Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐU»LA©» hljómelsk og músikölsk. Það getur verið að hið fyrra sé satt, að nokkru leyti. En mér er sama hvað sagt er um hið síðara. Ég held því fram, að Danir séu ekki músikalskir. — Þótt ég hafi ekki verið lengi í Danmörku, hefi ég svo mörg ó- brigðul dæmi um hljómlistar- gáfu þeirra, að ég veit hvað ég er að segja. En þeir eru að vissu leyti hljómelskir. Þeir elska nýtízku dansmúsik, en ef það kemur klassisk músik eða létt lög í útvarpinu, eftir höf- unda , eins og Beethoven Brahms, Mozart, Schumann o. fl(, lo’ka þeir fyrir með það sama. Þótt merkilegt megi virð- ast, er undantekning frá regl- unni, með músik Schuberts. Hún er „moderne“ í Danmörku eins og stendur og þessvegna hlustar fólk á hana. En komi nú lög í útvarpinu, eins og t. d. „Dit Hjerte er i Fare, And- reasen,“ eða „Hen til Kommod- en og te‘bavs igen,“ lyftast Danirnir í sætinu af ánægju, andlitið verður eitt ánægju- bros, þeir slá taktinn með öðr- um fætinum og blístra hátt og skerandi með. (Vitanlega í allt annari tóntegund.) Ef til vill er nú líkt farið með alþýðuna heima á íslandi, enda yfirdríf ég kannske lítilsháttar. Því ber ekki að neita, að þótt mikill hluti dönsku alþýðunn- ar sé eins og ég hefi lýst, eru þó margar undantekningar. En eitt er ábyggilegt. Og það er, að íslendingar hafa meiri bókmenntasmekk en Danir. — Mér er óhætt að segja, að 85— 90% af öllum þeim bókum, sem danska alþýðan les, er það sem við íslendingar köllum eldhúsreyfara. Ef maður ber saman innihaldið í bókaskáp einhvers lestrarfélags upp í sveit á íslandi og í Danmörku, er mismunurinn vægast sagt mjög mikill. Ég kom inn í lítið sveitar- bókasafn á Jótlandi fyrir nokkr um dögum, og leit fljótlega yfir innihald bókaskápanna. í þrem ur eða fjórum hillum, voru bækur sem svöruðu til bókanna sem lestrarfélögin heima kaupa. En 8/9 hlutar allra bókanna, báru nöfn eins og „Kærlighedens Luner,“ „En Mand, to Kvinder," „Et; Skrig i Natten“ o. s. frv. Svonarbóþ> menntir eru ekki sérlega upp- byggilegar að mínum dómi. Og kvikmyndirnar, sem þeir eru mest hrifnir af og sérstak- lega þær, sem þeir framleiða sjálfir gefa glögga skýringu á Sverrir Áskelsson: if ðl(. i Útilegumaður. EINN í helli upp til f jalla á sér hæli griðlaus maður; þar sem brúnn til beggja handa byltist jökulstraumur hraður. Yfir staðinn gnæfir gnípa. — Gömul tröll á verði standa, horfa yfir hraun og gljúfur, heiðadrög og eyðisanda. Hér er frjálst og vítt til veggja, vafið allt í sumarskrúða. Fjöllin brött í blárri móðu, blað hvert þakið daggar-úða. Sólin gyllir gil og rinda, geislum skrýðir brunaklungur, vérmir hvönn og lyngið lága. Ljóma slær á jökulbungur. Kongur þessa klettaríkis kemur þreyttur heim af veiðum. Drepið hefir hann um daginn hrút í gili niðri’ á heiðum. Bak er lotið, loðnar brúnir, lökkar hærðir. — Augun skína. Gengur hann í hellisskútaiin, heim með veiðibyrði sína. Þegar sígur sól til viðar sækir hann sér hrís í eldinn. Kveikir upp er bregður birtu, breiðir niður sauðarfeldinn. Steikir kjöt við kræklótt sprekin, kveður hátt, svo undir tekur. Bætir á og æsir logann, ornar sér og teininn skekur. Bálið snarkar. — Senn er hann saddur sig til hvíldar leggur niður. Nú er komið niðamyrkur. Nú er þögn — en enginn friður. Yfir hellinn eins og draugar óteljandi skuggar reika. Dansa þeir í hverjum kima, kring um logaskinið bleika. Svo fær nóttin mál, og myrkar myndir hvísla hásum rómi: — Þú ert einn og yfirgefinn ' undir guðs og manna dómi. Vei, þér afhrak! Örlög ferleg, rHÍíTKi ógnir fá þér gæfusnauðum. Þú átt enga von né vini. Vei þér bæði lífs og dauðum! — Myrkravofur! Voðasvipir! Víkið burt! Nú skal ég sofa. Ei ég þrái sveitasælu, sultarlíf og moldarkofa, þar sem ágjarn pokaprestur píslarblóðið lýðnum selur. Þar sem erlend yfirstéttin, okkar gamla frelsi stelur. — Senn er kulnuð kvista-glóðin, kyrrist logadansinn bjartur. Ömurlegur, ógnum búinn, yfir fellur skugginn svartur. Þá er hvíslað klökkum rómi: Koip og tak mig sterkum armi, vef mig, eins og áður fyrri, upp að þínum hvelfda barmi. JHúnjvar ung og æskufögur, ^ins )Og rós á sumardegi. )Iann var ör og ástaleitinn ,ungur sveinn á frama vegi. vÞá V<ar löngum kátt á kvöldin, kysst og ævitryggðum bundizt. Á þeim stundum hafði honum himinsæla lífið fundizt. Nú var dimm og daufleg setan, döpur lund og enginn svanni. Hún, sem áður lífið lýsti, löngu gefin öðrum manni. Vonir hans úr hjarta kaldar, horfin blíða gæfumannsins. Hann var eins og réttlaus refur, rekinn burt úr sveitum landsins. Þegar nóttin svala svæfir svefni værum fólk til dala má hann einn í eyðihelli út í myrkrið svarta tala. Samt mun hann ei þrekið þrjóta, þó að vilji, bakið lotna, — hvergi æðrast, aldrei guggna, — eins og gamall fauskur — brotna. Sverrir Áskelsson. IV því, sem ég á við, þegar ég segi að þeir séu flatir. En Danir eru óneitanlega vingjarnleg þjóð. Og þeir eru raungóðir. Dani svík,ur ekki vin sinn, þótt miður gangi. En þeir eru frægir fyrir hvað þeir eru opinskáir. Ef maður talar í hálf tíma við miðlungs Dana, hefir maður heyrt æfisögu hans, frá því hann var 15—18 ára gam- all, til þessa dags. Ekki er hægt að kalla Dani gestrisna á íslenzkan mæli- kvarða. En í landi eins og Danmörku þar sem þéttbýlið er svo mikið, er erfiðara að vera gestrisinn enn á íslandi. Ef danskur bóndi byði öllum upp á kaffi, sem fram hjá færu, eins og margir íslenzkir bændur upp til sveita gera, væri hann öreigi eftir 3 eða 4 daga, þótt hann ætti heima í einni af afskektustu sveitum Jótlands. Fá tungumál hafa jafn marg- ar mállýzkur og danska. Er það mjög merkilegt, að heima á íslandi finnast varla virkilegar mállýzkur, þrátt fyrir hinar örðugu sa,mgöngur c(g strjáll- býli landsins. Því vestfirzka getur alls ekki kallazt mállýzka á ' danskan mælakvarða. En í (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.