Alþýðublaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 20. ágúst 1948 FREGN, SEM VEKUR FURBU LEGA ÆSING.------------- í fyrraciag birtist fregn ein í einu dagblöðum vorum, sem að aæma eftir öllum þeim bréf- um, upphringurn og fyrirspurn- um, er vér höfum fengið, virð- ist ýekja furðulega æsing meðal borgarbúa, enskum þó þeirra yngri. Biríum vér hér nokkur þeirra, í því skyni að valdhaíar vorir fái að heyra „stemming- una. ,,Þetta er ekld hægt! þetta er drápshögg á menningu okkar unga fólksins. Hvernig eigum við nú að vita hvernig við eig- um að haga okkur? Á einu vet- fangi erum við komin út af braut siðfræoilegrar þróunar eins og jeppi, sem liggur á hvolfi úti í skurði! Tízkan í fram komumenningu getur stór- breytzt, án þess við vitum af. þar getur orðio hrein og bein bylting. Nú til dæmis er íízka. að jórtra gúmmíið sitt með opn um munni, þannig að dólítið sjá- ist í framtennurnar í efrigómin um. Þetta getur breyttzt úti í þeim stóra heimi. Einnig er það tízka að jóðla með greinilegri kjalkahreyfingu. Getur líka breytzt. Og þá höldum við á- fram að jóðla okkar gúmmí eins og skrælingjar fyrir misseri eða jafnvel ári. Hvað skyldu út- lendir túristar segja þá um menningu vora! Ég treysti því, að ríkisstjórnin sjái, að þetta er ekki hægt. Ef til vill hefur hún líka í hyggju að bæta gráu ofan á svart og banna allan inn fiutning á tyggigúmmíi! Það er víst bezt að drepa menning- una í einu höggi! Og hvernig eigum við nú að vita hvaða skrækir eru tízku- skrækir? Hvernig við eigum að haga okkur í partíum og geim- um? Ég held að mennirnir viti bókstaflega ekki nokkurn skap aðan hlut hvað þeir eru að gera — — — “ „Ég sé þaS í blöðunum, að til mála geti komið .að kvikmynda húsin verði að loka, vegna þess að ekki sé veittur gjaldeyrir fyr ir erlendum kvikmyndum. A- gætt, segir nú hún ég, og þetta hefði forráðamenn vorir fyrr mátt gjöra, því ekki er það eitt, að gjaldeyririnn eyðist frá öðru þarfara, því allt er slíku þarf- ara að tóbaki og brennivíni und anskyldu ■— þegar inn er flutt- ur slíkut íorsmánai. óþverri, heldur leiðir af skrípamyndum þessum allskonar léttúð, íifla- skapur og. ósómi, er reynzt hef ur. æsku borgarinnar djúgur byr í segl út á glötunarhaft sóunar, fyrirhyggjuleysis og hverskyns vandræða. Hafi þeir heila þökk fyrir . . . “ „Ég skal ekki trúa því, fyrr en ég tek á, að þeir, sem ráða, geti verið svo miklar ótuktir í sér að ætla að loka öllum bíó- unum. Hvar á maður þá eigin- lega að vera á kvöldin frá því maður borðar og þangað til mað ur fer á böll eða í sjansa? Heima hjá sér eða livað. . . .“ , . . . og hvernig ætli þeim þætti sjálfum, ef þeim yrði allt í einu sagt, að þeir mættu ekki sjá elskendur sína og sagt að það væri út af gjaldeyris- skorti! Og þetta ætla þeir sér þó að gera með okkur, hundruð og jafnvel þúsund ungra stúlkna, sem elskum Tyrone Power út af lífinu. Þetta er beinlínis agalega grimmó, ómannúðlegt og allt soleiðis.“ „ . . . Og nú endar það á því, að maður verður að lesa 300 blaðsíða bók í stað þess að sjá hana á kvikmyndahúsinu á nokkrum kortérum. Heíur fjár hagsráð athugað hvílík sóun slíkt er á vinnuafli landsmanna. Það er auðvelt að sanna þetta með einföldu reikningsdæmi.“ Mörg', mörg' önnur bréf höf- urn vér fengið, en þessi sýnis- horn ætt-u að nægja til að sýna stemminguna. SLÁTTUVÉLARROTTUR. Eitt öagblaðið talar um „hljóð lausar hljóðöldur“ og þögult blísturshljóð. Æ, æ! Hvað fáum við næst; kyrra hreyfingu og kolmyrkt Ijós, eða hvað? Þessi tækni ætlar alveg að gera út af við mann, svei mér þá! Hvalir þeir, sem nú eru dregn ir dauðir inn Hvalf jörðinn, reynast, þegar að er gætt, full- fermdir síld. Kemur hér enn að því, sem mefkur íslendingur stakk upp á nýlega. Við eigum ekki að drepa hvalina, heldur temja þá. Sést af þessu, að ekki er hægt að nota þá sem íarar- tæki, eins og hann hafði hugsað sér, heldur og sem veiðitæki, og er illt, ef slíkt skal látið ó- notað. Skorum vér á fjárhags- ráð að veita öllum, sem um kunna að sækja, ótakmarkað fjárfestingarleyfi til hvaltemslu. Leonhard Frank: arnir höfðu notað svo mikið af gulum sóleyjalit