Alþýðublaðið - 05.10.1946, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1946, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur, 5. okt. 1946. jyþíjðttbla&iö Útgefandi: AlþýSuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. ar: Ritstjórn: 4901 og 4902. Afgreiðsia og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur i Alþýðuliúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Flugveiljrnsr iveir. VIÐ UMRÆÐURNAR um ísamninginn við Bandaríkin haí’a ýmsar athyglisverðar uipplýsingar komið fram, er varða Keflavíkurflugvöllinn og Reykjavíkurflugvöllinn. Kostnaðurinn við Reykjavík airflugvöllinn reynist stór- rfe'lldur, en tekjurnar hins vegar hverfandi. Verði hann .stækkaður með þeim hætti, isem fyrir kommúnistum vak ir, myndi það kosta stórfé ■og hafa það í för með sér, -að fjölmörg hús í Skerjafirði yrðu rifin eða flutt þaðan fcurtu. Hitt er augljóst, að okkur íslendingum er enn flest að vanbúnaði að takast á hendur rekstur KeflavÍK- urílugvallarins. Nauðsynleg viðgerð á honum hlyti að •kosta geysifé, og enn er okk- m vant starfsmanna til aö annast rekstur. Reykjavikur- flugvallarins hvað þá Kefla- víkurflugvallarins. * Þegar samningurinn við IBandarikin hefur náð stað- -festingu alþingis, verða úr- islitayfirráð Islendinga uin istjórn og rekstur Keflavíkur xflugvallarins tryggð. En réttur Bandaríkjanna til umferðar -og lendingar á flugvellinum Siefur það í fö.r með sér, að Jiau munu láta framkvæma viðgerð þá á vellinum, sem nauðsynleg er, ef hann á að svara til krafa þeirra, er gerð iar verðá til millilandaflug- vallar. Jafnframt munu þau |)jálfa íslenzka starfsmenn i jstörfum þeim, sem á slíkum flugvelli eru unnin. Þannig er tryggt, að við getum tek- ið við flugvellinum í viðhlit- andi ástandi og haft nauð- eynlegu starfsliði á að skipa, |iegar samningurinn fellur ,ikr gildi. Til eru menn, sem vilja láta rífa flugvöllinn suður á Hafnaheiði en stækka Reykja víkurflugvöllinn að miklum anun. Sömu menn og telja ís- vlandi. og íslendingum stafa hættu af flugvellinum vio Keflavík virðast ekki sjá neina h'ættu stafa, af stórum .xnillilandaflugvelli svo að segja í hjarta höfuðborgar- innar. En Reykvíkingar eru áreiðanlega á öðru ’ináli. ZReykjiavíkurflugvöllurinn er og hefur ávallt verið þeim þyrnir i augurn. Og stafi ís- lendingum hætta af flugvelli jsuður á Ilafnaheiöi, hvað þá um þé hættu, sem ægir Reykvíkingum, ef flugyöll- 'urinn hér verður enn stækk- ■aður að miklum mun og gerður að millilandaflug- velli, en hinn flugvöllurinn Jagður niður? Eða hvað um Hvar eru undirskriftarlistarnir. — Skellið skjöl- unum á landssölumenn! — Látum þúsundirnar tala! — Erfiður almúgi. — Rugluð frelsishetja. ÉG SÉ EKKI, að ^alþingis- mennirnir geti beðið lengur eft- ir því, að fá í sínar hendur und- irskriftaskjölin, scm tilkynnt var fyrir löngu, áð látin yrðu ganga um bæinn. Þeir hafa nú beðið eftir þeim í næstum því hálfan mánuð, en alveg árang- urslaust. Mér er kunnugt um að margir hclöu að undirskrift- irnar myndu ganga svo vel, að um 15 þúsundir kjósenda myndu skrifa undir kröfuna um þjóffaratkvæðagreiðslu á tveim- ur eða þremur dögum, en fleiri hafa verið blekktir í þessu deilu máli en þeir, sem héldu þetta. Undirskriftirnar hafa gengið verr en flestar aðrar almennar undirskriftir, sem efnt hefur verið til. OG ÞAÐ ER ekki nóg með það. Það gengur meira að segja ákaflega erfiðlega að innkalla listana, sem sendir voru út. Hafa verið birtar tilkynningar •og áskoranir í 'blöðum og út- varpi, þar sem menn hafa verið hvattir lögeggjan að sfkila list- unum, en ekkert gengur. Þetta •er meira sleifarlagið! Virðist mér sem forustan I þessu máli hafi brugðizt hrapallega, hún ' hafi sofið á verðinum og ekki gert skyldu sína gagnvart heil- ögu málefni. — En ef til vill er sökin ekki hjó henni. Móske ér ástæðan sú, að menn hafi ekki f.engizt