Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.05.1938, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 hann þar fyrir hinn rólegasti og var þá að raula þetta: Óspakur var mér ærið knár, þar hef ég klofið þyngstan strauminn, þó hef ég stundum reynt á tauminn, giftur í meira en átta ár. Var svo áð þarna um tíma. Fór Þorsteinn þá á þann rauða, og bar ekkert markvert til tíð inda eftir það, síðasta áfangann að Egilsstöðum. En trú mín er það, að það hafi verið alt annað en fögur kveðja, sem Jón fékk fyrir hestinn eftir því sem mér skildist á Þorsteini síðar, og og ekki þáði hann hest frá hon- um heim, heldur léði sýslumað- ur honum hest. Og vel má vera að sú ferð hafi Þorsteini verið minnisstæð veturinn eftir, þeg- ar Kyklops fótbrotnaði uppi á Hjaltastað, þar sem hann var í fóðri hjá séra Geir Sæmunds- syni. Orti þá Þorsteinn gullfal- leg eftirmæli eftir hann. Þar er þessi vísa: Sá lagði þá með léttan fót á lífsins Fjarðarheiði; hann fékk þar oftast for og grjót, en fór það alt á skeiði. Hann Kyklops litli lék svo skamt, hann lifði ekki átta vetur, en standi hann ekki efstur samt, má annar skeiða betur. Þetta er nú orðið lengra mál en ég ætlaði í fyrstu. Gef ég nú ,,Bjarka“ orðið: ,,Skemtifundur Múlsýslunga á Egilsstöðum á sunnudaginn var varð eftir öllum vonum. Hann var prýðilega sóttur bæði úr Héraði og Fjörðum, og var þar saman komið vel þrjú hundruð menn og konur á öll- um aldri. (Við upphaf ræðu- haldanna voru taldir í hópnum tvö hundruð full, og var þá enn margt fólk dreift víðs vegar um túnið.) Fyrirvari var svo skammur, að fundarboð kom ekki að hálfu gagni víða um sveitir. Því mega þetta heita á- gætar undirtektir og gefa góð- ar vonir um framtíðina. Fólkið var létt í hug og langaði til að skemta sér, en tók þó með vel- vilja móti því litla, sem til skemtunar fékst, af því allir vissu hve lítið hafði orðið und- irbúið. Eitt var þó sérstaklega þakkarvert, og það var hve vel menn tóku þátt í þeim ófull- k©mnu íþróttatilraunum, sem gerðar voru. Rosknir bændurn- ir og prestarnir gengu þar jafn- vel á undan með góðu eftir- dæmi og léku sér með yngra fólkinu og æskulýðnum. Þetta var ein gleðilegasta og ánægju- legasta sjónin á Egilsstöðum. Haldið þið svona áfram stefn- unni, Múlsýslingar, þá munuð þið .,lifa lengi í landinu“. í þetta sinn verður hér hlaupið á hundavaði yfir at- burði dagsins. Fundinum var skift í tvent: ræðuhöld og skemtanir. Fól nefndin Skafta ritstjóra að stýra ræðuhöldun- um og Sigurði Einarsyni að stýra skemíuninni á eftir. Setti Skafti fundinn og afsakaði van búnað allan og þakkaði Egils- staðabónda hve vel og drengi- lega honum hefði farist með við tökurnar þó alt hefði verið kom ið í ótíma og eindaga. Þá sungu menn íslandskvæði, og flutti fundarstjóri því næst langt er- indi og röggsamlegt fyrir ís- landi. Þá flutti séra Einar í Hofteigi góða tölu og skipulega um fundáhöld hér framvegis. Tóku margir undir það og voru valdir þrír menn því til fram- kvæmda, þeir seyðfirzku rit- stjórarnir og Jón á Egilsstöðum Bergsson. Þá var að endingu talað um samgöngubætur um Fljótsdalshérað og milli Héraðs og Fjarða og einkum um lítinn gufubát á Lagarfljóti. Hóf Þor- steinn Erlingsson máls á því, og urðu um það drjúgar ræður. Öll fóru ræðuhöldin vel fram og skipulega, en á milli þeirra og fyrir og síðar á fundinum voru sungin ýms kvæði. Stýrði Þor- steinn Skaftason söngnum. og átti hann og