Alþýðublaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 4
4 Útgefonðt: AiþýScflokkiES-isn. Ritstjéri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Grönctai Þingfrétíir: Helfi Sæmnnðsson. Etitstjórnarsimar: 4901, 4902. Anglýstagar: Emilía Möller. Auglýsingasíml: 4906. Afgreiðslnsimi: 4900. ASsetur: AlþýSuhúsið. AlþýS^nrentsmiðjan bJ. Gengisíækkunar- lygarnar. ÞEGAR blað kommúnista hér í höfuðstaðnum flutti með stærsta fyrirsagnaletri þá lygasögu síðast liðinn sunnudag, fyrsta dag fulltrúa kjörsins til Alþýðusambands þings, að ríkissljórnin hefði undirbúið 30—40% gengis- lækkun krónunnar með það fyrir augum að skella henni á, ef andstæðingar kommún- ista ynnu sigur í Alþýðusarft. bandinu, lýsti Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra strax yfir því við Alþýðu- blaðið, að saga þessi væri „uppspuni frá rótum“. Og daginn eftir áréttaði ríkis- stjórnin í heild þau orð for- sætisráðherrans í yfirlýsingu á þá leið að því færi svo fjarri, að nokkur ákvörðun hefði verið tekin um gengis- lækkun krónunnar, að „alllar dýrtíðarráðstafanir st j órnar innar“ hefðu ,,þvert á móti miðað að því, að halda gengi krónunnar óbreyttu . . * Þegar Þjóðviljinn hefur síðan verið að herjast við að telja lesendum sínum trú um það, að sh'k yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar væri, réfct á lit ið, ekkert annað en staðfest- ing á lygasögu hans, þá er það allt of fíflslegt til þess, að að því þurfi að eyða nokkr um orðum. Aftur á móti er bæði rétt og skylt að reka ofan í hann nýjar blekkingar og ný ósannindi, sem hann var með í ritstjórnargrein í gær til þess að reyna að vekja gengisiækkunarlygina til nýs lífs- Það er þá fyrst, að Þjóð- viljinn heldur því nú fram, tii viðbótar við fyrri lygar ;sínar um þetta mál, að ríkis 'stjórnin „hafi þegar sótt til hins alþjóðlega greiðslujöfn unarsjóðs um heimild til allt að 40% gengislækkunar“. Þessi staðhæfing er uppspuni »frá rótum, eins og ný yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um betta mál í blöðunum í dag ber með ~':r. í öðru lagi reynir Þjóðvilj inn nú að gera lygi sína lík- lega með beirri fullyrðingu, ;að ríkiositjórnin hafi ,,lótið sérfræðinga sína semja ýtar legar áætlanir um áhrif geng islækkunar fyrir atvinnuvegi bjóðariunar og lífskjör ým- issa launastétta“. — í þessu atriði fer Þjóðviljinn með lævÍEÍlegar blekkingar. Sann Ieikskornið í þessu er það, að ríkissiijórnin lét fyrir ári síð an, er verið var að undirbúa lögsiöf um ráðstafanir gegn verðbólgunni og dýrtíðinni, gera íræðilegar athuganir á því, hvernig þær dýrtíðar- ráðstafanir, sem um var að velja, myndu verka; en þær ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 18. sept. 1948. Bannið bifreiðastæði við Austurbæjarbíó. — Þakkir til séra Árna. — Um rauðamölina til gatnagerðar. ÉG TEK eindregið undir þá tillögu, sem fram hefur komið, að algerlega verði bannað að Játa bifreiðar síancia á reitunum frá Laugavegi að Njálsgötu, eða fyrir framan Austurbæjarbíó. Þar eiga engar bifreiðar að standa. Slysahættan á þessum stað er gífurleg og þar hefur fyrir nokkru orðið hörmulegt slys á litlu barni. Gott væri ef lögreglan gæti tekið þetta mál til athugunar við fyrsta tæki færi H. G. í VESTMANNAEYJ- UM skrifar: „Mánudaginn 13. þ. mán. flutti sér Árni Sigurðs-- son erindi í útvarpið um dýra- vernd. Viltu ekki, Hannes góð- ur„ flytja honum þakkir mínar og margra hlustenda. Að sjálf- sögðu á útvarpsráð sinn hluta þakklætisins fyrir efnisval. Fer vel á því, að prestar landsins. noti útvarpið til þess að flytja út meðal þjóðarinnar boðskap mannúðar og samúðar með öllu lífi og milli alls, sem lifir og hrærist. Það er kjami hins sanna kristindóms. Þetta sama kvöld flutti G. Þ. G. líka mjög eftirtektarvért erindi á öðru sviði. Ég minnist á þetta vegna þess, að ég tel það í þínum verkahring, að veita því athygli, sem af öðru ber á hverju sviði, og flytja þakkir og viðurkenn- ingarorð öðrum til hvatningar og eftirbreytni“. MAÐUR í SKJÓLI skrifar: „Kleppshyltingur skrifar í dálk ana þína í dag, Hannes minn, um rauðamölina sem þar er nú verið að bera ofan í veginn, en við höfum sömu söguna að segja hér í Skjólunum. í allt sumar hafa sumar göturnar hér verið næstum ófærar af þessum ó- þverra ofaníburði og enn er haldið áfram að róta þessu í okkur. Hvenær sem hreyfir Vindi eða þegar bifreiðar aka hratt um ■ göturnar leggja rauð brúnir mekkirnir yfir vegfar- endur og nærliggjandi hús og lóðir, glugga má naumast opna þá fyllist allt af ryki og í húsa görðum er enginn friður. HVERS KONAR „Moldbúa“ vinnubrögð eru