Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAPIO Þingfundurinn á Lög- bergi. Frh. af 1. síðu. komið á ótal styrjöldum í heim- inum. Það voru trúarskoðanir manna. Forfeður vorir höfðu haldið fast við hina fomu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafði með þcim til landsins. Nú var hoðað- ur annar átrúnaður, kristin- dómurinn. Lá við fullkominni innanlandsstyrjöld milli heið- inna manna og kristinna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hér á Lögbergi. Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvór irtveggja til Lögbergs, ok nefndu hvórir vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvórir ór lögum annara. Ok varð þá svá mikit óhljóð at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut ok þótti öllum horfa til inna mestu óefna.“ Forustumaður kristinna- manna fól nú andstæðingi sín- um hinum heiðna höfðingja Þorgeiri Ljósvetningagoða að ráða fram úr vandræðunum. Hann gerhugsaði málið. Um málalok segir m. a. svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs og mælti: „Svá lýst mér sem málum várum sé komit í ó- nýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skift ,lög- unum, þá mun sundur skift friðnum, og mun eigi við þat megu búa“ “. Heiðinginn Þorgeir Ljósvetn ingiagoði segir þvínæst svo: „Þat er upphaf laga vorra at menn skuli allir vera kristnir hér á landi“. Undu allir þessum málalok- um með þeim árangri, að af leiddi hlómaöld íslands, uns sundurþykikið varð þjóðveld- inu að fjörtjóni. Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðarstundu hið ég þann sama eilífa guð, sem þá hélt vemdarhendi yfir ís- lenzku þjóðinni, að halda sömu vemdarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim jtímum, sem vér nú eigum framundan. Þégar hinn nýkjörni forseti hafði lokið máli sínu, var þing- fundi slitið. — Því næst hófust ávörp hinna fimm fulltrúa er- lendra ríkja, sem mættir voru sem sérstakir fulltrúar stjórn- arvalda sinna við stofnun lýð- veldisins og vöktu þau mikinn fögnuð mannfjöldans, en þó engin eins mikinn og ávörp hins norska og sænska fulltrúa, enda mæltu þeir báðir á ís- lenzka tungu. Ávörpin eru öll birt á öðrum stað í blaðinu. Þegar ávörp hinna erlendu fulltrúa voru á enda, var at- höfninni lokið. Kl. 4.30 á laugardaginn, hóf- ust hátíðahöld á völlunu ur með Almannagjá, niður af Öxarárfossi og var þar enn geysilegur mannfjöldi saman- kominn á gjárbarminum, og í brekkunni niður að vöi1”'----- , Flutti formaður nefndar, dr. Alexander Jóhann- esson, prófessor, þar fyrst stutt ávarp, en því næst dr. Richard Beck, prófessor, skörulega ræðu fyrir hönd Vestur-íslendinga. Að henni lokinni kvaddi for- sætisráðherra sér hljóðs, utan dagskrár, til þess að flytja mannfjöldanumi heillaóska- skeyti Kristjáns konungs, sem þegar hefir verið frá skýrt. Ríkisstjóri og biskup ganga á Lögberg í fararbroddi þingmanna og ráðherra þangað. Þá fór fram fánahylling. Þá voru bæði verðlaunakvæði þjóðhátíðarnefndar af tilefni dagsins, flutt. Benedikt Sveins- son, fyrrv. forseti neðri deildar flutti ræðu, en því næst tók við hljóðfærasláttur, söngur, iþrótt- ir og dans, sem stóð fram á nótt. Lífið á Þingvelli. Frh. af 2. síðu. fyrir ofan pallinn og í kringum hann. Og áreiðanlega hefir þjóðkór Páls ísólfssonar aldrei tekið almennar undir, né með meiri tilfinningu en þá, er hann hóf söng ættjarðarlaganna. Klukkan á níunda tímanum fór fólk svo almennt að taka niður tjöld sín og fara heim. Fólk utan af landi og úr sveit- um hér sunnanlands, sem fjöl- mennti mjög á hátíðina, var og flest farið eða á förum um þetta leyti. Á meðan verið var að taka niður tjaldbúðirnar, eða frá því klukkan að ganga níu og fram undir miðnætti, er fólk var að búa sig til heimferðar, lék hljóm sveit danslög á pallinum. Það má segja,-að hátíðahöld- in í heild hafi farið mjög vel fram, vín sást varla á nokkrum manni, og fólk var prúðmann- legt og frjálslegt í framgöngu. Þegar tekið er tillit til hinna óhagstæðu veðurskilyrða, sem voru allan daginn, og hafa að vonum dregið mjög mikið úr gleði fólksins, er næstum undra- verð sú almenna ánægja, sem ríkti meðal þeirra, sem staddir voru á Þingvelli. Og fullyrða má, að þrátt fyrir óhreina skó og rennvotar yfirhafnir, hafi fáir, sem á Þingvelli voru 17. júní, séð eftir komunni þangað, og eins víst er það, að dagurinn mun verða þjóðhátíðargestum ógleymanlegur, ekki fyrir veð- ur og vosbúð, heldur fyrir hina innri gleði og hamingju, sem ríkti og þann hlýhug, sem fólkið bar í brjóstum þennan dag. Það er sannmæli, sem kona ein, sem var á Þingvelli sagði í gær: „Það fór allt betur en á- horfðist, af því að fólkið var svo gott.