Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Síða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í TUTTUGU OG FIMM VISTUM. Frh. af 3. síðu. nærgætin og hugsunarsöm við hjúin og aðra, sem að garði bar, sem oft voru margir. Viður- gjörningur var vandaður eftir megni, því ómegð var mikil hjá hjónum þessum og oft veikindi. Á Einarsstöðum var ég sam- tíða Jens Buek, sem þá var orð- inn blindur, en gat malað alt korn, sem brúkað var á heimil- inu. Húsmóðir mín leiddi hann út í kirkju í hvert sinn, sem messað var á Einarsstöðum og svo til baka aftur, og sá hún sem bezt um þetta gamalmenni, sem ég held að hafi gefið Sig- urjóni próventu sína. Vinnufólk var ekki margt á Einarsstöðum, því synir hjónanna voru þá upp- komnir og unnu því flest verk, sem með þurfti, svo sem hey- skap, fjárhirðing og fleira. Engjar voru skemtilegar á Ein- arsstöðum og skammt í burtu, og túnið að mestu rennislétt. Sigurjón fékk eitt sinn bréf og var kveðjan á því „elskulegi vin“. Það hittist svo á, að kona hans kom að herðum hans, þar sem hann sat og var að svara bréfinu og sá, að kveðjan hjá honum var einungis ,,góði vin“. Spyr þá húsfreyja, því hann hafi ekki sömu kveðju. Lítur Sigurjón þá til konu sinnar, og segir síðan: ,,Ég á engan elsku- legan vin, nema þig.“ Sannast hér sem oftar, að „oft er í holti heyrandi nær,“ því ég heyrði þetta fram í baðstofuna, þar sem ég sat við verk, og varð þetta svar húsbónda míns mjög minnisstætt. Tíimda vist. Ú fluttist ég inn í Eyjaf jörð til Kristjáns Kristjánsson- ar í Víðigerði og konu hans Sesseliu Jónsdóttur. Áttu þau 2 dætur, 10 og 12 ára. Var þetta alt heimilisfólkið, svo heimilið var mjög rólegt og ekki hörð vinna, því jörðin var lítil og hæg. Á vetuma var mest setið við að tæta smáband, sem ógrynni var búið til af, bæði í Eyjafirði og annarsstaðar. Vel líkaði mér við þessa húsbændur mína. Húsbóndinn var systur- sonur Jóns í Heiðarbót Ilinriks- sonar, sem ég hafði áður verið samtíða í Heiðarbót. EHefta vist. KKI hafði ég næstnefndu bændur nema í eitt ár, en ég var kyr á bænum, skifti aðeins um húsbændur, þegar Ari Jóns- son flutti að Víðigerði. Það er ekki margt um þessa vist að segja. Húsbændurnir voru mér bæði góð, og voru vel gefin og skáld, enda kom þá á gang margt af liðugum kímnisvísum, sem ég man nokkuð af, en þær eiga ekki hér heima. Smáband var aðalverkið, þó var eitthvað tætt af vaðmáli. Vinna var öll mjög hæg í Víði- gerði. , Á bæ þessum var þá vinnu- maður Baldvin Jónsson (skáldi) og var því talsvert vín um hönd haft og ýms óregla á heimilinu; enda viltist ég hér út af götu skírlífisins, sem svo er kallað. Tólfta vist. RÁ Víðigerði fluttist ég að Hleinargarði, sem er fram- ar í firðinum. Einar hét hús- bóndi minn, og hafði lítið bú, því annar bjó á móti honum á jörðinni. Þessir húsbændur voru mér hinir beztu, enda þurfti ég þess með, því hér ól ég stúlkubarn, sem síðar mun verða minst. Fékk ég hina beztu hjúkrun. Áður en lengra er haldið verð ég að skjóta hér inn í dálítilli ferðasögu, þegar ég var flutt frá Hleinargarði og að Garði í Aðaldal og var það svonefndur hreppaflutningur. Frá Hleinargarði var ég flutt að Laugalandi í Staðai'bygð og var þar ekki langlíf, bara með- an verið var að ná hestum úr haga. Um kvöldið náði ég að Gautsstöðum, en þar var Bene- dikt hreppstjóri, sem átti að taka við mér og sjá um flutn- ing á mér. Ég hafði fengið vitnisburð frá séra Einari Thorlacius í Saurbæ, og átti ég að sýna hann hreppstjórum á leiðinni. Það barst í tal á Gauts- stöðum, að ég hefði ekki mik- inn flutning og voru það tvær kistur ekki stórar. Segir Bene- dikt hreppstjóri þá, að ég hafi það sem betra er, en það sé góður vitnisburður og mætti ég hér beztu meðferð. Næsta dag var ég flutt að Vöglum í Ljósa- vatnsskarðinu og síðan að Ljósavatni. Þennan vegarspotta hafði ég mjög illgengan klár, og þó að ég sæti á þófa, fanst mér samt sem ég ætla að liðast í sundur, en fylgdarmaður minn sýndist ekki hugleiða það, því hann fór hart og keyrði undir mér hestinn. Þessi fylgdarmað- ur skildi við mig við túnfótinn á Ljósavatni, hvaðst ekki fara lengra og fór strax til baka. Ég settist niður á þúfu, með barnið í fanginu og sat þar þangað, til hreppamót var úti, sem stóð þann dag á Ljósavatni. Líklega hafa einhverjir séð til mín þarna, því eftir langa bið kom