Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 3
3 Mánuémgur 19. júní 1944. Þegar lýðveldið var sfofnað: 17 ULLTRÚAR FIMM ERLENDRA RÍKJA fluttu hinu ■*- nýstofnaða íslenzka lýðveldi kveðjur og árnaðaróskir af Lögbergi á laugardaginn að þingfundi loknum. Voru það Uouis G. Dreyfus sendiherra, sem viðstaddur var hátíða- höldin sem sérstakur fulltrúi Roosevelts Bandaríkjaforseta, Gerald Shephard sendiherra, sem var sérstakur fulltrúi Georgs Bretakonungs, August Esmardh sendiherra, sérstak- ur fulltrúi norsku stjórnarinnár, Otto Jo'hansson sendifull- trúi, sérstakur fulltrúi sænsku stjórnarinnar, og Henri Voillery, ful'ltrúi .frönsku Þjóðfrelsisnefndarinnar. Mæltu tveir þessara fulltrúa á íslenzka tungu, fulltrúar norsku og sænsku stjórnarinnar; en öllum var þeim tekið með dynj- andi lófáklappi mannfjöldans. Síðar úm dagiim flutti dr. Itichard Beck prófessor þingi og þjóð kveðju frá Vestur-íslendingum, en honum var boðið hing- að af ríkisstjórninni til að vera viðstaddur hátíðahöldin fyrir þcirra hönd. Var honum og ræðu hans tekið með miklum fögn- uði af áheyrendum. íu hinu nýja lýðveldi Fulltrúar hinna erlendu ríkja á Lögbergi, taldir frá vinstri konungs, Esmarch, fulltrúi norsku stjórnarinnar, Johansson, ery, fulltrúi frönsku þjóðfrelsisnefndarinnar, Dreyfus, fulltrúi Bandarikjaforsetans, sést ekki á til hægri: Shepherd, fulltrúi Breta- fulltrúi sænsku stjórnarinnar, Voill- sendiherra sovétstjómgrinnar. —■ myndinni, en hann sat við hlið brezka fulltrúans. og Krassilnikov, Kveðj'ur eða óivörp hinna er- lendu fulltrúa fara hér á eftir orðréttar; en ræða dr. Richards Beck mun verða birt í næsfa hlaði. LOIIIS y. B/ic|iuir iitii- Irúi Bandaríkjafor- seta: HERRA FORSETI, dömur og herrar! Það er mér bæði mikil ánægja og sérstakur heið- ur, að ávarpa yður, herra for- seti, sem sérstakur fulltrúi for- seta Bandaríkjanna, við þessa einstöku og sögulegu athöfn — embættistöku fyrsta forseta hins íslenzka lýðveldis, en hon- um á ég að færa hjartanlegar persónulegar kveðjur og heilla- óskir Roosevelts forseta. Mér er það einnig heiður að bjóða ís- lenzka lýðveldið, yngsta lýð- veldi heimsins, velkomið í flokk frjálsra þjóða. Mér er ánægja að því að hafa fundið, hver hlýja og vinátta ríkir hér, og mér er heiður að því, að hafa kynnzt þeim háu hugsjónum, ættjarðarást, lýðræði og góð- vilja, sem með íslenzku þjóð- inni ríkir. Það er á merkum tímamót- um að ég flyt yður þessi boð. Hftair undarlegu atburðir, sem að hetjusögu íslands standa, hafa ráðið því, að enn hefir ógurlegt heimsstríð gefið áköf- um sjálfstæðisóskum íslend- inga byr. Lönd þau, er forfeður yðar yfirgáfu og þér hafið mest samskipti við að fornu, eru nú undir hæli kúgarans, sem opinskátt játar, að hann prédiki andkristnar kenningar, sem þér hafið, ásamt öðrum Norður- landáþjóðum, barizt gegn 1 900 ár. En það er eigi til að rjúfa efnisleg tengsl við Danmörku «ða Noreg-, að þér hafið lýst yfir sjálfstæði yðar í eitt skipti fyrir m. Þar er fremur um að ræða lokaþáttinn í aldagamalli þrá eft ir fullu sjálfsforræði. Land yðar var numið framgjörnum mönn- um, er leituðu í vesturátt að fullkomnu frelsi og sjálfstæði. í dag hefir