“ í Reykjavík I gær. Frh. af 2. síðu Austurstræti, að Pósthússtræti — Hafnarstræti að nr. 21, Kalkofnsvegur að Vörubíla- stöðinni Þrótti, Hverfisgata upp að Alþýðuhúsi og Arnarhólstún, allt þetta svæði var fullskipað fólki. Á stjórnarráðsblettinum var fánum og fánaberum skip- að annars vegar, en börnum hins vegar. Uppi á stéttinni voru forseti landsins, ríkis- stjórnin og fulltrúar erlendra ríkja annars vegar við tröpp- urnar, en hinum megin voru al- þingismenn. Fyrir dyrum húss- ins var ræðupalli fyrir komið. Börnin vöktu sérstaka hrifn- ingu í þessari glæsilegu skrúð- göngu. Var fjöldi stúlknanna klæddur skrautlegum upphluts- búningum og sumar voru jafn- vel í möttlum og peysufötum. Öll, eða nær öll báru börnin ís- lenzka fána, sem þau fengu flest á íþróttavellinum. I göngunni sungu þátttak- -endur ýmis ættjarðarlög — og var fylkingin öll hin glæsileg- asta. Er fóilk hafði staðnæmzt um- hverfis stjórnarráðshúsið gekk forseti íslands í ræðustól, en mannfjöldinn fagnaði honum á- kaflega. Forseti talaði í tæpar 30( mínútur, og mun ræða hans verða birt hér í blaðinu á morg- un. Að ræðunni lokinni fluttu formenn þingflokkanna, Ólaf- ur Thors, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirsson og Harald- ur Guðmundsson, ávörp, en lög voru leikin eftir ræðu forseta og milli ávarpa formanna þing flokkanna, en að lokum var þjóðsöngurinn leikinn. Klukkan 3.40 var athöfninni við stjórnarráðshúsið lokið, en í sama mund söng þjóðhátíðar- kór sambands ísl. karlakóra í Hljómskálagarðinum að við- stöddu fjölmenni. Nokkru síðar hófst íþróttamótið á íþróttavell- inum — og í gærkveldi hafði ríkisstjórnin boð inni að Hótel Borg fyrir ýmsa gesti — og lauk þar með þessari sögulegu og mikilsverðu hátíðahöldum ís- lenzku þjóðarinnar. Mannfjöldinn á leið til Löghergs. Tjaldborgin mikla í baksýn. Mánudagur 19. júní 194Í, Ávörp hinna erlendu fulllrúa. Frh. af 3. síðu. alþingis, íslendingar! Mér hefir verið falið, á þessum þýðingar- mikla degi fyrir íslenzku þjóð- ina, að flytja eftirfarandi orð- sendingu frá ríkisstjórn Sví- þjóðar til ríkisstjórnar íslands og þjóðarinnar: Sænska ríkisstjórnin hefir fengið hefir vitneskju um, að hið íslenzka lýðveldi verði sett á stofn í dag, viðurkennir hér með lýðveldið ísland og lætur í ljós vonir sínar um hamingju- ríka framtíð íslenzku þjóðarinn ar. Sænska ríkisstjórnin hefir með gleði og ánægju kynnt sér hina einróma samþykkt alþing- is hinn 10. marz 1944, þar sem segir, að alþingi telji sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frændsemi- og menningaihöndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda og að ísland muni taka þátt í norrænni samvinnu að stríðinu loknu. Alþingi hefir með þessu látið í ljós hugsanir, sem endur- speglast hjá sænsku þjóðinni. Mætti hin norræna sameining blómstra á ný, þegar öll Norð- urlönd .geta aftur mætzt sem frjáls ríki. Þetta var orðsending sænsku ríkisstjórnarinnar í dag til rík- isstjórnar Islands og þjóðarinn- ar allrar. Voillery, fulltrúi frönsku þjóðfrelsis- nefndarinnar: Herra forseti íslands, herra ráðherrar, háttvirtir þingmenn, íslendingar, konur karlar, vinir mínir! Það er með hrærðum huga að ég stíg í þenn- an ræðustól. Lengi 'hef ég dval- ið meðal yðar, og ég skil hverja þýðingu þessi dagur hefir fyrir yður, því að um leið og þér stofnið lýðveldið, rætist gömul þrá langrar og þolinmóðrar bar áttu fyrir þjóðfrelsi yðar. Stað- ur þessi, helgidómur þjóðarinn- arT þar sem yðar fyrsta þing' var kvatt saman fyrir meir en þúsund árum, dagurinn, sem valinn hefir verið fyrir þessa athöfn i minningu mikilmenn- is í sögu yðar, hetju í þjóð- frelsisbaráttu yðar, hin virðu- lega samkoma, allt hjálpast þetta að því að setja þann glæsi brag á það, sem fram fer í dag og þann sess, sem því er ætlað- ur í framtíðarsögu lands yðar. Þekking mín á andlegu lífi yðar, tilfinngingum þeim, er gagntaka yður, ásamt vináttu þeirri, sem ég ber í brjósti til lands yðar, gera það að verkum að ég finn til sérstaks stolts yfir þvi að njóta þess heiðurs, er bráðabirgðastjórn franska •lýðveldisins hefir sýnt mér með því að fela mér að færa yður hér kveðju Frakklands. I þeirri grimmdarraun, sem Frakkland verður enn að þola fyrir frelsi sitt, hefir franska þjóðin þjáðst, en hefir þó reynzt sjálfri sér trú og hugsjónum sínum. Hún horfir nú með hlýj- um hug á yngsta lýðveldið í hópi systra sinna. Hún horfir hingað með blíðu og innilegum óskum um heill og hamingju ís- lenzku þjóðarinnar, sem býr nú við stjórnarskrá þá, sem hún hefir sjálf gefið sér, og hún treystir góðvilja og stjórn hins nýja ríkis. Þetta eru þær tilfinningar og þær óskir af Frakklands hálfu, sem ég læt hér í ljós, hæstvirtu ráðamenn og þér konur og karl- ar, og bið yður að veita þeim viðtöku. Lifi lýðveldið ísland! Lifi ísland!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.