Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.02.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIP MíðviStadagjLij*,- 285. idkúar-1945 %v !ubla5i5 Útgefandi Al|»ýSuflokkUJriim í Ritsjóri: Stefán Pétursson. Ritsjórn og afgreiðsla í Al-J þýðuhúsinu við Hverfisgötu , gímar ritsjórnar: 4901 og 4902 1 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Jón S. Jónsson; Allar gjafir þiggja sín laun. Of dýr aðgöngumiði TVÖ RÍKI bættust rétt fyrir belgina enn í hóp þeirra, sem eru í stríði við Þýzkaland og Japan; eru það Tyrkland og Egyptaland, sem lengi hefur verið eftir beðið, að skærust í leikinn með bandamönnum og á sínum tíma, þegar Þjóðverjar óðu með her sinn suður á Balk- anskaga og austur yfir eyði- merkur Norður-Afríku, ^ hefðu _getað haft mikil áhrif á gang styrjaldarinnar, en verða nú, þrátt fyrir stríðsyfirlýsingar sínar, varla nema að nafninu til talin með 1 röðum hinna stríðandi og sigrandi samein- uðu þjóðá. * Hér norður á íslandi myndu þessar stríðsyfirlýsingar Tyrk- lands og Egyptalands á síðustu stundu ekki hafa vakið neina sérstaka athygli, ef í sambandi við þær hefðu efcki komið fram einkennilegar upplýsingar, sem jafnframt snerta ísland. Því var yfir lýst af utanrík- ismálaráðherra Tyrklands, að honum hefði verið tilkynnt sú ákvörðun, sem tekin hefði verið á Krímráðstefnu hinna „stóru þriggja“, Stalins, Churc- hills og Roosevelts, að þær þjóðir, sem hingað til hefðu staðið utan við styrjöldina, skyldu ékki fá sæti á ráðstefn- unni í San Francisco í vor, þar sem leggja á grundvöll að nýju þjóðabandalagi eftir stríðið, nema því aðeins, að þær segðu Þýzkalandi og Japan stríð á hendur fyrir 1. marz; og jafn- framt gat utanríkismálaráð- herra Tyrklands þess, að sam- kvæmt þeirri tilkynningu, sem honum hefði borizt, hefði á Krímráðstefnunni verið ráð- gert að bjóða, auk Tyrklands og Egyptalands, íslandi, Chile ITruguay, Paraguay, Equador og Venezuela sæti á ráðstefn- unni í San Francisco með þessu skilyrði. * Frá íslenzkum stjórnarvöld- um hefur ekkert heyrzt um siíkt tilboð eða slíkt skilyrði enn sem komið er; enda er það sannast að segja, að enda þótt ólíklegt verði að teljast, að utánríkismálaráðherra Tyrk lands hafi farið með algert fleipur við svo alvarlegt tæki- færi, mun íslendingum þykja það ennþá ótrúlegra, að til nokkurs slíks sé ætlazt af þeim, vopnlausri þjóð. Það hefur aldrei leikið á tveimur tungum, hver hugur, íslenzku þjóðarinnar er í þeim hildarleik, sem nú hefur verið háður í heiminum um hér um bil fimm og hálft ár og' borizt hefur alla leið upp að ströndum hennar. Hún hefur aldrei farið dult með það, að hún óskaði hinum sameinuðu þjóðum af heilum hug fullkomins og var- anlegs sigurs í styrjöldinni á villimennsku nazismans, sem búin er að kosta einnig hana stórkostlegar mannfórnir úr hópi friðsamra sjófarenda, svo Eggert þorbjarnar- SON hinn nýbakaði fram-_ kvœmdastjöri Sósialitaflokks ins og Æyrverandi niðursatning- ur á skkBstoífiu Dagsbrúnar, var nýlega að minna verkamenn á veturinn 1940 — 1941 í sam- bandi við svik og hvítt man- sal sem ég á að bafa framið á bonum og félögum hans. Ekk- ert væri mlér kærkomnara en að E. Þ. vidi taka þetta mál upp að nýju og sanna á mig skkan vierknað; og skora ég á hann hér með að finna orðum sínum frekari stað, ef hann viil ekki auðvirðurlegur rógberi r.eha. Hér skal hinis vegzi brugðið upp nokkrum myndurn af vinnu brögðum jþessa manns fyrir verkalýðinn veturin-. 