Alþýðublaðið - 28.01.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1950, Blaðsíða 7
Laugardagui' 28. janúar 1950. ALÞYÐUBLAÐIÖ i Félagslíf Kvæðamannafélagið „Iðunn'1. Aðalfundurinn er í kvöld á venjulegum stað og tíma. Kvæðamannafélagið „Iðunn“. Skíðadeild K.R. Skíðaferðir í Hvera dali á laugardag kl. 2 og kl. 6 og á siinnudag kl. 9 og kl. 10. Far- ið frá Ferðaskrifstofunni, far- miðar seldir á sama stað. Skíðaferðir í Skíðaskálann. Laugardag kl. 2 jog kl. 6. Sunnudag kl. 9 og kll. 10. Far- ið frá Ferðskistofunni og auk þess frá Litlu Bílastöðinni kl. 9 og kl. 10. Skíðafélag Reykjavíkur Ármenningar •— Skíðamenn Skíðanámskeið verð- ur næstu viku. Sænski þjálfarinn Erik Söder- in kennir. Farið verður í Jósefsdal á laugardag kl. 2 og kl. 6 og kl. 8. Farmiðar í Hell- as. Ath. Farið verður stund- víslega. Féðuriýsi Sel gott fóðurlýsi fyrir bú- fénað og alifugla. Bernh. Petersen, Reykjavík. Símar: 3598 og 1570. Það er afar auðvei Bara að hringja í 6682 og komið verður samdægurs heim til yðar. Kaupum og seljum allskonar notaða muni. Borgum kontant. — Fornsalan, Goðaborg Freyjugötu 1. Framboðsfundur í Sandgerði í SANDGERÐI var haldinn! framboðsfundur í gærkvöldi og ! stóð hann fram á nótt, Fundurinn fór hið bezta' fram, hann hófst með því að oddviti flutti yfirlit yfir fram- kvæmdir hreppsnefndar á síð- asta kjörtímabil, og kostnað5 þeirra. Frambjóðendur skýrðu afstöðu sína til framkvæmda og áhugamála sveitarinnar. Það sýndi sig glöggt að nú er að halla undan fæti hjá íhald-1 inu í Miðneshreppi, og að þeir j fá ekki þann meirihluta sem þeir báðu um. Er almælt að þeir j hafi farið mjög illa út úr um ræðum þessum. Síðasti ræðumaður á fund- inum var 4. maður á lista sjálf. stæðismanna, Páll Ó. Pálsson,' hann vissi að enginn myndi fá orðið til andsvara, og notaði s því tíma sinn til að kasta skít í oddvita og fleiri alþýðuflokks- menn. Þetta skítkast Páls missti þó marks, þar sem allir hreppsbúar þekkja oddvita og störf hans. og eru einnig vel kunnir löðumennsku Páls, og ^ tekur enginn mark á orðum1 ÞAÐ gengur á ýmsu núna þessa dagana fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar. — Stúdentar halda umræðufund um það, hvað sé frelsi, og enginn þeirar veit hvað það er nema skáldið Tómas frá Brú í Grímsnesi og Gylfi Þ. Gíslason hagfræðing- ur. Margir mættu þó ætla, að menn, sem búnir eru að fá stúdentsmenntun, vissu hvað hugtakið frelsi þýðir. Sumir þessara manna, er að stúdenta- fundinum stóðu, eru líka orðn- ir prófessorar og doktorar o. s. frv., en þó dylst þeim þetta mjög svo einfalda atrioi, hvað hið eiginlega frelsi er. Hafið þið veitt því athygli, hvaða ættar þeir eru, þessir tnenn, sem gátu leyst þetta mikla spursmál? Þeir eru systrasynir Tómas frá Brú og Hannes heitinn Þorsteinsson þjóðskjalavörður. Gylfi er son- ur Þorsteins heitins Gíslasonar ritstjóra Lögréttu. En báðir urðu þessir menn þjóðkunnir fyrir baráttu sína í sjálfstæðis- tnáli íslendinga við Dani, þegar valtýska og benediktska tókust i:em harðast á. Þetta er athygl- isvert, því nú er líkt ástatt með þjóðinni. Nú er það