Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 2
HVERRI KVÆN- IST HARALDUR? HARALDUR krónprins í Noregi, hefur aldrei reynt að draga neina dul á hið nána sam- band sitt við kaupmannsdótturina, Sonju Haraldsen, og nú virðist vera kominn tími til að hann ákveði sig. Getur það verið, að hann bindi endi á konungsvaldið í Noregi, með því að giftast stúlku af borgaraættum? Son|a og Haraldur, — fær hann aS gera hana að drottningu sinni. ÞAÐ eru alltaf einhver vand- kvæði á því, a8 fá kóngafólkið til að giftast innbyrSis, og furð- ar víst engan á því, þegar tekið er tillit til fæðar þess, skyld- Ieika og jafnvel úlits. Hver prins inn og prinscssan cftir aðra hef- ur gifzt almennum borgara og i flestum löndum er fólk hætt að kippa sér upp vift það. En það gegnir dálítið öðru máli í Nor- egi, þar sem hætta er á því, að konungsvaldið leggist niiður, ef Haraldur krónpnins kvænist ekki konungborinni stúlku. Engin drottning hefur ríkt í Noregi síðustu 25 árin, eða síð- an Maud drottning lézt í nóvem- ber árið 1938. Martha krónprins- essa tók að sér opinberar skyld- ur drottnmgar við hlið Hákonar gamla, og Norð'menn litu á hana sem drottningu, þó að hún væri aldrei sæmd þeirri nafnbót. Eftir lát krónprinsessunnar, árið 1954, varð hin 22 ára gamla Astrid prinsessa, að taka að sér em bætti æðstu konu landsins, þar sem Ragnhild systir hennar, sem er tveimur árum eldri, hafði árið áður gifzt skipamiðlara í Suður- Ameríku En eftir sjö ára biðtíma, rætt- ust loks draumar Astrid, og hún giftist Johan Marlin-Ferner, og síðan þá, hefur svo mikið oltið á því, hverri Haraldur kýs að kvæn ast. Það er ekki langt síðan, að búizt var við því, að Haraldur mundi opinbera trúlofun sína. Og því tók enginn það mjög nærri sér, að Astrid skyldi giftast al mennum borgara, því að búizt var við því, að Sophie, Grikk- landsprinsessa mundi taka við af henni, en svo giftist hún, og nú binda flestir vonir sínar við yngri systur hennar Irene. UNG OG ÁSTFANGIN. Haraldi fannst ekkert liggja á, og Sophia giftist Don Juan Car- los, Spánarprinsi. Rétt eftir það byrjuðu útlend blöð að gefa það i skyn, að norski prónprinsinn væri þegar trúlofaður, og loksins þegar eitthvað birtist um þetta í norsku blöðunum, var það til þess að bera til baka frétt, sem birtist í sænsku blöðunum um það, að prinsinn væri ákveðinn í að trúlofast Osloarstúlkunni. Síðan þá hafa þau skötuhjúin ekki haft mikinn frið. Þau hafa samt aldrei reynt að leyna kunn- ingsskap sínum, og meðal vina- fólks þeirra í Oslo hefur vitn- eskjan um kynni þeirra lengi verið fyrir hendi. Þau hafa þekkzt í mörg ár, og haga sér á allan hátt eins og hvert annað ungt og ástfangið fólk. Það dett- ur engum í hug, að bjóða öðru þeirra heim, án þess að bjóða hinu með, flestjr hugsa með sér, þau eru svo ung enn þá, það er bezt að leyfa þeim að njóta ást- arinnar, skyldurnar kalla hvort sem er nógu fljótt. En erfiðleikarnir virtust að- eins verða til þess, að styrkja ást þeirra, og fáir ,munu gera sér. Ijóst, hve hart hefur verið geng- ið að prinsinum, til að fá hann til að yfirgefa Sonju. En það er opinberlega vitað, að Ólafur kon ungur hefur borið þetta vanda mál bæði undir ríkisstjórnina og háttsetta lögfræðinga. í lögum Noregs scendur ekkert um það. að ríkisarfinn megi ekki ganga að eiga mann eða konu af borg araættum, en það er tekið fram að konungurinn verði að leggja blessun sína yfir giftingu hans En eins og stjórnmálaástandið ei í Noregi í dag, mun konungurinn aldrei