Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Eksemplar
Hovedpublikation:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Side 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Side 5
ALÞÝÐUBLAÐfÐ 5 andi einveldi“ um stundarsakir. Þá var hinn fyrverandi forseti Doumergue sóttur út á höfuð- ból sitt, þar sem hann hafði sest að til þess að hvíla sig í ellinni ásamt ungri og fagurri konu. „Eldkrossforinginn" gortaði af því um skeið að hann hefði „sigrað“. Hann stjórnaði líka uppreisninni sjálfur, eins og ó- sviknum general sæmdi; stóð í hæfilegri fjarlægð við hornið á kaffihúsi einu. pINVELDISDRAUMUR sá, sem Tardieu gekk með, og gengur máske enn þá með, hefði getað orðið hættulegri. Tardieu er einn af þeim frönsku stjórn- málamönnum, sem komu á hin- um svokallaða Versalafriði. Og hann er mjög hreykinn af því. Dag nokkurn borðaði hann líka morgunverð ásamt Ivari nokkr- um Kreuger, þekktum manni. Þetta skeði í Haag. Það var þá sem útgert var um hið svo- nefnda Young-lán. En Tardieu er ekki eins hreykinn af því. I Genf lýsti einn af skoðana- hræðrum hans honum á þessa leið: „Tardieu gengur hér um og lítur út eins og hann hafi á einhvern óskiíjanlegan hátt komist yfir lykilinn hans Sankti-Péturs. En hann er alt- af jafn klumsa, svo að engan langar'til að krefjast rannsókn- ar á því, hvort lykillinn gengur að skránni.“ QÖSÍALISTINN Léon Blum er honum gagnólíkur, með- al annars í framkomu. Mót- stöðumenn hans gera mikið að því að ráðast á hann persónu- lega vegna þess, að því er sagt eL að hann er miljónamæring- Ur. Auðvitað er það ekki aðal- atriðið að hann er miljónamær- ingur, það eru margir af and- stæðingum hans líka. En það sem honum fyrirgefst ekki er það, að hann er miljónamæring- ur og sósíalisti. Blum hefir Srætt miljónir sínar á mála- færslustörfum. Hann er kallað- ur „Blum barón“, vegna þess að hann býr í einkahúsi í París, þar sem hann dvelur þær stund- ir, sem hann er ekki að sinna málafærzlustörfum, eða stjórn- málastörfum. Hann stundar þar ritstörf í hjáverkum og um skeið var hann mjög vinsæll leikhúskritikker. 1 þinginu nýtur hann mikillar virðingar. í ræðu er hann mjög rökfastur og heldur sér vel við efnið. En hann þolir ekki að gripið sé frammí fyrir sér. Þeg- ar mikill hávaði er í þingsölun- um, safnar hann saman blöðum sínum og gengur ofan úr ræðu- stólnum. Þingforsetinn verður svo að beita allri sinni ræðusnild til þess að fá hann til þess að halda áfram. Eftir það eru þingmenn auðsveipir eins og skóladrengir og hlusta á hann með mikilli athygli. 1-IERRIOT er „Radikalsósíal- *• * isti“, þ. e. a. s„ ekki eins róttækur og Léon Blum. Sagt er um Herriot, að ekki sé hægt að koma höggi á hann í póli- 'tískum deilum. Hann hristir alt af sér. Herriot er ákaflega vin- sæll. Þegar Herriot gengur inn í þingsalina brosir hann til beggja handa. Undir hendinni ber hann gríðarstóía, gula og slitna skjalatösku. Þegar hon- um hefir loksins heppnast að koma sér fyrir í stólnum tekur hann blaðabunka upp úr tösk- unni. Máske byrjar hann að skrifa, en engum skyldi detta í hug, að hann skrifaði niður ræður sínar — þær flytur hann allar blaðalaust. En hann er máske að skrifa ritgerð um Beethoven, eða ferðasögu. Hann stundar ýmislegt fleira en stjórnmálin. Honum þykir mik- ið til koma vinsælda sinna og hefir gaman af að láta mynda sig með pípuna í munninum og kragann uppsleginn. Hann hefir oft verið ráðherra og komið hefir það fyrir að hann hefir orðið að læðast út úr Parla- mentsbyggingunni eldhúsdyra- megin, til þess að komast hjá því að fólkið dræpi hann. Hann er ræðumaður ágætur og ræður yfir mörgum radd- brigðum, — alt frá „andante religioso“ til „eon furore“. Hann leikur á strengi föðurlandsást- arinnar í brjóstum fólksins, en aldrei er hann jafn hátíðlegur og þegar hann talar máli frið- arins og lýðveldisins. Fágætt æfintýri. I TNGUR maður úr danska ^ þorpinu Tauborg hefir ný- lega trúlofast í New York amerískri dollaraprinsessu, miss Deborah, sem er yngsta dóttir miljónamæringsins Leonard. Daninn heitir Frode Jensen og varð 15 ára að aldri skips- drengur á „United States“. Hann fór með skipi þessu márg- ar ferðir fram og aftur yfir Atlantshafið. Einn góðan veð- urdag, þegar skipið var í New York, strauk hann af skipinu. Fékk hann því næst vinnu hjá dönskum skipamiðlara í borg- inni og ennfremur við dansk- amerískt blað. Frode Jensen lagði sig mjög fram, til þess að ná sem fylstu valdi yfir ensku máli. Að lokum fékk hann vinnu sem dyravörður við há- skóla einn og jafnframt leyfi til þess að hlýða á fyrirlestrana, og hlaut doktorsnafnbót. Um þær mundir kyntist hann doll- araprinsessunni, svo að hann getur nú tekið lífinu með ró, það sem eftir er ævinnar. Snáðimi með eyrað hennar ömmn sinnar I enska bænum Doxey átti heima 7 ára gamall drengur, Robert Price að nafni, sem frá fæðingu hafði vanskapað eyra. Frægur skurðlæknir vakti eftir- tekt foreldranna á því, að skemdin í eyranu gæti sýkt út frá sér, ef ekki yrði að gert í tíma. En til þess þurfti einn eða annar að fóma eyranu. Amma hans var fús til þess og nú er búið að lækna eyra drengsins, og hann er hreykinn af nýja eyranu. VEJBÐ VIÐTÆKJA EE LÆGKA HÉR A LANDÍ, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryg-gingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert lieimili. Viðtækjaverzlnn rkisins, Lækjargötu 10 B. Sími 3823. ÞINGHÚSIÐ I PARÍS UNDIR LÖGREGLUEFTIRLITI.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.