Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1963, Blaðsíða 5
 RITSTJÓRI HALLUR S'lMONARSON VIKINCAR SIGURSÆLIR Alf.-Reykjavík, 11. júlí. HAGUR Víkinga, sem und- anfarið hafa verið á keppnis- ferðalagi í Tékkóslóvakíu og Þýzkalandi, hefur heldur bet- ur vænkazt síðustu daga. Vík- ingar hafa nú lokið öllum sin- um leikjum í förinni — og þ ir stóðu sig prýðisvel í síð- l' 'u fimm leikjunum, sem all- ir voru við sterk, þýzk félags- lið. — Unnu fjóra leiki, en töpuðu einum með eins marks mun. í bréfi, sem við fengum frá Pétri Bjarnasyni í dag, lætur hann vel af förinni. Seg- ir |jó, að hún hafi verið ströng enda léku Víkingarnir næstum daglega og þess á milli voru sífelld ferðalög, sem voru þreytandi, þegar til iengdar lét. Og Pétur Bjarnason skrifar: — Við komum tíl Frankfurt enánu- dag 1. júli og dvöldum við þar í tvo daga. Miðvikudaginn 2. júlí fórum við tíl Worms og kepptum þar að kvöldi sama dags. Liðið sem við mættum heitir Slerzen- heim og var suður-þýzkur meist- ari síðast 1952, en Þýzkalands- meistari á árunum 1932—33. Um þessar mundir er Slerzenheim í Námskeið unglinga- nefndar S. L. ÞRIÐJUDAGSKVÖLD efndi Unglinganefnd Knattspyrnu- sambands íslands til fræðslufund- ar í Keflayik. Fudinn sóttu u. þ. b. 50 unglingar og heppnaðist hann mjög vel. — Karl Guðmundsson íandsliðsþjálfari, flutti stutt erindi um knattþrautiir KSÍ og sýndi tvikmynd um framkvæmd þeirra. Hann ræddi um þekkta knatt- spyrnumenn og loks var sýnd livikmynd, þar sem mörg af fræg- ustu knattspyrnuliðum heims komu fram. Unglinganefndiin hefur áður efnt til funda með líku sniði á Selfossi og í Njarðvíkum. — For- rnaður nefndarinnar er Gunnar Felixson. Hafa leikið fimm leiki í Þýzkalandi við sterk íið og fjórum sinnum borið sigur úr býtum. Hafa lokið leikjum sínum. — Bréf tíi Tíntans frá Pétri Bjarnasyni. miðri 1. deild í S.-Þýzkalandi. Við unnum leikinn með 13:11, en í hálfleik var staðan 7:7. Satt að segja vorum við mjög óánægðir með dómarann í leiknum. Hann var fram úr hófi lélegur og dæmdi eftir reglum, sem voru upp á sitt bezta fyrir 10 árurn. Innanfélags- mót hjá KR FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR gengst fyrir dnnanfélagsmóti á Melavellinum í kvöld og hefst keppni kl 18,00. — Keppt verður i þessum greinum: — 80 m. grinda- hlaupi kvenna, 110 m. grindahl. karla, 100 m. hlaupi karla og kvenna, langstökki, 800 m. hlaupá og kúluvarpi. Daginn eftir — eða á fimmtu- degi — fórum við til Mainz og þar lékum við tvo leiki sama dag. Fyrst kepptum við gegn liði sem heitir Schott og er í miðri 2. deildinni í S-Þýzkalandi Leikur- inn hófst kl. 6.30. Við áttum held- ur rólegan dag og unnum með 11:8. — Og um leið og leiknum lauk, vorum við drifnir inn í bíla og keyrðir til Wiesbaden, sem var ekki langt þar frá. Og kl. 8.15 ■byrjaði næsti leikur. Við mættum sterku 1. deildar liði og kepptum í sömu íþróttahöllinni og ísland og Sviss léku í, í heimsmeistara- keppninni. Leikurinn var afar harður, og þegar yfir lauk, var sigurinn okkar megin. Við unnum með fjögurra marka mun, 19: 15. I þessum leik notuðu Þjóðverj- arnir undarlega taktik. Þeir létu elta tvo menn hjá okkur — þá, sem sKoruðu mest hverju sinn. Og svo síðustu 15 mínúturnar, léku þeir maður á mann. Föstudaginn 6. júlí, áttum við frí og þann dag dvöldum við í Wiesbaden. Á laugardagsmorgun- inn lögðum vlð af stað áleiðis til Budenheim, en þar var dvöl okkar í Þýzkalandi skipulögð. Buden- heim er um það bil sex kílómetra frá Mainz. Þar mættum við Liði, sem vann sig upp í 1. deildina á síðasta vetri. Við unnum með sjö marka mun, eða 21:14. Við höfðum gert ráð fyrir, að leikurinn í Budenheim, yrði sá síðasti í Þýzkalandi. En daginn eftir vorum við beðnir að leika aukaleik í sambandi við hrað- keppni. Við töpuðum með einu marki, 7:8, en í hálfleik var 4:4. Það