þar til mín dóttir bóndans á Ljósavatni og spyr mig, því ég sitji hér. Ég kvaðst hafa verið skilin eftir og ekki vita, hvert halda skyldi. Fórum við síðan heim til bæjarins, og stúlkan fylgdi mér inn í baðstofu, og sat ég þar það sem eftir var dagsins. Bæði barnið og ég þáð- um þar góðgjörðir. Þegar hreppamótinu var slitið tók Kristján bóndi á Ulfsbæ og Jónatan bóndi á Rauðará að sér að koma mér áleiðis. Yfir Skjálfandafljót var ég látin riða berbökuðum hesti, með barnið fyrir framan mig, og fylgdar- menn mínir riðu sinn við hvora hlið mér og alt fór slysalaust. Á Ulfsbæ gisti ég um nóttina og hafði þar hinn bezta beina. Næsta dag flutti Kristján bóndi mig að Eiharsstöðum í Reykja- dal, stóð ég þar ekki lengi við, þó ég mætti þar gömlum og góðum húsbændum og var ég þá komin 1 Helgastaðahrepp. Frá Einarsstöðum var ég flutt að Helgastöðum, því þar stóð yfir hreppamót, og var mér ráðstaf- að að Garði. Þaðan fylgdi mér Páll Sveinsson frá Syðrafjalli, og gekk hann á undan hestin- um, sem ég reið. I Garði var mér vel tekið og voru þau blindi Jón og Anna kona hans alt af vel til mín eins og sést á næstu vistarlýsingu. Þrettánda vist. M vorið eftir eins árs veru í Hleinagarði, fluttist ég norður að Garði í Aðaldal, og hafði hreppstjórnin í Helga- staðahreppi gert þá ráðstöfun. Jón blindi bjó þá á parti jarð- arinnar, og hjá honum var ég ráðin. Hjá Jóni var margt fólk, mest börn. Var þar vinnumaður Einar svarti Einarsson, með eitt barn og svo húsbændurnir með tvö, en eitthvað var af börnum þeirra annarsstaðar. Jón blindi hafði 17 ær í kvíum, eina kú og tvö hross. Húsbænd- unum var vel til mín og hafði ég ekki út á neitt að setja, en nú kaus ég að flytja til bróð- ur míns. Fiórtánda vist. pLUTTIST ég þvínæst eftir 4 eins árs veru til Magnús- ar bróður míns, sem nú hafði byrjað búskap í Kaldbak við Húsavík og bjó þar á móti tengdaföður sínum, Hans Bjer- ing. Fór nú vel um rnig og barn- ið mitt, en það stóð ekki lengi og ekki nema árið. Fimmtánda vist. G flutti því um vorið 14. maí að Þverá í Reykjahverfi til Jónasar Jóhannessonar og Guð- nýjar Björnsdóttur, en barnið mitt varð eftir í Kaldbak hjá Hans og Ingibjörgu, og var þar í góðra manna höndum. Til heimilis á Þverá voru þá 9 manns, með þremur börnum hjónanna. Svo var þar í hús- mensku Jakobína Bjering systir Hans, sem áður er nefndur. Viðgjömingur var hér í meðal lagi, því hjónin voru víst bæði fremur aðsjál, og ekki hafði ég fyr borðað smjör, sem blandað var hvalfeiti, og aldrei datt hús- móður okkar í hug að víkja okkur góðu, þegar við komum heim af engjum votar hátt og lágt, því engjar voru mest vot- lendi. Ég var orðin mjög fátæk að fatnaði, því alt kaupið mitt gekk nú með barninu mínu, svo kuldi og vosbúð gengu nú kalt að mér. Af þeim tíma, sem ég dvaldi á Þverá, þótti mér skemtilegast á grasaheiðinni og var ég þá eitt sinn, ásamt ann- ari vinnukonu, send eina viku norður á Reykjaheiði, norðaust- ur af Þeystareykjum. Við gresj- uðum vel og fengum sína 6 fjórðungana hvor. Mig minnir þó, að ég hefði einum 6 eða 8 pundum meira en hin stúlkan. Húsmóðir okkar bjó okkur vel út með mat og kaffi og tók okk- ur mjög vel, þegar við komum heim, og var hin ánægðasta yfir árangrinum. Grasatjaldið okk- ar stóo austan undir Ketilf jall- inu svonefnda, og hafði víst enginn tekið þar grös áður, því þúfumar voru þaktar af þeim, sandgrónar að lit, svo stundum gátum við tekið báðar lúkurnar fullar af grösum. Hafði ég aldrei séð neitt líkt því áður. Tjaldið okkar stóð á bala, sem umkringdur var á tvo vegu af klettastöllum. Lækur var skamt frá tjaldinu og ekki langt að leita grasanna, svo hér var alt sem með þurfti og bezt varð á kosið. Þennan stað útvaldi. okkur Páll Ölafsson, Flóvents- sonar frá Fótaskinni, og var hann víst oft búinn að vera þarna í fjallgöngum, og þekti því vel staðinn. Sextánda vist. FTIR eins árs dvöl á Þverá flutti ég að Múla til séra Benedikts Kristjánssonar og konu hans Arnfríðar Sigurðar- dóttur. Um þetta vissi ég ekkerfc fyr en ég kom að Múla á vinnu- hjúaskildaginn, því upphaflega var ég vistuð hjá Þórarni hrepp- stjóra á Halldórsstöðum og hafði hann gefið eftir vistaráð- in. Þetta var forsvaranlegur staður, svo ég gat varla annað en samþykt skiftin. Ég þarf ekki langa lýsingu

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.