Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.04.1944, Blaðsíða 6
mmmM- a Fimmtadagur 13. apríl 1944.'- Hattur vorsim: Vorið er að koma og sólin að hækka á lofti. Að sama skapi verða kvennhattarnir barðastærri eins og sjá má á þessari mynd af hatti vorsins í New York. Ný skáldsaga: Póstarinn hringir "C'ÁAR SKÁLDSÖGUR full- *• nægja jafn vel þeim kröf- um, er menn gera til læsilegra og skemmtilegra skáldsagna sem þessi. Atburðarás sögunnar er hröð og hnitmiðuð. Efnið stórbrotið og áhrifamikið: Ást- ir, villtar ástríður, fjörráð morð og afleiðingar þess. Lýsingar sögunnar kunna að hneyksla einhverja, enda er hún „hrwin- skilnisleg og blessunarlega ber- orð“, eins og merkur erlendur ritdórnari hefur komizt að orði. Stíllinn er stuttorður en þó áhrifamikill og stórbrot- inn, efnismeðferð með ágæt- um' persónulýsingar listrænar og samfelldur heildar svipur yfir sögunni, sem er afburða spennandí aflestrar. Að lestrinum loknum standa aðalpersónur sögunnar ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum les- andans: Frank Chambers, Grikkinn Papadakis og Cora, sem er kona Grikkjans en ást- mey Franks. — Þessa sögu leggur lesandinn trauðla frá sér fyrr en lestri hennar er lokið, og hún líður honum seint úr minni. Höfundur þessarar snjöllu skáldsögu er amerískur. Hefir sagan verið gefin út í fjölda mörgum útgáfum í Bandaríkj- unum og Bretlandi og átt ó- skiptum vinsældum að fagna. Má bezt marka það álit, er hún nýtur, af því, að þegar brezka bóksalafélagið hóf samkeppni við „Penguin“ bækurnar al- kunnu, þá valdi það þessa skáldsögu sem fyrstu útgáfu- bókina. Það mun og óskiþt álit allra þeirra, er þessa bók hafa lesið, að það val hafi vel tekizt. Saga þessi er nýkomin út í xslenzkri þýðingu eftir frú Maju Baldvins. Útgefandi er Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson- ar, Akureyri. Verð bókarinnar er kr. 15.00 og fæst hún hjá bóksölum. Ad. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN H'rh aí 4 sjðu að ræða við Dani, þegar tæki- færi gefst, og ættum þegar af þeirri ástæðu að varast allan oflátungshátt í sambandi við sambandsslitin, jafnvel þótt við værum svo illa siðaðir, að ímynda okkur, að við þyrftum ekki að sýna sömu kurteisi og aðrir í alþjóðaviðskipturn. 1 heimspekilegum hugleið- ingum um íslenzk stjómmál í aðalritstjórnargrein Þjóðvilj- ans í gær, getur að lesa eftir- farandi uppta’lningu á því, hvað til afturhalds teljist hér á landi: „Með afturhaldi er átt við þessa aðilja: 1) Vísisliðið, — 2) Jónas frá Hriflu og nánustu fylgi- fiska hans — og 3) þá steinblindu klíku við Alþýðublaðið, sem ekk- ert sér í heiminum, nema „vofu kommúnismans“. Þá geta menn nú séð, hver framfaraöflin eru, eða hinir róttæku, hér á landi, að dómi Þjóðviljans: Það eru þeir, sem að honum sjálfum standa og — Morgunblaðsliðið! 