takmarki þ»irra loks verið náð. Það ec engin furða þótt aðrir, sem báru sömu ósk í brjósti, hafi öldum síðar einnig leitað vestur á bógimn. Fyrir meir en þúsund árum var stjórn valin að Þingvjföllum, þar sem vér stöndum nú, og þing stofnað með löggjatfar- og dómsvaldi. Alþfngi, «lzt« þing heimsins, er almennt talið mesta framlag íslendinga til þróunar fulltrúaþinga og þjóðmálastofn- ana. Loginn, sem hér var tendr- aður, læstist um öll lönd, þau er frjálsir menn byggja. Mann- kynið mun aldrei gleyma þeirri skuld, er það á íslandi að gjalda. Hér rifjast upp saga íslands. Fyrir hugskotssjónum mínum sé ég hetjur líða um langar aldir, allt frá Njáli á Bergþórs- hvoli, Þorvaldi Koðránssyni hinum víðförla, sem tók kristni og boðaði hana á Alþingi 964, til Jóns Sigurðssonar, en minn- ingu hans heiðruðum við í dag. Jóni Sigurðssyni var það ljóst, hvernig sjálfstæðisþráin birtist eins og rauður þráður í sögu íslands. Honum auðnaðist að lifa það, að stjórnarskráin var gefin 1874, en þótt hún væri gölluð, var hún spor í þá átt, er hugur íslendinga stefndi og leiddi til sjálfstæðis íslands undir eigin fána 1918. I dag eru Bandaríkin og ís- land samhuga um að varð^pifa það, sem þeim er báðum svo kært, mannréttindin, sem tryggja hverjum og einum þann rétt, sem honum var af guði gefinn. Samvinnan er beinn á- rangur þeirrar ábyrgðar, er stjórn Bandaríkjanna tókst á hendur 7. júlí 1941 að ósk ís- lenzku stjórnarinnar. Að mínu áliti hafði þetta skref mikla þýðingu, og má á það líta sem hyrningarsteininn undir hinu góða sambandi hinna tveggja frjálsu og óháðu þjóða vorra. Það hefir fært þjóðir vorar saman og hefir gert Bandaríkja- þegnum, sem trúa á lýðræði, einstaklingsfrelsi, virkan al- mennan kjörrétt og heiðarleik . í embættisfærslu, að vinna í vinsamlegu sambandi við sina íslenzku meðbræður, sem að- hyllast sömu skoðanir og hug- sjónir. Það er einlæg von mín, að eftir stríðið geti enn framazt menningar- og viðskiptasam- band milli landa vorra. Þetta er kærasta áhugamál mitt, því að ég er þess fullviss, að náið samband af þessu tagi muni verða til að auka á réttlátan og varanlegan frið um 'heim allan. Þeir synir íslands, sem flutzt hafa til Bandaríkjanna, hafa gert sitt til að auka skilning vor á milli, enda hafa þeir verið fljótir að samlagast menningar- umhverfi síns nýja lands, sakir svipaðra siða og hugsjóna. Vin- arböndin, sem hnýtt hafa verið af hálfu margra Ameríkumanna á íslandi og íslenzkra náms- manna, sem leitað hafa fræðslu í mínu landi, munu auka á hinn gamla samhug þjóðanna, sem ég er sannfærður um að framvegis mun haldast. Þér, herra forseti, og þú, ís- lenzka þjóð, standið nú á mót- um mikilla tíma, sem færa munu ný vandamál í skauti sér. Megi yður hlotnast sú á- ræðni, sá kjarkur og sömu dyggðir, er fyrstu norrænu mennirnir sýndu, sem hér námu land. Þeir sigldu úfinn sjó áttavitalausir á opnum skipum og höfðu stjörnur að leiðar- vísi og karlmennsku í ’hug. Með því 'hugrekki og þeirri hreysti, er þeir sýndu, mun þér leiðin fær til mikillar fram- tíðar. Sheplierd, fulllrúl Brelakonungs: HERRA FORSETI! Um leið og ég legg fram embæfbt- isskjöl mtái is'ern sérstakur am- bassador