Alþýðublaðið - 04.01.1946, Page 2

Alþýðublaðið - 04.01.1946, Page 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur, 4, janúar 1946. Fnndir Aipýðuflokbsfélaganna og fnlltrúaráðsins ganga frá bæiarstjörnarlistanum í kvold. --------4-------- ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN f REYKJAVÍK halda sam eiginlegan fund í kvöld á Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Séra Jakob Jónsson flytur nýárshugleiðingu í uþphafi fundarins, en því næst verður rætt um lista Alþýðuflokksins við hæjarstjórnarkosningamar og gengið frá honum. Strax að loknum hinum sameiginlega fundi Alþýðu- flokksfélaganna, hefst fundur í fulltrúaráði Alþýðuflokksins á sama stað, og verður þar endanlega gengið frá lista Alþýðu- flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar. ísleedingafélagið í New York íiw- nr merkilegt iandkpningarstarf og efiir samheldni landa. ------«------ Frá abaBfuncii félagsins 1. desember s. I. Kosningaskrifsfofa Al- þýðuflokksins í Hafn- arfirði. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnar- firði er opin daglega frá kl. 10 til 10. Símanúmer skrifstofunn- ar er 9280. Brezki fogarinn, sem strandaði við Þfng- eyri kominn fil Rvík- ur. BREZKI TOGARINN, sem strandaði út af Þingeyri fyrir jólin hefur nú náðst út og kom hannnil Reykjavíkur í gær morgun. Vélsmiðjan Hamar annaðist björgunina og lánaði tæki til hennar en „Huginn“ var send- ur til að ná skipinu út og tókst það fyrir nýárið. I gær átti að taka togarann hér í slipp til að rannsaka skemmdir á honum og hefja að- gerðir á honum. Aðalfundur Brelðfirð- ingafélagsins í kvöld Breiðfirðingafélagið I REYKJAVÍK heldur að- alfund sinn í Listamannaskál- anum í kvöld og hefst hann klukkan hálfníu. Á fundinum fara fram venju- leg aðalfundarstörf og lagabreyt ingar, en að loknum fundarstörf um verður stiginn dans. Breiðfirðingamótið verður haldið að Hótel Borg 19. þ. m. og hefst klukkan háKátta. Sala aðgöngumiða að Breiðfirðinga- mótinu fer fram á aðalfundin- um í kvöld. *T SLENDINGAFÉLAGH) í New York hélt aðalfund sinn þann 1. desember síðast- liðinn. Á fundinum mætti um 160 manns. Sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Thor Thors og frú hans voru heiðursgestir félagsins. Flutti sendiherrann ítarlegt erindi um afátöðu íslands til utanríkismála, og fékk ræða hans mjög góðar undirtektir. Þá , söng hin þekkta íslenzka söngkona, María Markan og var söng hennar mjög vel fagnað og varð frúin að synigja mörg auka- l'öig. Ungfrú Agnes Sigurðsson lék einleik á slaghörpu við mikla hrifningu áheyrenda. Varð hún einnig að leika aukalög. Ungfrú Agnes hefur þegar getið sér frægð fyrir hljómleika sína. j Kosin var ný stjórn. Ottó | Möller, sem verið hafði formað- • ur félagsins, baðst eindregið í undan endurkosningu. Stjórnina' skipa nú: Hannes Kjartansson formaður, og meðstjómendiur: Hjálmar Finnsson, frú Guðrún Camp, Grettir Eg^ertsson og Guðmundur Árnason. Fer hér á eftir útdráttur úr greinargerð fráfarandi for- manns, um starfsemi félagsins undanfarið ár: íslendinigafélagið var stofnað árið 1939. Þá bjuggu í New York um 40 íslendingar. Starfinu var fyrst hagað þannig, að 4—’ kvöldvökur voru haldnar ár- lega. Fyrirlestrar fluttir og ís- lendingar fengnir til að skemmta. Er hin nýafstaðna heimsstyrj- öld skall á og utanríkisviðskipti íslands færðust mestmegnis til Vesturheims, jókst íslendinga- byggðin í New York hröðum skrefum. Borgin, varð miðstöð verzlunar oig mennta. Þó fluttist margt skólafólk til mennta- stofnanna víðs vegar um Banda- ríkin. Telja má, að flest