Alþýðublaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1945, Blaðsíða 8
JILÞYPUBLAÐJP Miðvikudagur 23. maí 1945. nTMRNARBlOisa Langf finnst þeim, I sem bífur 3 fSince You Went Away.) Hrííandi fögur mynd um hagi þeirra, sem heima sitja. Claudette Colbert Jennifer Jones Joseph Cotten Sbirley Temple Monty Woolley Lionel Barrymore Robert Walker Sýnd kl. 6 og 9 Á bifölsbuxuiEBa (Abroad With Two Yanks) Sprenghiægileg gaman- mýnd Sýnd kl. 4 _ bæjarbíó — Hafnarfirði EinræSisherrann (The Great Dictator) Gamanmynd eftir Charles Chaplin. Aðalhlutverk leika: Charles Chaplin Paulette Goddard sýnd kl. 6.45 og 9. MÁLSHÁTTAVÍSUR Betra er að „passa“ á feldi flær en frelsa mey frá spjöllum. Lengra ekki námið nær, * „náttúran ræður ölium-“ Gaman er að gifta sig gefi sarnan prestur. Þó er fyrir fleiri en mig „frestur á illu íbeztuír.“ Þura í Garði. \\\ LSISV M A 1 C HA aður hennar var aðskorinn og léttilegur, en um hálsinn var tvö- föld perlufesti, stór demantsnæla í barminum og önnur í hattin- um. Stuttklippt hárið var koparlitað, og varirnar og neglurnár dökkrauðar. Málrómurinn var djúpur og sterkur, en þegar henni var mikið niðri fyrir, var eins og orðin ryddust hvert á annað í munni hennar og ógreinilegur Lundúnaihreimur kæmi allt í einu fram. „Mikael! Ég er í öngum mínum út af Júlíu.“ Míkael var sama prúðmennið nú og endranær. Hann hleypti aðeins brúnum og klemmdi saman þunnar varirnar eilítið fastar en vant er- En hann hafði ekki ætlað sér að ræða um konuna sína við óviðkomandi fólk, sizt a'f öllu Dollýju. „Ég þykist sjá. að hún eigi mikils til of annríkt. Ég veit ekki hvað komið hefir yfir hana. Öll þessi samkvæmi, sem ‘hún fer í — állir þessir næturklúbbar og allt það. Það verður þó að lita á það, að hún er ekki ung 'lengur. Hún fer með sig á þessu “ „O—o, bull! Hún er stálhraust. Heilsan gæti ekki verið betri. Hún er unglegri núna en hún var fyrir mörgum árum. Þú öfund- ár hama þó e'kki alf þessu, sóm. 'hnin lætur eftir slér að lofknu dags- verkinu? Þetta hlutverk, sem 'hún leikur núna, getur ekki þreytt hana, og ég er því bara fegin, að hana skuli langa til þess að skemmta sér- Það sýnir hvílíkur lífsfþróttur hýr í henni.“ • „Hún hefir aldrei hirt um þess háttar fvrr en nú. Það kemur fólki mjög kynlega fyrir sjónir, að hún skuli allt í einu taka upp á því að sækia dansleiki og klúbba og vera sþar þangað til klukkan tvö á nóttunni, eins og loftið er nú líka heilnæmt á slíkum stöðum.“ „Þetta er hennar 'hreyfing. Ég get ekki ætlazt til þess, að hún færi í stuttbuxur á morgnana og 'hlaupi fram og aftur um lysti- garðinn eins og ég.“ „Ég get ætlazt til þess, að þú vitir, hvað fólk er farið að hafa í flimtingum. Þetta getur gerspillt áliti hennar.“ „Hvers konar dylgjur eru þetta?“ „Ja—jæja. Það þykir einkennilegt, þegar kona á 'hennar aldri fer að þveitast um allar trissur með kornungum dren%.“ Hann horfði á hana stundarkorn og skildi ekki, hvað hún var að fara. Svo rann það skyndilegu upp fyrir hónum, hvað hún meiriti. Hann hló hátt- „Tomma? Vertu ekki þessi einfeldingur, Dollý “ „Ég er ekki eins einföld og þú heldur. Ég veit, hvað ég er að segja. Þegar kona. sem er jafn þekkt og Júlía, sést einlægt með sama manninum, komast kjaftasögurnar auðvitað undir eins á kreik“ „En Tommi er ekki síður vinur minn en hennar. Þú veizt það ofurvel, að ég get ekki boðið Júlíu út með mér og dansað við hana. Ég verð að fara á fætur klukkan át'ta á hverjum morgni og hreyfa mig eins og mér er nauðsynlegt, áður en ég byrja' á dagsverkinu. Ég veit kannske lítið um mannlegt eðli, þótt ég hafi fengizt víð leiklist í þrjátíu ár. En ég- veit, að Tommi er heiðarlegur og skírlífur pi'ltur, ósvikinn Englendingur, og á góðri leið með að kamast í tölu sannra> hefðarmanna- Náttúrlega dáist Ihann að Júl'íu — piltar á hans aldri halda meira að segja oft, að þeir séu ástfangnir af konum, sem eru eldri en þeir. Og gott og vel — það gerir >honum ekkert" mejn, það getur meira að segja orðið til gagns. En að láta ^ér detta !