu. Eftir siðaskiptin fengu Fær- eyingar sinn fyrsta lútherska bisk up, eða vísibiskup, Jens Riber, en u. þ. b. fjórar aldir upp frá því hafa Færeyingar engan biskup haft. Færeyski vísibiskupinn, Jac- ob Jþnsen, sem einnig er prófastur Færeyja, hefur samtals ellefu prestaköll .' sinni umsjá með alls 35 þúsund sóknarbömum. Herra Sigurbjörn Einarsson var emnig viðstaddur hátíðasamkomu íslendingafélagsins í Höfn í gær. Þar flutti hann hátíðaræðu. Ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 40/1960 um takmark- aðar dragnótaveiðar undir visinda legu eftirliti, leitað álits aðilá, sem hlut eiga að máli um opnun drag- nótarveiðisvæða. Að fengnum um- sögnum hefur ráðuneytið ákveðið opnun veiðisvæða sem hér segir: 1. Svæðið út af Seyðisfirði. 2. Svæðið frá Norðfjararnípu, suð- ur fyrir Fáskrúðsfjörð. 3. Frá Papey vestur fyrir Þorláks- höfn. 4. Frá hólmanum Einbúa í Ósum, sunnan Sandgerðis, norður fyrir Arnarfjörð. Dragnótaveiðar munu þó bann- aðar innfjarða samkvæmt nánari ákvæðum í leyfisbréfi. í Faxaflóa takmarkast veiði- svæðið þannig: 1. Úr Garðskagavita um punktinn 64° 8’n.br. 22° 42’v.l. í Gerðis- tangavita. 2. Úr Hólmsbergsvita um bauju nr. 6 í Faxaflóa f Kirkjuhólsvita. Veiðarnar munu geta hafizt 18. þ.m. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 14. júní 1963. 6 T í M I N N, fimmtudagurinn 20. júní 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.