129 þósnndir hafa safn ail fi! danikra manna. EFTIRTALDAR gjafir hafa borizt undanfarið til skrif- stofunnar: Frá starfsfólki eftir- greindra stofnana og fyrir- tsékja: Kolaverzlun Guðna og Einars kr. 340,00, Efnagerð Reykjavíkur kr. 335,00, Effgert Krisíjánsson h/f kr. 500,00, Víkingsprent kr. 130,00 Verð- andi kr. 550,00, Pósthúsið kr. 255,00, Viðtækjaverzlun ríkis- ins kr. 120,00, skrifstofa verð- lagsstjóra kr. 1175,00, Sund- höllin kr. 655,00, Skömmtunar- skrifstofa ríkisins kr. 230,00, Lýsi h/f kr. 480,00, Landsbank- inn kr. 1510,00, Heildverzlun Garðars Gíslasonar kr. 850,00, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg kr. 740,00, Magnús Th. S. Blöndahl kr. 215,00, Trygging- arstofnun ríkisins kr. 2080,00, nokkrir menn af Slökkvistöð- inni kr. 500,00, Electric h/f kr. 300,00, kennarar í Mið'bæjar- bamaskólanum kr. 1050,00, 11 ára bekkur G, Miðbæjsr1- skólanum, kr. 75,00, Halldór Kjartansson stórkaupmaður kr.: 2500,00, safnáð áf Morgunblað- inu kr. 5460,00, V. í. kr. 300,00, Gagnfræðaskóli Reykvíkinca kr. 1500,00, Lýsi h/f kr. 1000,00, próf. Águst H. Bjarna- é 09 Fraxnhald af 4. síðu. er ekki líka raunin sú, að lærðir menn skrifa lof um slíkar ljóða- bækur sem þessar? O, jú, jú. . . Annars vil ég taka það fram, að ég læt mér alls ekki til hug- ar koma, að allir, sem kynnu að hugsa til að gefa út eftir sig ljóð, sem eru lítilvæg eða eins- kisverð, séu jafnilla haldnir af ; þeim „eiginleika,“ sem höfund- ur rithandarsýnishornsins „fær- ir út,“ eins og okkur virðist hann munu vera. Mörgum þeirra ætti að mega forða — minnsta kosti með bláköldum staðreynd- um — frá ærnum kostnaði, mik- illi fyrirhöfn og sárum von- brigðum — og bókasöfnurum og nokkrum öðrum frá leiðind- um og fjárútlátum — og þjóð- inni allri frá eyðslu á dyrmæt- um starfskröftum og erlendum gjaldeyri til einskisverðra hluta. Það var einn morgun fyrir svo sem viku, að ég var að lesa skrá yfir bækur, sem út hafa komið hér á íslandi síðan 1930. Enn sá sandur af ljóðabókum! Jú, ég kannaðist nú við þær, hafði skráð þær í Bókasafn ísa- fjarðar og lesið meira og minna í þeim — nú, og sumar átti ég. En skyldi það virkilega geta verið, að almenningur, nei, segj- um aðeins allur þorri bóka- manna, svo mikið sem kannist í "við nofn sumra þessara bóka? Svona spurði ég sjálfan mig. Mér, sem hafði þó handleikið bækurnar, lesið nokkrar vand- lega og gluggað í allar, komu sum nöfnin ærið ókunnuglega' fyrir. Nú datt mér dálítið í hug. Ég skrifaði upp nöfn 25 létt- vægra ljóðabóka, sem út komu á árunum 1931—1940, og svo spurði ég 25 menn hér á ísa- firði, hver væri höfundur hverr ar fyrir sig, hverjar af þessum bókum þeir hefðu lesið og hver j aí- af þeim þeir ættu, og svörin skrifaði ég jafnóðum og svarað var. Bækumar eru efti-r 25 höf- unda. Tuttugu þeirra kostuðu höfundarnir sjálfir, fimm voru gefnar út af öðrum, þar af tvær á kostnað útgefenda, sem hafa gefið út allmargt bóka. Bæk- urnar komu út eins og hér seg- ir: 2 árið 1931, 2 1932, 4 1933, 2 1934, 1 1935, 4 1936, 3 1937, 3 1938, 4 1940. Þá skulu talin nokkur atriði, sem frekar ættu að hafa áhrif í þá átt, að menn minnist þess, hverjir eru höfundar þessara bóka: 1. Engin af bókunum er pési eða lítið kver. 2. Allar bækurnar heita meira og minna sérkennilegum nöfn- um, og eru sum þeirra mjög smekkleg og líkleg til að laða menn til að forvitnast um þær bækur, sem þeim heita. 3. Tvær af bókunum eru mjög vandaðar og jafnvel sérstæðar að ytra frágangi. 4. Níu af höfundunum kenna sig við bústao eða bernskuheim- ili. 5. Fjórir bera ættarnöfn, og eru tvö þeirra gömul og flest- um kunn. 6. Sjö hafa gefið út fleiri en eina ljóðabók, einn jafnvel fjór- ar. 7. Nafn eins er mjög þekkt af caupsýsluauglýsingum hans í útvarpi og blöðum. 