viðurkenna borgaraborna eiginkonu sonar síns, án samþykk is ríkisstjómarinnar. Ef litið er hlutlaust á málið, er erfitt að gera sér ljóst, hvers vegna það ætti að vera betra fyr ir Noreg að fá útlenda krónprins essu, heldur en vel gefna og lag- lega stúlku, sem krónprinsinum þykir raunverulega vænt um. — Þar sem ekkert aðalsfólk er i landinu, ei greinilegt, að drottn- ingin verður útlend, ef hún á að vera konungborin.Enliklega verð ur Haraldur að leita lengi, ,ef hann á að finna stúlku, sem er betur til þess fallin, að vera Nor- egsdrottning, en þessi unga kaup mannsdóttir. GLÆSILEG STÚLKA. Sonja Haraldsen er glæsileg stúlka, há, lagleg og ljóshærð, og þó að hún sé ekki nema 25 ára gömul er hún þegar mikill per- sónuleiki. Engin af evrópisku prinsessunum getur státað af betri menntun en hún, því að Sonja hefur margt annað til að bera, en blá augu og fallegan vöxt. Hún tók mjög gott stúd entspróf, og öðru hverju hjálp- ar hún tii í stórverzluninni, sem fjölskyldan á við „Stogaten", og þangað sækir Haraldur hana oft eftir vinnu á kvöldin. Að loknu stúdentsprófi fór Sonja í háskólann og lauk þaðan góðu prófi í latínu, og ætlaði sé" síðan að leggja stund á málvi? indi, en um það leytí var tala* svo mikið um hana, að hún dró sig í hlé ug fór i húsmæðraskóla ■ úthverfi Osloborgar, Þar af mki hefnr hún stundað frönsk'i rám í Frakklandi og enskunám Snglandi. þar sem hún útskrií aðist einmg sem vatnaskíðakenn- ari. FJÖLSKYLDAN ER EKKI HRIFIN. Sonja er alin upp á góðu og rólegu heimili. Faðir hennar, sem vann sig upp úr fátækt, er látinn, en fjölskyldan rekur fyrirtækið áfram. Sonja býr ásamt móður sinni í Oslo og er Haraldur kær- kominn gestur á heimili þeirra, en aðeins sem náinn vinur Sonju, þannig vili fjölskyldan hafa það, Allir vinir hennar og kunningjar hafa varað hann mjög við þess- um kunningsskap, en Sonja hef- ur látið það eins og vind um eyr- un þjóta. Hún er ung og hraust og vill borga fyrir ást sína, þó að það sé dýr borgun. En þrátt fyrir það hafa erfiðleikar siðustu ára komið hart við hana, og stundum er hún mjög hlédræg, og á eifitt með að halda aftur af tárunum. Álitið var, að gert mundi vera út um þetta mál í eitt skipti fyr- ir öll síðasta haust, og Haraldur mundi sjá sig nauðbeygðan til að hlýða kalli skyldunnar, en svo varð þó ekki. Margir hafa reynt að skella sökinni á Sonju, en það er algjörlega rangt, hún hefur aldrei reynt að hafa nein áhrif á hann. Hver svo sem endirinn á þessu verður, þá verður hann alltaf léttir fyrir alla aðila. Ef norska þjóðin getur ekki unnt Haraldi þess, að ganga að eiga stúlkuna sína, þá er það ekki eina vandamálið að velja á milli hennar og lands síns. Það vai er ekki svo erfitt nú á dögum, því í nútíma þjóðfélagi er svo sem ekkert skemmtilegt að vera konungur. Nei aðalvanda- málið er það, að ef hann tekur Sonju fram yfir skyldur sínar gagnvait landinu, þá bindur hann um leið endi á konungsvald ið í Noregi, þar sem ekki er um annan ríkisarfa en hann að ræða, og republikönum mun um leið verða opin leíS í stjórn lands- ins. Þáð þarf styrka skapgerð til að gera slíkt, — og sterka kbnu, sem þarf að ganga í gegn um það með honum. Kunnugir segja, að Sonja muni hafa styrk til að standast þá raun, og hún muni einnig bera vel þá sorg, ef hún verður að' gefa prins- inn sinn iausan, og jafnvel kraft til að hjálpa honum yfir erfiðasta skrefið, Hún heldur sig mikið i skugganum sem stendur, og það væri óskandi, að þau gætu gift sig öllum að' meinalausu. í