1940 — 1.941 og raunar fyrr og siðar. Það var Eggert Þorbjarnar- son, sem laug að Dagsbrúnar- mönnum á fundinu’n í Iðnó í janúar 1941. Hann laug því, að setuliðið byðist til að borga hærra kaup, en þá var frá skýrt á þeim fundi. Það var Eggert Þonbjarnason, sem narr áði 500 verkamenn til þess að segja nei við því samningsupp- kasti sem fulltrúi hans, Sig- urður Guðnason hafði gert. Það var E. Þ. sem varð því valdandi, að saklausir og ein- faldir flokksbræður hans voru settir í fangabúðir hjá brezka setuliðinu. Það var þessi sami E. Þ„ sem ætlaði að koma Dags brúnanstjórninni. í þetta fang- elsi, en gat það ekki. Það var E. Þ, sem ætlaði að koma á stað uppþoti í þessum bæ. Það var E. Þ., sem ætlaði að láta hei'mennina verða þátttak endur í þessu verkfalli með því að ifiá jþá til að meita að vinna þau störf, sem þeim var fyrir- skipað af yfirmönnum sínum áf því, að ekki. fengust hérlend- ir verkamenn í bili. Það var E. Þ., sem ætlaði að láta hina bylt ingasinnuðu hermenn, einS og hann orðaði það, verða verk- færi í sínum höndum til þess að (herja á þeim samlöndum hans úr hópi verkamenna, sem ekki vildu verkfalil, en það var meira en helmingur allra félags manna, sem vildu enga stöðvun á vinnu sinni þá. Það var þessi E. Þ., sena lét verkamennina tapa um þrjú undruð þúsund krónum í vinnu launum, þegar hann, með lyg- um, fékk þá til að hætta að vinna í meira en vikutíma. Það var E. Þ., sem þá kom til stjórnar Dagsbrúnar með vinar koss á vörum eins og Júdas forðum, en fékk ekki bæn- heyrslu, og gekk af þeim fundi og hengdi sjálfan sig og félaga sína í sinni eigin snöru, Það var þtíssi saimi E. ÍÞ., sem sveik alþýðuna á ísafirði,, þegar eftir að hann varð oddamaður í bæjarstjórninni þar; þá gerði E. Þ. Jón A. Jónsson að bæjar- stjóra, en Jón var einn mesti andstæðingur verkamanna á íslafirði um þær mundir. Þess um manni seldi. Eggert Þor- bjarnarson bæjarstjórnaem- bættið í hendur, þótt hann hefði Æyrir fcosningar lofað kjósend u'm sínum að fylgja málstað alþýðunnar, ef hann yrði kos- inn ibæjai'fulltrúi, sem og gert var í það eina sinn. iSvo byrjar þessi nýi bæjar- fulltrúi verkalýðsins á þvi að selja sig þannig á víxl, að bæj- arstjórnin ver^ur óstarfhæf, og öll velferðarmál bæjarins Standa i slað, enginn meiri hluti fæst í neinu iriáli. Þannig launaði E. Þ. kjósendum sín- um á ísafirði það traust sem þeir sýndu honum við kjörhorð ið. Sáðan flúði hann frá sómma eigin svikum hingað til bæjar- ins, og héfur upp frá því gegnt trúlega hlutverki Marðar -Val garðssonar í röðum verka manna og skrifað róg og tííð um alla þá, sem ekki bafa látið blekkj'ast af baktjaldavinnu- brögðum hans, af því að þeir þekktu eyrnamarkið á hinum a'fdankaða bæjarfulltrúa frá ísa firði,. Þetta er sá sami Eggert Þor bjarnarson, sem sveik alla Dags brúnarmenn um að segja upp sammingi Dagsbrúnar á réttum tíma og skapa verkamönnum viðunandi lífs'skilyrði fyrir 8 stunda vinnudag. Þetta er sá sami E Þ ., sem setti fram með Siigurði Guðnasyni samminigs- uppkast í 16 liðum, sem al'lir áttu að vera til hagbóta fyrir Dagsbrúnarmenn, en sveik það í 15 liðum, þannig að aðeins eimn, hin margumtöluðu 16% á tímakaupið, urðu eftir. Það var þessi E. Þ., sem setti, fram í sama samningsuppkasti kröf ur um það, að Eimskipafélag íslands héfði allt að 150 verka menn í þjónustu sinni milli þess, sem skip