8. Einn hefir oft auglýst í út- varpi og blöðum fyrirlestra um sérstætt og jafnvejl furðulegt efni. 9. Tveir hafa birt talsvert af erfiljóðum og öðrum tækifær- iskvæðum í blöðum útgefnun/ í Reykjavík. . 10. Einn er kunnur sem emb- ættismaður og frambjóðandi til þings. son í minningu próf. Haralds Höffdings kr. 600,00, frá Fríðu og Trausta kr. 100,00, frá Guð- laugu Narfadóttur kr. 50,00. Samtals hafa þá safnazt kr. 120.000,00. 11. Eiren hefir skrifað fjölda af greinum í blöð og tímarit um eftirtektarvert mál og mörgum hjártfólgið og verið ritstjóri blaðs, sem fjallar um það mál, 12. Einn hefir gefið út fjölda bóka og bæklinga um ýmis efni, skrifað urmul af greinum í blöð og tímarit, víðsvegar á landinu, flutt ræður og fyrir- lestra í útvarp og á mann- fúndum og haft á hendi rit- stjórn blaðs sem er gefið út af mj ög stórum félagsskap. 13. Einn er þekktur fyrir af- skipti af opinberum málum, einnig fyrir margs konar rit- störf — og enn fremur rit- stjórn blaðs, sem er mjög víð- lesið. Allt bað fólk sem ég spurði, er mjög bókhneigt, allt á það margar bækur, og pnmt allstórt bókasafn. Af 17 karlmönm eru 3 háskólaborgarar, 2 kenn- arar, hafa báðir tekið gagn- fræðapróf við gamalkunna gagnfræðaskóla — auk þess, sem þeir hafa tekið kennara- próf, 3 í þjónustu viðskinta- lífsins, 3 sjómenn, 3 iðnaðár- menn, 3 verkamenn við almenna vinnu. Áf 8 konum eru 4 hús- mæður og 4 ungfrúr. Spurningarnar orðaði ég þannig: 1. Veizt þú, hver er höfund- ur ljóðabókar, sem heitir .... (nafn bókarinnar) ? 2. Hefirðu lesið þá bók? 3. Áttu þá bók? Þar sem ég spurði 25 menn og bækurnar voru 25, var hugs- anlegt, að ég gæti fengið 625 jákvæð svör við hverri spurn- ingu — eða alls 1875 já. Útkoman varð þessi: 1. sp. 35 já, 590 nei 2. sp. 18 já, 607 nei 3. sp. 21 já, 604 nei ; Samtals 74 já, 1801 nei. Eitt hundrað og þrjátíu og þrem sinnum var svarið: Kann- ast nú eitthvað við þennan bók- artitil — eða: Mér finnst ég nú eins og kannast eitthvað við þéssa bók. Þá nefndi ég nafn höfundarins og spurði: Hefirðu kannske lesið bókina, þó að þú kæmir því ekki fyrir þig eftir hvern hún er? En svarið var ávallt neitandi. Þremur af 21 jái við 3. spumingu fylgdi: En ég hefi ekki lesið hána. Það tróð henni bara einhver upp á mig. . . . Fimm af 18 jáum við 2. spumingu íylgdi: Ekki hefi ég nú víst reyndar lesið í henni hvert einasta orð. Eins og áður er getið, er það fólk, sem ég spurði, mjög bók- hneigt og allt les það mikið og er meira en í meðallagi greint, en meðal þess er þó engirm, sem safnar ljóðabókum, en hins vegar er í hópnum einn maður — starfar í þágu viðskiptalífs- iús — sem er með afbrigðum ljóðhneigður og hefir óvenju- lega gott vit á Ijóðum, og hon- um þykir mjög gaman að skriri- lega vitlausum kveðskap. ITann hefir sem sé alveg sérlega ríka kímnigáfu, og frá honum eru komin 9 já af 35 við fyrstu spurningunni, 9 af 18 við ann- arri og 8 af 21 við þeirri þriðju. Jæja, hvað skal svo segja við útkomunni? Ég var í sam- fleytt 10 ár daglega við útlán í bókasafni, sem lániar út 20— 30 þúsund bindi á ári, og að- eins einn einasti maður bað um nokkrar af hinum léttvægu ljóðabókum, en einstaka sinn- um bað þessi eða hinn um