íslend- inga hafi dvalið í New York fyrri helming ársins 1945; eftir beztu heimildum um 500 manns, eru þá 'börn talin með. Þess skal getið, að starfssvið tslendingafélagsins nær yfir New York og útborgirnar Brook lyn, New Jersey, Bronx o. fl. Einnig sóttu samkomur félags- ins landar frá fjarlægum borg- um, t. d. Boston, Bhiiladelpihia, New Haven, Washington og Baltimore. FramhaiM á 7. síðu. Kariakór Reykjavíkuf fer sðngfðr til Ameríku á næsta hausti. Stefano ðslandi og Guðmundur Jónsson verða einsöngvarar í förinni. NÝLEGA voru undirritaðir * * samningar milli Karlakórs Reykavíkur og National Con- cert and Artist Corporation (N. C.A.C.) í New York um það, að karlakórinn fari söngför víðs- vegar um Bandaríkin og Kana- da á næsta hausti. Hljóðar samn ingurinn upp á það, að karla- kórinn haldi samsöngva í 50 — 60 borgum, þar á meðal í Was hington, New York, Chicago, Boston og Winnipeg. Gert er ráð fyrir að sam- söngvarnir hefjist snemma í október og verði loikáð um rniðj- an desember, og mun söngförin öll taka um 3 mánuði. í söng- förinni eiga að taka þátt 36 söngmenn auk söngstjórans, tveggja einsöngvara og píanó- leikara, og verða þeir Stefano Islandi, óperusöngvari, og Guð- mundur Jónsson, barytonsöng- vari, sem nú er við nám í Banda ríkjunum, einsöngvarar í þess- ari för, en píanóleikari Fritz Weisshappel. Gunnar R. Pálsson, söngvari, sem áður var f ulltrúi hjá ‘Ríkis- útvarpinu, fluttist til New York sumarið 1942 og tók hann þá þegar að leita hófana um und irbúning slíkrar farar, og hef- ir unnið að þessu máli af mikl- um dugnaði. Þegar eftir að stríð inu lauk á síðastliðnu sumri hófust samningar fyrir alvöru, með þeim árangri sem áður er getið, að þeir voru undirritaðir nú í þessum mánuði. N.C.A.C. er grein af National Broadcasting Corporation, sem er stærsta útvarpsfélag vestan hafs og rekur 350 útvarpsstöðv ar í-Bandaríkjunum. Félag þetta gerir árlega samninga / við þekkta listamenn um flutning tónleika í Bandaríkjunum og víðar, og hafa margir af fræg- ustu listamönnum heims flutt tónleika á vegum félagsins á undanförnum árum. Til dæmis má geta þess, að félagið hefir ráðið til söngfarar hinn heims- fræga Donkósakka-kór, og syng ur hann í Bandaríkjunum og Kanada í samfleytt 5 mánuði á þessu og næsta ári. Þetta mun vera í fyrsta sinn að söngkór frá Norðurlöndum fær slíkan samning og ræðst til þvílíkrar farar ,sem hér er ákveðin. Söngskráin mun verða sett \ saman að mestu af íslenzkum tónverkum og öðrum tónverk- um frá Norðurlöndum. Auk samsöngvanna er einnig gert ráð fyrir söng í útvarp. í sambandi við förina gæti og komið til igreirua sönigur á gramofómplöt- ur og söngur í fréttakvikmynd- um, en um það er ekki enn fylli lega samið. Þess skal enn getið, að óskað hefir verið eftir því að kióriinn Ihefir ráðizt í. Hún er og syngja sum lögin með aðstoð allt að 90 manna hljómsveitar. Karlakór Reykjavíkur fór söngför til Norðurlanda árið 1935 og árið 1937 fór hann aðra . söngför um Mið-Evrópu allt til 1 Vínarborgar. Þessi fyrirhugaða söngför er sú langstærsta, sem kórinn hefir ráðist í. Hún er og einstæður viðburður í tónlista- lífi Islands og ætti að leiða til mikillar og góðrar landkynning- ar. Fimmtugur er í dag Magnús Jónsson, Ból- 'stað við Laufásveg. Aðstoðarlán til síldar- útvegsmanna 1945. EFNDIN, sem annast um úthlutun lána til síldar- útvegsmanna og starfar sam- kvæmt lögum, er samþykkt voru á alþingi skömmu fyrir þingfresttmina, hefur auglýst eftir umséknum, útvegismanna að lánum þessum. Eiga um- sóknimar að vera komnar til Sigurður Kristjánssonar