til að skrifa undir. Og ef svo er, þá tel ég alveg rétt að láta listana ekki íkoma fram. Því að of fáir undirskrifendur og kröfumenn spilla að sjálfsögðu fyrir málsstaðnum og afsanna öll hrópin. ÉG 'HE'F GRUN UM, að þarna li-ggi hundurinn grafinn. Ég veit um nokkra vinnustaði, þar sem fólkið neitaði alv.eg að vera með. Á einum stað, þar sem vinna 60 manns, skrifuðu fjórir •undir, á öorum, þar sem vinna 40 manns, skrifuðu þrír, á þéim þriðja, þar sem vinna 30 manns, skrifuðu’þrír og einn þeirra af- sa'kaði sig með því, að hann væri í einhverju trúnaðarráði, og homim yrði ekki líft ef nafn han,s fyndist ekki á listanum. í tveimur bókabúðum lágu listar í nokkra daga; á annan skrif- uðu tveir ’ag hinn enginn. ÞETTA ER FURÐULEGT. Það er meiri óhlýðnin þetta. Flokkur hefur æpt heróp. Allar hetjur íslendingasagnanna hafa verið leiddar sem vitni. Sjálf- 'kjiörnir forustuim'enn hafa geng- ið fram og vitnað — og svo dugir ekki neitt. Allt er stöþp! Allt s'tr.andar a fólkinu! Það er ek'ki hægt að sjá annað en að það vilji bara selja landið, svíkja af okkur frelsið, gefa 'bæði. Grímsey og Reykjanes! Það er von að iþessi undirskrifta aöfnun hafi valdið von.brigðum. •Hún. er yfirlýsing um það, að það sé lítið að marka hávaðann og hama'ganginn! ALMÚGINN er undarlegt vald. Hann talar ekki mikið á mannamótum og hann skrifar held'ur ekki mikið í blöð. Hann þegir og hugsar með höfðinu og hjartanu. Háskólaborgarar, skóg ræktarstj órar, kvikmyndasens- orar og skáld rísa upp og hrópa. Þeir hafa vald til þess. Þetta ,er fínt og anenntað fólk, sem er sjálfkjörið til áð aðvara vesal- irtgs almúgann, sem ekkert veit og ek'ki kann að hugsa og getur því farið sér að voða. „Ég sfcal teynia þig, greyið,“ segir furu- fræðing'Urinn; „Stígðu hérna vesalinigur," segir kvikmynda- sensorinn; „Segðu þeim að éta skít, o.g komdu hingað,“ segir skáldið. EN ALMÚGINN hjassast þetta áfram méð þungar axlir, harðar brúnir og rólynd augu cg fer sína leið. Almúgamaður- inn hittir annan almúgamann og osgir. ,,Já, hann var að tala.“ Og hinn svarar: „Og hann var að skrifa.“ Svo er það útrætt. Það er erfitt að bjarga svona fólki. Og það er von að tröllum andans svíði,; bjargvættunum, sem alltaf eru að hugsa um vesl ings þjóðina, sem alltaf eru að að fara sér að voða. Það þarf að stofna samfélag heilagra. Með því væri kannske hægt að koma í veg fyrir að almúginn anaði beint út í fenið. HVENÆB. fær maður að sjá 'Undirskriftali'Stana. Þeir verða að koma fram. Það verður að sjást á spjöldum sögunnar, hverjir það vo.ru 1946, sem Ó£ikast. Upplýsingar í afgreiðslu þessa blaðs. álþýðublaðið, sími 4900. 'XmvTrTrrmTdyTrrrrrrdyTvTrrrrird^^ Úlbreiðið Sunnud. 6. október klukkan 10 síðdeg-is. göngU'miðar í síma 6497 og 4727. - afh'entir frá k’l'. 4—7. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur. - Að- Miðar vildu bjarga bjóðinni. Eftir hundrað . ár verður hægt að | vitna í ,þá, því að ef þessu held'ur áfr.am, verða orð Þver- æings orðin gatslitin. í gær var maður að rífast við mig. Hann skellti á mig orðum Einars Þver æings, sleikti út um o'g bætti við: „eins og Einar Ólafssop sagði í gamla daga.“ „Einar Ól- afsson?“ -sagði ég og var ekki með á nótunum. „Ja, Ólafur Einar Sveinsson þá,“ sagði hann. „Hvað? Einar Ólafur Sveins- son?“ sagði ég brosandi’. „Já“, sagði hann móðgaður. „Það var hann, isem ekki vildi sélja Viðey. Og þú hlærð að því. Það er ekk- ;ert af þjóðleg'h'eitunum bkkar orðið heilagt hjá ykfcur, sem. viljið selja landið.