hans liðsmenn ekki minstan þátt í því, að nokkuð fjör og skemtun varð þó á fund- inum. Þá var tekið til íþróttanna. Var fyrst hæðarhlaup yfir kað- al, og var þar langfremstur Hallur Magnússon á Seyðis- firði. Hann er í leikfimisfélag- inu hér í bænum. og sýndi ljós- lega hvílíka list og yfirburði æfingin veitir. Næstur honum hljóp hæst séra Einar í Hofteigi Þórðarson. Þá var kapphlaup. Fyrst hlupu drengir frá 10—15 ára. Fræknastur varð Einar Ól- afsson frá Útnyrðingsstöðum. Því næst piltar frá 15—20 ára. Fræknastur þar: Jörgen Sig- urðsson frá Hafursá og Stein dór Gunnlaugsson frá Hallorms stað. Þá yfir 20 ára ógiftír. Fremstir urðu: Grímur Guð- mundsson í Brekkugerði og Sigurður Sigurðsson frá Kirkju bæ. Þá reyndu kvongaðir menn og urou fremstir: Einar Eiríks- son á Eiríksstöðum ,séra Einar í Hofteigi og leikstjórinn, Sig- urður Einarsson. Þá rendu skeið ógiftar mejrjar og urðu þar fremstar: Ragnheiður Einars- dóttir frá Mjóanesi og Guðrún Lárusdóttir frá Kollaleiru. Þá hlupu þeir dálítinn spöl til gam ans Halldór óðalsbóndi á Skriðuklaustri Benediktsson og Skafti ritstjóri Jósefsson. Þeir eru báðir óvanalega gildir menn á velli. Var það sjaldgæf sjón og vel þökkuð. Þá fór fram aflraun á kaðli milli Héraðsbúa og Fjarða- manna; áttu 10 að halda á hvorum enda. Sóttust þeir kná- legá nokkra stund. en völlurinn vondur og ilt að koma á góðu skipulagi, og var því ekki reynt til þrautar. Það bíður næsta árs. Glímur urðu ekki reyndar, því skúr hafði komið og jörð því afar sleip .en danzað var og sungið á eftir góða stund, og loks þakkaði séra Þórarinn á Valþjófsstað fólkinu komuna og sleit fundinum með nokkr- um vel völdum orðum. Dagurinn varð furðu góður eftir atvikum og ágæt hressing öllum, er sóttu mótið.“ Þetta gefur nokkra hugmynd um hvernig samkomur fóru fram hér á Austfjörðum fyrir 40 árum. Er á því töluverð breyting orðin, sem eðlilegt er, þar sem öllu hefir fleygt mjög fram síðustu árin með auknum þroska og þessari hátt lofuðu menningu, sem á sumum svið- um væri líklega réttnefndari ó- menning. Og ekki fanst mér samkoma sú, er haldin var í Eg- ilsstaðaskógi síðastliðið sumar, að neinu leyti taka hinum fyrri fram nema íþróttirnar, þær voru stórum betri. Og mikil framför má það teljast, að nú getur maður flogið það í bifreið á einum tíma, sém tók hálfan dag áður, og er þó mun ódýr- ara. Þó margt mætti fleira um þetta segja læt ég hér staðar numið að þessu sinni. Seyðisfirði, í marzmánuði 1938. Einar P. J. Long. Ekki hægt að neita því. Sunnudag einn, rétt áður en presturinn ætlaði að fara að spyrja fermingarbörnin, steig meðhjálparinn inn fyrir grát- urnar og sagði presti, að einn fermingardrengjanna, Knútur, hefði skotið hára næsta sunnu- dag á undan. Meðhjálparinn á- leit, að drengurinn ætti skilið stranga áminningu fyrir þetta. Prestinum hefir sennilega fund ist það sama, því að hann lofaði því að áminna piltinn. Þegar röðin var komin að Knúti, segir prestur: — Segðu mér, Knútur. Veiztu hvað átt er við með nauðsynjaverkum, sem leyft er að vinna á sunnudögum; — Já, ætli maður viti það ekki, sagði Knútur. — En heldurðu þá, að það hafi verið nauðsynlegt að skjóta héra á sunnudag, dreng- ur minn? — Ég er nú hræddur um það. — Hvers vegna? — Jú, því að það er ekki víst,. nema hann hefði verið kominn veg allrar veraldar á mánu- dagsmorgun. Þvottaduft hinna vandlátu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.