í hug, að Júlía kunni að líta til hans hýru auga .... kæra Ðollv, þú reiðist ekki, þó að ég brosi.“ „Hann er hundleiðinlegur, hann er enginn maður, hann er nauba-hversdagslegur, og hann er höfðingjasleikja fram úr hófi.“ „Jæja þá. Ef þú álítur, að hann sé allt þetta — finnst þér það ekki skjóta dálítið skökku við að halda, að Júlía sé hrifinn aif Ihonum,. eins og þú virðist vera að gefa í skyn.“ ÖiVJA Blð songuram („Ðesert Song“) Hrífandi fögur söagva- mynd í eðillegum litum. Aðalhlutverkin leika: Dennis Morgan Irene Manning Sýnd kl. 5, 7 »g 9 GAMLA Blð ai Mjallhvíf og dvergarnir sjö w White Dwarfs.) Snow White and the Seven Hin undurfagra og bráðskemmtilega lit- skreytta teiknimynd snillingsins WALT DISNEYS Sýnd kl. 5, 7 og 9. í „Aðeins kona veit, hvað kona getur gert.“ „Ekki svo ólagleg setning, Dollý. Ég frétti það líklega næst, að þú sért farin að skrifa leikrit. En snúum okkur aftur að því, sem við vorum að tala um- Getur þú horft 'beint framan í mig og sagt, að þú trúir þvi í raun og veru, að Júlía sé farin að daðra við Tomma?“ Hún leit beint framan í hann. Efasemdirnar skinu út úr aug- unufn á 'henni. Sjálf hafði hún hlegið að fyrstu sögunum, sem henni voru sagðar um Júlíu, en hún hafði samt aldrei getað vísað 'á bug hvers konar grunsemdum, sem steðjuðu að henni. Hún minntist ýmsra atvika, sem hún hafði ekki gefið sérstakan gaum, er þau gerðust, en voru mjög tvíræð, þegar nánar var um þau (hugsað af kaldri skynsemi. Hún, hafði þolað slíkar þjáningar, að Nýja hjólið hans Allans sagði Allan mynduglega. „En ég ætla að ta'ka stafinn hans pabba með. Sæktu hann fyrir, — eða stattur hérna kyrr með- an ég sæki hann sjálfur.“ Georg va'ldi fyrri kostinn, því *hann var ekki jafn hug- rakkur og Allan og fannst ekki gott til bess að hugsa að standa ein'samall úti í garðinum og myrkrið skollið á fyrir löngu. Hann yfirgaf þá ekki Allan, heldur slóst í för með hon- um er hann gekk í áttina til trésins með stafinn í hendi. Hjartað barðist í brjósti Allans er hann kom í garðs- hornið þar sem tréð stóð fast við girðinguna. Þar var myrkr- ið einna ægilegaSt í augum drengjanna. Þeir -læddust á tánum eiris og þeir væru hræddir við að styggja froskana hjá smátjörninni, sem var þarna skammt frá. Auðvitað var dimmra eri svo, að þeir gætu séð mann sem kynni að hafa legið í gryfjunni við vegkantinn. En skyndilega heyrðu þeir hvar frú Vandal nálgaðist ásamt dætrum sínum og þá voru strákarnir ekki seinir á sér að hlaupa í áttina til þeirra o>g fulvissa þær um það, að allt væri í laigi, — þær gætu verið rólegar, því enginn hefði komizt inn í garðinn, — þar hefði enginn verið nema þeir tveir. TJ00PBRS f WHAT'5 MYNDA- 8AGA SODY: (talar við foringja her- stöðvanna). „Ég er viss um að hann kom niður á þessa ey. Það er það síðasta, sem við sáum af Erni höfuðsmanni. Ég miðaði staðinn og hef stöð- una-“ FORINGINN: „Hana ég skil. — Þessi ey er mjög nærri bæki- stöðvum fjandmannanna. Það er töluverð hætta fólgin í því að reyna að bjarga honum.“ CHET: „Hvað! — Hvað er a, — Örn týndur! Af hverju hika þeir? Drottinn minn — og Örn var bezti vinur minn!“ A sama tima (i bækistöð Jap- ana á eyninni): „Þannig er það yðar hátign. Hermaðurinn sá flugmanninn lenda hér úr flug vél, sem hafð| Verið skotin niður.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.