barátta fýrir lýðfrelsi, nú erum við laus ’.dð Dani og þeirra yfirráð og íiöfum endurreist hið forna lýð- veldi. En það er sama þokan. i’em blindar augu sumra ís- iendinga og þá, að halda oð það sé frelsi, að vera í metum hjá annarri þjóð, gerast hjálenda hennar, koma sér vel við hana, láta hana drottna yfir sér í einu og öllu. Þetta er hinn mesti misskilningur á hugtakinu írelsi. Meðan við vorum undir Dön- um, héldu sumir að það væri okkar mesta, jafnvel eina, frelsi að þóknast þeim og láta þá ráða öllum okkar málum. En nú er |>að Rússinn, sem við eigum að tilbiðja á sama hátt. Þetta er minnimáttarkennd, sem sízt má festa rætur hjá íslenzkri al- þýðu. Okkar er frelsiö' Okkar er landið! Okkar er höfuðstað- ur landsins, Reykjavík. Við höfum endurreist hið forna lýðveldi, íslendingar. Við verðum að læra að líta á okkur rem þjóð. Við megum heldur okki gerast andleg hjálend.r neinnar þjóðar. Við getum tek- tð okkur góðar fyrirmyndir frá hverri þjóð, sem er; verið þeim vinsamleg í öllu, sem ekki skerðir sjálfstæði okkar á nokkurn hátt. Við viljum frið við allar þjóðir, jafnt Rússa sem aðra, ef þær gefa kost á því. En við kaupum ekki vin- fengi eins og þrællinn. Aðrar þjóðir verða að virða okkar rétt og menningu og mega sízt beita okkur andlegri kúgun. Það er þetta mikla atriði, sem þeim Katrínu Thoroddsen og Nönnu Ólafsdóttur hefur sézt yfir, þegar þær eru að hvetja konur til að kjósa sig við í hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar. Nanna Ólafsdóttir segir á einum stað í skrifum sínum í Þjóðviljanum: „Við eigum bæinn sjálf, kjósendurn- ir, en ekki fámenn yfirráða- stétt.“ Þetta ætti að vera svona, eins og Nanna segir; en er það ekki af þeirri einföldu ástæðu að hún og hennar flokkur mega aldrei vera a'ö þ /í að hugsa um bæinn sinn, lanaið sitt. Það er alltaf Rússland, sem hún og hennar flokksmenn verða að hugsa um fyrst og fremst, og alltaf gleymist ísland, land- ið, sem Nanna byggir sjá’f. Hún taiar um erfiðleika í verzl- unar- og viðskiptalífi hjá reyk- vískum konum; það er einnig rétt. Þar er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræðo; en eina leiðin. sem þær sjá til úrbóta, Katrín Thoroddsen, Nanna og Co, er að hnýta okk- ur aftan í erlent stórveldi. En ef þeim og félögum þeirra tækist það, myndi Nanna ekki einu sinni hafa mátt skrifa þesar umræddu greinar í Þjóð- viljann. Þetta allt, sem Nanna hefur getið um að ekki sé mannsæmandi, mætti laga, ef Nanna Ólafsdóttir og hennar fylgifiskar beittu sér fyrir ís- lenzkum málstað, létu sér annt um bæjarfélagið sitt, landið sitt, en væru ekki alltaf að villa íólki sýn með mýrarljósum Moskvutrúarinnar. Alþýðukona. hans. 2 fulltrúar kommúnista töluðu á fundinum og fluttu mál sitt vel og skörulega, og má telja að þeir haldi sínum at- kvæðum. XV ÆíbfðibSaÍlitu FRÁFARANDI borgar- ctjóri, Gunnar Thoroddsen, hef ur falið Víkverja þann vanda, nð reyna að þvo hendur sínar út af afstöðu hans varðandi lóð Cyrir kvennaheimilið Hallveig arstaði, en á síðasta bæjar- stjórnarfundi, sagði borgar- stjóri með miklum þótta, að hann væri búinn að