vill oft verða svo, að maður Frarahald á 15. síðu. Ungur piltur veitti Valbirni haröa keppni í 100 metrum ÍR-INGAR efndu til frjáls- íþróttamóts á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Ekki lögðu marg ir áhorfendur leið sína á Laug ardalsvöllinn til að fylgjast með mótinu — og misstu kann ski ekki af miklu, en heildar- svipur mótsins var daufur og fátt um afrek. Það var helzt kvenfólkið, sem vakti athygli og það er ánægjulegt til þess að vita, að áhugi virðist vera að vakna hjá því fyrir frjáls- ’þróttum Annars átti veðrið kannski einhvern þátt í því, að lítið var um góðan árangur, en heldur var kalt í lofti. Keppnin i 100 m. hlaupi kaila var hápunktur mótsins í fyrra- kvöld, og þar var keppnin hörð. Valbjörn Þorláksson sigraði, en vekk vei'ðuga keppni frá hinum •„nga og efnilega hlaupara úr KR, Einari Gíslasyni. Tími Valbjörns var 11,4, en tími Einars 11,5. — Mótvindur var Lélegt frjálsíþróttamót ÍR í fyrrakvöld. Annars urðu úrslit í einstökum greinum eins og hér segir: 80. m. grmdalilaup kvenna: Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, 14,3 Kristín Kjartansdóttir, ÍR, 14,9 Kringlukast: Þorsteinn L,öve, ÍR, 43,10 Fnðrik Guðmundsson, KR, 42,06 Langstökk: Úlfar Teitsson, KR, 6,89 Einar Frímannsson, KR, 6,73 100 m. hiaup: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 11,4 Einar Gíslason, KR, 11,5 800 m. hlaup: Kristján Mikaelsson, ÍR, Helgi Hólm. ÍR, 3000 m. hlaup: Iíalldór Jóhannesson, KR, Gunnar Karlsson, UMFB, Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR, Halldór Jónasson, ÍR, Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, KR, Heiðar Georgsson, ÍR, Framhald á 15. 2:00,2 2:00,7 9:04,3 10:15,3 1,95 1,75 4,20 3,80 síðu r Wembleton-móHnu í tennis er nýloklS á Englandi, en þetta er ein merkasta tenniskeppni, sem háð er á hverju ári, og nokkurs konar óopinber heimsmeistarakeppni áhugamanna. Þátttakendur nú voru víðs vegar að úr heiminum og í einliðaleik karla sigraði Banda- ríkjamaðurinn Chuck McKinley, eftir úrslitaleik við Fred Stolle, Ástralíu. Þátttakendur í etnliðaleiknum skiptu nokkrum tugum, og var raðað niður eftir áætlaðri getu, þó aðeins tíu.— Það þótti í frásögur færandi, að McKinley „seeded nr. 4" mætti engum þessara tíu í sígurgöngu sinnl. Slíkt hefur aldrei hent áður, en þekktustu leikmennirnir féllu úr hver á fætur öðrum fyrlr óþekktum leikmönn- um. Myndin hér til vinstri er af McKtnley, þegar hann stekkur yflr netið til að þakka mótherja sínum í úrslitum fyrir letkinn. Ljósm: Polfoto Leikur enn með ENGINN knattspyrnumaður í heiminum heíur verið meira í fréttum það sem af er þessu ári, en hinn 48 ára gamli Stan- ley Matthews, sem enn leikur eins og ungur piltur. Matthews var seldur fyrir um það bil 2 árum til síns gamla félags, — Stoke City, — fyrir sannkallað gjafverð eða 2600 sterlings- pund En þessa upphæð hefur Stoke fengið meir en hundrað falda aftur, því aðsókn að leikj um Stoke stórjókst og í vor end urheimti liðið sæti sitt f 1. deild, en var þriðja neðsta lið- ið í 2. deild, þegar Matthews hóf ,galdra“ sína á hægri kant inum. Það vakti heldur ekki litla athvgli víða um heim, þeg- ar Matthewr i vor hlaut titil- inn „Knattspyrnumaðui árs- ins“ á Englandi og það öðru sinni. Matthews sagði þá: „Ég lít ekki á þetta sem verðlaun eingöngu fyrir mig, heldur fyrir Stoke-liðið í heild“ Og ekki ætlar gamli maðurinn enn um sinn að leggja skóna á hilluna. Nýlega tilkynnti framkvæmda- stjóri Stoke — mun yngri mað ur en Matthews —• afí Stanley myndi leika fyrsta leik Stoke : 1. deild í ágúst og fá brezkir áhugamenr. enn um hrið að sjá gamla meistarann, sem hrifið hefur •nilljónir knattspyrnu- unnenda víðs vegar um heim með snilldarleik sinum síðustu þrjá áratugina. T I M I N N, föstudagurinn 12. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.