Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 1
Veðurhorfur; Kosningaúrslitin og í»jóðvilj- mn. Forustugrein: Ausian hvassviðri eða storm- ur og rigning. * ■ ' .y* XXXI. árgangur. Miðvikudagur 1. febrúar 1949'^ 27. tbl. Sigurjón Á. Ólafsson. r r l r EvV K 0 r FJÖGUR íþróttanámskeið er Glímafélagið Ármann að hefja um þessar mundir, auk hinnar venjulegu starfsemi félagsins, sem er í fullu fjöri. Námskeið- in fjögur eru þessi: 1. Þjóð- dansar og gamlir dansar, sem Sigríður Valgeirsdóttir mun kenna. 2. Fimleikar stúlkna, sem Guðrún Nielsen mun kenna. 3. Fimleikar pilta, sem Hannes Ingibergsson mun kenna, og 4. íslenzk glíma, sem þeir Þorgils Guðmundsson og Guðmundur Ágústsson munu kenna. Námskeiðin standa í tvo til þrjá mánuði og er öllum heimil þátttaka (sbr. nánari upplýsingar í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu). Skíða- námskeið á vegum félagsins stendur nú yfir í Jósefsdal. Oscar Ólsson látinn Sigurjón A Oiafsson kosinn for- „AEBEIDERBLADET“ í Os- lo flytur þá fregn, að liinn frægi sænski bindindisfrömuð- ur og jafnaðarmaður Oscar Ols- son, sé látinn 72 ára að aldri. Olsson var um margt ein- kennilegur maður, meðal ann- ars að útliti, sökum hins mikla skeggs, sem hann bar um ára- tugi, og var í Svíþjóð oft kall- aður Oscar með skeggið. Hann vann að eflingu bindindishreyf- ingarinnar í Svíþjóð frá því að hann var unglingur, en áhrifa hans í þeim efnum gætti langt út fyrir takmörk lands hans; enda var hann á árunum 1930 til 1947 yfirmaður alþjóða góð- templarareglunnar. Oscar Ölsson kom einu sinni til Islands, og muna margir hann hér síðan. ílagsins í 31. si AÐALFUNDUR SJÓMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR, sem haldinn var í gærkveldi, samþykkti í einu hljóði — með skírskotun til þess, að samkomulagsleið liefði reynzt árangurs- laus við togaraeigendur í milliþinganefnd, — að skora á al- þingi að samþykkja á yfirstandandi þingi frumvarp það, sem fyrir því liggur, um lengingu hvíldartíma á togurum. — Jafn- framt skoraði fundurinn á alþingi að samþykkja frumvarp það um öryggi á vinnustað, sem nú liggur fyrir þinginu, og að láta undirbúa milii þinga ýtarlega löggjöf um vinnuvernd fyrir sjó- mannastéttina. Samþykktin, sem gerð var samkvæmt tillögu félagsstjórn arinnar, var svohljóðandi: „Þar sem reynzt liefur árangurslaus samkomulagsleið við togaraeigendur í milliþinga nefnd þeirri, er fjallaði um aulcinn lögfestan hvíldartíma á. togurum, þá skorar aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur á alþingi að samþykkja á yfir- standándi þingi frumvarp það, sem fyrir því liggur um hvíld- artíma á togurum. f öðru lagi skorar fundurinn á alþingi, að undirbúið verði milli þinga frumvarp til laga um vinnuvernd fyrir sjómanna stéttina, á grundvelli tillagna Alþýðusambands fslands, sem lagðar hafa verið fyrir alþingi. Enn fremur skorar fundur- inn á alþingi að samþykkja frumvarp til laga um öryggi á vinnustað, sem Jiggur fyrir þinginu". Þessi samþykkt var, eins og áður segir, gerð í einu hljóði: ÚRSLIT STJÓRNARKJÖRS. Úrslit stjórnarkjörs í sjó- mannafélaginu voru birt á að- alfundinum í gær, og kom í ljós, að þátttaka í því hafði verið meiri en dæmi eru til, enda kommúnistar sótt kosn- inguna af miklu kappi. Höfðu af 1561, sem voru á kjörskrá félagsins, 1088 neytt atkvæðis- réttar síns, en gild atkvæði reyndust 1069; 11 seðlar voru auðir og 8 ógildir. tJrslit kosningarinnar urðu þau, að Sigurjón Á. Ólafs- son og samstarfsmenn hans voru allir kjörnir með mikl- um meirihluta og meira at- kvæðamagni en nokkru sinni áður; og ei betta í 31. sinn, sem Sigurjón er kjörinn for- maður sjómannafélagsins. Atkvæði við stjórnarkjörið féllu þannig: Formannskjör: Sigurjón A. Ólafsson 604 atkvæði, Erlend- ur Ólafsson 50, Guðmundur Pétursson 410. Varaformannskjör: Ólafur Friðriksson 546 atkvæði, Sig- urgeir Halldórsson 62, Hilmar Jónsson 431. Ritarakjör: Garðar Jónsson 629 atkvæði, Gunnar Jóhanns- son 40, Einar Guðmundsson 378. Gjaldkerakjör: Sæmundur Ólafsson 587 atkvæði, Jón Kristjánsson 63, Jón Halldórs- son 401. Varagjaldkerakjör: Valdi- mar Gíslason 586 atkvæði, Sigurður íshólm 48, Hreggvið- ur Daníelsson 404. urssisi mm sæfir @n fapaði 4 ----------------*---------- Kommúnistar 2, en töpuðu 6, Fram- sókn 4, en tapaði f, Sjáifstæðisflokk- urinn 2, en tap^ði 6. -------------------- ALÞ\ÐUFLOKKURINN van 9 sæti af hinum flokk- unum (5 af Sjálfstæðisflokknum, 3 af kommúnistum og 1 af Framsóknarflokknum) í bæjar- og sveitarstjórnum í kosningunum á sunnudaginn; en tapaði hins vegar 4 sæt- um (2 til kommúnista og 2 til Framsóknarflokksins). Kommúnistar unnu 2 sæti (bæði af Alþýðuflokkn- um), en töpuðu 6 (3 til Alþýðuflokksins, 2 til Sjálfstæðis- flokksins og 1 til Framsóknarflokksins). Framsóknarflokkurinn vann 4 sæti (2 af Alþýðu- flokknum, 1 af Sjalfstæðisflokknum og 1 af kommúnist- um), en tapaði 1 (til Alþýðuflokksins). Sjálfstæðisflokkurinn vann 2 sæti (bæði af komm- únistum), en tapaði 6 (5 til Alþýðuflokksins og 1 til Fram- sóknar). Alþýðuflokkurinn vann sæti á Akranesi, Húsavík, Seyðisfirði, Eyrarbakka, í Borgarnesi, Bolungarvík, á Skagaströnd og á Suðureyri (tvö); en tapaði sæti í Vest- mannaeyjum, á Norðfirði, Eskifirði og á Sauðárkrók. Kommúnistar unnu sæti á Norðfirði og á Eskifirði, en töpuðu sæti á Akranesi, á Akureyri, í Ólafsfirði, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum og í Bolungarvík. Framsóknarflokkurinn vann sæti á Altranesi, í Vest- mannaeyjum (tvö), og á Sauðárkróki; en tapaði sæti á Suðureyri. Sjálfstæðisflokkurinn vann sæti á Akureyri og í Ól- afsfirði, en tapaði sæti á Akranesi, Húsavík, Eyrarbakka, í Borgarnesi, á Suðureyri og á Skagaströnd. Verzlunarjöfnuður- 1949 óhagslæður um 134.7 mlllj. kr. VERZLUNARJÖFNUÐUR- INN 1949 varð óhagstæður um 134,7 milljónir króna, en árið áður var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 61 milljón króna. Framh. á 7. síðu. TRUMAN BANDARÍKJAFORSETI fyrirskipaði kjarn- orkunefnd Bandaríkjastjórnar í gær að liefja framleiðslu á hinum svokölluðu vatnsefnissprengjum; en svo sem upplýst hefur verið eru þær þúsund sinnum kröftugri en þær kjarn- orkusprengjur, sem hingað til hafa verið framleiddar. Truman gaf þessa fyrirskipun sem yfirmaður Bandaríkjahersins. í fyrirskipuninni, sem var birt í Washington í gær, segir, að svo lengi sem ekki sé hægt að ná samkomulagi um alþjóða eftirlit með notkun kjarnork- unnar og koma á þann veg fyr- ir framleiðslu kjarnorkuvopna, sé það skylda Bandaríkjanna við frið og eigið öryggi, að láta einskis ófreistað til þess að bú- ast sem öflugustum vopnum til að geta varizt árás, hvenær og hvaðan sem hún kæmi. Þess vegna hafi nú verið ákveðið að hefja framleiðslu á vatnsefnis- sprengjum. Fyrirskipun Trumans var birt aðeins tveimur og hálfri klukkustund eftir að kjarn- orkunefnd Bandaríkjaþingsins hafði birt skýrslu um störf sín árið sem leið. í skýrslunni er sagt frá sívaxandi framleiðslu kjarnorkuvopna, sem og stöð- ugt sé verið að endurbæta. En Framhald á 7. síðu. Rúuar viðurkenna oföglega kommún- íslasljórn í Indókína MOSKVUÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær, að sovétstjórnin hefði viðurkerint stjórn komm- únistíska uppreisnarmannsins Ho-Shi-min í Indó-Kína og myndi innan skamms taka upp stjórnmálasamband við hann. Kommúnistastjórnin í Kína hefur þegar fyrir nokkrum vik- um veitt stjórn Ho-Shi-min viðurkenningu sína. Ho-Shi-min hefur í þrjú ár barizt gegn Frökkum í Indó- Kína og kom það strax fram í gær, að franska stjórnin telur þá ákvörðun sovétstjórnarinn- ar, að veita uppreisnamanna- stjórn hans viðurkenningu, ó- vinsamlegt athæfi gagnvart sér. Og því meiri gremju vakti tilkynning Moskvuútvarpsins í París í gær, sem Frakkar hafa þegar viðurkennt Viet-Nam lýðveldið í Indó-Kína sem sjálfstætt ríki í sambandi við Frakkland og liafa vonast til þess að geta með því friðað landið. Franska stjórnin bar þegar í 1 Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.