Hans Hátignar Bxetia- konungs hjá yður, herra ,for- setj, við Iþenrwm sögulegfa við- burð, er ilýKveldi er endúrreist á íslandi og þér kjörinn fyrsti forseti þesis lýðveldis, finn 'ég mjög' til hins mikla heiðurs, er konungurinn hefir gert mér með því að skipa mig til þ&giSfe embættis, og Uil þeirrar ábyrgð- ar, er Iþví fylgir. Mésr er Mið af bonungi mín- um að færa yður, herra forseiti persónulega, og þjóð þeirri, sem yður h®Sf verið falið að ráða fyrir, innileg boð um virð- ’ ingu og vináttu, og mér er falið að bera fram ósk konungs um, að hið góða samkomulag, sem jafnan hefir ríkt milli íslands og brezka þjóðasambandsins megi haldast og styrkjast. Það er mér einnig heiður að geta fullvissað yður, herra forseti, um að Hans Hátign 'hefir ríkan áhuga fyrir lýðveldinu, sem stofnað er í dag, og það er von hans að það megi halda áfram að blessast og blómgast. Ég leyfi mér að nota þetta tækifæri til að færa persónu- legar kveðjur til yðar, herra forseti, og til íslenzku þjóðar- innar, sem sýnt hefir mér slíka vinsemd og alúð. Ég ber til hennar djúpan vinarhug og hlýjasta þakklæti. Ég treysti því, að rætast megi allar vonir og óskir velunnara hins endur- fædda lýðveldis um heim allan, svo að leiða megi til varanlegra _ heilla öllum þegnum þess. Esmarch, lulltrúi Borsku síjérnarÍBin- ar: HERRA FORSETl ÍSLANDS, herra fortsætisnáðherra og náðberrar, herra alþingismenn: mér hefir verið sýndur siá sómi, að vera skipaður sérstakur og persónu'legur fulltrúi Hans Há- tignar Konungs Noregs með umboði til þdss að bera tfram í dag við þetta tækiifæri og á þess urn öxlagariíiku tímiaimótum í sögu íslands, hjartanliegustu kveðjur Konungsins /og nors’ku rfíkisstjórnarinnar og beztu ósk ir þeirra um tfarisæla framtíð íslands og áslenzku þjóðarinn- ar. Johansiou, fulltrúl sænsku sljérnarinn- ar: HERRA imSETI ÍSLAfíDS, herra i®|«ætisráðherra og aðrir ráðherrar í ríkisstjórn ís- lands, foifeéti sameinaðs Flh. á 4. síðu. Heiiéiiciitefli M%\\m kon- ii0s fii Islesnku þ]é$^rinnar. RíkisstlórniBi svaraHi því þegar m@S þakk- arskeyti frá PiBigveSii. KLUKKAN 17.15 á laugardaginn gekk forsætisráðherra, Björn Þórðarson, fram á ræðupallinn á völlunum neð- an við Almannagjá og kvaðst hafa orðsendingu að færa. Ríkisstjórninni hefði borizt skeyti frá Hans Hátign Kristjáni X. Danakonnngi, og hefði konungur í orðsendingu sinni íátið í Ijós beztu árnaða^óskir sínar um framtíð íslenzku þjóðarinnar og vonir um að tengsl þau, (bönd þau) er tengja ísland öðrum Norðurlöndum mættu styrkjast. Mannfjeldinn tók boðskapnum með miklum fögnuði. Ríkisstjórnin sendi samdægurs frá ÞingvötSIum eftir- farandi kveðju til Kristjáns konungs: „Ríkisstjórnin færir Hans Hátign Kristjáni X. hjartan- legar þakkir fyrir þser heHlaóskir til íslenzlcu þjóðarinnar, sem bárust 17. júní. Forsætisráðherra las kveðjuna þegar í stað í heyranda hljóði að Þingvöllum fyrir miklum mann- fjölda, sem fagnaði boðskapnum með innilegn þaÍMæti. Þegar fospætisr^í&Jutrra bar fram óskir um heill og feleesun fyrir konung, drottningu og fjölskyldu konungs, tók mann- fjöldinn undir með mijkRim fögnuði.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.