væru til af- greiðslu, en sveik þá ki'öfu, þeg ar hann fór að semja og hefur ekki minnst á hana síðán; en verkamenn fá‘ fyrir bragðið að ganga iðjulausir, þegar ekki em sfcip við ibryiggjur til losunar. Það er þessi Eggert Þorbjarn arson, sem lýgur þv*í, að stjóm Dagsbrúnar hafi afnumið þræla lög gerðardómsins. Það voru nefnilega verkamenn sjálfir sem gjörðu það með því að hefja- skæruhernað, sem Dagsbrúnar stjórnin lýsti hins vegar yfir að Samkvæmskjólar Ragnar Þórðarson & Co. Aðalstcætí 9 væri henni óviðkomandi með öllu og hún ætti engan þátt í. Það er þessi sami E.. Þ., sem fer með þá staðlausu stafi, að Dagsbrúnxirstj órn i,n háfi gjört orlof verkamanna að veruleika. Það voru Alþýðuflokksþing mennirnir, sem fluttu frumvarp ið um sumarfrí allra vínnandi stétta; þingmönnium ,sósíalista‘ datt ekki í hug að flytja slíkt hagsbótamál fyrir verkalýðinn. Formanni Dagsbrúnar hefur ekki diottið ennþá í thuig að bera fram eitt einas.ta friUímvarp til hagsbóta fyrir þá félagjsmenn, isem hann er íörimaður fyrir. Það er ékki hivað siist þessum E. Þ. að kenna, að verkamenn, eru látniir vinna eiris lengi og vdnnuveitanda hentar 'bezt í hvert sinn, án þetss að minnsita tillit isé tekið til þess, að með þvá er verið að eyða iMfisorku vterkaimannisSins fyrir aldur fram. Þaðí er þesssÉ E’. p. og Dags- brún arstjórniln,. sem hefiur svik ið verkamenn um að gjöra 8 stundia vimiudaginn að menn- inigaríegum og heilsusamlegum aflgjafa ifyrir iþá og ibörn þeirra, noeðan ibezt var tækifiærið tií Qg það er þessi sami E. Þ., isem .nú, eiftir að verkamienn höfðu fcolsið Ihann í stjórn fé- lags síns hefur. skilið við stjórnarstörfini og ísezt í fram- kvamxdarstjórastöðu hjá Sósiía- listaflokknum. En sjálfsagt muna samstarfsmenn hans íi Dagsíbrún þó eftir að bera það- umdir hanis dóangreinid ,hvort. ekki tsíé. rétt að selja vinnuveit- anda liífsorku verkamanna eitt- hvað ifratm eftir rióttinmi, eins og hinigað til, ef nýsköpuninni slkyldi reynast hætta ibúin af of stuttúím vinnutíma. Jón S. Jónsson. að ekki sé talað um annað tjón, sem hún hefur orðið fyrir af völdum ófriðarins. Hún hefur kappkostað, að hafa sem vin- samlegust viðskipti við hinar sameinuðu þjóðir í styrjöldinni, enda land hennar verið tveim- ur þeirra hin þýðingarmesta bækistöð í bai'áttunni við þýzka nazismann. Hún hefur einnig látið í ljós ótváræðan vilja sinn til þess, að eiga þátt í friðsamlegu viðreisnarstarfi og alþjóðlegri samvinnu, sem hinar sameinuðu þjóðir hafa boðað, að styrjöldinni lokinni, enda þegar tekið þátt í fleiri en einni ráðstefnu með slíkt yiðreisnarstarf og slíka al- þjóðasamvinnu fyrir augum. * Hitt hefur áreíðanlega að engum hugsandi íslendingi hvarflað, að við, vopnlaus snxáþjóð, sem engin áhrif get- um haft á gang ófriðarins, fær- um að blanda ökkur í hann með því að segja hinum aðila hans, tveimur stórveldum, stríð á hendur. Og ef það skyldi vera satt, að svo ótrúleg skil- yrði hefði verið sett íslenzkum stjórnarvöldum fyrir þátttöku í því alþjióðasamstarfi, sem nú á að fara að undirbúa að stríð- inu loknu, þá þykir okkur það of dýr aðgöngumiði að hinni fyrirhuguðu ráðstefnu í San Francisco. íslendingar hafa öldum sam- an verið friðsöm og vopnlaus þjóð og aldrei verið þátttak- andi í neinni styrjöld. Og það viljum við heldur ekki verða nú né síðar meir, svo mikla áherzlu, sem við leggjum hins vegar á það, að eiga þátt í friðsömu