alþing- ismanns fyrir 15. þ. m. Umsóknum þessum verður að fylgja staðfest eftirrit af skatta- framtali umsækjanda 1945, efnahagsreikningur umsækj- anda 30. sept. 1945, rekstrar- reikningur síldarútgerðar um- sækjanda 1945, veðbókarvott- orð skipa og fasteigna umsækj- andans og aðrar upplýsingar, sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknir skulu sendar, eins og fyrr getur, til Sigurðar Krist jánssonar alþingismanns, Eim- skipafélagshúsinu, pósthólf 973. Skíðalandsmétið fer fram um páskana. Verður háð á Akur- eyri. AKVEÐH) hefur verið að skíðalandsmótið 1946, fari fram á Akureyri, og mun það verða háð um páskana. Að þessu sinni sér þrótta- bandalag Akureyrar um lands- mótið. Guðni Jónsson setlur skólasijóri Gagn- fræðaskóla Reyk- víkinga. GUÐNI JÓNSSON magister hefur verið settur skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Reykvík inga. Kennsla í gagnfræðaskólan- um hefst að nýju eftir jólaleyf- ið þriðjudagsmorguninn 8. jan. á venjulegum tíma. Mánudaginn 7. þ. m. eru nem endur skólarts beðnir að mæta við skólann kl. 1 e. h. stundvís- lega' Danskl knattspyrnuiið kemur hingað næsla sumar. Dansk boldspil union hefur ákveðið að taka boði íþróttasambands íslands um að senda hingað landslið í knattspymu í júlímánuði næst komandi sumar. Sérstök nefnd hefur verið kosin hér til að annast móttöku nefndarinnar og er Brynjólfur Jóhann- son formaður hennar. Alþýðuflokksfélag stofnað í Ólafsfirði SKÖMMU FYRIR JÓL var AIþýðuf(okksfélag stofn- að í Ólafsfirði, og vom stofn- endur þess tuttugu og þrír. Stjórn félagsins skipa: Jón Ingimarsson formaður, Georg Þorkelsson og Sigurður Ringsteð. Mikill áhugi er ríkjandi á Ólafsfirði fyrir Alþýðuflokkn- um og stefnumálum hans og bú- izt við mikilli aukningu í hinu nýstofnaða Alþýðuflokksfélagi þegar á næstunni. Alþýðuflokks menn á Ólafsfirði hafa þegar lagt fram lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar, sem í hönd fara, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Á Ólafsfirði eru um 500 kjósend- ur við bæjarstjórnarkosningarn ar og verða þar kosnir sjö bæj- arfulltrúar. Lisli verkalýðsfélags- Ins Bjarmi á Stokks- eyri. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ iBJARMI á Stokkseyri, hefur gengið frá lista sínum við hreppsnefndarkosningamar í þessum mánuði. Fimm efstu sæti listans eru skipuð þessxun mönnum: 1. Kristján Gunnarsson. 2. Helgi Sigurðsson. 3. Björgvin Sigurðsson. 4. Ingibergur Gunnarsson. 5. Jósteinn Kristjánsson. SamfyHdng á Blöndu- ósi. ITlÐ hreppsnefndarkosning- ® arnar á Blönduósi styðja þrír flokkarnir, Alþýðuflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sam- eilginlegan lista, sem verður A- listinn. Sex efstu sæti iistans em skipuð þessum mönnum: 1. Steingrímur Davíðsson. 2. Hermann Þórarinsson. 3. Halldór Albertsson. 4. Þorvarður Þorláksson. 5. Kristinn Magnússon. 6. Jón Einarsson. Óvenju rólegt gamla- ársdagskvöld. ^JVENJU RÓLEGT var á götum bæjarins á gamla- árskvöld, svo að segja má að jafnrólegt gamlaárskvöld hafi ekki verið í mörg ár. iSiamkvæmt upplýsiinigum, sem iblaðið fókik hjá liögreglustjóra í gærdag, var mjög lítið um ryskingar á götumi úti oig skemmdir urðu litlar eða engar í ibænium. T. d. var slöikkviliðið kvatt aðeins tvisvar út um fcvöldið 6g var í bæði skiptin ittm simávægilegan eld að ræða. í lannað skdptið í skúr í Alda- mótagörðuinuim, en ikitt sinnið í íhiúsi í Tj arnargötunni, jþar sem kviknað hafði í bómiuilarhúsii hjá börnum inni í íbúðinni. Sfcemimdir urðu þar epgar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.