fá nóg af rexinu um lóð fyrir Hallveig- arstaði, og lét síðan vísa frá fundinum tillögu um það, að á- kveðið væri að kvennaheimilið verði reist við Tjörnina þar sem Isbjörninn stendur. Eins og við er að búast, er Víkverji ekki vaxinn þeim vanda, sem borgílrstjóri leggur honum á herðar, og tekst ekki að hrekja neitt af því sem Al- þýðublaðið sagði frá fundinum. Segir hann aðeins að blaðamað ur Alþýðublaðsins hafi snúið öllu við, sem þar gerðist. En þetta láist Víkverja algerlega að rökstyðja. Alþýðublaðið sagði enn frem ur frá því að frú Guðrún Jónas ron hefði kvartað undan skil-n- ■ngsleysi og tregðu bæjar- stjórnarmeirihlutans, er hún harmaði það; hve litlu af mann- úðarmálum hún hefði kogið í framkvæmd á þeim 22 árum, rem hún hefur verið í bæjav- F.tjórn. Sé frú Jónasson ekki ánægð með árangur sinn í þessum málum, hefur hún vissulega engan við að sakst ennan en bæ j arst j órnarmeirihlutann, enda fór hún ekki dult með, að svo var. Aftur á móti segir Víkverji um þetta atriði: „Frú Guðrún Jónasson þakk- aði bæjarfulltrúum góða sam- vinnu í bæjarstjórn, en minnt- ist ekki á íhaldið . . .“. Þarna tekur Víkverji vissu- lega undir frásögn Alþýðublaðs ins: Guðrún þakkaði bæjarfull trúum samvinnuna, en hafði í- haldinu ekkert að þakka, — minntist ekki á það!I UfbrelSlð Alþýðubiaðið! Faðir minn og tengdafaðir, Jón Jésíssöii, andaðist í sjúíkralhúsi Vestm'annaeyja fimmtudaginn \ 26. janúar. ' Sigurbjörg og Óskar Jónsson. Hjartanlegar þak'kir viljum við fæna öllum þeim,' sem á einn eða annan hátt aðstoðuðu og veittu okkur hjálp sína við andlát og jarðarför Ferdinands Hansen, kaupmanns, Hafnarfirði. Hafnarfirði, 27. ianúar 1950. Matthiidur Hansen og synir. Hjartanlegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur margvíslega samúð og vinarhug við andiát 'og útför móður ckkar, tengdamóður og lang-' ömmu, j Rósu Marftiar Þérðardéttyr. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. III í Háskóla íslands, tímabiiið febr. — apríl hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Kennarar verða Magnús G. Jónsson menntaskóla- kennari og hr. Métay sendikennari. Kennslugjald 150 krónur fyrir 25 kennslustundir, og greiðist fyrirfram. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á skrifstofu forseta félagsins, Péturs Þ. J. Gunnarssonar, Mjóstræti 6, sími 2012 fyrir 2. febrúar.__________________________ ELBRI DANSARNIR í G.T.- húsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngu- miðar kl. 4—6 í dag. Sími 3355. Hin vinsælá hljómsveit hússins. Jan Morávek stjórnar. Alltaf er Guttó vinsælast. S.A.R. Dansleikur í Iðnó í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 5. Sími 3191. Ölvuðum mönnum óheimill aðgangur. Tilkynning Frestur til að skila skattframtölum í Reykjavík, rennur út kl. 24, þriðjudaginn 31. jan. Þeim sem ekki hafa skilað skattframtölum fyrir J ! «T. f • þann tíma verða áætlaðir skattar. Skattstofan verður lokuð dagana 1 til 7 febrú- ar, að báðum dögum meðtöldum. Skattstjórinn í Reykjavík. Auglýsið í Alþýðablaðinul

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.