við þessa gatna gerð? Mikill hluti af hlassi sumra ofaníburðarbílanna eru stórir steinar eða hraun molar, sem kastað er út í kantana þar sem fólkið þarf og á að ganga, því engar eru hér gangstéttir, svo koma vinnuflokkar seint og um síðir með bifreiðir og aka stærstu hnullungunum burt, væntanlega þó ekki aftur upp í Rauðhóla, en það er ekki lítill hluti af ofaníburðinum sem ek ið er burt, þó þyrfti að taka mikið meira, því marga daga eða vikur mega vegirnir heita ófærir umferðar eftir svona vegabætur. í RÆÐU OG RITI er verið að skora á bæjarbúa að prýða í kringum hús sín t. d. með gróð ursetningu trjáplantna. En til hvers er það meðan rauðamels dellan, sem verkfræðingar bæj arins tóku á hernámsárunum, er í slíkum algleymingi og nú? Þeir sem ganga um Sóleyjargöt una og inn á Hringbrautina og meðfram Gróðrastöðinni fá svar ið, eins þeir sem sáu garðana við Verkamannabústaðina, við Bræðraborgarstíg meðan Hring brautin var ómalbikuð en þak iin rauðamel, og mörg fleiri dæmi mætti nefna. MARGA HEF ÉE HITT, sem furða sig mest á því, að gjald eyrisyfirvöldin skuli ekki fyrir löngu vera búin að leggja blátt bann við notkun þessa grófa hrauns, til ofaníburðar í götur og vegi. Allir bílstjórar vita að enginn ofaníburður sópar upp dekkjum bifreiðanna sem rauða mölin eins gróf eins og hér tíðk ast. Komið hefur fyrir, að bif reiðadekk hafa bókstaflega skor ist í sundur í rauðamöl og minni bifreiðar hafa skemmst í þess um djúpa, lausa, en grófa ruðn ingi, sem hér er notaður í götur í sumum hverfum borgarinnar. Þá má ekki gleyma skófatnað inum, ekki fer hann betur í þess ari ófærð og allir þekkja vand ræðin með að fá nokkuð á fæt urnar, minnsta kosti hér í Reykjavík. VILJA EKKI hagfræðingarn ir í ráðum og nefndum athuga þetta? Hvað er um hollustu hætti fyrir mannfólkið, sem verð ur að anda þessum óþverra rykmekki að sér daginn út og daginn mn? Væri ekki hugsan legt að þetta rauðbrúna fína ryk væri fólkinu skaðlegt ekki sið ur en trjáplöndunum. Fyrsta málið sem Fegrunarfélagið tek ur að sér, verður að vera það, að losa okkur Reykvíkinga við rauðamölina af götum íbúðar hverfa fyrst og fremst. Takist það, er vel af stað farið.“ Lesið Aiþýðublaðið! Áuglýsing nr. 33, 1948, frá skömmiunarstjóra. Frá og með 10. sept. til 31. desember 1948 eru benzínseðlar prentaðir á Ijósgrænan pappír, álétraðir: 4. tímabil 1948, og yfirprentaðir með srikum í rauðurn lit, löglteg innikaupabeimild fyrir benzíni handa öllum skrásettum ökutækjum, öðrum en einkafólksbifreiðum og bifhjólum. Reykjavík, 17. sept. 1948. Skömmíuiiarsíjórí. Járniðnaðarmenn og menn vamr jarnsmioavinnu óskast nú þegar. —- Uppl. í skrifstofunni. LANDSSMIÐJAH. Þvottahús fil sölu. Nánari upplýsingar gefur Aímenna fasteignasalan, Sími 7324. Einkaumboð á íslandi. Kristján G. Gísiason & Co. h.f. voru aðallega tvenns konar:, stöðvun og jafnvel verðhjöðn un annars vegar, gengislækk un hins vegar. Nú vei-t Þjóð- viljinn ofurvel, að ákveðið var í fyrrahaust, að þéssum aíhugunum loknum, að fara leið stöðvunar ‘og meira að segja lítilsháttar verðhjöðn- unar, en ekki leið gengis- lækkunar. Þegar hann því nú skrifar um þessar athug anir eins og þær hafi verið látnar fara fram í gær, með gengislækkun í haust fyrir augum, þá er það blekking, sem er engu betri en alger lygi- * Eftir að gengisSlækkunar- lygar Þjóðviljans hafa þann ig vepð afhjúpaðar, mætti svo virð,aisit, sem mál þetta væri út rætí. En svo er þó ekki. Hætían á gengislækk- u»n- er nefnilega, þrátt fyrir góðan vilja ríkisstjórnarinn ar til að varðveita óbreytt gengi krónunnar,, stöðugt fyrir hendi meðan hér er starfandi, því miður með þó nokkrum árangri, flokkur, sem rær að því öillum árum, að magna verðbólguna og dýrtíðina með endalausum skrúfugangi kaupgj.aldsins og verðlagsins, upp á við- En þessi flokkur, er eins og all- ir vjta, K»ommúnisíaflokkur inn. Frá honum, framar öll um öðrum, -stafar gengis- lækkunarhættan. Og að heilagleikanurn hjá komrnún istum í gengismálinu er held ur ekki fyrir að fara, mætti máske ráða af því, að enn stendur sú frásögn eins höfuð staðarblaðsins fyrir nokkru síðan ómótmælt af þeirra háifu, að þeir hafi um það leyti, er verið var að mynda núverandi. ríkisstjórn, boðið sig útgerðarmönnum sem góða liðsmenn við gengis- lækkun, ef stjórnin yrði mynduð eftir kokkabókum þeirra, kommúnista, og þeir fengju að vera með í h-enni! Þegar slíkur 'flokkur þyk- ist þess um kominn að brígzla öðrum um svikráð við gengi krónunnar, er skör in sannarlega farin að fær- ast upp í bekkinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.