hinu ævagamla keisaraveldi, Japan, er keisaraynjan malaradóttir, Farah Diba, keisaraynja í íran var fyrir nokkrum árum venjulegur nemandi við háskólann í París. Ættj það þá að vera svo voðalegt ef tilvonandi konungur Noregs gengi að eiga, fallega, skemmti- lega, vel gefna, norska stúlku, sem tilheyrir því fólki, sem norska konungsfjölskyldan um- gengist, rlku kaupmannsfólki. ! Sérleyfisferðir Daglegar ferðir til Laugavatns. i Tvær ferðir á föstudögum, ! laugardögum og sunnudögum. Alla daga til Gullfoss og Geysis. Ferðir um Selfoss, Skeið, Hruna mannahrepp. B.S.Í., sími 18911. Ólafur Ketálsson. Múgavél íotnð, óskast keypt. ini Nmstanfi 'i«- Brúar- íand. Húsnæðisþingið Norræna húsnæðismálaþinig- ið í Reykjavík hefur vakið verð uga athygli, einkum eftir upp- lýsingar þær, sem formenn húsnæðismálastjóma Dainmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar bafa gefið um ástand húsnæðismá’.a í löndum sínum oig þau kjör, sem almenningur þar á við að búa í sambandi við íbúða- húsabyggingar. Af þeim upp- lýsingum er Ijóst, að Iánskjör í þessum löndum borið saman við lánskjör hér á landi eru eins og hvítt og svart. Svo gíf- urlega Iargt stöndum við að baki frændum okkar á Norður- löndum í þessum málum. Langf á undan f Svíþjóð fá menn húsbygg- ingarlán, sem nema frá 85— 100% byggingarkostnaðarins, og þessi 'lán eru til 40 og allt upp í 60 ára með lágum vöxt- um. í Danmörku nemia húsbygg- ingarlánin frá 75—94% bygg- ingarkostnaðarins, og eru lánin frá 40—60 ána og vextir lágir. Danir leggja áherzlu á bygg- ingu einbýlishúsa oig er nú 60% af íbúðum, sem byggðiai eru, einbýlishús eða naðhús. Framkvæmdastjóri norskn húsnæðismálastjórnarinnar sagði, að auðvelt væri að fá lón til íbúða bygginga | Noregi, en þó verður fólk að leita á frjáls- an láinainarkað til þess a8 út- vega nokkurn hluta fjárins. — Sagði fnamkvæmdastjórinn að menn þyrftu ekki að hafa hand bærar nema sem svaraði ‘ um 100 þús. ísl. króna til viðbótar við það, sem húsnæðisbankarn. ir lána, til þess að geta eignazt einbýlishús. Ólíkt höfumst við að Af þessari stuttu upptaln. ingu er öllum Ijóst, hve gífur- Iegur munurinn er á aðstöðu fólks til að eignast íbúð hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum. Hér fá menn ekki einu sinni 30% byggingarkostnaðar. ins lánaðan og þessi lán eru til mun styttri og f mörgum til- fellum margfalt styttri tíma, og vextir var að auki miklum mun hærri en á Norðurlöndum. Þetta norræna húsnæðismála þimg er því sem rassskellur á stjóm húsnæðismálanna hér á landi, ekki sízt á formann hús- næðismáiastjórnar, sem fyrir nokkrum vikum taldi allt í himnalagi í húsnæðismálunum hérna og ástandið aldrei verið betra í þeim málum en nú. „Sérstaks álits ekki þörf“ Þeis9a sömu skoðun staðfestir svo ríkisstjómin í þjóðhags- og framkvæmdaáætlun sinni, en þar segir orðrétt á bls. 30: S „NÚ ER HINS VEGAR SVO 1 KOMIÐ, AÐ HIÐ MIKLA HÚS- 1 NÆÐISVANDAMÁL, SEM FYRIR LÁ f LOK STYRJALD- IARINNAR, ER í AÐALATR- IÐUM LEYST OG SÉRSTAKS ÁTKS f HÚSNÆÐISMÁLUM AF ÞVf TAGI, SEM GERA VARÐ Á SfÐASTLIÐNUM . ÁRATUG, ER EKKI LENGUR i ÞÖRF.“ — Að áliti ríkisstjóm- arinnar er ástandið sem sagt i ágætt og engin ástæða til að 1 jafna munimn, sem er á að- stöðu fólks til að koma sér upp íbúð á íslandi og á hinum Norð urlöndunum. — Svo leyfa þess. ir herrar sér að koma í útviarp a, Framhald á 15. $ISu. i 2 T í M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963. — i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.