ein- hverja eina, og var það þá æv- inlega af þeim orsökum, að hann þekkti höfundinn eða náin skyldmenni hans — eða hann og höfundurinn vonx kgrtn'Ske úr sörfm sveitinni. En þó að ég hefði fengið þessa reynslu — og þó að bóksalar hefðu tjáð mér það, sem ég hefí áður um getið, þá hafði ég ekki gert /mér í húgárlund, að ljóðabókaruslið ■ vekti svó nauðalitla athygli hinna bók- elskustu manna, sem þessi at> hugun mín sýnir. Iviundi það svo vænlegt til fjár og frama að senda frá sér léttvægá eða jafnvel einskis- verða ljóðabók? Vildu nú ekki einhverjir af þeim ökunnu ; ljóðasmiðum, sem ekki eru haldnir sömu ólæknandi sýki og virðist þjá höfund rithand- arsýnishornsins makalausa------ og hafa kynnu í hyggju að kosta útgáfu ljóða sinna, at- huga sinn gang, áður en þeir' ráðast í fyrirtækið? Gæti ekkl verið vit í að fá mann, sem hefir til að bera þekkingu og smekkvísi, einurð og góðvild, til að renna augum á afkvæm- in, áður en ráðið væri að senda þau út í vonda veröld? Ég vil svo að lokum taka það fram, að ég tel sízt óæskilegt, að menn fáist við ljóðagerð. Slík tómstundaiðja eykur leikni manna í að orðá hugsan- ir sínar, eykur orðgnýtt og hressir og þjálfar í senn, ef ekki er þá um að ræða andlega gikki eða stirðbusa, sem ekki hafa neina möguleika til vaxt- ar á sviði hugsuuar, smekkvísi og orðfimi. Góðar ferskeytlur verða alltaf hnossgæti, miðl- ungsvísur geta oft skemmt í hóp glaðra félaga, og svo er einnig oftlega um kviðlinga hreinna og beinna skáldfífla. Þá eru og tækifæriskvæðin oft og tíðum til aukinnar ánægju, jafnvel þótt ekki hafi þau skáldskaparlegt gildi, geta verið dáindi í samkvæmum og á samkomum og gleðja góðan vin hins skáldmælta, bæði á stund gleði og sorgar. Menn ættu og ekki að brenna kveð- skap sinn, þó að hann sé ekki veigamikill, heldur búa svo um hnúta, að hann komist í söfn í læsilegu handriti. Slíkar syrp- ur hafa menningarsögulegt gildi og það oft á fleiri vegu en séð verður í fljótu bragði. En það er illt verk og fávís- legt, að bera sín andlegu af- kvæmi út á gadd þess tómlæt- is, sem verður hlutskipti þeirra ljóðabóka, sem lofa meira hug- vit og snilli Jóhanns sálaða Gutenbergs og arftaka hans- hér á íslandi, heldur en anda- gift og formsnilld síns höfund- ar. Guðm. Gíslason Hagalín. Aokning á v&rusöls Borgfiriínga nenwr Frá aSalfundi félagsins. AÐALFUNDUR Kaupfélags . Suður-Borgfirðinga,. var haldimx á Akranesi 10. apríl. Reilcningar félagsins fyrir s. I. ár lagðir fram til samþykkíar. Vörusala félagsins varð á árinu 929 þúsund krónur, en árið áður 526 þúsund, eða aukning 75%. Ársarður. varð. 81,705,52,. og lagði stjórnin til að af honum yrði útborgað 7% af viðskipt- um hvers félagsmanns er 4% lagt í stofnsjóð, eða samtals greiddur arður 11%. Samþykkt að fela stjórninni að gangast fyrir að deildaskipt- ingu í félaginu verði komið á fyrir næsta aðalfund félagsins. Á árinu hafði félagsmanntal aukizt um 52. nitilMl Kosnir voru í stjórn: Sæ- mundur Eggertsson, Akranesi og Júlíus Bjarnason, Leirá. Fýr- ir í stjórninni voru: Svavar Þjóðbjörnsson, Akranesi, Half- dán Sveinsson, Akranesi og Sig- urður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga. Kaupfélagsstj óri ér Sveinn Kr. Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.