“ Hannes á horninu. þá fjármálaspeki að leggja í stórfelldan kostnað til þess að gera millilandaflugvöll i hjarta höíuðþorgarinnar, en láta rífa millilandaflugvöll- inn suður á Hafnaheiði, sem við getum eignazt okkur að kostnaðarlausu ? Þegar þessa er gætt, fer ekki hjá því, að menn gruni kommjinista, sem .beita sér fyrir því, að Keflavíkurflug- völlurinn verði rifinn, en Reýkj avíkurflugvöllurinnenn stækkaður, um óheilindi og fláttskap í flugvaliamálun- um. — Þeir vil>a gera ís- land að peði Rússa á skák- borði heimsstjqrnmálanna. Jafnframt vilja þeir gera flugvöllinn, sem byggður var í hjarta höfuðborgarinnar gegn vilja íslendinga, að stór um milliiandaflugvelli. og kaila þannig stórkostlega hættu yfir Reykjavík og Reykvíkinga. Ef farið verð- ur að vilja kommúnista, rennur feigðardægur höfuð- borgarinnar cg ibúa hennar upp i árdögum n^estu styrj- aldar, ef til hennar kemur. ísland yrði þá útvirki í hild- arleiknum, og hættan af atomsprengjunni eða öðr- um gereyðingarvopnum, sem kommúnistar telja vofa yfir Hafnaheiði, ef samningurinn við Bandaríkin verði gerður, hefði fyrir frumkvæði þeirra flutzt inn í hjarta hinnar ís- Ienzku höfuðborgar. MORGUNBLAÐIÐ gerir í forustugrein í gær hin tvö að- alskilyrði flugvallamálsins og samningsins við Bandaríkin að umræðuefni. Þar segir svo: '„Fyrra atriðið, þ. e. nauðsyn Bartdaríkjanna að hafa aðgang að flu'gvéili á fslandi til örygg- is flu'gsamgöng'um mi'lli heýna- l.andsins og 'hernámsliðsins í Þýzkalandi, hefur enginn með röku'm vefengt. Þessi nauðsyn er svo tvímælalaus, að ísl'énddn'g um, S'em verðandi ein hinna sameir.uðu þjóða, rnyndi efcki þolað s'lí'kt ofríki, að neita þess- ari aðstoð í þágu alþjóðamál- ■efnis. Þetta ættu æsingamenn- irnir hér heima að g'era sér ljóst strax í öndverðu. Svo er hitt atríðið: Eru ís- ’andingar við því búnir, að taka í sínar hendur að fullu og öllu viðhald ©g rekstur flugvallarins við Keflavík, svo að samstarf við annað ríki þurfi ekki að koma ti'l? iÞað vill svo einkennilega til, að um þetta atriði liggur fyrir skýrt og ótvíræð yfirlýsing aflra alíra stjór.nmálaflokka •—■ einn- ig kommúmsta. Eins og kunijugt er, laggja kommúnistar höfuðáherzlu á, að Reykjavíkurvöllurinn verði í framTíðinni aðalmillilandaflu'g- völlurinn og hinn eini á öllu landinu, Bem'stórár vélar geta athafnað sig á. Kommúnistum er ljófít, að til þess að betta rnegi verða, þarf Reykjavíkur- flugvellurinn viðgerðar og end- urbóta, sem kosta muni mill- jóna tugi’. Auk iþess þarf að rífa niður 20—30 ibúðarhús við Sk&rjafjörð. En hvar á að fá fé til alls þiessa? Um þetta segir flugmálaráðherra (sem er komrrrúnisti), á þéssa leið í greinargerð til alþingis: „en víst er, að slíkar stórfelldar end urbætur á Reykjavíkurvellinum verði að.eins g'erðar, ef alþjóða- fé kemur til að verulegu leyti“. í sömu 'greinargerð segir ráð- herrann, að ef veruleg starf- ræksla verði á Keflavífcurvell inum, iþurfi til hennar „alþjóð- legt rekstrartillag.“ Með öðrum orðum: Ráðherra kommúnista játar hér berum orðum, að íslendingum sé um megn á eigin spýtur að gera Reykjavíkurflugvöllinn þannig úr garði, að hann verði nothæf- ur sem aðalflugvöllur. Og ráð- herrann játar einnig, að íslend- ingar geti ekki einir staðið und ir rekstri flugvallarins við Refla vík. En ráðherrann getur ávís- un á ,,alþjóðafé“ til þess að istandast þennan 'kostnað. Gall- inn er bara sá,’ að enginn al- 'þjóðasjóður er til, sem voitir styrki í þessu sikyni. Að þessu ætti að vera ljóst, að Islendingar eiga nú sem stendur þann eina úrkost, að ihafa samstarf við annað riki um þessi mál. Hvað er þá eðlilegra en að þetta samstarf sé við Bandaríkin, sem verða að hafa afnot flugvallar á íslandi?" Sú stefna kommúnista, að leggja Keflavíkurflugvöllinn. niður en stælcka Reykjavík- urflugvöllinn að miklum mun og gera hann að eina milli- landaflugvelli landsins mun eigaí litlu fýigi Rey-kvíkinga að fagna. Og ósennilegt er, að kommúnistar geti starf- rækt Reykjavíkurflugvöllinn. sem millilandaf lugvöll, án þess að fá erlenda sérfræð- inga til að þjálfa ísendinga í flugvallartækni. En efalaust myndu þeir sækja þá annað en til Bandaríkjanna„ ef þeir fengju áð ráða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.