viðreisnarstarfi og friðsamlegri samvinnu þjóð- arma að þessu stríði loknu. MORGUNBLAÐIÐ í gær birtir þýdda grein um á- rásirnar á stefnu brezku stjóm arinnar í Grikklandsmálunum. Er grein þessi þýdd úr brezka tímaritinu „National Review“, og kemst höfundur hennar þannig að orði meðal annars: ,,En. tveir menn, sem, eins og Papandrou, hafa sætt ómaklegum árásum, þeir Scobie hershöfðingi og Rex Leeper brezki sendiherr- ann, höfðu fylgzt vel með þvi sem var að gerast. Þeir spurðu sjálfa sig: Hvers konar félagsskapur er ELAS og EAM í raun og veru? Vafalaust höfðu flokfcar þessir fylgi mikils hluta æskunriar í borg um landsins; vafalaust voru marg ir meðal fylgismanna þeirra, sem þráðu að sjá nýtt Grikkland rísa upp ,og aðhylltust frjálsa lýðræðis stjórn og vafalaust höfðu menn þessir barizt vasklega gegn Þjóð- verjum. Leiðtogarnir, hins vegar, voru kommúnistar, sem ekki unnu að því að koma á frelsi og lýðræði, heldur kommúnistísku einræði. í miðstjórn ELAS-flokksins eiga aðeins 'þrír menn sæti og þeir eru allir kommúnistar. Öryggislögregla EAM er flokk- ur ofbeldismanna og skipulögð eins og slíkur félagsskapur í einræðis- löndumum. Scobie hershöfðingi og Rex Leep er var ljóst, að tækist ELAS að ná völdunum, þé hefðu Bretar svikið meginatriði loforðs þess, er þeir gáfu Gri'kkjum, þess loiforðs, að gríska þjóðin skyldi sjálf fá að velja sér stjórn. Jafnframt færi þá með völd ríkisstjórn, sem þrtöngv- að hefði verið upp á þjóðina af minnihluta flokki. Scobie ihershöfðingi og Leeper vissu einnig, að meðal EAM-manna voru margir sanngjamir menn, sem ekki gerðu sér ljósar ætlan- ir hinna kommúnistísku flokks- bræðra sinna, og sem mundu segja síkilið við flokkinn jafnskjótt ogí til framkvaamdanna kæmi. Eftir að brezka stjómin hafði orðið alls þessa vísari, vatr aðeins um eina leið að ræða: Það varð að koma í veg fyrir, að ELAS-flokk urinn næði völdunum. Þetta var nauðsynlegt vegna loforðs Breta við grísku þjóðina.41 Vissulega kveður mjög við annan tón í þessari grein hins merka brezka tímarits en hjá áróðursmönnum kommúnista, svo sem Sverri Kristjánssyni. Og engum blandast hugur um það, að mjög eru upplýsingar „National Review“ á aðra lund en hins „hlutlausa“ rikisút- varps hér uppi á íslandi. * • Tíminn í gær gerir hinar miklu sóknir hei'ja banda- manna gegn Þjóðverjum að umræðuefni, og kemst í því sambandi þannig að orði: „Ardennaorrustan mun í fram- tíðinni verða talin ein örlagarík- asta og harðfegnlegasta viðureign in í þessari styrjöld. Mikið var undir úrslitunum komið. „Alger sigur eða algert niðurlag,“ sagði Göbbels. Hinn ameríski Ðoughboy með aðstoð hins brezka Tommy, lét sigurinn bresta í höndum Rundstedts. Hin hreystilega vörn Bandaríkjamanna mun gera Ba- stogne eins sögufræga í vestri og Stalingrad í austri. Afrek hins unga hers. Banda- ríkjamanna í Ardennafjöllunum stendur ekki að neinu leyti að baki afrekum rússneska hersins. Sú mikla þolraun, er Bandaríkjamenn stóðust með óbilandi þrautseigju og hreysti, mun hnýta böndin fast arar miili þeirra og vopnabræðr- anna. Sú frásögn hins danska blaðs, að herir bandamanna og Rússa hafi i háð svo frækilega baráttu á víg- stöðvunum í vetur, að ekki verði á milli þeirra gert, mun elcki verða dregin í efa. Afrekin verða ekki metin af landvinningum einum saman, enda væri slíkur saman- Fraaah. á 6. si8u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.