og bláum „gleym mér ejý-liit meðfram bökkum hans. Allt í einu skaut stórum hursta upp úr jörðinni, rétt við hliðina á kletti. Dvergur, sem var niðri í jörðunni, hélt dauðahaldi í skaftið og fætur hans dingluðu; hann reyndi eins og hann gat að ná aftur fcursanum sínum, en hann hafði komizt inn í músar- göng. En burstinn brey.ttist í purpurarauðan þyrnirunn, og dvengurinn datt á litla rassinn. Matthildur gat ekki hæitt að hlæja, ekki einu sinni eftir að hún vaknaði. Skógarnornin, grá a.f mosa, eins og gamla furutréð, sem hún stóð undir með boginn staf sinn, horfði á hana. Matt- hildur varð óttaslegin og hljóp til baka sömu leið og hún hafði komið og hné niður hjá bókinni sinni í skógar- jaðrimum. Matthildur hafði aldrei lesið neitt annað en ævintýri. Skógurinn, sem hún lá í var skógurinn, sem álfasögurnar gerðust í, sem hún var að lesa, og þar var sama and- rúmsloftið cig í rauðu bókinni og skógurinn fullur af álfum, nornum og hvers kyns töfr- um. í allri sveitinni var það bara hún ein, sem vissi að Arax, varðhundurinn hennar móður hennar, sem horfði svo dapurlega á hana, þegar hún kom og deildi með hon- um morgunmat sínum í laumi, var prins í álögum. Álfasögurnar voru dag- sannar í augum hennar. Þær höfðu mótað huga hennar frá bernsku og þær voru eins og stjörnur, er vísuðu veginn og sýndu greinarmun igóðs og ills. Og hvenær sem hún hafði orðið veik, voru töfra- orðin: „Einu sinni var“, allra meina bót. í hnipri lá hún og hvíldi höfuðið á hægri hendi og las söguna af „handalausu stúlk- unní“, en móðir hennar, sem var fátæk malaraekkja, hafði hitt skrattann úti í haga, og í skiptum fyriir gull og ger- semar lofað honum því, sem stæði á bak við húsið henn- ar. Þó að hún hefði oft lesið þetta áður, þá varð henni þungt um hjartaræturnar, því .að sá vondi átti ekki við gamla eplatréð, heldur guð- hræddu og fallegu dó-titur ekkjunnar, sem einmitt þessa stundina var að sópa húsa- garðinn. Forvitinn smáfugl hoppaði nærri stúlkunni, þar sem hún lá og var að lesa, og. svo burtu aftur. Hún sá ekker-t né heyrði. Meðan lítil bjalla skreið hálfa leið yfir bók- merkið og yfir blaðsíðuna upp spássíuna hægra megin, þá lifði hún sig inn í söguna: hvernig skrattinn, kom, en gat ekki farið með dóttur malarans, af því að hún var hrein. Og einhvers etaðar í einhverju fylgsni hugar síns, sem enn hafði ekki opnazt, skynjaði hún hvers konar hreinleiki það var, sem vernd aði meyna. Feit könguló óf þráð sinn úr furutrénu að ljósrauðu hári ‘hen-nar. Eftir skipun skrattans varð móðir stúlkunnar að bera allt vatn út úr húsinu. En dóttirin grét svo mikið á hendur sínar að þær hreins- uðust- Þá varð skrattinn öskureiður. Matthildur hélt niðri í sér andanum meðan hann öskraði, að hann færi með ekkjuna með sér, ef hún hyggi ekk á augabragði báð- ar hendurnar af dóttur sinni. Gagntekin af skelfingu las hún þennan kafla aftur og aftur og vissi með sjálfri sér, að hún myndi einnig leggja hendur sínar undir öxina, ef hún með því gæti bjargað móðiur sinni. Köngulóin, grá eins og viðarbolurinn, hélt áfram á meðan að spinna þráð sinn frá itrénu og y.fir í hárlokka hennar. Oft nam hún staðar og leit við á lesandi stúlkuna eins og á fórnardýr, sem þegar væri lalgerlega flækt í ne't örlaganna. Matthildur og dóttir mal- arans grétu yfir blóðugum stúfumum, þar til þeir voru líka hreinsaðir. Þá hafði skrattinn ekki meira vald. Kettlingurinn hennar Matt hildar, kolsvartur á lit, kom Þeir, sem þurfa að auglýsa í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins, eru vin- samlega beðnir að skila handriti að auglýs' ingunum fyrir kl. 7 á föstudagskvöld í af- greiðslu blaðsins. — Símar 4900 og 4906. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS ÖRN ELDING SttTs OB. AP Newsfcctturcs ÖRN: Þetta virðist ætla að ganga ósköp rólega, — því miður — KÁRI: £ eir ,ru að t era saman númerin á listunum, maður. — ÖRN: Spennandi að vita hvað úr þésau verður.---------Þarna kem- ur Nelson. NELSON: Hvað vanfar ykkur, drengir? — Er eitithvað athuga- vert við vinningagreiðsilurnar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.